Tíminn - 19.09.1982, Page 9

Tíminn - 19.09.1982, Page 9
SÚNNtJDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 9 menn og málefni TAKMORK HAGVAXTAR OG TÆKNIVÆBINGAR ■ OfTramleiðsla er á kindakjöti en nú verður unnið skipulega að því að ná jafnvægi milli framleiðslu og markaðar. ■ Hvaðanæva úr heiminum berast fréttir um greiðsluerfiðleika fyrirtækja og ríkja. Efnhagasvandræðin herja jafnt á iðnríki sem lönd er skemmra eru á veg komin. Sums staðar er ástandið svo slæmt að við liggur þjóðargjaldþrot og er í rauninni ekkert sem kemur í veg fyrir það nema að skuldir eru framlengdar og ný lán veitt. Efnahagskreppan herjar bæði auðvaldsríki og kommúnistaríki. f Vestur-Evrópu kemur hún fram í síauknu atvinnuleysi og sömuleiðis í Bandaríkjunum, en þar kreppa háir vextir og minnkandi markaðir að atvinnuvegunum. Af kommúnistaríkjunum er Pólland hvað verst statt en Rúmenía mun ekki öllu betur haldin af efnahagskvillum. Skuldasúpa Belga er að verða þeim um megn og fjöldi ríkja í Rómönsku Amertku eru á barmi gjaldþrots. Argentína skuldar óhemju fé erlendis og hið auðuga land Brasilía er hætt að geta borgað skuldir sínar. Ríki Afríku eru einna verst á vegi stödd þar sem framleiðsla minnkar og lífskjör fara versnandi. Nokkur olíu- framleiðsluríki hafa hnýtt sér slíka skuldabagga að þau fá vart risið undir. Það er kaldhæðnislegt að skömmu eftir að einhverjar auðugustu olíulindir heims fundust í Mexikó, skuli ríkið vera komið í greiðsluþrot, gengið fallið um 70 af hundraði það sem af er þessu ári, samið er um greiðslufresti og ný skyndilán til að bjarga því sem bjargað verður. Meira að segja var það talin greiðasemi af nágrönnunum í norðri að greiða fyrir olíu sem enn er í jörðu en verður unnin og afgreidd síðar. Olíuríkið Nigería getur ekki greitt fyrir matvæli. Þess vegna sitja íslendingar uppi með vertíðarfram- leiðslu af skreið og bíða þess að olía hækki í verði og Nigeríumenn hafi efni á að fá sér að éta. Síðustu fréttir herma að forsætis- ráðherra Japans boðar þjóð sinni mikið tekjutap og fjárlög verði afgreidd með miklum halla. Japan er þó það ríki sem best er iðnvætt allra landa og hefur búið við meiri hagvöxt en nokkur önnuð þjóð. Fjármunum kastað á glæ Þær peningastofnanir sem lána á alþjóðlegum fjármálamarkaði eiga mikið í húfi að skuldararnir geti staðið í skilum. Það er viðurkennt að búið sé að lána fé af alltof mikilli bjartsýni og ef skuldarar komast upp með að lýsa sig gjaldþrota og greiða ekki um- samdar afborganir og vexti gæti skriðan hlaupið af stað og þá færi að hrikta óþyrmiiega í stoðum hins alþjóðlega efnahagskerfis. Vel má vera að einhverjum þyki að farið hafi fé betra, en mannfólkið hefur ekki annað kerfi að snúa sér að og afleiðingamar geta orðið hrika- legar. En nóg er um svartagallsrausið. Það er engin vá fyrir dyrum þótt hagvöxtur- inn minnki, að minnsta kosti ekki í þeim ríkjum sem betur mega, en þróunarlöndin mega síst við afturför. Margir eru til kallaðir að spá kreppuástandi eins og varð 1929, en svo slæmt þarf það ekki að vera. Hagfræðingar og stjórnspekingar hafa haldið því fram að til slíks ástands geti ekki komið þar sem þeir þekki nú betur lögmál efnahagslífsins og kunni ráð til að afstýra keðjuverkandi efnahagskreppu þegar einkennin koma í ljós. Vonandi er þetta rétt hjá þeim. En hvernig stendur svo á þessum afturkipp? Það eru ekki allir á einu máli um það fremur en annað. Sumir kenna um síhækkandi orkuverði og að olíuframleiðsluríkin blóðmjólki olíu- kaupendur. Eitthvað kann að vera til í því. En fleira kemur til. Peningastofnanir hafa verið liprar að lána fé sem ríkisábyrgð er veitt fyrir og ekki sést fyrir í þeim efnum, því þær trúðu á hagvöxtinn og svo mun vera hagkvæmt að lána fé á þcnnan hátt. En fjárfestingarnar hafa ekki alltaf skilað arði. Bjartsýnar ríkis- stjórnir um allan heim hafa ætlað að grípa guð í fótinn og koma sér upp verksmiðjum og alls kyns tæknivædd- um atvinnuvegum. En oftar en ekki hefur verið offjárfest. Pólland hefur verið mikið á milli tannanna á mönnum þegar dæmi eru tekin um erlend lán og fjárfestingu í fyrirtækjum sem ekki standa undir þeim vonum sem við þau voru bundin. Það var stefna stjórnar Giereks að iðnvæða landið og gífurleg lán voru tekin til að kaupa verksmiðjur og vélar. Var framkvæmdagleðin svo mikil að sums staðar voru byggð verksmiðjuhús, sem gleymdist að panta vélar í og vélar voru pantaðar sem gleymdist að byggja yfir. Allt átti að gera í einu en engar áætlanir stóðust. Þegar að því kom-að greiða átti afborganir og vexti af öllum ný- virkjunum kom í Ijós að framleiðslu- aukningin var í engu samræmi við fjár- festingarnar. Til að bæta gráu ofaná svart gleymdist landbúnaðurinn, sem er hefðbundinn undirstöðuatvinnuvegur Pólverja, í öllu framfaraæðinu. íbúar eins frjósamasta landbúnaðarlands heims höfðu ekki ofan í sig að éta og urðu að þiggja með þökkum kremkex frá Frón, sem Hjálparstofnun kirkj- unnar flutti upp í sveitir landsins. Þessa sögu þarf ekki að rekja. Offjárfesting og óskynsamleg tækni- væðing leikur nú margar þjóðir grátt. Olíuauður Nigeríu og Mexikó stendur ekki undir þeim framförum sem við hann voru bundnar. Fátækari þjóðir eru enn ver scttar. Útflutningsfram- leiðsla sumra þeirra dugir ekki fyrir afborgunum og vaxtagreiðslum af lánum. Margar þeirra settu markið hátt á sjötta og sjöunda áratugnum að nýfengnu sjálfstæði. Stjórnendur þeirra trúðu á framfarir og tæknivæð- ingu og tóku óspart lán til uppbygg- ingar. En satt best að segja eru örðugleikar margra þessara þjóða líka sjálfskaparvíti. Það cr eytt meiru í vígbúnað og viðhald herja en til upplýsingar, og víða hefur land- búnaður verið vanræktur. Menn hafa séð ofsjónum yfir velgengni iðnríkja og lagt allt kapp á að fara að dæmi þeirra. Trúarbrögð nútímans Trúin á tæknivæðingu er næstum jafnsterk og trúin á hagkerfi, og oft eru þessi trúarbrögð samtvinnuð. Menn sjá fyrir sér glæsta framtíð þar sem vélar vinna öll störf, orka er ótæmandi svo og auðlindir jarðar og náttúrunni er umbylt á ýmsa vegu til að þjóna hagsmunum mannsins og þörfum. Markaðsstefna eða sameign- arstcfna eiga að deila lífsins gæðum ljúflcga meðal þjóða og einstaklinga. Tæknimenn hafa mjög ýtt undir þá trú að engin takmörk séu fyrir framförum á þeirra sviði. Það er ekki langt síðan að því var almennt trúað að bcislun kjarnorkunnar myndi leysa öll orkuvandamál. Rokið var til að reisa kjarnorkuver til rafmagnsfram- lciðslu víða um heim og þau breiðast óðum út. Nú vilja flestir íbúa þeirra landa sem þessarar orku njóta losna við kjarnorkuverin. Þeim fylgir ógn og hættulegur úrgangur scm safnast upp. Helstu framfarirnar á sviði kjarnorku- vísinda eru á sviði hemaðartækni og eru ógnun við allt lífríki jarðar. En áfram er haldið að smíða nýjar og fullkomnari bombur, og trúin á blessun kjarnorkunnar farinaðdala. Rétt er að tækniframfarir hafa létt lífsbaráttuna og bætt kjör mannfólks- ins mikið. Það var einmitt með aukinni tækninýtingu sem hagvöxturinn jókst hröðum skrefum. En nú hefur hag- vöxturinn hægt verulega á sér og sums staðar er greinilega um afturför að ræða. Er við hæfi að taka undir með séra Sigvalda: „Þá er víst tími til kominn að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Tæknibyltingin heldur áfram en blind trú á ágæti hennar fer hjaðnandi. Þróun síðustu ára og mánaða sýnir að tæknivæðing út af fyrir sig leysir ekki allan vanda, en getur auðveldlega skapað vandamál. Offjárfestingin er eitt af þeim. Það er ekki einhlítt að kaupa vélar og tæki til að auka framleiðslu cða létta störf. Svo mikið hefur v'riö fjallað um vaxandi atvinnu- leysi í iðnríkjum og þar er engu við að bæta. Hinsvegarkemurþað undarlega fyrir sjónir aö á sama tíma og atvinnu- leysi er að verða þjóðarböl er verið að smíða, kaupa og setja upp tæknibúnað sem sparar vinnuafl. Tölvuvædd fram- leiðslutæki er framtíðin, segja tækni- kratarnir. Og miklu fé er varið til að spara vinnuafl. Hvernig þetta dæmi á að ganga upp vita tæknikratar einir. Einhvers staðar eru takmörk Tæknivæðing er nauðsynleg og æskileg en ofvæðing er dýr og hættuleg. Þarna stcndur hnífurinn í kúnni. Haft er fyrir satt að vélvæðing auki framleiðslu og geri vöru ódýrari. Vel og gott. En eru ekki einhvers staðar takmörk scm ekki má fara fram yfir? Offjárfesting og afleiðingar hennar bendir til að svo sé. Tölvur eiga að spara mikla vinnu og þar með fjármuni segja tæknikratar. Það gera þær áreiðanlega í mörgum tilvikum. En hvernig stendur á því að vörur og þjónusta verður dýrari og dýrari í tölvuvæddum iðnríkjum. Ef við lítum í eigin barm má velta fyrir sér hvort starfsfólki hefur fækkað í þeim fyrirtækjum sem tölvuvædd eru og hvort heildarrekstrarkostnaður hef- ur lækkað. Hvað með bankana? Það eru mörg svið atvinnulífsins sem eru ærið tæknivædd, en er vara þeirra og þjónusta ódýrari fyrir það? Byggingariðnaðurinn hefur komið sér upp dýrum tólum til að auðvelda byggingarframkvæmdir og flýta þeim. En byggingarkostnaðurinn virðist ekki vera í neinu samræmi við tæknivæðing- una, ef sú kenning er rétt að aukin tækni stuðli að ódýrari framleiðslu. Það eru nefnilega þeir sem endanlcga kaupa hús og íbúðir sem endanlega borga alla byggingarkranana og aðrar tilfæringar sem nú þykja nauðsynlegar til að reisa hús. Þeirri kenningu er mjög haldið á lofti að offjárfesting í sjávarútvegi sé að setja allan fiskiveiðiflotann á hausinn, sama hvað aflast. Einblínt er á skipafjöldann. Minna er spurt um hvort rándýr búnaður þessara skipa öll þau tæki sem í þau er hrúgað og fullkomin veiðarfæri standi undir því verði sem hægt er að fá fyrir aflann. Tæknivæðing fiskvinnslunnar mið- ast öll við það að spara vinnuafl. Dýr frystihús eru reist, og keypt eru og fundin upp tæki sem gcra nánast allt það sem mannshöndin vann áður. Þegar svo reksturinn gengur ekki nógu vel er viðkvæðið að fjármagns- kostnaðurinn sé of mikill og gengið er fellt Á sama tíma og keppst er við að fjárfesta í tækjum til að spara vinnuafl er reynt eftir mætti að halda uppi fullri atvinnu í landinu. Þeir sem offjárfesta líta aldrei í eigin barm þegar þeir kvarta yfir fjármagns- kostnaði. Hann er allur stjórnvöldum að kenna. Það eru þau sem ákveða bankavexti og verðtryggingu. Það var einhver munur áður á þeirri sælutíð þegar verðbólgan gleypti lánin og erlendar lántökur jöfnuðu muninn. Sækir í jafnvægisátt Þegar bændur tæknivæddu land- búnaðinn jókst framleiðsla þeirra til slíkra muna að offramleiðsla varð vandamál. Þeir sáu sjálfir að komið var yfir mörkin og skipulegga nú sína framleiðslu svo að hún aðlagist markaðnum. Mjólkurframleiðslan er komin í jafnvægi og næsta skref er að ná sams konar jafnvægi í sauðfjárrækt- inni. Þetta gengur ekki átakalaust en tókst samt. Afkoma bænda á ekki að þurfa að versna verulega þegar fram í sækir þótt þeir minnki framleiðsluna. Þeir þurfa að draga úr fjárfestingu, eyða minna í vélar og kjarnfóður. Margir bændur sáust ekki fyrir í ofvæðingu búa sinna sem krafðist meiri og meiri framleiðslu þar til hún var orðin alltof mikil. En nú sækir í jafnvægisátt á ný. Einstaklingar reisa sér oft hurðarás um öxl þegar um offjárfcstingu er að ræða ekki síður en ríkisstjórnir og atvinnuvegir. Þeir ætla sér um of. Byggja of stór hús, búa þau of mörgum tækjum og dýrum, eyða of mikli í samgöngutæki sín og éta sér til óbóta, scm reyndar kemur sér vel fyrir matvælaframleiðendur og allar heilsu- ræktarstöðvarnar og aðrar megrunar- stofnanir. En það er ekki víst að þeir lifi bctra eða hamingjuríkara lífi en þeir sem láta sér nægja minna. Orkubúskapur á íslandi er með þeim blómlegasta sem um getur um gjörvallan hcim. Jarðvarminn og vatnsorkan eru auðlindir sem ekki þrjóta og af hvorugu stafar mengun eins og af kjarnorkuverum og olíu- brennslu. Fjárfestingar í þessum auð- lindum skila góðum arði, og engin ástæða cr til að kvíða framtíðinni þótt hagvaxtarsúlan þokist upp og niður á víxl. En það er ekki einhlítt að trúa um of á endalausar fjárfestingar og telja að allt sé til framfara sem upp er fundið, framleitt og sett á markað. Mjög er því haldið á lofti að skapa þurfi svo og svo mörg ný atvinnu- tækifæri á næstu árum. Það verður ekki gert með því að eyða stórfé í að búa svo um atvinnufyrirtæki að mannshöndin þurfi hvergi nærri að koma, enda er það engin trygging fyrir að framleiðslan verði ódýrari eða betri. Og ekki bætir það ástandið ef offjárfesting verður til þess að ekki sé hægt að reka fyrirtækin vegna þess að þau skila ekki arði. Hagvöxturinn á sér takmörk, auð- lindirnar eru ekki óþrjótandi og markaðir taka ekki endalaust við. Að sama skapi hljóta einhvers staðar að vera takmörk fyrir því hve miklu fjármagni er hægt að veita til þjónustu ýmiss konar. Hve lengi verður hægt að veita auknu fjármagni til heilbrigðis- mála, menntamála, opinberrar skrif - finnsku, vegna og hafnagerða, flug- valla og ótal fleiri þátta opinberrar þjónustu? Ef atvinnuvegirnir verða svo dýrir að þeir standa ekki lengur undir sjálfum sér er hætt við að fleira standi á brauðfótum. Oddur Ólafsson, 0 ritstjórnarfulltrúi, i i§j skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.