Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Ingólfnr Margeirsson um bók sína „Erlend andlit” sem væntanleg er á markaðinn innan skamms: Endurminningar frá grímudansleik — og jafnframt stefnuyfirlýsing mín til mannanna -Um hvað fjallar bók þín ERLEND ANDLIT í stuttu máli? - í bókinni eru sex sögur sem hafa það sameiginlegt að þær fjalla um fólk sem ég hef hitt í útlöndum. Síðastliðin fimmtán ár hef ég flækst víða erlendis og aragúi andlita hefur orðið á vegi mínum. Flest þeirra hafa þotið gegnum nethimnu augans líkt og þokukennd leiftur en sum hafa af einhverjum ástæðum staðnæmst í vitund minni og leitað æ sterkar á hug minn, hvert með sínum hætti. Þessar frásögur eru eins konar endurminningar frá grímudansleik og ég held að fyrst nú sé ég að ígrunda hverja ég dansaði við. - Hvemig vannst þú bókina? - Við textagerð þessa kvers hef ég stuðst við rifrildi úr dagblöðum, gloppóttar dagbækur, lausa minnismiða og bréfræksni. En þó háttar því þannig til að minnið, sú óábyrga heimildaskrá hefur verið uppsprettan að endursköpun þessara sundurleitu andlita. - Og hver eru þessi sundurleitu andlit? - Vændiskona í Varsjá sem gaf mér vísbendingu um pólska þjóðarsál, breskur kennari sem kúgaði nemendur sína í Englandi og leitaði að sjálfum sér í kjötvinnslu í Reykjavík, grískur marxisti sem reyndi að bæla niður uppruna sinn í sósíaldemókratísku velferðarríki Svíþjóðar, heimsmaður og lestarstjóri frá Búdapest sem gaf mér innsýn í forréttindastétt austantjalds landanna, ekkja flugvélahönnuðar í suðurríkjum Bandaríkjanna sem lifir í horfinni veröld og leggur líf tveggja fjölskyldna í rúst. Og að lokum frásaga af sænskum járnbrautarstarfsmanni sem dreymir um að vera ríkur og fær mig til að skipuleggja rán á koparlest. - Sú saga birtist einmitt í blaðinu okkar í dag á síðu 4. Geturðu greint lesendum aðeins nánar frá þeirri frásögu? - Upphaf sögunnar skýrir sig að mestu leyti sjálft. En vinur minn Hasse var ljóðræn sál sem átti sér einn draum, það að verða ríkur á svipstundu. Inn í þessa frásögu af einstaklingshyggjumanninum sem lifir í gróðavoninni blandast satíra á sænskt krataþjóðfélag sem á yfirborðinu starfar samkvæmt félágs- hyggju en undir niðri ber leifar borgara- legs þjóðfélags og lendir í ógöngum þegar raunveruleikinn knýr á dymar eins og gerist í þessari sögu þegar sænska stjórnin á að taka ákvörðun um hvort hún eigi að fordæma valdatöku Pinochets í Chile og missa öll ■ Ingólfur Margeirsson rithöfundur. Tímamynd: Ella. koparviðskipti þaðan eða láta sér nægja að lysa vanþóknun sinni á herforingja- klíkunni án þess að glata viðskiptunum og pólitísku andliti sínu. Þetta er saga um siðferði, einstaklings- hyggju og þjóðfélag á villigötum. - Þetta hljómar dálítið snúið. Eru allar frásögumar álíka erfiðar í skilningi? - Nei, segir Ingólfur og hlær, í raun og vem eru þetta frásagnir sem lesa má af fingrum fram en lesendur vilja leggja á sig smáómak, þá sjá þeir kannski glytta í einhverja tvíbyttnur eða jafnvel þríbyttnur í textanum. - Hvers vegna velurðu þér erlent fólk að yrkisefni? - Að því slepptu sem ég drap á í upphafi viðtalsins, þá er þessi tími það mikilvægur í lífi mínu að ég verð að takast á við hann í skrifum til að öðlast innsýn í þessa veröld og sjálfan mig. Mér er óhætt að segja að þessi bók sé uppgjör við tímabil minnar kynslóðar og við sjálfan mig sem ég tefli oft og iðulega að veði í sögunum. En jafnframt er þessi ’ bók manifest eða stefnuyfirlýsing mtn til , mannanna eins konar úttekt á reynslu minni og tilfinningu til homo sapiens. - Og framtíðaráformin?: - Ég hugsa aðeins einn dag í einu. En ég er með eina skáldsögu, tvö leikrit, eina ljóðabók og þrjú smásagnakver í maganum. Hinsvegar hef ég enn ekki ákveðið hvernig ég ætla að hafa niðurröðun væntanlegrar framleiðslu í tíma - og útgáfuröð, þ.e.a.s. ef einhver forleggjari vill líta við þessu. yyAUsleysi sannra Islendinga var virðulegt” Rætl við Jónas Guðmundsson um nýja bók sem hann er að senda frá sér ■ Meðal þeirra bóka, sem væntan- legar eru á markað innan skamms, er TOGARAMAÐURINN GUÐMUND- UR HALLDÓR, eftir Jónas Guð- mundsson, en bókin er byggð á samtölum við Guðmund H. Guðmunds- son, togarasjómann, og son hans Guðmund J. Guðmundsson, verka- mann og formann Dagsbrúnar. Við báðum Jónas að segja okkur frá nýju bókinni og eins frá ritstörfum og hvað bækur hans eru orðnar margar. Fórust honum svo orð: Tveir tugir bóka á tveim áratugum - Ef allt er talið þá munu bækur mínar vera eitthvað um tuttugu, en ef flutt skáldverk, svo sem leikrit eru talin með, losar þetta vel tvo tugi. - Hvenær skrifar þú? - Ég er svona sambland af þvottahús- skribent og þvottahúsmálara. Fyrstu bækur mínar voru skrifaðar á sjónum, og þær bera það líka með sér. Lesandinn leitar oft að handfestu. Á síðari árum nota ég einkum sumarleyfin til þess að skrifa bækur og annað þessháttar, þó má segja að þær bækur eða verk séu einnig partur af nokkurri sjósókn. Ég skrifa mikið á Eyrarbakka, þar sem er stöðugt brim og eiginlega veltingur allan ársins hring. Heljarstórar öldur brotna á ströndinni, berja svört skerin. Saltur vindurinn leikur um mannlífið alla daga og maður er með sand í tönnunum. Þarna kann ég vel við mig og þarna er gott að skrifa. Mér hefur þó verið sagt að það sé gott að skrifa í Sviss, eða í vissri hæð í Ölpunum. En sú vissa hæð hentar mér ekki. Annars þarf ég ekkert sérstakt næði til að skrifa og hefi reyndar aldrei átt peninga fyrir næði. Einu mennirnir sem hafa næði á íslandi núna, til að skrifa, eru kommúnistar og ég er ekki reiðubúinn til að breyta lífsskoðun minni fyrir næði. - Um hvað fjallar nýja bókin? - Hún er sjómannabók, og hangir upp á svipaðri lýrikk og Atlantshafið. Þetta er sagan af Guðmundi Halldóri. Hún snýst þó ekki einvörðungu um vond veður, drauga og sólbjarta daga, eftir að fjöllin eru sokkin. Heldur er þetta saga um erfiðisvinnu er stóð í 80 ár, eða rúmlega það. Þaraf 65 ár á sjó. Fyrst var róið á opnum skipum og legið við í grjótbyrgi vestur í Arnarfirði, eða öllu heldur í fjárhúsum. Síðan fór Guð- mundur Halldór á skútum, en var svo mannsaldur á dekki á togurum. Fyrst á hnoðuðum járnskipum kreppuáranna, síðan á nýsköpun. Eftir það tók við fiskvinna í landi framyfir nírætt, ásamt einhverri dvöl í hamphúsum Bæjarútgerðar Reykjavík- ur, þar sem fengist var við fótreipi og annan þungaiðnað, og munað togara- flotans. Þessi bók var eiginlega skrifuð fyrir mörgum árum, og að stofni til er hún smábók er ég gaf út um þennan togaramann fyrir tveim áratugum eða svo. Lengi hafði staðið til að skrifa meira og þá komst Guðmundur J. Guðmunds- son, inn í þetta spil, en hann var sonur Guðmundar Halldórs, er lést í vor. Þetta fólk, Guðmundur Halldór, kona hans og fjórir synir, bjó í Verkó, eins og ég, og er þetta líka fjölskyldusaga. Guðmundur J. hefur merkilega frá- sagnargáfu eins og faðir hans og hann var orðinn Stalínisti áður en hann byrjaði að ganga til prestsins. Gekk í samskonar pokabuxum og Lenín og Karl Marx, og vissi um það bil það sama um lífið og dauðann og þeir og prestarnir. Þetta er líka kreppusaga og saga um þann munað að hafa alist upp með stórri fjölskyldu á 50 fermetrum í tveggja herbergja íbúð. Þannig er þetta til jafns saga um hnoðuð járnskip og óður um flatsængina. Saga úr Vesturbænum Á vissan hátt er þetta saga úr Vesturbænum; úr Verkó, sem voru Breiðholt. síns tíma. Þessi hús voru bylting og reist af byltingamönnum. Fátækir menn, sem gengu í soðnum fötum og átu með sjálfskeiðungum, fluttu allt í einu úr kjöllurum, skúrum og ýmsum óhugnanlegum vistarverum inn í alvöru hús, þar sem var m.a. fjarvarmaveita, bókasafn, lesstofa og fyrsti barnaleikvöllurinn á íslandi. Menn komu langan veg til að skoða rafmagnseldavélarnar í Verkó, og margir komu til að sjá vatnssalemi í fyrsta sinn og líka baðkör. Það var stöðug ös. Þetta þykir einkennilegt nú, eftir fimmtíu ár, en ég veit meira að segja um bæjarstjóra í nokkuð stórum kaupstað úti á landi, sem sá ekki klósett fyren eftir stríð. Og þarna ríkti hin hvítskúraða fátækt, og sjómennirnir létu úr höfn í myrkrinu og maður vissi aldrei hvort maður sæi þá nokkumtímann aftur. Guðmundur Halldór sigldi allt stríð- ið. Sigldi innanum tundurdufl, innanum fljótandi líkin og horfði á loftárásir án þess að taka svo mikið sem út úr sér sígarettuna. Og einu sinni björguðu þeir 350 manns á honum Skallagrími eftir að búið var að sprengja skip, suðaustur af Vestmannaeyjum. En allt um að. Þetta er sagan af Guðmundi Halldóri, saga um erfiðis- mann og háseta. Sagan, sem þó verður víst aldrei sögð til hlítar á bók, heldur fyrst og fremst með þögn. - Hvað áttu við með því? - Menn era svolítið að koma sér upp fátækt og harðrétti í æsku. Það selst víst vel. Allsleysi sannra íslendinga var á hinn bóginn fyrst og fremst virðulegt og skip heiðríkjunnar íTgldi hægt, því alltaf áttu menn þó einhverja von. Og allrasíst hefðu menn nú trúað því, að ekki dygði minna en heimsstyrjöld, svo að þjóðin gæti látið peningalega drauma sína rætast; sumsé að eiga fyrir nauðþurftum. ■ Lilja Ósk ■ Lárus H. Ulfarsdóttir Grúnsson Ung Nordlsk Musik um helgina: Kammer- tónleikar í Nor- ræna hús- inu og hyóm- sveitartón- ■ Norrænu tónlistarhátíðinni Ung Nordisk Musik lýkur nú um helgina. Laugardaginn 25. september kl. 20.30 verða kammertónleikar í Norræna húsinu og sunnudaginn 26. september kl. 20.30 verða hljómsveitartónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á tónleikunum í Norræna húsinu verða flutt tónverk eftir tvo íslendinga, Lilju Ósk Úlfarsdóttur og Láras H. Grímsson. Tónverk Lilju nefnist Nú, er einleiksverk I einum þætti, og segist höfundur hafa samið það á síðastliðn- um vetri fyrir Þóranni Guðmundsdótt- ur. Tónverk Lárusar nefnist Sambúd- arsundurþykkja og er hugsað sem karp milli tveggja aðila sem era jafn ólíkir hvor öðram og hljóðfærin sem verkið er samið fyrir, þ.e. horn og harpsíkord. Tónband cr svo notað til að árétta stemmningar, en er einnig stór þáttur í samspilinu, því það er notað sem þriðja hljóðfærið í verkinu frá byrjun til enda. Auk íslendinganna eiga tveir Finnar verk á tónleikunum: Otto Romanow- ski og Magnus Lindberg; einn Norðmaðtfr, Kristian Evensen og einn Svíi, Sten Melin. Á hljómsveitartónleikunum í MH á sunnudag, verður Arthur Wiesberg stjómandi og einleikari Dianc Kennedy. Þau era bæði frá Bandaríkj- urum. Flutt verða verk eftir Aaron Copland, Jakob Druckman og Béla Bartók. Á laugardag verður enn fremur haldið áfram söngnámskeiði sópran- söngkonunnar Jane Manning í Tónlistarskólanum að Laugavegi 178. Hefst það kl. 10 árdegis. ■ Arthur Weisberg ■ Diane Keunedy

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.