Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 19 ég geti náð honum. En viti menn. Þegar ég kem heim þá er það fyrsta sem ég sé þessi dúkur. Hann er þá kominn sjálfur upp. Oft hef ég verið að hugsa um hver hafi hjálpað mér. Hann Brynjólfur Bjamason spurði mig alltaf í hvert skipti sem hann kom í heimsókn hvort eitthvað hefði komið fyrir hjá mér núna. Hann er alltaf að Ieita sannleikans og þess hvort til væri annað líf. Hann var búinn að sanka miklu að sér um svoleiðis. Einu sinni var ég að setja upp púða og hafði notað við það málband sem ég lagði upprúllað á saumamaskínuborðið. Eg stóð upp til þess að fara að strauja og eftir litla stund, þegar ég sneri mér við, var komið þama annað málband á borðið. Þetta málband var gult og grænt en mitt var blátt beggja megin, Ijós og dökkblátt. Ég sagði Brynjólfi frá þessu og hann sagði að þetta hlyti að hafa verið búálfurinn. „Hafi það ekki verið búálfurinn, - já, hver hefur þá stolið því handa þér,“ sagði hann. Já, það var búálfur hjá okkur á heimilinu alla tíð. Það sá hann skyggn kona hjá okkur, strax þegar við vorum nýgift. Hún hét Guðlaug frá Kleppi. Hún sagði að hann væri svo sem hálfur metri á hæð, fremur ófríður og stórskorinn, eins og allir búálfar, og klæddur stuttum, grænum kyrtli. Hún sá hann í hvert skipti sem hún kom í heimsókn og einu sinni þegar ég hafði verið lengi úti í löndum kom Guðlaug og sagði: „Mikið sé ég hvað hann fagnar þér. Ég sá hann hér áðan og hann sat á öxlinni á þér og lét svo vel að þér. Já, hann hjálpaði mér áreiðanlega oft að finna hluti sem ég týndi. Já, kannski hann hafi sótt dúkinn sem datt á bak við fsskápinn. Einu sinni kom það fyrir mig að ég týndi eymalokkum, þegar ég var í matarveislu inni á Kleppsvegi 20, hjá honum Kristni heitnum É. Andréssyni. Það vom þama margir gestir, þar á meðal Sigfús Daðason og sovéski sendiherrann. Fyrst varð ég vör við að ég hafði týnt öðmm eymalokknum og nokkm seinna hinum. Sigfús leitaði að þeim fýrir mig eins og hann gat og fór meira að segja út á blettinn að leita þar, því við Þórbergur og hann höfðum verið úti á svöium og héldum að ég hefði kannske missst þá niður af þeim. En viti menn. Heima átti ég, veggklukku ákaflega fallega og á henni var dálítil bryggja. Þegar ég kem heim þá sé ég allt í einu að á bryggjunni liggja eymalokkamir, hlið við hlið. Þórbergur sagði mér að hringja strax í Sigfús og ég gerði það. Sigfús kom sjálfur í símann og ég sagði að hann þyrfti ekki að leita lengur, því lokkarnir væru heima á hillu hjá mér. Stærra „Ha!“ hef ég aldrei heyrt. Þeir Brynjólfur og Sigurður Nordal vom bestu vinir Þórbergs og Sigurður trúði líka á yfirnáttúruleg efni. Hann sat alltaf lengi þegar hann kom, oft fram undir miðnætti, og þeir Þórbergur höfðu margt að ræða um. Ég spurði hann einu sinni hvort hann tryði á huldufólk, „Já, meðan enginn afsannar að það sé til“ svaraði Sigurður. Á heimili okkar á Hringbrautinni varð ■ Á áttræðisafmæli Margrétar. Helga Jóna er til vinstri við Margréti, en Þóra, dóttir Steinþórs, er til hægri. Myndina tók Gunnlaugur, sonur Helgu. öðmvísi, hefði ekki verið skrifuð um mig bók. Jú, það er stundum minnst á þetta við, mig ef fólk kemst að því að ég sé „Lilla-Hegga.“ Þá er það helst eitthvað um Sobegga afa og það hefur komið fýrir að börnin hafa verið að lesa um mig í lesbókinni í skólanum og vilja þá fá að sjá mig. Gunnlaugur sonur minn las einmitt kaflann um „Litlu manneskj- una“ í skólanum, en sagði þó ekki frá að þetta væri mamma sín. Hins vegar bað hann kennarann að lesa fyrir þau krakkana „Sálminn um blómið," en ég veit nú ekki hvemig kennarinn hefur tekið því.“ Nú er von á útgáfu á bréfum sem Þórbergur skrifaði þér? „Já, þetta eru bréf sem hann skrifaði mér og Biddu. Elsta bréfið frá honum til mín er frá því ég var sjö Sra. Hann hafði mjög gaman af bömum og þau af honum, því hann var alltaf að leika sér við okkur. Oft er talað við böm í gegn um þriðju persónu, en hann taiaði alltaf við okkur eins og fullorðið fólk. Hann lét stundum „vatnsandann" koma fyrir krakkana, en það var afskaplega skemmtilegur leikur. Krakkamir göluðu þá til hans: „Þórbergur, látu andann koma. „Stundum sagðist hann ekki mega vera að því, en einu sinni fór heill flokkur til hans og bað hann að látá nú andann koma. Þá tók hann vatnsfötu á svölunum og jós niður fleiri fötum af vatni. Stundum var hann líka að athuga hvort andinn væri „í stöði“ eins og hann sagði, en þá var það tískuorð hjá krökkunum „að vera í stuði". 1952 fluttist ég til Húsavíkur og var með móður minni hjá Júlíusi gamla Hafstein. Það var um það leyti sem Þórbergur fór í Kína-ferðina og þá byrjaði hann að skrifa mér. Hann skrifaði ekki mjög oft en alltaf löng bréf. Hann skrifaði mér líka þegar ég var í sveit og þegar ég var í Þýskalandi, en þar var ég í tvö ár. Það hefur verið mjög gaman að taka þetta saman, en Hjörtur Pálsson hefur skrifað skýringar með bréfunum. Það verður spennandi að sjá hvemig þetta verður. Kannske verða einhverjir móðg- aðir vegna einhvers sem þama flýtur með, en það em sumir sem alltaf þurfa að móðgast út af einhverju. En þá verður að hafa það.“ -AM ég einu sinni vör við að það var maður í bókaherbergi Þórbergs. Ég sá hann ekki beinlínis, - aðeins með mfnum andlegu augum sá ég hann. Þetta var fremur lágur maður og gildvaxinn og það sáu hann fleiri en ég. Til dæmis sáu hann einar fjórar skyggnar manneskjur sem komi í heimsókn til mín, dönsk kona, frú Hansen, Guðlaug frá Kleppi og kona sem ég þekki og er frá ísafirði. Öllum bar saman um lýsinguna á honum. Loks gamall skyggn maður, kunningi okkar. Það kom oftar en einu sinni fyrir að þessar konur sátu við bókaskápinn, en drógu stólinn frá honum og í átt til mín, af því að þeim leið ekki vel þar. Einu sinni þegar Þórbergur var upplagður að skrifa segir hann við mig að ég skuli bara fara að hvfla mig, enda hafði ég verið að þvo þvott um daginn og var orðinn þreytt. Ég fór inn í svefnherbergi að leggja mig, en gat ekki sofnað og þótti ég þurfa að fara fram í stofu. Ég sest frammi við bókaskápinn og fer að lesa og Þórbergur, vissi ekki af mér þama. Þá veit ég ekki fyrr til en dregur úr mér allan mátt og að það er blásið ísköldum andardrætti á háísinn á mér. Mér brá svo við að ég æpti upp og Þórbergur snarbrá og hann kom hlaupandi að spyrja hvers vegna ég hefði æpt og ég segi honum hvað fyrir hafði komið. Þetta var í síðasta skiptið sem ég varð vör við þennan mann, því Þórbergur krossaði yfir homið þar sem' bókaskápurinn var og hafði eitthvað gott yfir og þá hvarf þetta smátt og smátt.“ Við látum hér spjalli okkar við Margréti Jónsdóttur lokið. Hún býr nú sem áður segir að Droplaugarstöðum við Snorrabraut og unir þar vel sínum hag, enda er minni og andlegir kraftar í ágætu lagi, eins og af þessu spjalli ætti að vera ljóst. Margrét verður 83 ára þann 30. september n.k. en hún fylgir öldinni nokkúm veginn, fædd þennan dag árið 1899. Við sendum henni bestu afmæliskveðjur og ósk um góða og friðsæla daga. _am VÖRUBIFREIÐASTJÓRAR Getum boðið nokkra vörubíla frá ÍMTERNATIONAL HARVESTER á mjög góðu verði Cargostar: Vél 210 ha. Heildarburðargeta 16500 k.g. Sterk, en léttbyggð grind, sem skiptir miklu máli í landi þungatakmarkana, og hefur auk þess áhrif á eyðslu. S-Serían: 1954 6 hjóla. Vél 210 ha. Heildarburðargeta 16500 kg. F-2674 10 hjóla. Heildarburðargeta 23000 kg. Vél 300 ha. Hafið samband við sölumenn okkar sem veita nánari upplýsingar. VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavlk S. 38 900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.