Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBÉR 1982 Útgerdarmenn ekki allir ánægðir með stöðvun flotans: VIÐURLÖG VIÐ BROTUM AÐEINS UM 3 ÞÚS. KR. ■ Stöðvun fiskveiðiflotans samkvæmt ályktun trúnaðarráðs LÍÚ kemur til framkvæmda á miðnætti í nótt. Flotinn stöðvast þó ekki strax því að flest öll skip halda til veiða fyrir miðnætti í þeirri von að þeim verði veitt heimild til að selja afla erlendis. Skip sem landa daglega hafa og leyfi til að vera viku lengur að veiðum, en þess má geta að viðurlög varðandi brot á ályktun trúnaðaráðsins nema 50 krónum á félaga og þrjú þúsund krónum fyrir hvert skip. Samkvæmt heimildum Tímans beita nú einstakir útgerðarmenn öllum brögð- um í því skyni að geta farið í kringum eigin samþykkt án þess þó að brjóta hana. Ýmis útgerðarfyrirtæki hugðu gott til glóðarinnar varðandi sölur erlendis, en ríkisstjórnin getur hugsan- lega komið í veg fyrir að sölur verði leyfðar ytra eftir miðja næstu viku. Þá berast fréttir af því að útgerðar- menn víðs vegar um land séu mjög misjafnlega ánægðir með ályktun trúnaðarráðsins og ýmsir tvístígandi í því hvort að hlýta eigi boði trúnaðar- ráðsins. Stjórn LÍÚ hefur sent útvegs- mannafélögum um land allt bréf þar sem aðgerðir Landssambandsins eru kynntar og hafa all nokkrir fundir þegar verið haldnir í félögunum til kynningar á þeim. Einn slíkur fundur var haldinn á Vestfjörðum og samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Tíminn hefur aflað sér skiptust menn þar mjög eftir pólitískum línum varðandi afstöðuna til stöðvunar flotans. Útgerðarmenn eru þó lang- flestir á því að virða fyrirmæli trún- aðarráðsins og sagði Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ í samtali við Tímann að mikill einhugur væri uppi innan sambandsins og hann ætti ekki von á því að nokkur skerist úr leik. Samkvæmt upplýsingum Vilhelms Þorsteinssonar, varaformanns LÍÚ þá eru viðurlög varðandi brot á ályktun trúnaðarráðsins, 50 krónur á hvert útgerðarfélag sem gerist brotlegt og þrjú þúsund krónur á hvert skip. Útgerðarfélag sem ætti eitt skip og gerðist brotlegt gegn ályktuninni þyrfti því að greiða 3050 krónur í sekt, en það þykir ekki mikið þegar aflaverðmæti er haft í huga. Kristján Ragnarsson sagði að þetta atriði væri ekki til umræðu innan LÍÚ. Hvorki hann né aðrir stjórnarmenn hefðu trú á að samþykkt Landssambandsins yrði brotin. -ESE ■ Jón G. Tómasson fráfarandi for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Tímamyndir G.E. ■ Alexander Stefánsson flytur framsöguerindi sitt á þinginu um fræðsiu- og upplýsingastarfsemi sambandsins. Landsþing Sambands fslenskra sveitarfélaga: „Ágreiningur hvort sameina eigi ákveðin sveitarfélög” ■ „Aðalmál þingsins hygg ég verði endurskoðun á sveitarstjórnarlöggjöf- inni,“ sagði Jón G. Tómasson. for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, í viðtali við blaðamann Tímans, en tólfta landsþing sveitarfélaganna er haldið á Hótel Sögu og lýkur í dag. „ Auk þess sem það verður flutt erindi um störf nefndar þeirrar sem unnið hefur að endurskoðun á löggjöfinni þá verður reynt að ná fram umræðum um málefnið og ályktunum þingsins í hvaða átt breytingaraar eigi helst að beinast,“ sagði Jón. Aðspurður um það hvort hann ætti von á miklum deiiurn á þinginu vegna þessa málaflokks sagði Jón: „Ég á von á miklum umræðum, en ég vil ekki spá því fyrirfram að um deilur verði að ræða. Það er auðvitað ljóst mál að í þessu sambandi er talsverður ágreiningur, svo sem um það hvort sameina eigi ákveðin sveitarfélög og hvort setja eigi upp lámarksíbúafjölda fyrir hvert sveitar- félag. Þá er einnig ágreiningur um það hvort skylda eigi sveitarfélög til sam- starfs um ákveðna málaflokka. Þá hefur það um árabil verið skoðun sveitarstjórnarmanna að færa beri sem mest af verkefnum heim í byggð og ég sagði í ræðu minni hér í morgun að eitt stærsta verkefnið sem biði sambandsins væri að sýna fram á með hvaða hætti sveitarfélögin geta yfirtekið verkefnin. Það er jú staðreynd að sveitarfélögin 224 eru allt of ólík, og möguleikar þeirra til athafna eru mjög misjafnir, sem leiðir af sjálfu sér þegar 118 sveitarfélög af 224, eða rúmur helmingur eru með innan við 200 íbúa. Þetta er því afar viðkvæmt mál hjá smærri sveitarfélög- unum og fram hefur komið mikill tregi hjá þeim að ræða þessi mál.“ Landsþingið, sem er haldið fjórða hvert ár hefur æðsta vald í málefnum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á þinginu verður kosin 9 manna stjórn og 24 fulltrúar í fulltrúaráð. Jón G. Tómasson tjáði blaðamanni Tímans að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs í formannssætið, því hann tæki nú senn við starfi borgarritara, og sagði hann að þessi tvö embætti færu ekki saman í hans huga tímans vegna. - AB Ekki lengur hægt að selja afla erlendis — nema með leyfi viðskiptaráðuneytisins ■ Fjórar beiðnir um leyfi til útgerða til að selja afla erlendis eftir miðja næstu viku, þ.e.a.s. eftir að stöðvun fiskveiðiflotans verður komin til fram- kvæmda, verða sendar frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna til viðskipta- ráðuneytisins í dag. Sjávar- útvegsráðherra hefur lagt til við ríkisstjórnina að ailar sölur erlendis á með- an stöðvun fiskveiðiflot- ans stendur verði bannað- ar. Hingað til hefur Landssamband ís- lenskra útvegsmanna farið sjálft með allar leyfisveitingar um sölur erlendis, en samkvæmt ákvörðun Ólafs Jóhannes- sonar, utanríkisráðherra sem nú fer einnig með embætti viðskiptaráðherra í fjarveru Tómasar Árnasonar, hefur sú breyting verið gerð á að Landssamband- ið verður að sækja sérstaklega um þessi leyfi til ráðuneytisins. - Það verður fjallað um þessar umsóknir um leið og þær berast, en ég vil taka fram að þetta á bara við um þau fiskiskip sem hyggjast selja afla erlendis eftir miðja næstu viku, sagði Ólafur Jóhannesson í samtali við Tímann. - Við munum halda að okkur hönd- um í þessu máli og sjá hverju framvindur, áður en við sækjum um fleiri leyfi, sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Vilhelm Þorsteinsson, varaformaður LÍÚ sagði í samtali við blaðið að hann teldi það ekki óeðlilegt að skip seldu afla erlendis, jafnvel þó að hráefnisskortur væri í landinu. - Útgerðin er ekki það vel stödd að við höfum efni á þvi að selja ekki erlendis þar sem við fáum hæst verð fyrir aflann og olíuverð er allt að 40% ódýrara en hér heima, sagði Vilhelm Þorsteinsson, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyr- ar. Ekki reiknaði Vilhelm þó með því að skip útgerðarfélagsins myndu selja afla erlendis nú frekar en undanfarin ár. ESE Slbrotamaður handtekinn: Gripirm med stimpil- klukku UtV6£S- bank- ans ■ Lögreglan í Re'ykjavík hahdtók síbrotamann í miðbæ Reykjavíkur og reyndist sá vera með sýmpil- klukku Útvegsbankans, aðalbank- ans, í höndunum. Hann hafðf þá nýlega stolið þessum hlut en gaf ekki miklar skýringar á verknaðinum. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var í forláta peysu með verðmiðanum hangandi v1ð. Reynd- ist hann hafa brugðið sér áðíir í fatabúð í nágrenninu og tekið peysuna án þess að borga hana. Síbrotamaðurinn var handtekinn í fyrradag en hann er einn af svokölluðum „góðkunningjum" lög- reglunnar og hafði verið handtekinn daginn áður með nikið af hljómplötum sem hann hafðí”stolið úr húsi í vesturbænum. - FRI Ólga meðal útgerðar- manna á Höfn ■ Mikil óánægja er nú uppi meöal útgerðarmanna á Höfn í Hornafirði meö þá ákvörðun Landssambands fslenskra útvégsmanna aö stöðva fiskiskipaílotann vegna vanda útgcrðarinnar. Utgerðar- menn á Höfn undirbúa nú síldarvcr- tíðina, en síldveiðar í reknet mega hefjast 15. septcmber nk. Samkvæmt ályktun LÍÚ ntega skip vera að síldveiðunum fram að iniðnætti 17. september nk., þar sem þau landa daglcga, en cftir þann tíma verða skipin að hætta veiðum hafi samningar á milli LlÚ og stjórnvalda ekki tekist. -Við erum mjög óhressir með að þurfa kannski að sitja heima áimeðan aðrir útgerðarmenn halda skipum sínum að veiðum og sclja kannski aflann erlendis. Við köllum svoleiðis vinnubrögð ekkert annað en að skerast úr leik, sagði Ingólfur Arnason, útgerðarmaður á Höfn í samtali við Tímann. Fundur var haldinn í útvegsmanna- félaginu á Höfn í gær þar sem bréf LlÚ um stöðvun fiskveiðiflotaps var kynnt félagstnönnum. Ekki var ályktað neitt á fundinum um stöðvun flotans, en einsog einn fundarmanna orfeaði það, var heldur ekki samþykkt nein stuðningsyfirlýsing við ályktun trúnaðarráðs LIL) eins og stjórn LlÚ hefur vafalaust ætlast til. -Það sem við erum óhressastir raeð er að enginn hjá LlÚ virðist hafa neinar tillögur frant að færa um leiðir til úrbóta. Við viljum vita hvað forráðamenn útgerðarinnar hafa fram að færa, sagði Ingólfur Ásgrímsson, sem minnti á aö útvegsntenn á Höfn hefðu oft stöðvað báta sína til að knýja á um ákvörðun um síldarverð: Þá hefðu þeir a.m.k. vitað hvað þeir vildu, en þvf væri ekki að heilsa að þessu sinni. - Það sem við viljum hér er að ákvörðun síldarverðs verði hraðað og að það liggi fyrir áður en haldið verður til veiða. Við samþykktun áskorun til yfirnefndar í þessu sambandi, en það síðasta sem við fréttum var áð engin ákvörðun hefði vcrið tekin á fundi yfirnefndar í dag, heldur hefði fundi verið frestað þar til í næstu viku, sagði Ingólfur Ásgrímsson. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.