Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gfsli Slgurösson. Auglýslngastjórl: Steingrfmur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Pórarlnsson, Elias Snæiand Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Heigar-Tfmans: Atli ' Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elrfksson, Friðrik Indriðason, Helður Helgadóttlr, Sigurður Helgason(fþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristfn Leifsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfmi: 86300. Auglýsingasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tæknidelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Veiðibann eða löndunarbann? ■ Allar horfureruá að útgerðarmenn láti verða af hótun sinni að stöðva fiskveiðar vegna rekstrarvand- ræða flota þeirra. Veiðibannið á að koma til framkvæmda í nótt, en flest skip munu nýfarin til veiða svo að nokkrir sólarhringar munu líða áður en til stöðvunar kemur. Það er krafa útgerðarmanna, að ríkisstjórnin leysi allan þeirra vanda og telja þeir að það sé einhliða hennar sök að rekstrargrundvöllur fyrirtækja þeirra er brostinn. Kristján Ragnarsson, oddviti útgerðar í landinu klifar á því, að útgerðarmenn séu sárasaklaus- ir af offjárfestingu í fiskiskipum og ofveiði fiskistofna. í þeim efnum sé ekki við neinn að sakast nema Steingrím Hermannsson sjávarútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra sagði í blaðaviðtali í gær, að hann hafi greint viðræðunefnd LIU frá umfangsmikilli og ítarlegri athugun á leiðum til lausnar vanda útgerðarinnar, sem unnið er að í sjávarútvegsráðu- neytinu í samráði við Þjóðhagsstofnun og aðra aðila. Jafnframt óskaði hann eftir tillögum frá LÍÚ. Hann hefur margbeðið um tillögur, en þær hafa ekki komið fram. Kristján Ragnarsson og félagar hans lýsa því stöðugt yfir að það sé verkefni stjórnvalda einna að leysa vandann. Meðal þeirra ráðstafana, sem til greina koma, er að lækka olíukostnað um 10-20% og að lækka fjármagnskostnað útgerðarinnar, en tillögur ríkis- stjórnarinnar munu liggja fyrir snemma í næstu viku. Erfiðleikar útgerðar eru skiptavandamál í þjóð- félaginu. Hækkun fiskverðs og gengisfellingar kemur útgerðinni ekki að nægum notum vegna fjármagns- kostnaðar hennar. Ekki dugir að hækka fiskverð upp úr öllu valdi, því það takmarkast af því verði sem hægt er að fá fyrir fisk erlendis. Sjómenn eru ekki of sælir af sínum hlut eins og nú árar og er eðlilegt að sjómenn og útgerðarmenn leysi þann vanda sín á milli og æskilegt að ríkisvaldið þurfi ekki að hafa þar bein afskipti. En svo sýnist sem þeim vanda öllum sé velt yfir á herðar sjávarútvegsráðherra. Rekstrarvandi útgerðar verður ekki leystur nema með tvennu móti, með meiri afla, eða að minna komi í hlut þeirra sem við fiskveiðar og fiskvinnslu starfa. Svo er náttúrlega hin leiðin, að fækka skipum. En hver ætlar að ákveða hvaða útgerðarmenn eiga að selja skip sín úr landinu eða leggja þeim. Kannski stjórn LÍU? Þótt fiskveiðibann komi til framkvæmda munu útgerðarmenn hyggja á að láta skip halda veiðum áfram og selja aflann erlendis. Verður þá fremur um að ræða löndunarbann í heimahöfnum en veiðistöðv- un. Sjávarútvegsráðherra hefur tilkynnt að hann muni beita sér fyrir að sölur erlendis verði stöðvaðar, ef löndunarbann verður sett á hér á landi, enda væn það ófært að skip seldu erlendis meðan starfsfólk fiskvinnslunar gengi um atvinnulaust. Forystumenn útgerðarinnar eru kokhraustir, þeir gera kröfur á hendur stjórnvalda og biðja um ríkisforsjá allra sinna mála. En þá kröfu verður að gera til þeirra, að þeir leggi einnig fram sínar tillögur um hvernig leysa má rekstrarvanda útgerðarfyrir- tækjanna. Það má vel vera að ríkisvaldið hafi sýnt litla forsjálni er veitt voru leyfi til skipakaupa undanfarin ár, og að hafa ekki sett á strangari veiðitakmarkanir. En hver er hlutur útgerðarmanna sjálfra í skipakaupum og ofveiði? Það er feimnismál sem ekki þykir við hæfi að ræða. OÓ á vettvangi dagsins 19. þing Sambands ungra Framsóknarmanna að Húnavöllum: yyMikil áhersla var lögð á húsnæðismál ’ ’ — enda snerta þau ungt fólk mest í dag ■ „Þau mál sem mest . umræða fór í á þinginu og mikil áhersla var lögð á voru húsnæðismálin enda snerta þau mál ungt fólk mest í dag“ sagði Finnur Ingólfsson nýkjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna í sarntali við Tímann að loknu 19. þingi SUF sem haldið var að Húnavöllum í A-Hún. Þingið var fjölsótt og við þingsetn- inguna ræddi formaður Framsóknar- flokksins Steingrímur Hermannsson um stjórnmálaástandið í landinu í dag í Ijósi nýsettra bráðabirgðalaga. Á þinginu störfuðu fjórar nefndir, húsnæðismála-, fíkniefna-, stjórnmála-, og skipulagsnefnd. Guðni Ágústsson frá Selfossi lýsti því yfir í upphafi þingsins að hann skoraðist undan endurkjöri sem formaður SUF fyrir næsta kjörtímabil og var Finnur Ingólfsson frá Vík í Mýrdal kjörinn til næstu tveggja ára. Talsveri mikil endurnýjun átti sér stað á stjórn SUF eins og jafnan áður. Aðspurður um hver yrðu helstu mál á dagskrá SUF í náinni framtíð sagði Finnur: „Það er Ijóst að SUF þarf að skipuleggja starfsemi sína mikið upp á nýtt. Félögin eru því miður ekki nógu lifandi og kom það fram á þinginu. Skipulagsnefnd sú er starfaði á þinginu lagði áherslu á þetta atriði en einnig munum við leggja áherslu á önnur atriði í félagsstarfinu og strax á fyrsta stjórnarfundinum eftir þingið komu upp ýmsar hugmyndir um hvað mætti gera“. Kosningar framundan „Það sem hlýtur að verða aðalmálið hjá okkur á næstunni eru kosningarnar á næsta ári“ sagði Finnur. „Það er ljóst að við komum til með að vinna talsvert mikið starf þar en á þinginu var tekið heilshugar undir stuðning við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna þess ástands sem skapast hefur". - FRI ■ SUF þingið var Ijölsótt. ÁLYKTANIR SAM ÞYKKTAR Á ÞINGI SUF Stjórnmálaályktun ■ 19. þing Sambands ungra Fram- sóknarmanna lýsir yfir stuðningi við ráðstafanir þær sem felast í nýsettum bráðabirgðalögum og yfírlýsingu ríkis- stjórnarinnar um áframhaldandi efna- hagsaðgerðtr. Þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar til þess að tryggja rekstur atvinnufyrir- tækjanna og þar með atvinnuöryggi. Stjórnarandstaðan hefur ekki bent á neinar raunhæfar leiðir til lausnar efnahagsvandanum. Fari svo að tillögur ríkisstjórnarinnar nái ekki fram að ganga á Alþingi mun stjómarandstaðan bera fulla ábyrgð á því stjórnleysi sem þá hlýtur að skapast. Þingið leggur höfuðáherslu á að krafa Framsóknarflokksins um breytt vísitölu- kerfi nái fram að ganga. Saga undanfarinna ára sýnir að núverandi vísitölukerfí hefur magnað verðbólgu og þar með breikkað bilið á milli þeirra, sem minnst mega sín, og hinna sem hæst laun hafa. Samfara breyttu vísitölukerfi telur ■ þingið nauðsynlegt: - að kjör hina tekjulægstu í þjóðfélaginu verði tryggð með fjölskyldubótum og hækkuðum lífeyri frá almannatrygging- um. - að tekjuskattur af meðaltekjum og lægri tekjum verði afnuminn. Tekju- tapi ríkissjóðs af þessum sökum verði mætt með samdrætti og spamaði í ríkisrekstri. Þingið telur mjög brýnt að stjómar- skrámefnd skili tillögum í kjördæma- málinu hið allra fyrsta. Nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkarnir fái lág- markstíma til þess að fjalla um málið. Þingið leggur ríka áherslu á að stjómarskrármálið verði eitt af höfuð- málum komandi flokksþings. Þingið fagnar því sérstaklega að stjómarskrárnefnd hefur orðið sam - mála um að kosningaaldur verði lækkað- ur í 18 ár en það hefur verið eitt af baráttumálum SUF. Þingið undirstrikar nauðsyn þess að afvopnunarviðræðum á alþjóðavett- vangi verði haldið áfram og lýsir yfir ánægju sinni með fmmkvæði þingmanna Framsóknarflokksins að umræðu um gagnkvæma afvopnun risaveldanna á N-Atlantshafi. Þingið lýsir yfír stuðningi við friðar- hreyfingar sem vinna að gagnkvæmri afvopnun. Þing SUF lýsir yfír fyllstu fyrirlitningu á yfirgangi íraelsmanna í Líbanon. Þingið bendir á að útilokað er að leysa vandamálin í þessum heimshluta án þess að tillit sé tekið til sjónarmiða Palestínu Araba. . Þingið beinir því til þingmanna og ráðherra flokksins að þeir hefji þegar baráttu fyrir því að Norðurlöndin taki sameiginlega afstöðu í fordæmingu á gerræði ísraelsmanna. Ályktun um fíkniefnamál 19. þing SUF bendir á hve hin vaxandi neysla fíkniefna á meðal landsmanna er hættuleg þjóðinni. Með hliðsjón af þróun fíkniefnamála í nágrannalöndum okkar er Ijóst að samhliða aukinni fíkniefnaneyslu aukast glæpir. Telur þingið því nauðsynlegt að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir sem miðast við eftirtalin megin sjónarmið: 1) 19. þing SUF beinir því til Mennta- málaráðuneytisins að það hlutist til um að lögbundin verði fræðsla í grunnskólum landsins um skaðsemi neyslu fíkniefna. í því skyni verði gefin út kennslubók um skaðsemi neyslu fíkniefna. í því skyni verði gefin út kennslubók á komandi vetri fyrir yngri deildir grunnskólanna. Telur þingið nauðsynlegt að skipaður verði starfshópur til að semja slíkt námsefni nú þegar. 2) í ljósi þeirra staðreynda að neysla fíkniefna hefur, á skömmum tíma ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.