Tíminn - 19.09.1982, Síða 14
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
erlendir leigupennar
■ Halló, (lagsmaður!!) nú er illt í efni!
Hér hafa undanfarið gerst slík feikn og
býsn af firnum og fjarskalega undarleg-
um stórtíðindum, að allt er komið í ó-
skunda einn óguðlegan og gífurlegri öðr-
um slíkum á undan komnum. Ég á ekki
við svona smotterí einsog um daginn þeg
ar Loðinbarði læddist inn til drottningar-
innar í morgungufunni fáklæddur, né
aðgerðaleysi annarra manna
í milljónavís, sem ekki eru jafn lævísir
að næturþeli. Nei, maður lifandi, allt var
það ókey (Sbr.: „Hey Gummi, þetta
reddast allt...“), og enda fátt um slíkt
rætt fram á nótt á siðuðum heimilum.
Heldur og öllu fremur á greinarhöfundur
við það írafár allt, sem gripið hefur alla
hérlenda alþýðu manna og kvenna, sem
og aðrar innfluttar sortir, þegar henni
hefur orðið Ijós sú óvéfengjanleg
staðreynd, að ekki er allt með felldu, og
annað í verra ásigkomulagi og aumara
á heimili breska ljónsins. Sumir telja það
sjálft jafnvel orðið dáldið sloj!!
Já, herra minn trúr, þetta eru
hörmuleg tíðindi. Gagnvart uppljóstrun-
um af svona kalíberi standa menn og
konur ráðþrota og aðgerðarlaus, ef
undan er skilin sú hógværa leikfimi,
■ Undanfarnar vikur og mánuði hefur enska þjóðin verið döpur í bragði sökum ástandsins á þjóðarskútunni.
HVÍ ER BRETLAND
STÓRFENGLEGT OG
MAGNAÐ!
Bretland er undursamlegt vegna þess
að þjóðin er slík - sýnum nú
heiminum kvuddnin við erum sam-
an soðin!
Undir þessi digurbarkalegu ummæli
skrifar svo Mary Whitehouse, CBE, og
þá liggur málið ljóst fyrir. Ef einhver
skyldi samt vera svo djúpt sokkinn, að
ekki megi hafa bata af svona löguðu, þá
eru fleiri reiðubúnir að leggja orð í belg:
HVÍ ER BRETLAND
STÓRFENGLEGT OG
MAGNAÐ!
Mér finnst að við ættum að gera allt
til þess að heimta úr helju fyrri
stórfenglegheit okkar lands; hin
vansæla veröld nútímans þarfnast
illilega áhrifa frá hinu jafnvæga og
þaulreynda Englandi.
Þetta segir hnefaleikagarpurinn og
nefbrjóturinn Alan Minter, og má gera
ráð fyrir að honum sé hin fúlasta og
mesta alvara. Og í sama streng togar
háttvirtur þingmaður og leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins. Honum falla svo orð:
HVI ER BRETLAND STOR-
FENGLEGT OG MAGNAÐ?
WHY BRITAINIS QREATl
Brltaln Is great because
her people are—let’s
show the world what
we’re made ofl
Ma/y Whltohouoo CBE
WHY BRITAINISGREATI
I thlnk we should do whatever we
can to make our once great
country great again, a steadying
and experienced infiuence such
as England, is badly needed In the
chaotic world of today.
Alan Mlnter
WHY BRITAIN IS GREATI
Britaln Is great because it stlll
possesses one trump card not
avallable to others—the inventive-
ness, the tolerance, the common
sense; in fact the neglected genius
—of its peoples.
The Rt. Hon. DavldSteel, M.P.
WHY BRITAIN ISGREATI
Help to defeat unemployment.
Buy British produots.
Buy Britlsh matches.
Joe Qormley OBE
grátur og gnístran tanna (heppilegt
innisport), og enda fátt um fína drætti í
þjóðarreddingarbransanum. Reyndar
fréttist af tilraunum ríkisstjórnarinnar í
vor, þegar reynt var að „peppa liðið
upp“ suðrí Falklandi, en helsti fáar
heimildir bárust þaðan marktækar um
úrslitin í því experímenti. Að öðru leyti
hefir verið hér þvísemnæst snoðið
framkvæmdaleysi og ekki að undra.
Þangað til nýskéð,... það er að segja.
Það er altalað á flcstum tungumálum,
að fátt sé óbrigðulla hér á heimsins
tárakúlu, en að þegar neyðin er stærst,
þá sé hjálpin næst, og mun sé gæfulegra
að bíða átekta þegar fokið er í flest
skjól, fremur en að grafa sig í fönn eða
mýri (á þessu snjallræði eru til staðfestar
undantekningar-grhöf) Enda fór einmitt
svo í þessu tilviki, að hjálpin barst á
elleftu stund, og urðu allir hérlendis og
ofanjarðar vitni að giftusamlegri
björgun. Nú skal sagt frá henni.
Ekki telur undirritaður sig verri mann
fyrir vikið, þótt hann viðurkenni á prenti
fáfræði sína um öll þau vísindi, sem
fjalla um sálartötrið í sjálfum sér (og
öðrum, vitaskuld), enda vafamál hvort
það geti þrifist heilbrigð sál í svo
ófrískum líkama sem hann hefir
yfirumsjón með. Hinu ber þó síst að
leyna, að hann hefur af ótakmarkaðri
eljusemi í þágu lesenda Helgar-Tímans
viðað að sér hinum og þessum
fróðleiksmolum um þá lógýju, og (og nú
verður hann hátíðlegur, helv. maðurinn)
vill nú bjóða lysthafendum að smakka á
einum slikum, svo sem efni greinarinnar
verði þeim sem Ijósast að loknum lestri.
ÞOKKALEGUR FRÓÐLEIKSMOLL
Það er samdóma álit sálfræðimanna -
>að fátt sé vænlegra til geðbóta
niðurbrotins manns en að færa honum í
löngum bunum gleðifréttir og góðtíðindi
af þeim frænda, fugli eða fyrirbæri, sem
ætla má að valdi þunglyndi sjúklingsins
og hemji hann frá þátttöku í starfi og
leik nágranna sinna. Þannig má
tilamynda sprækja deprimeraðan dreng,
sem er nýbúinn að jarðsetja fugl í
rabbarbarabeði móður sinnar, með því
að fullvissa hann um vænni stundir
dýrsins meður engla. Á sama hátt er
þjóðráð að gleðja vondauft púplíkúm,
sem övæntir um hag sinn á næstu dögum
með hvatningarorðum og vilhollum
málsháttum, semog upprifjunum á
gömlum glæsifréttum og skemmtisögum.
Ætla má, að ef málið er sótt fast, og ekki
slakað á eina ögurstund, þá muni skjótt
hýrna yfir sjúklingnum og hann vonum
fyrr taka aptur bæði gleði sína óske'rta,
og hlutverk sitt í samfélaginu á ný.
Ég þykist géta nærri um, að
forráðamenn eldspýtnagerðarinnar Bry-
ant & May’s hafi haft undir höndum
viðlíka haldgóða fróðleiksmola, þegar
þeir ákváðu að láta ekki lengur vaða
með aðge'rðarleysi sitt gagnvart vaxandi
vansælu íbúa Stóra-Bretlands og
geigvænlegt hugarvíl, heldur öllu fremur
að spyrna nú við fótum hart, og segja
hátt og snjallt: „Hingað og ekki lengra.
Nóg er að starfað í bili, og mál til komið
að hemja vágestinn Vonleysi; slíkt
skítseyði og fretnaglaforingja viljum við
trauðla ala lengur, heldur senda hann í
sextugt sædýpi, sjúskaðan og velktan."
Og ekki létu þeir sitja við orðin tóm
(fremur en endranær, geri ég ráð fyrir),
heldur upphófu samstundis eina
magnaða baráttu gegn andskota sínum,
með síkvika síkólógíkina að bakhjarli.
Fyrr en varði (Sigurður Dagsson) birtust
á markaðnum slíkir eldspýtnastokkar,
sem ætla má að séu kraptmesti elexír
gegn fyrrgreindu volæði mögnuðu. Ekki
er hæfilegt að hafa mörg orð svosem um
gæði eldspýtnanna, né skortir margt á
fagurfræðilegan frágang umbúðanna.
En séu menn útbúnir athyglisgáfu í
meðalupplagi, þá leggja þeir skjótt
merki til einnar dándífínnar lesningar
aptan á stokknum. Hér fylgja örfá
sýnishorn:
HVÍ ER BRETLAND
STÓRFENGLEGT OG
MAGNAÐ!
Bretland er stórfenglegt og magnað
sökum þess að það hefir það tromp
á hendi, sem ekki er öðrum þjóðum
gefið - snjallræðni, þolinmæðina,
skynsemina! já reyndar vanrækta
snilligáfu þjóðarinnar allrar.
Önnur stórmenni hafa einnig tjáð sig
um málið, og enda varla feimnismál að
leggja hönd á plóginn í svo veigamikilli
baráttu. En látum Jóa Gormley hafa
lykilorðið, enda sá eini af öllu þessu liði,
sem hefur samúð með upphafsmönnum
björgunartilraunarinnar, þeim Bryant
og May. Hann leggur eptirfarandi til:
HVÍ ER BRETLAND
STÓRFENGLEGT OG
MAGNAÐ!
Hjálpumst að til að hnekkja
atvinnuleysinu.
Kaupið enskar vörur.
Kaupið enskar eldspýtur.
Séu saman spyrtar í drjúga syrpu allar
uppástungur þeirra fjórmenninganna,
semog annarra sem ekki er getið hér, þá
má ætla að fáir ef nokkrir standi
úrræðalausir í baráttunni, ef hugur
stendur til aðsjónar, en hinir hafi nokkra
huggun harmi gegn. Og því má það heita
óhressandi sjúklingur, sem þverskallast
við að hafa af þessari speki nokkra
lækningu, heldur þvert á móti ítrekast
enn í víli sínu og volæði. Og enda hefur
ekki enn frést af slíku hyski, heldur eru
allir læsir eldspýtnanotendur orðnir
hinir sprækustu, og þeirra ættingjar og
vinir í mikilli betrun. Er von manna og
trú að skjótt muni skipast veður í lofti,
og að í hönd fari betri tíð með blóm í
haga. Ekki telur undirritaður þó
sennilegt að svo muni fara, bókstaflega
séð, þar sem nú haustar að með
næturfrostum og nokkrum rigningum,
en hér er nú ekki verið að ræða um
efnisheiminn, heldur andleg verðmæti,
ekki satt? Og því má ætla, ef menn hlýta
boðorðum hans Jóa Gormley, og fari að
kaupa enskar eldspýtur til stórreykinga
og matseldar, semog annarra uppljóstr-
ana, þá verði deprimeruð ensk alþýða
jafn fágæt sjón á götum úti og ég veit
bara ekki hvað. (t.d. refir.)
Ekki tel ég hæfilegt að fara að minnast
á önnur smátíðindi á eptir svona
stórfrétt, enda falla önnur mál í
skuggann af þessu áttunda undri
veraldar. Læt ég því staðar numið að
sinni, og ef ég tek sjálfur þvílíkri
stökkbreytingu og aðrir hérlendis, þá er
eins víst að næsta pistil riti nýr og betri
maður. Annars bara ég.
Gunnlaugur 6. Johnson
skrifar frá London