Tíminn - 19.09.1982, Qupperneq 17
16
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
17
■ Á dögum vísindabyltingarinnar miklu á 17. öld sótti
sú hugsun mjög á fólk aö kannski væri mannlífið bundið
óhaggalegum orsakalögmálum á sama hátt og til aö
mynda himintunglin í stjömufræði Newtons. Það væri
vélgengt eins og úrverk, reiknivélar eða vatnsdælur. Að
frjáls vilji væri sjálfsblekking og mannfólkið jafn
sálarlaust og dýr og vélar. Þessi skoðun hefur verið nefnd
VELHYGGJÁ og hefur fram á okkar daga verið ein
máttugasta hugmyndin í andlegu lifi Vesturlanda. í
samræmi við framvindu tækni hefur hún nú tekið á sig
þá mynd að mönnum - eða réttara sagt mannsheilanum
-er líkt við tölvur; hugur manna, það sem áður fyrr var
kallað sál, er forritið og heilinn vélbúnaðurinn.
Þegar þessar hugmyndir kviknuðu
upphaflega á 17. öld kvaddi heimspek-
ingurinn Descartes sér hljóðs. Á litlu
kveri Orðræðu um aðferð (1637) leiddi
hann að því rök að áhyggjur manna væru
ástæðulausar. Af því að menn vissu af
sér - gætu hugsað - hefðu þeir sál og
frjálsan vilja - öndvert við dýr og vélar.
Þessi hugmynd að vélar og dýr væru
sálarlaus og tilfinningalaus hafði svolitla
hliðarverkan. Menn fóru að líta svo á
framfarir á þessu sviði m.a. á þeim
vanda að kenna tölvum að skilja
mannlegt mál. Kannski er sá vandi
óyfirstíganlegur - það leiðir tækni
framtíðar í ljós - en mjög margir
tölvufræðingar eru þeirrar skoðunar að
svo sé ekki. Þeir eru fullir bjartsýni um
að innan tíðar munum við eignast tölvu
sem hefur vitsmuni af svipuðu tagi og
mannfólkið.
Mannfólk og tölvur:
■ Hér er verið að leggja síðustu hönd á gerð vélmennis í bandariskri tilraunastofu en - til allrar hamingju kynni einhver
að segja - hxfileikar þess eru af mjög skornum skammti.
■ Dr. Jörgen Pind sálfræðingur. Myndm er tekm ■ Menntaskolanum við Hamrahlíð þar sem hann kennir sálfræði, og notar m.a. þessar tölvur við kennsluna.
Tímamynd:Róbert
Mannlegt mál enn
of flókið fyrir tölvur
Rætt við Jörgen Pind sálfræðing um
■ „Það er mikið álitamál hvort við
komumst nokkru sinni yfir þær tak-
markanir sem málskilningi tölva eru
settar. Á því hvernig okkur gengur að
kenna tölvum að læra að skilja mannlegt
mál, þ.á.m. að þýða úr einu máli yfir á
annað, veltur hvort þær verða nokkru
sinni jafnokar manna hvað greind
varðar“ sagði dr. Jörgen Pind, sál-
fræðingur, í samtali við Helgar-Tímann.
Jörgen sótti norræna námstefnu um
hagnýtingu tölva fyrir sálarfræði og
málfræði í Mullsjö í Svíþjóð fyrrihluta
ágústmánaðar, en þar komu fram ýmsar
athyglisverðar upplýsingar um fram-
vindu tölvutækni á sviði gervigreindar.
Með gervigreind eða tölvugreind (á
ensku „artificial intelligence“) er átt við
tilraunir til að búa til tölvur sem eru svo
„greindar" að þær geta staðið mönnum
jafnfætis eða verið þeim fremri að fást
við ýmis verkefni sem mannlega vits-
muni þarf nú til að leysa.
Að sögn Jörgens hófust máltilraunir í
tölvufræðum með því að búin voru til
forrit sem gátu þýtt einstök orð úr einu
tungumáli yfir á annað. Verulegir
erfiðleikar komu fyrst í Ijós þegar reynt
var að láta þýða heilar setningar eða
frásagnir. Til dæmis á tölva í erfiðleikum
með að þýða ensku setninguna „The
soldiers shot at the women. They fell
down.“ yfir á íslensku. „Hermennirnir
skutu á konurnar“ mundi tölvan hafa
þýtt, en hika síðan er að framhaldinu
kæmi. „They“ getur merkt bæði „þeir“
og „þær“ í ensku máli og ekkert í inntaki
setningarinnar segir hvorn kostinn beri
að velja. Mannleg greind leysir vandann
auðveldlega, en hvernig á að búa til
tölvuforrit sem getur gert hið sama?
Lausnin fundin?
Upp úr 1974 heldu menn að þeir væru
komnir á sporið. Tölvufræðingar hófust
þá handa um að semja forrit er skilið
gátu einfaldar frásagnir, s.s. tvær-þrjár
setningar. Dæmi: „Jói á afmæli í dag.
Siggi vinur hans fór út í búð með
fimmtíu krónur. Hann keypti leikfanga-
bíl.“ Fólk scm svona frásögn sér getur
hæglega lesið á milli línanna, þ.e. áttað
sig á því að Siggi vinur hefur farið að
kaupa afmælisgjöf handa Jóa, þótt það
sé hvergi sagt beinlínis.
Lausn tölvufræðinga var að útbúa
geymsluforrit sem eru einskonar upp-
lýsingabanki. Sérstök geymsluforrit
fjalla t.d. almennt um afmælisveislur,
aðdraganda þeirra, framkvæmd o.þ.h.
Með hjálp slíkra varanlegra forrita
héldu menn að tölvur gætu „lesið milli
lína“ eins og menn gera.
Tökum annað dæmi, t.d. um veitinga-
hús. Geymsluforritið á að vita hvað þar
gerist og í hvaða röð og þannig hjálpa
aðalforritinu að skilja setningar um
húsið og það sem þar ber við.
Ófullnægjandi lausn
„Á ráðstefnunni í Mullsjö kom í Ijós
að þessi lausn hefur reynst ófull-
nægjandi, enda þótt við eigum nú
takmörkuð forrit sem geta glímt við
mjög afmarkaða texta. Við sitjum enn
uppi með gamla vandamálið11 segir
Jörgen.
Það er nefnilega svo að fólk getur
svarað alls kyns spurningum um til að
mynda veitingahús sem engum dytti í
hug að setja í geymsluforrit um slík
hús, s.s. hvort þar séu gluggar og gólf
eða hvaðeina. Það er aldrei hægt að
tilgreina allar staðreyndir er tengjast
afmælisveislum eða veitingahúsum, svo
dæmi séu tekin. Óendanlega margir
hlutir geta gerst og staðreyndir eru
ótakmarkaðar.
Af þessum vanda virðist mega draga
eina athyglisverða niðurstöðu, þá að
mannleg rökhugsun er ákaflega bundin
við þekkingu. Menn álykta út frá
þekkingu, og ef hún er ekki fyrir hendi
kemst skilningur ekki að. Þetta eru
líklega uppörvandi fréttir fyrir þá
kennara sem hafa verið tryggir hefð-
bundinni áherslu á staðreyndir í skóla-
starfi!
Gervisjón tölva
Tölvurannsóknir í sálarfræði og mál-
fræði snúast einnig um tilraunir með
tölvueftirlíkingar af mannlegri sjón og
heyrn. Það hefur ekki reynst unnt að
búa til forrit sem látið getur tölvu skilja
mælt mál og snúa því yfir á ritmál.
Bandaríkjaher stóð fyrir umfangsmikl-
um rannsóknum á þessu sviði á síðasta
áratug en þær báru ekki árangur.
Meiri árangur hefur orðið á sviði
tölvusjónar, þökk sé brautryðendastarfi
bandaríkjamannsins David Marr og
samstarfsmanna hans við M.l.T. Þeim
hefur tekist að gera tölvuforrit sem geta
þekkt raunverulega hluti, „séð“ þá í
þrívídd. Marr samdi forrit sín á
grundvelli líffræðilegrar þekkingar á
sjónkerfi manna og forrit hans, þótt
takmörkuð séu, varpa kannski ljósi á
þaðhvernigviðförum að því aðsjáhluti.
Áhyggjur tölvufræðinga
Á ráðstefnunni í Mullsjö kom fram að
það er nú mönnum vaxandi áhyggjuefni
hve flókin sum tölvuforrit eru orðin.
Þess eru mörg dæmi að forrit sem í
upphafi var fremur auðvelt að átta sig
á, en hafa í tímans rás tekið breytingum
og verið lagfærð af ýmsum ástæðum, eru
nú orðin öllum óskiljanleg. í því
sambandi vakna t.d. spurningar um það
hver ábyrgð beri á niðurstöðu tölvufor-
rits sem enginn skilur.
Óviss framtíð
Ef til vill er áþreifanlegasti árangur
rannsókna á sviði tölvugreindar sér-
fræðiforrit í lyflækningum, og örfá
önnur af svipuðu tagi, t.d. í efnafræði.
í tilviki lyflæknisfræði geymir forrit
gríðarlegt magn upplýsinga, þ.e. alla
mikilvægustu lyflæknisþekkingu okkar.
Með því að spyrja tölvuna einfaldra
spurninga má fá á skjótvirkan hátt
upplýsingar um lyf og læknisráð, jafnvel
greina sjúkdóma o.s.frv. En forrit af
þessu tagi gerir engar uppgötvanir, eins
og menn vilja að greindar tölvur geri í
framtíðinni.
„Ég veit ekki - og það veit raunar
enginn -“, segir Jörgen Pind, „hvort þeir
dagar kunna að koma að spádómar um
tölvur sem jafnoka manna að greind
verði að veruleika. Sem stendur bendir
allt til að slík tíðindi séu ekki á næstu
grosum.
- GM
Geta tölvur orðið jafn-
okar eða ofjarlar manna?
að óp og skrækir dýra sem voru skorin
eða flegin lifandi væru sambærileg við
hávaða í biluðum vélum. En látum þann
þátt þessarar sögu eiga sig.
Annar franskur heimspekingur, La
Mettrie, sendi síðar frá sér bók er hann
nefndi Vélmennið (1747) þar sem hann
hafnaði hugmynd Descartes uiií sálina í
mannfólkinu. La Mettrie hélt því fram að
enda þótt bæði dýr og menn vissu af sér
væri vitundarlíf þeirra aðeins partur af
vélbúnaðinum, þáttur í vélgengninni. Á
endanum væru menn og dýr á sama báti
í lögmálsbundnum heimi. Athafnir
manna stjórnuðust af orsökum sem þeir
réðu ekki yfir.
Heila líkt við tölvu
Nú á dögum er vinsælast að líkja
starfsemi mannsheilans við starfsemi
tölvu. Þeir sem þessu eru andvígir benda
á að enda þótt tölvur nútímans geti leyst
margs konar reikniþrautir, teflt skák eða
haldið uppi einföldum samræðum, þá sé
greind þeirra fjarri því að vera
sambærileg við hæfni manna. Þessi
röksemd er ekki ýkja merkileg, því
enginn mælir gegn henni. Það er hitt sem
menn eru að velta fyrir sér, hvort tölvur
gefi síðar meir orðið jafnokar eða
ofjarlar manna. Eins og fram kemur í
viðtalinu við dr. Jörgen Pind sálfræðing,
annars staðar hér á opnunni, stranda
Brot úr hugmyndasögu vélhyggju
Próf Turings
Við þeirri spumingu hvort unnt sé að
segja að tölvur geti hugsað átti breski
rökfræðingurinn A.M. Turing svar sem
margir telja mjög hugvitsamlegt.
Tuming hélt því fram (1950) að ef við
gætum smíðað tölvu er svaraði
spurningum áþannhátt að menn gætu
ekki greint á milli hvort tölva eða maður
hefði svarað, þá mætti um þá tölvu segja
að hún hugsaði. Turning var sjálfur
sannfærður um að fljótlega yrði unnt að
smíða slíka vél, og aðeins hleypidómar
mundu hindra að við teldum starfsemi
hennar til marks um hugsun og greind.
Þeir sem andmæla Turning benda á
að ekki sé nægilegt að kveða upp dóm
um greind tölvu eingöngu á gmndvelli
svara hennar. Það er hugsanlegt að svör
tölvunnar hafi orðið til á einhvern þann
hátt sem ekki er hægt að kenna við
hugsun. Það sé ekki nóg að niðurstaða
tölvunnar beri merki hugsunar, aðferð
hennar verður líka að gera það.
Vélmenni
Greindar tölvur em stundum kallaðar
vélmenni. Vélmenni eru sem kunnugt er
mikið hugðarefni vísindaskáldskapar.
En víðar koma þau við. Til eru þeir sem
í fullri alvöm eru famir að velta fyrir sér
jff ■ m «v
0 •%*«* *
■ Heldur ófrýnilegt vélmenni - eða hvað? Teikninguna gerði Masami Miya-
moto.
siðferðilegum og lagalegum réttindum
vélmenna í framtíðini, ef tölvufræðum
skyldi takast að búa til svo greindar
tölvur að þær verði jafnar mönnum að
vitsmunum og ef til vill líkar þeim í útliti.
Er saklausara að „drepa“ eða skemma
slík vélmenni en menn? Eiga vélmenni
að hafa kosningarétt? Á að taka tillit til
tilfinninga sem þau kunna að segjast
hafa? Vísindarithöfundurinn Carl
Sagan, sem íslenskum sjónvarpsáhorf-
endum er að góðu kunnur, hefur samið
ritgerð til varnar vélmennum. Hann
telur að siðferðilega getum við ekki leyft
okkur að láta sem þau séu réttlaus sem
lífvana steinn.
Hugsunarlaus hugsun?
Skoðun Carl Sagan er líklega í
minnihluta. Ætli hinir séu ekki fleiri sem
telja að að kalla megi hugsun slíkra
framtíðarvélmenna „hugsunarlausa". í
þeim hóp er Brynjólfur Bjarnason. í
heimspekiriti sínu Á mörkum mannlegr-1
ar þekkingar 1965) fjallar hann m.a.
um tilbúna gervimenn framtíðar: „Slíkir
gervimenn", segir hann, „mundu taka
við „upplýsingum" skyndihrifanna,
geyma þær og vinna úr þeim og haga sér
í einu og öllu í samræmi við boð þeirra,
á þann hátt er mannsmiðurinn ætlaðist til
Það sem greinir slíkan gervimann frá
raunverulegum manni, er sú staðreynd,
að hann er sálarlaus. Úrvinnslan úr
skynhrifunum, sem svarar til hugsunar
mannsins, er með öllu ómeðvituð. Hann
getur haft sömu viðbrögð og maður
gagnvart öllu, sem skaðlegt er fyrir líf
hans, og sóst eftir því, sem honum er
nauðsynlegt og hagkvæmt, en hann
finnur ekki til. Hann gæti hagað sér eins
og hann væri haldinn ótta við hið
hættulega og fullur græðgi og girndar til
alls þess er hann þarfnast til viðhálds
lífsins. Samt finnur hann ekki til ótta eða
sársauka og nýtur einskis fremur en hver
önnur vél. Athafnir hans líkjast að öllu
leyti viljaathöfnum mannsins, en sjálfur
hefur hann engan vilja. Vilji skapara
hans birtist í hverri athöfn hans.“
Kannski, kannski ekki...
Kannski hefur Brynjólfur og aðrir
andmælendur rétt fyrir sér. Samt er
ástæða til efasemda. Er nokkur rökleg
ástæða til að halda að í framtíðinni verði
ekki hægt að gera forrit handa
vélmcnnum sem líkir eftir tilfinningalífi
manna, sársaukaskyni, ótta og ánægju?
Og ef atferli vélmennis verður ekki
greint á neinn hátt frá atferli manna,
getum við þá sagt að einhver
markverður munur sé fyrir hendi?
-GM
Leysa
tölvur
geðlækna
af hólmi?
■ Til eru tölvuforrit sem haldið geta uppi einföldum
samræðum við menn um tiltekin efni. Spurningar eða
staðhæfingar eru vélritaðar og sendar inn í tölvuna.
Viðbrögð birtast svo á skjánum. Fyrsta forrit af þessu
tagi var samið af Joseph Wiezenbaum, fyrrum prófessor
við M.I.T. í Bandaríkjunum, og ein útgáfa þess hefur
verið nefnd DOCTOR.
DOCTOR líkir eftir samræðum geðlæknis og
sjúklings og forritið er samið með ákveðna viðræðu-
tækni í geðlækningum í huga. Hún felst í þvi að reyna
að fá sjúklinginn til að tjá sig sem mest og halda sér við
efnið.
Hér er dæmi um samræður af þessu tagi. Ung stúlka
hefur leitað til geðlæknis (tölvunnar) og hún á fyrsta
orðið (viðbrögð tölvunnar eru prentuð með hástöfum):
Menn eru hver öðrum líkir.
Á HVAÐA HÁIT
Þeir vilja ráðskast með mann.
HEFURÐU ÁKVEÐIÐ DÆMI í HUGA
Nú, kærastinn minn sendi mig hingað.
KÆRASTJNN ÞINN SENDI ÞIG HINGAÐ
Hann segir að ég sé oflast svo þunglynd.
MÉR ÞYKIR LEITT AÐ HEYRA AÐ ÞÚ SÉRT
ÞUNGLYND
Það er satt. Ég er óhamingjusöm.
HELDURÐU AÐ KOMA ÞÍN HINGAÐ HJÁLPI
ÞÉR AÐ VERA EKKI ÓHAMINGJUSÖM
Ég þarfnast hjálpar, það er á hreinu.
HVERS VIRÐI VÆRI ÞAD FYRIR ÞIG AD FÁ
HJÁLP
Mér gæti kannski samið við mömmu.
SEGÐU MÉR MEIRA AF FJÖLSKYLDU ÞINNI
Mamma sér um mig.
HVER ANNAR I FJÖLSKYLDUNNI SÉR UM
ÞIG
Pabbi.
PABBI ÞINN
Þú líkist pabba svolítið
HVAÐ ER LÍKT MEÐ OKKUR
Þú ert ekki mjög aðgangsharður, en ég held að þú
viljir ekki að ég taki eftir því.
HVERS VEGNA HELDURÐU AÐ ÉG SÉ EKKI
MJÖG AÐGANGSHARÐUR
Þú rífst ekki við mig.
HVERS VEGNA HELDURÐUR AÐ ÉG RÍFIST
EKKI VIÐ ÞIG
Þú ert hræddur við mig.
LÍÐUR ÞÉR BETUR AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ ÉG SÉ
HRÆDDUR VIÐ ÞIG
Pabbi er hræddur við alla.
HVAÐ ANNAÐ DETTUR ÞÉR í HUG ÞEGAR
ÞÚ HUGSAR UM PABBA ÞINN
Kúgun.
HEFUR ÞAÐ EITTHVAÐ AÐ GERA MEÐ ÞAÐ
AÐ KÆRASTINN ÞINN SENDI ÞIG HINGAÐ.
Viðtökur DOCTORS
Forrit Weizenbaums fór víða (mun m.a. vera til við
háskólann hér) og höfðu sumir uppi stór orð um ágæti
þess. Það var talið boða þáttaskil í tölvufræðum og
raunar einnig geðlækningum. Dagar sjálfvirkra
geðlækninga virtust vera að renna upp. Einn
bjartsýnismanna gerði það að tillögu sinni að slíkt forrit
yrði tengt einhvers konar símakerfi, og mcnn gætu
pantað samtöl við tölvuna og rætt við hana í rólegheitum
gegnum síma fyrir væga þóknun.
Wiezcnbaum sjálfum voru þessi viðbrögð mikið áfall,
og þau ásamt annarri rcynslu hans af tölvugreindarrann-
sóknum, urðu til þess að árið 1976 sendi hann frá sér
bók um siðferðileg álitaefni tengd tölvugreind Máttur
tölva og mannleg skynsemi. Þar lælur hann m.a. í Ijós
hneykslun sína á þeim hugsunargangi sem hann telur
búa að baki viðbrögðum við DOCTOR. Geðlækningar
felast í samhjálp og skilningi segir hann í bókinni, ekki
vélrænum tæknibrellum.
Annað sem vakti ugg Weizenbaum var sú trú sem
jafnvel skólaðir samstarfsmenn hans tóku á forritið.
Ritari Weizenbaums, sem vann að gerð forritsins með
honum mánuðum saman, bað hann eitt sltt í fullri alvöru
að yfirgefa vinnuherbergið því hún vildi fá að ræða við
tölvuna í einrúmi um persónuleg vandamál sín.
Geðlæknar og Turingpróf
Önnur forrit af svipuðu tagi hafa verið gerð. Eitt slíkt
samdi K.M. Colby og líkir það eftir dæmigerðum
svörum sjúklings sem þjáist af geðvillu. Colby líkir þessu
forriti við Turingpróf, sem minnst er á annars staðar á
síðunni. Ef geðlæknar geta ekki gert greinarmun á
svönim alvöru sjúkUngs og tölvunnar við spumingum
um sjúkdómseinkenni og annað tUheyrandi, þá telur
hann það mikinn sigur fyrir sjónarmið tölvugreindar.
Geðlæknar hafa falUð á þessu prófi - sumir segja
unnvörpum - en menn hafa hins vegar dregið ályktun
Colbys af þvi í efa. Geðlækna er enn þörf - og að
líkindum mun þeirra verða þörf um langt skeið enn,
hvað sem tölvuforritum Uður.