Tíminn - 19.09.1982, Page 2

Tíminn - 19.09.1982, Page 2
2__________ fólk í listum SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER1982 ■ Ton de Leeuw. Verk eftir Ton de Leeuw í Hamra- hlíðarskóla ■ Tónlistarhátídin Ung Nordisk Mus- ik hefst nú um helgina. A sunnudaginn . verða tónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð með verkum eftir hollenska tónskáldið Ton de Leeuw. Stjórnandi þeirra er Guðmundur Emilsson. Fyrsta verk de Leeuw sem flutt verður nefnist „And They Shall Reign For Ever.“ Það var samið 1981 í tilefni af tvö hundruð ára afmæli formlegra samskipta Hollands og Bandaríkjanna. Verkið er samið fyrir messó-sópran, klarínett, horn, slagverk og píanó. Textinn samanstendur af brotum úr Opinberunarbók Jóhanncsar. Flytjendur, auk söngkonunnar Rut Magnússon, eru Joan Donker Kaat, Sigurður Snorrason, Snorri Sigfús Birg- isson, Árni Áskelsson og Eggert Pálsson. Annað tónverk de Leeuw nefnist „Reversed Night.“ Pað var samið 1971 fyrir einleiksflautu. Ýmsar víddir tón- listar víxlast og renna saman í þessu verki. Það lýsir hljóðlátum og friðsælum minningum um þögn næturinnar, en andstætt þeim eru ofsafengin köll og uppákomur sem trufla þögnina hvað eftir annað. Flytjandi er Manúela Wiesler. Þriðja og síðasta verkið á þessum tónleikum nefnist „Music For Strings". Það var samið árið 1970 að beiðni Listahátíðar í Zagrcb. Verkið er fyrir tólf strengjaleikara og flytjendur að þessu sinni eru Rut Ingólfsdóttir, Unnur María Ingólfsdóttir, Laufey Sigurðar- dóttir, Lilja Hjaltadóttir, Þórdís Stross, Gerður Gunnarsdóttir, Hrefna Hjalta- dóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Helga Oddrún Guðmundsdóttir, Arnþór Jóns- son, Haukur Hannesson og Richard Korn. Tónskáldið Ton de Leeuw fæddist í Rotterdam árið 1926, og nam þar og í París. Han hefur lengi kennt tónsmíðar við Tónlistarháskólann í Amsterdam og var skólastjóri þar 1971-1973. Gunnar Eyjólfsson leikur sálfræðinginn. Tímamynd:Ella Þjóðleikhúsið: Tvfleikur Kempinskis frumsýndur á sunnudag ■ Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á leikárinu verður á Litla sviðinu sunnu- daginn 19. september. Það erTvíleikur, verðlaunaverk eftir hið kunna breska leikritaskáld Tom Kempinski. Þýðingu hefur Úlfar Hjörvar gert, en hlutverkin eru í höndum Þórunnar Magneu Magnúsdóttur og Gunnars Eyjólfssonar. Leikrit þetta greinir frá 33 ára konu, fiðlusnillingi, sem haldin er sjúkdómn- um „multiple sclerosis" ísl. (mænu - og heilasiggi). Sjúkdómurinn gerir það að verkum að hún verður að leggja fiðluleikinn á hilluna og finna lífi sínu nýjan farveg. Leikurinn fer fram á stofu frægs sálfræðings, en hún hefur leitað til hans að áeggjan eiginmanns síns til að fá aðstoð og leiðsögn. Þegar leikritið var frumsýnt í London vakti það gífurlega athygli og einnig nokkra hneykslan, því ýmsir töldu að hér væri á smekklausan hátt verið að ■ Þórunn Magnea Magnúsdóttir leik- ur flðlusnillinginn Stephanie Abrahams. Tímamynd:Ella nýta harmleikinn um líf sellóleikarans Jacqueline du Pré sem vegna sama sjúkdóms varð að hætta að leika á hljóðfæri sitt. Aðrir bentu á að höfundurinn væri að skrifa út frá eigin reynslu og um eigin baráttu við annan sjúkdóm, en Kempinski hefur lokað sig inni um langt skeið haldinn sálrænum veikleika sem stundum er nefndur víðáttufælni. Leikurinn fjallar ekki um MS sjúk- dóminn sem slíkan og það fjallar heldur ekki um félags - eða sálfræðilegt vandamál, heldur eins og segir í fréttatilkynningu Þjóðleikhússins, „um lífið sjálft og baráttu einstaklings sem er knúinn til að endurmeta grundvallar- tilgang eigin Iífs og finna nýja fótfestu. Hér er á ferðinni fyndið verk, fullt af kaldrifjaðri kímni og djúpri menneskju- legri samúð." Sú list að þjóna tveimur herrum Guömundur Daníelsson rifjar upp minningar um listir og listamenn í „Dagbók úr Húsinu ■ „Ég get ekki nefnt fjölda minna bóka svona alveg að bragði, en ætli þær séu ekki á milli 40 og 50, en þegar stöðugt hefur verið haldið áfram þá fer ekki hjá því að þetta verði nokkuð langt,“ sagði Guðmundur Daníelsson, rithöfundur, þegar við hringdum til hans í fyrradag í þeim tilgangi að spyrja hann um nýjustu bók hans, „Dagbók úr Húsinu,“ sem væntanleg er h.j.i Setbergi inna.i skamms. „Já, _þetta er bók í dagbókarformi og nær yfir tímann frá 1. janúar 1947 til 30. maf 1948,“ sagði Guðmundur, „en þetta eru rúmir 500 dagar. Svo var mál með vexti að tveimur árum áður hafði ég verið á ferð um Ameríku og maður sem ég kynntist þar og naut hjá gestrisni sendi mér á jólunum 1946 bók í alskinni og merkta mér óskrifaða, sem ég gerði að dagbók minni meðan hún entist. Bókin lá svo í hillu hjá mér ásamt fleiri dagbókum, en fyrir rúmu ári fór ég að líta í hana og sýndist nokkuð fróðlegt að rifja það upp sem þarna stóð, fyrir mig a.m.k. Ég hreinskrifaði þetta og úr því varð bók. Eftir á sé ég þótt mér dytti það aldrei í hug. meðan ég var að skrifa þetta, að bókin fjallar fyrst og fremst um hvcrnig það er að þjóna tveimur herrum og vera báðum trúr. Þar á ég vitanlega við listina, ritstörfin, og á hinn bóginn kennslustörfin, en ég var þá skólastjóri á Eyrarbakka. Loks voru svo skyldurnar við fjölskylduna. í guðsorðinu er sagt að enginn geti þjónað tveimur herrum og verið báðum trúr og satt að segja held ég ekki að mér hafi tekist það. Allt árið 1947 var ég að þrælast við að skrifa bók sem ég vissi ekki hvað átti að heita. Ragnar í Smára beið eftir bókinni og skipaði mér að halda áfram og herða mig og á næsta ári kom nú nafnið og bókinni lauk um það bil sem dagbókinni lýkur. Þetta var saga mín „Mannspilin og ásinn,“ sem kom út haustuð 1948.“ Jú, það var oft gestkvæmt hjá mér á þessum tíma, ekki síst komu til mín listamenn og þeirra á meðal má nefna þá Laxness, Ragnar í Smára, Göggu Lund, Pál ísólfsson, Vilhjálm S. Vil- hjálmsson, Jón Björnsson, Bjarna M. Gíslason, Guðmund Hagalín, Krist- mann Guðmundsson og Jóhannes úr Kötlum. Það var í nógu að snúast hjá mér um þetta leyti og ég átti oft erindi til Reykjavíkur. Ég fúngeraði þá sem löggiltur ritdómari fyrir Vísi og skrifaði um hvaða bók sem þeir óskuðu eftir fyrir 50 krónur dálkinn og ókeypis bækur. Samt var mér alltaf dálítið hvimleitt að dæma kollga mína og reyndi að vera ekki of stífur eða strangur dómari, þótt ég tæki þetta samt alvarlega. Enn var sendikennari Dana, sem þá var, að þýða „Á bökkum Bolafljóts" og loks átti ég handrit hjá ísafold, ferðabók frá Ameríkuferðinni, „Á langferðaleið- um.“ Bókin dagaði hálfgert uppi hjá forlaginu og ég átti í útistöðum við Gunnar hjá ísafold, þótt allt færi þetta vel að lokum og við sættumst. Bókin -kom út í febrúar 1948 í staðinn fyrir að hún átti að verða jólabók 1947. Já, ég á enn allt of mörg handrit til, - fleiri en útgefendur torga. Ég geri ráð fyrir að næsta bók mín verði skáldsaga, en um hana vil ég ekki ræða að sinni. Það er rétt að geyma a.m.k. þar til þetta árið cr liðið í aldanna skaut.“ - AM ■ Guðmundur Daníelsson: „í guðs- orðinu er sagt að cnginn geti þjónað tveimur herrunt....“ ■ Viktor Amar Ingólfsson. Skáldsaga um leið eit- urlyfjanna til Reykja- víkur Rætl við Viktor Arnar Ingólfs- son um bók hans „Heitur snjór” ■ Innan tíðar kemur út hjá Erni og Örlygi skáldsagan „Heitur snjór“ eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Við slógum á þráðinn til Viktors og spurðum hann frétta af þessari nýju bók. „Nei, þetta er ekki frumraun mín í skáldskap," sagði Viktor,“ því fyrir nokkrum árum kom út eftir mig skáldsagan „Dauðasök,“ sem segja má að hafi verð „thriller“ með fremur venjubundnum söguþræði. Ég hafði í hyggju að koma nýrri bók á framfæri sem fyrst á eftir „Dauðasök" og kveikjan að þessari sögu „Heitur snjór“ er því orðin um fjögurra ára gömul. Þetta átti að verða sakamálasaga um neyslu á fíkniefnum, en svo varð það úr að ég fór út í all mikla stúdíu á þessu. Ég leitaði fanga í ýmsum bókum, þar á meðal fræðibókum, og allt stuðlaði þetta að því að bókin varð lengur í smíðum en til stóð. Þessi heimildaöflum var lang tímafrekasta vinnan við bókina, en sjálf ritun hennar hefur varla tekið mig meira en fjóra mánuði. Bókin er nokkuð sérstök að því leyti að henni er skipt upp í tvo hluta, er eignlega tvær sögur, sem eru aðskildar með mismunandi leturgerð. { stærri hlutanum er það rakið hvaðan eiturefnin einkum heróin, koma og hvernig þau komast á markað, - allt frá Austur- löndum nær og til Bandaríkjanna. Ég hef aflað mér víða fanga sem áður segir og reynt að komast sem næst réttu verði á þessum mörkuðum, sem ég síðan hef framreiknað eins og kostur var til rétts verðlags nú. Tilgangurinn með því er sá að fólk geti gert sér grein fyrir hvar gróðinn er og hvert hann lendir. Samt má gera ráð fyrir að tölumar hafi enn breyst, því nokkuð er um liðið frá því er bókin fór í prentun. í sögunni gerist það að fyrir hálfgerða slysni lenda ein fimm kíló af heróini í Reykjavík, en það er alveg óendanlega mikið magn, - mundi nægja öllum landsmönnum hér í mörg ár. í öðrum hluta sögunnar er því lýst er nokkrir reykvískir unglingar fá eitrið í hendur og gera hvað þeir geta til þess að afla því markað hér. Já, margir hafa spurt mig að því hvort ég styðjist við eigin reynslu af fólki sem hefur þessi efni um hönd, en því er þar til að svara að ég hef ekki gert það, en styðst eingöngu við þann fróðleik sem ég hef aflað mér með fyrrgreindu móti. Samt vona ég að veilur í tæknilegri frásögn séu ekki margar." - AM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.