Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 24 YUOJLA Eigum fyrirliggjandi: YAMAHA EC 540, 58 ha. YAMAHA SS 440 YAMAHA ET 340 Pantanir óskast staðfestar Kraftur — ending — öryggi VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavlk S. 38 900 mtemm mumamoim * • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. PRENTSMIÐJAN m Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 AF HVERJU y^EROAR ■j Við kynnum Tonna-Tak límið sem límir allt að því allt! FJÖLHÆFT NOTAGILDI. Tonna Takið (cyanoacrylate) festist án þvingunar við flest öll efni s.s. gler, málma, keramik, postulín, gúmmí, eik, gerviefni, teflon o.fl. Lítið magn tryggir bestan árangur, einn dropi nægir í flestum tilfellum. EFNAEIGINLEIKAR. Sérstakir eiginleikar Tonna Taksins byggjast á nýrri hugmynd varðandi efnasamsetningu þess. FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN- VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. Það er tilbúið til notkunar sam- stundis án undanfarandi blöndunar og umstangs. Allt límið er í einni handhægri túpu sem , tilvalið er að eiga heima j ‘jjföf'ipri' við eða á vinnustað. HEILDSÖLUBIRGÐIR:' ^ TÆKNIMIÐSTOÐIN HF S. 76600 ájbðkamarkaði Bök frá Martín Gardner: Þverstæður og ráðgátur ■ Að bandaríska heimspekingnum og stærfræðingnum. Martin Gardner var svolítið vikið í síðasta Helgar-Tíma í tilefni kynningar á nýlegu ritgerðarsafni hans Mathamatical Circus. Nú hefur okkur borist annað rit eftir hann sem nýkomið er á bókamarkað erlendis, og m.a. er dreift á vegum hins umfangs- mikla Book-of-the-Month Club í Banda- ríkjunum. Nýja bókin heitir Aha; Gotcha og hefur undirtitilinn Para- doxes to puzzle and delight. Hér er um að ræða safn skrýtilegra þverstæðna og undrunarefna úr heimi rökfræði, talna- fræði, rúmfræði, líkindareiknings og tölfræði, auk gátna um tíma og hreyfingu. Einhver kynni að halda að hér væri komin bók fyrir fagidjót í rökfræði og stærðfræði, en það er mikill misskiln- ingur. Bókin er aðgengileg almennum lesendum, þeim sem aldrei hafa um ráögátur hennar heyrt fyrr. Umfjöllun Gardners er, eins og vænta mátti, skýr og skörp, og það sem kannski mest er um vert: bókin er fyndin. Þátt í því eiga makalausar teikningar Jim Glen, en dæmi þeirra er að finna hér á síðunni. Textann við teikningamar hefur Gardner samið, en hvoru tveggja fylgja síðan ýtarlegar útskýringar og hugleið- ■ Hin nýja bók Gardners ingar hans, auk ábendinga um frekari lesefni. Önnur bók af sama tagi er stærðfræði- gamanið Aha; Insight sem Gardner sendi frá sér 1978. Hana mun vera hægt að fá léða á háskólabókasafni. GM Bókaforlag Odds Björnssonar: MJÓLKUR- BÍLSTJÓRAR SEGJA FRÁ ■ Fimm bækur em væntanlegar frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri nú fyrir jól, þar af tvær íslenskar. Bækurnar sem hér um ræðir em Ysjur og austræna, sagnaþættir mjóikurbfl- stjóra á Suðurlandi eftir Gísla Högnason á Læk; fjórða bifldi Ættbókar og sögu íslenska hestsins eftir Gunnar Bjamason ráðunaut; spennuskáldsaga eftir banda- ríska höfundinn Ken Follett, sem í íslenskri þýðingu nefnist Maðurinn frá St. Pétursborg, og loks tvær bamabækur Hvar er Depill? og Depill fer á flakk, en þar er um svokallaðar lyftimyndabæk- ur að ræða. Forlag Odds Bjömssonar sér að auki um dreifingu á þremur ljóðabókum sem höfundar gefa út á eigin kostnað. Þær eru: Glæður eftir Bjöm Bjömsson frá Hvammstanga, Vinjar eftir Valtý Guðmundsson á Sandi og Hjartsláttur á Þorra eftir Jón Jónsson á Fremstafelli. - GM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.