Tíminn - 10.09.1982, Síða 6
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982.
Flugumferdarstjórar bera mest úr býtum af opinberum starfsmönnum
MEÐALLAUN ÞEIRRA NflÐU
TÆPUM 30 ÞÚSUNDUM KR.
■ Meðallaun flugumferðarstjóra eru í
flestum tilvikum tvöföld á við það sem
tíðkast hjá öðrum stéttum opinberra
starfsmanna og í sumum tilvikum eru
þau næstum þreföld. Fjármálaráðu-
neytið lét nú í ágústmánuði vinna fyrir
sig samanburðarúttekt á kjörum opin-
berra starfsmanna og þar kemur ofan-
greint m.a. fram.
Tímanum tókst ekki að afla sér
áðurnefnds samanburðar í heild, en
ofangreindar og eftirfarandi upplýsingar
veitti Sigrún Ásgeirsdóttir, launaskrár-
ritari í launadeild fjármálaráðuneytisins
blaðamanni Tímans, en gat þess jafn-
framt að skjölin í heild væru trúnaðar-
mál.
Rétt er að geta þess að tölur þær sem
Sigrún upplýsti blaðamann Tímans um
eru fýrir mánuðina mars til maí 1982, en
síðan hafa eins og kunnugt er verið tvær
vísitöluhækkanir, samtals 18.6% og auk
þess hafa laun flestra hækkað vegna
nýgerðs kjarasamnings, þó það eigi ekki
við um flugumferðarstjóra, en ekki
hefur enn verið samið við þá.
Tíminn mun greina frá meðallaunum
þriggja opinberra stétta hér, en það eru
auk flugumferðarstjóra, lögreglumenn,
sem samkvæmt heimildum Tímans
koma næstir flugumferðarstjórum í
launum, og félagar í Póstmannafélagi
íslands, en þeir munu vera á meðal
þeirra lægst launuðu í röðum opinberra
starfsmanna.
Meðallaun flugumferðar-
stjóra í vor
tæpar 28 þúsund krónur
Flugumferðarstjórar: Meðalmánaðar-
laun fyrir dagvinnu kr. 10.904, meðal-
laun fyrir yfirvinnu á mánuði kr. 10.731,
en sú tala er 98.41% af mánaðarlaunum
og meðaltal annarra launa er kr. 6.033
og er það 55.33% af föstum mánaðar-
launum, þannig að aðrar tekjur en
mánaðarlaun eru 153.74%. Heildar-
meðallaun á þessu þriggja mánaða
tímabili, mars til maí hjá flugumferðar-
stjórum voru því kr. 27.668.
Þess skal getið hér að þegar talað er
um önnur laun hjá flugumferðarstjór-
tum, þá er átt við vaktaálag, fyrirvakta-
álag og sumaraukaálag.
Lögreglumenn
hafa einnig drjúgar tekjur
Næst lítum við á meðallaun félaga í
Landssambandi lögreglumanna, á þessu
sama tímabili mars til maí 1982.
Meðallaun fyrir dagvinnu voru 9004
krónur. Meðallaun fyrir yfirvinnu voru
kr 8493, sem er 94.33% af dagvinnu-
launum. Meðaltal annarra launa var kr.
2.400, sem er 26.65% af mánaðarlaun-
um. Heildarmeðallaun voru því kr.
19.897 og reyndust önnur laun en
mánaðarlaun vera 120.98%.
Heildarmánaðarlaun
póstmanna ná ekki
dagvinnulaunum
flugumferðarstjóra
Að lokum lítum við á sambærilegar
tölur fyrir félaga í Póstmannafélagi
íslands. Þeir höfðu í meðallaun fyrir
dagvinnu kr. 7888.
Meðalyfirvinnulaun þeirra voru kr.
2.424 sem er 30.73% af mánaðarlaun-
um. Meðaltal annarra launa hjá póst-
mönnum var kr. 285 sem er 3.61% af
mánaðarlaunum og heildarmeðallaun
voru því kr. 10.597. Aðrar launagreiðsl-
ur en mánaðarlaun voru því 34.34% hjá
félögum í Póstmannafélaginu.
Pað er því Ijóst af þessum tölum að
þrátt fyrir það að ósamið sé við
flugumferðarstjóra, þá tróna þeir einir á
toppi launastigans hjá BSRB og sam-
kvæmt heimildum Tímans þá eru fáar
stéttir innan BSRB, að lögreglumönn-
um undanskildum sem eru meira en
hálfdrættingar á við flugumferðarstjór-
ana, en meðaltalsmánaðarlaun hjá
BSRB á þessu tímabili mun í mörgum
tilvikum hafa verið á bilinu 12 til 14
þúsund krónur.
- AB
■ Flugumferðarstjórar: Meðallaun kr. 27.668
■ Lögreglumenn: Meðallaun kr. 19.897
■ Póstmenn: Meðallaun kr. 10.579
Ný söluskrifstofa Flugleida
í Breiðholti
■ Flugleiðir hafa opnað söluskrifstofu
að Álfabakka 10 í Breiðholti. Skrifstof-
an er til húsa í hinu nýja útibúi
Landsbankans í Mjóddinni.
Söluskrifstofan veitir margs konar
ferðaþjónustu og það sparar viðskipta-
vinum tíma og fyrirhöfn að geta keypt1
erlendan gjaldeyri á sama stað og
farseðlana. Þessi nýja söluskrifstofa
Flugleiða er ekki síst til hagsbóta fyrir
íbúa Breiðholtshverfa og Kópavogs.
Opnun hennar er þáttur í viðleitni
Flugleiða til að bæta stöðugt þjónustuna.
Fyrir skömmu var söluskrifstofan að
-Hótel Esju færð til á jarðhæð hótelsins
og er nú í stóru og rúmgóðu húsnæði. í
vor var lokið umfangsmiklum endurbót-
um á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjar-
götu.
Söluskrifstofan í Breiðholti er opin kl.
19:15-16:00 virka daga og auk þess er
einnig opið milli klukkan 17:00 og 18:00
á fimmtudögum.
Gerður Gunnarsdóttir annast umsjón
söluskrifstofunnar.
■ Gerður Gunnarsdóttir (t.v.) afgreið-
ir viðskiptavin í söluskrifstofu Flugleiða
að Álfabakka 10.
Tónlistarhátídin:
Nordisk Musik
Ung
■ Tónlistarhátiðin Ung Nordisk
Musik verður haldin í annað sinn í
Reykjavík dagana 19. til 26. september
næstkomandi, en hátíð þessi er haldin
árlega til skiptis á Norðurlöndunum
fimm.
Að þessu sinni verða gestir hátíðar-
innar hollenska tónskáldið Ton de
Leeuw, sem mun halda fyrirlestra,
standa fyrir námskeiði um nútíma
tónsmíðatækni, auk þess sem tónleikar
verða með verkum hans og breska
sópransöngkonan Jane Manning, sem
einkum er kunn fyrir túlkun sína á
nútimatónlist. Jane Manning mun halda
söngnámskeið á hverjum degi hátíðar-
innar, auk þess sem hún mun halda
tónleika, þar sem m.a. verða flutt ný
verk, sérstaklega samin fyrir hana af
íslenskum tónskáldum.
Á tónlistarhátíðinni verður sett á
stofn 85 manna samnorræn sinfóníu-
hljómsveit, og mun hinn þekkti banda-
ríski hljómsveitarstjóri Arthur Weis-
berg stjórna henni. I lok hátíðarinnar
mun hljómsveitin halda tónleika, og
verður einleikari með hljómsveitinni
Diana Kennedy violuleikari frá Banda-
ríkjunum.
Um 120 manns frá Norðurlöndunum
sækja hátíðina, tónskáld, hljóðfæraleik-
arar og fréttamenn frá norrænu útvarps-
stöðvunum, svo eitthvað sé nefnt.
Auk fyrrgreindra tónleika verða 11
tónleikar, víðs vegar um borgina og
verða flutt samtals 41 verk eftir ung
norræn tónskáld, þar af 11 íslensk, 7
þeirra hafa ekki áður átt verk á
opinberum tónleikum. Verða tónleik-
amir af ýmsu tagi, s.s. kammertónleik-
ar, tónleikar með elektrónískri músík og
Sinfóníuhljómsveit íslands verður með
tónleika undirstjóm GuðmundarEmils-
sonar. Einleikari á þeim tónleikum
verður Roger Carlson, slagverkleikari
frá Svíðþjóð.
- AB
Úrslitakeppnin
á morgun:
í Öku-
leikni
■ Úrslitakeppnin í Ökuleikni, sem
Bindindisfélag ökumanna gengst fyrir
fer fram við Laugarnesskólann á morgun
og hefst hún kl. 9 árdegis, en seinni
umferðin, og væntanlega sú mest
spennandi hefst kl. 14.30.
Að þessu sinni er keppt í tveimur
riðlum, karla- og kvennariðli, en konur
hafa ekki áður tekið þátt í þessari
keppni. Það verður að lokinni seinni
umferðinni á morgun sem ljóst verður
hver verður íslandsmeistari í Ökuleikni
1982. Það er ekki til svo lítils að vinna,
því verðlaunin verða vikuferð til Spánar
fyrir tvo efstu í karlariðli og þá efstu í
kvennariðli, en þar verða sigurvegararn-
ir þátttakendur íslands í norrænni
ökuleikni í nóvember nk.
Sambandið véladeild hefur þar að
auki gefið veglega bikara fyrir tvö efstu
sætin í hvomm riðli, en sambandið hefur
umboð fyrir Opel á íslandi, en Opel GM
er samstarfsaðili í þessum keppnum.
- AB
■ ■