Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. 19 menningarmál Mestur listasmidur Norðurlanda — sýning Thorvaldsens að Kjarvalsstöðum KJARVALSSTAÐIR THORVALDSENSSAFNID í KAUPMANNAHÖFN Yfirlitssýning á verkum Bertels Thorvaldsens Opin daglega á venjulegom tínunii í Austursal. 14.00-22.00 Stendur til loka október. Bertel Thorvaldsen Myndhöggvarinn Bertel (Alberto) Thorvaldsen var af íslensku bergi brotinn, sonur Gottskálks Þorvaldsson- ar (1740-1806), myndasmiðs, og Karen- ar Grönlund, sem var frá Jótlandi. Gottskálk var sonur séra Porvalds Gottskálkssonar í Miklabæ (1712-1762) og konu hans Guðrúnar Ásgrímsdóttur. Gottskálk fór til Kaupmannahafnar og vann þar við að gjöra skrautverkefni á stefni og bugspjót skipa og skutverk, því hann var fær skurðlistarmaður, og eftirsóttur sem slíkur. En á dögum seglskipanna var skrautverk þetta óað- skiljanlegur partur af smíði hafskipa - og er reyndar enn, og má minnast þess þegar danska konungsskipið Dannebrog kom hér í höfn í seinasta mánuði, að það skip hafði svoleiðis skrautverk. Mörg kaupför og skip hafa einhver ornament á stefni, til dæmis Eimskipa- félagsskipin og varðskipin, enda þótt allt sé nú minna í sniðum en var á dögum seglskipanna. Gottskálk Þorvaldsson vann við skipa- smíðastöð flotans, er þá var í Kaup- mannahöfn, en þá voru skipasmíðar meðal annars fangavinna, en þeir á Brimarhólmi lögðu þar hönd að verki, ásamt iðnaðarmönnum. Heldur mun Gottskálk Þorvaldsson hafa búið við þröngan kost, ásamt konu sinni, þrátt fyrir þá náðargáfu að geta skorið út hin virðulegu og þýðingar- miklu skrautverk herskipanna, er tryggði honum atvinnu. Þeim fæddist sonurinn Bertel Thor- valdsen 13. nóvember árið 1768 (1770), en menn eru ekki sammála um fæðingarárið, og reyndar gegnir sama máli um Gottskálk, föður hans, sem þótt prestssonur væri, er talinn fæddur ,,um 1740". Mjög ungur mun Bertel Thorvaldsen hafa byrjað að hjálpa föður sínum við skurðinn, en handlagni mun hafa verið í ættinni. Var Ari Þorvaldsson, bróðir Gottskálks, t.d. „gullsmiðurutanlands." Tíl náms við akademíuna Þrátt fyrir mikla fátækt, fór það svo, að Bertel komst til náms við listaaka- demíuna og naut þar tilsagnar C.F. Stanley og Johs Wiedewelt, en einkum naut hann verndar og leiðsagnar N.A. Abildgaard. Bertel Thorvaldsen vann til verðlauna við akademíuna, en árið 1797 lá leið hans til Rómaborgar, ítalíuferð þótti þá, eins og nú, alveg bráðnauðsyn- leg, fyrir myndhöggvara, svo þeir gætu orðið fullnuma, og í Rómaborg og á öðrum stöðum á {talíu dvaldist honum í fjóra áratugi. Thorvaldsen kom aftur til Kaupmannahafnar, sem einn fremsti höggmyndasmiður heims árið 1838 og þar lést hann árið 1844, eða fjórum árum eftir að hið mikla listaverkasafn hans var opnað í Kaupmannahöfn. Thorvald- senssafn heitir það og er mörgum íslendingum kunnugt. Það hefur að geyma um 860 verk eftir Thorvaldsen, en annars eru myndir hans, höggmyndir og teikningar dreifðar um allan heim. Á íslandi eru þær á hinn bóginn fáar, andlitið af Jóni Eiríkssyni, konferens- ráði (mögnuð mynd), en sú mynd er brotin, marmaramynd af Ganymedisi hinum gríska, sem Listasafn íslands á, skírnarfonturinn í Dómkirkjunni, er hann „gaf ættjörð sinni" og svo hin mikla sjálfsmynd, er Kaupmannahöfn gaf hingað árið 1874 til minningar um eitt þúsund ára byggð landsins. Lífsverk Thorvaldsens er því aðallega í Kaupmannahöfn, þótt orðstír hans og myndir séu um allan heim, og partur af listasögu seinustu aldar. Sýningin á Kjarvalsstöðum Það er ógjörningur að telja upp alla þá virðingu, er þjóðir Evrópu sýndu þessum meistara meðan hann lifði. Og þótt metorð séu góð, eða af hinu góða, þá er það þó í listaverkunum, sem eftir verða, er listamaðurinn lifir, eða gleymist. Danir eru víðsýnir menningarmenn og gjörðu sér ljóst að varðveisla á minningu Thorvaldsens væri nauðsyn- legt og þýðingarmikið starf. Og síðan 1840 hafa þeir haft opið safn á góðum stað í Kaupmannahöfn, þar sem Thor- valdsen er sýndur. Þeir hafa ekki áður sent sýningu með verkum hans til útlanda, að heitið geti, þar til nú, að þeir fylla Vestursal Kjarvalsstaða með dýr- gripum úr safninu í Kaupmannahöfn. Margt hefur verið ritað um list og ævi Thorvaldsens og aukaatriðamenn telja hann hafa orðið fyrir áhrifum frá fornrómverskri list og hann sé einn helsti frumkvöðull nýklassísku listastefnunn- ar. Má það rétt vera. Þó hljóta þeir er sjá teikningar hans, eða frumatriði höggmynda hans, að sjá að þarna var á ferðinni listamaður, sem var ótrúlega næmur á stellingu lffsins, eða alls er lífsanda dró, og ef til vill eru það einmitt þessi uppköst, er hann fékk fyrir marmaramyndir, það dýrmætasta er nú er sýnt á Kjarvalsstöðum. Það er greinilegt að andinn hefur hellst yfir Thorvaldsen á einkennilegum stundum. Hann gjörir þá teikningar á verðmæt skjöl listaakademíu Rómaborg ar, eða hvað sem fyrir verður, því annar pappír er þá ekki tiltækur, þannig að listin var ekki stofukúnst, eða daglauna- verk, heldur ástríða. Og það er einmitt þessi lífsandi, sem er svo dæmigerður fyrir góðar myndir eftir Thorvaldsen. Meira að segja ljón, sem hefur verið að deyja, eða hefur háð dauðastríð sitt í rúmlega heila öld suður í Luzern í Sviss, líður engu minni þjáningu nú en þegar það var gjört. Það skilur aldrei við. Fyrsta íslandsferðin Það hefur ef til vill oft verið ærin ástæða til að skrifa töluvert mál á íslandi um Bertel Thorvaldsen, myndhöggvara. Náðargáfa hans og lífsverk er auðvitað langt útfyrir mörk þess er við nefnum þjóðerni. Hann er sonur myndskera frá íslandi og jóskrar konu. En eigi fara tvær þjóðir í hár saman út af því. Öðru nær. Thorvaldsen kom aldrei sjálfur til íslands, svo vitað sé. En nú er hann kominn og menn geta fagnað honum. Fagnað sínum snillingi, sem kominn er í fyrstu íslandsferðina. í Frakklandi, eða í París, er það siður, að aka í mörgum rútum með unglinga til að sýna þeim safnið í Louvre, en þar búa m.a. Venus frá Milo, sem er 2000 ára um þessar mundir og enn svo ung, og svo hún Mona Lisa. Þetta er liður í frönsku uppeldi, að fá að hitta þessar útlendu konur, sem þarna eru fulltrúar heimslistarinnar. Svona mannflutninga, eða unglinga- ferðir þyrfti endilega að skipuleggja á íslandi nú, í tilefni af komu Bertels Thorvaldsens til landsins. Því verður naumast með orðum lýst hvaða áhættu Danir hafa tekið með því að leggja út á Atlantshafið með þessi föng og hvaða örlæti þarna er sýnt. Margir hafa líka langt hönd á plóginn, en sagt er að Janus Paludan, sendiherra Dana á Islandi og mikill aðdáandi lista, hafi fyrstur sett fram hugmyndina um þessa sýningu. Og í kynningu segir, að af hálfu Thorvaldsenssafnsins hafi frú Dyveke Helsted, forstöðumaður safns- ins og Sören Sass arkitekt, ásamt safnvörðunum Evu Henchen, Bjarne Jörnes og Sören Rasmussen unnið við skipulagningu og uppsetningu sýningar- ¦ Málverk af Bertel Thorvaldsen, málað af Vemet 1833. innar. Af íslendinga hálfu hafa unnið Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur og Stefán Halldórsson ásamt Þóru Kristjánsdóttur listráðunaut Kjarvals- staða svo og fjöldi íslenskra iðnaðar- manna frá Sambandi< ísl. samvinnufé- laga. Sérstakir verndarar sýningarinnar eru hennar hátign Ingiríður drottning og dr. Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti íslands, sem skrifar í veglegt rit, sem Thorvaldsenssafn hefur gefið út í tilefni sýningarinnar. Ofangreindir aðstandendur Thorvald- sens hafa unnið mjög gott starf. Það er góð hugmynd, að koma líka, í vissum skilningi, með safnahúsið í Kaupmanna- höfn, en gjörð er ofurlítil eftirlíking að húsaskipun þar og vegglitum. „Mestur listasmiður Norðurlanda" Það þarf að leita langt til að finna slíkt örlæti og nú er sýnt, og verður líklega að fara allar götur í handritamálið, til samanburðar. Danir eru öðrum til fyrirmyndar um alþjóðlega skilvísi. Ekki verður annað sagt, og seint verður þessi sýning þökkuð svo sem vert væri. Það er stíll yfir þessari sýningu, þótt auðvitað sé ekki unnt, eða hentugt að koma hingað með stærri myndastyttur. En þetta er ekki tapað-fundið, sýning, heldur vel skipulögð og vönduð sýning. Nú hvað svokallaða gagnrýni varðar, er auðveldast að taka undir með dr. Kristjáni Eldjárn, fv. forseta íslands, en hann segir í riti sem Thorvaldsenssafn hefur gefið út vegna sýningarinnar: „Á sjálfslíkneski Bertels Thorvald- sens sem Kaupmannahafnarborg gaf íslandi 1874 og nú er í Hljómskálagarð- inum í Reykjavík standa þessi orð: Mestur listasmiður Norðurlanda. Vera má að einhver rýni nokkuð lengi í þessa áletrun áður en hann trúir sínum eigin augum. Samt er þessi fullyrðing ekki ósannari en margar aðrar af svipuðu tagi. Á hádegi frægðar sinnar var Thorvaldsen af mörgum talinn mestur norrænn listamaður allra alda, og til voru þeir í samtíð hans sem hugðu að jafnoki hans væri ekki til í gjörvöllum heimi." Of sjaldan verður mönnum tíðrætt um þá list að kunna að sýna. Listaverk tala fyrir sig sjálf, er þá gjarnan viðkvæðið. Thorvaldsenssafriið lætur ekki við það eitt sitja, að sýna myndir Bertels Thorvaldsens, heldur sýnir einnig ýmsa muni og skjöl, er vörðuðu líf hans og frama. Þetta er sýning, sem allir íslenskir menn ættu að fá að sjá. Jónas Guðmundsson ÞAÐ SKIPTIR ÞIG AUÐVITADMAU að við bjóðum skápa og kistur í miklum fjölda valdra stærða, sem eiga vel við allar gerðir innréttinga, innlendra sem erlendra. Berðu stærðirnar hér að neðan við þína innréttingu, nýja sem gamla, eða veldu þér stærð, sem þú vilt láta gera ráð fyrir í væntanlegri teikningu. Bauknecht hefur örugglega málin sem- hentar þinni innréttingu. TV 18 TV 1601 PC 38 PC 30 PD 2601 SD 31 i ' i (Bauknecht SD 23 SV24S1 SR 27 tegund hæö breidd dýpt PC 38 183 60 60 PC 30 153 60 60 PD 2601 141 55 60 SD31 153 60 60 SD23 122 60 60 SV2451 125 55 60 SR27 122 60 60 TV18 85 60 60 TV 1601 85 55 60 KÆLISKAPAR GK35 CK29 CK22 TF1S CB8 ^Bauknecht tegund hæó breidd dýpt GK35 183 60 60 CK29 153 60 60 CK22 122 60 60 TF15 85 60 60 CB8 62 55 60 FRYSTISKAPAR GT23 CT36 GT47 GT57 Qjauknecht tegund hæö breidd dýpt CT57 88 175 71 CT47 88 150 71 CT36 88 120 71 CT29 88 ioo 71 CT23 88 84 71 FRYSTIKISTUR Komið, hringið eða skrifið, og við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega. UtsölustaóirDOMUSog kaupfélögin um land allt Véladeíld Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.