Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 18
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 18 iái „Það var ekki erfitt að vera eiginkona Þórbergs” Nei, við störfuðum ekki mikið í flokknum. Ég vann þó fyrir þá við hverjar einustu kosningar. Þórbergur lagði svo auðvitað sitt af mörkum með skrifum sínum og þar munaði nú um hann, því hann gat verið svo stórkostlegur og menn skildu ekki hvernig var hægt að taka svona til orða í eins og hann gerði. Mikið orð fór af því hvflíkan áhuga Þórbergur hafði á dulrænum efnum. Getur þú sagt okkur eitthvað af því? „Já, hann hafði mikinn áhuga á þessu eins og margir vinir hans sem hann trúði statt og stöðugt. þeir höfðu sumir upplifað eitt og annað einkennilegt, nema hann Kristinn E. Andrésson. En svo gerist það að eitt sumar leigði Kristinn íbúð suður á Laufásvegi. Á undan honum hafði búið þar maður sem verið hafði bankastjóri í Færeyjum. Ekki man ég hvað hann hét, en hann mun hafa verið bróðir Hannesar Hafstein. Þessi maður hafði dáið þarna í húsinu og eitt kvöldið þegar Þóra kona Kristins var sofnuð og Kristinn ætlaði einnig að fara að sofa, þá sér hann þennan mann standa sem ljóslifandi aftan við rúmið. Þetta fannst mér mikið mátulegt á Kristinn, sem ekki trúir neinu.“ Hefur þú ekki reynt margt sérkenni- legt sjálf í þessum efnum? „Jú, það hef ég gert. Fyrsta reynsla mín af þessu er frá því er ég var tíu ára gömul. Pabbi var þá nýlega byrjaður með útgerðina, og hann var búinn að fá alla mennina á bátinn, nema tvo. Þeir áttu að koma ofan af Akranesi, gangandi, eins og þessir aumingja menn urðu að gera þá. Eina nóttina meðan verið var að bíða eftir þeim, þá sýnist mér að inn komi svartklædd kona í herbergið til mt'n, mjög lítil og eftir því grönn. Hún gekk að náttborðinu hjá mér og strauk yfir það með hendinni. Ég þóttist þá vita að þetta mundi vera önnur vinnustúlkan oktcar, sú sem kveikti alltaf eldinn. Ég hugsaði með mér að hún mundi hafa verið að leita að eldspýtum, því hún vissi að ég las fram eftir öllu við ljós. Stúlkan hét Fríða og daginn eftir spurði ég hana að því hvort hún hefði komið upp til mín í nótt. Nei, nei. Það hafði hún ekki gert. Nú líður dagurinn fram til kvölds og þá koma þessir menn. Við vorum búin að borða en það er strax borið á borð fyrir mennina og yfir matnum segir mamma að gamni sínu: „Ég vona að hann írafellsmóri fylgi ykkur ekki,“ vegna þess að mennirnir ■ „Við Þórbergur vorum bæði fædd rauð.“ (Tímamynd Róbert). komu þama ofan að. „Nei, það gerir hann ekki,“ sagði annar maðurinn, en hinn segir: „Fyrst þú spyrð þá get ég sagt þér að það er draugur sem fylgir mér og minni ætt. Það er lítil kona, sem er alltaf. svartklædd, og hún er kölluð „Svart- brella.“ Ég áttaði mig strax og ég heyrði þetta á því hver konan sem mér fannst koma inn í herbergið, hafði verið. Um þessa „Svartbrellu“ hefur Matthías Ásgeirsson skrifað í bók. Samt er það svo að ég hef miklu 1 fremur verið næm fyrir ýmsum hlutum, en að ég hafi séð eitthvað beinlínis. Þannig hefur það stundum komið fyrir þar sem ég kem í hús að það er eins og mér sé beinlínis ýtt frá dyrunum. Þegar það kemur fyrir mig þá hætti ég aldrei fyrr en ég hef komist að því hvað hefur skeð í viðkomandi húsi. Einu sinni vorum við Þórbergur að hugsa um að flytja af Hringbraut 45 og kaupa stærra og í þeim tilgangi fórum við inn í Rauðalæk að skoða íbúð í nýbyggðu húsi. Sá sem átti íbúðina ungur maður, kom með okkur í bílnum. En þegar ég kem að dyrunum þá líður mér strax svo illa að ég kipptist burt frá þeim. Ég hnippti í Þórberg, en hann var oftast fljótur að átta sig á því ef það var eitthvað að mér. En til þess að við gerðum okkur ekki að kjánum þá neyddumst við til þess að.. fara inn. Ungi maðurinn opnaði fyrst stofu og þar sáum við sófa með óumbúnum rúmfötum. Hann sagði að það væri vegna þess að, konan hans væri ekki heima þessa stundina. Næst sýndi hann okkur barnaherbergi, en ekkert benti til þess að þar byggju nein börn, því hér var allt autt. Sagði hann að konan sín væri farin út á land með bömin og þess vegna væri herbergið tómt. Þetta var í marsmánuði og ég hugsaði strax með mér að það færi engin kona með börn út á land í marsmánuði. Seinna komst ég að því að hjónin höfðu verið að skilja og þaðan komu þessi vondu áhrif sem ■ ég fann fyrir. Seinna hringdi svo annar húsasali og spurði hvort ég gæti skroppið út á Sólvallagötu, því þar væri önnur íbúð til sölu. Þar kom ung kona til dyra og bauð mér inn í eldhúsið. En þama fann ég fyrir sömu áhrifunum og þegar ég fór inn í Rauðalæk, ekki betri. Ó, mig langaði svo til þess að vera kyrr í eldhúsinu og fara ekki inn í stofuna, en það varð samt að gera og þóttist sjá miklu fleira en ég sá. Ég fór svo á stúfana að athuga hvað þarna hefði skeð og loks ..sagði hann Siggi Guðna mér að hjónin hefðu verið nýskilin, og konunni leið svo afskaplega illa.“ Kom fleira cinkennilegt fyrir þig, Margrét? „Já, ég var einu sinni að strauja og var búin með allt nema kínverskan dúk sem ég á. Ég þurfti að skreppa niður í bæ og ætlaði að geyma hann, þar til ég kæmi aftur. Ég setti því dúkinn upp á ísskápinn, en sé þá eitthvert kusk uppi á skápnum og mér var nú ekki vel við svoleiðis, svo ég sótti tusku óg ætlaði að strjúka þetta af. En hvað heldurðu? Ég hreyfi eitthvað við dúknum og hann dettur upp fyrir ísskápinn. Skápurinn var of þungur til þess að ég fengi hreyft við honum og alla leiðina niður í bæ og á heimleiðinni er ég að hugsa um hvernig „Þá göluðu krakk- arnir á eftir mér „Litla Hegga” og „Mamma Gagga” Spjallað við Helgu Jónu Ás- björnsdóttur, söguhetjuna í „Sálminum um blómið” ■ Bróðurdóttir Margrétar Jónsdóttur, Helga Jóna Ásbjörnsdóttir öðlaðist bókmenntafrægð á yngri aldri en dæmi eru um, því hún var ekki nema 11 ára, þegar hún varð söguhetja í tveggja binda bókmennatverki,-„Sálminum um blómið,“ eftir Þórberg Þórðarson. Þegar við vorum að ræða við Margréti frænku hennar leit Helga inn í heimsókn og við gripum tækifærið og áttum við hana stutt spjall. Hún býr nú að Breiðvangi 8 í Hafnarfirði ásamt fimm börnum sínum og eiginmanni. Elsta barnið er 19 ára og hann heitir auðvitað Þórbergur. Næst elsta er Þórunn Anna sem er 17 ára, Gunnlaugur 11 ára, Ragnheiður 7 ára og yngstur er Ásbjörn 6 ára. Helga Jóna er sjúkraliði að mennt og starfar á Vífilsstöðum. Ilvernig urðu fyrstu kynni ykkar Þórbergs og Margrétar? „Ja, ég bjó í sama húsi og þau, flutti þangað 3ja mánaða. Þegar ég fór að stálpast dálítið sótti ég strax mikið í að fara upp til þeirra og vera hjá þeim. Um leið og ég hafði vit til, þá byrjaði Þórbergur að lesa fyrir mig sögur. Fyrsta sagan sem ég man eftir var einmitt þegar amma mín dó og sálmurinn v.:r sunginn um blómið. Annars ! m: mikið fyrir mig úr þjóðsögum Jóns Árnasonar og svo sögur af kóngi og drottningu og karli og kerlingu. Svo talaði hann mikið um huldufólk við mig og skaut draugasögum inn í milli, en ég var svo myrkfælin að hann fór nú varlega í það. Samt sótti ég í draugasögurnar og hafði miklar mætur á „Djáknanum á Myrká“ og „Móðir mín í kví, kví.“ Ég fór svo stundum í búð fyrir Margréti og sat yfir henni þegar hún var að sauma púðana-sagði henni allar fréttir sem ég hafði heyrt, svo sem af samskiptum mínum við aðra krakka og þess háttar. Ég kallaði þau aldrei annað en Mömmu Göggu og Sobegga afa og allir í ættinni hafa gert það líka. Yngsti sonur minn kallar Margréti þó alltaf Ömmu Göggu-honum fmnst að hún sé Amma Gagga sín, fyrst hún var Mamma Gagga mín.“ Þú kynntist einnig átthögum Þórbergs í Suðursveit? „Ég var í Suðursveit í þrjú sumur. Eitt sumar var ég hjá Benedikt bróður Þórbergs á Kálfafelli og það var afskaplega gaman að vera þar. Svo var ég á Kálfafellsstaö hjá Dóru og Bjarna í eitt ár og þegar ég var 17 ára, var ég hjá Seinþóri á Haiu. Ég passaði þá Þórberg Torfason sonarson hans mjólk- aði kýr og reyndi að vera myndarleg. Það var oft kátt í eldhúsinu á Hala, en Þórbergur var þar oft á sumrin. Þá gekk hann með mér um allt þama og rifjaði upp það sem hann var búinn að segja mér, þegar ég var lítil stelpa. Mér fannst ég því þekkja þetta allt fyrir. Við gengum um kríuvarpið og Þórbergur sveiflaði stafnum fyrir ofan höfuðið á sér til þess að verjast „hermönnunum," en hann kallaði kríurnar alltaf hermenn. Vð gegnum með hatta á höfðinu til þess að kríurnar gætu ekki skitið eins á okkur. Já, þetta eru góðar minningar. Síðast fór ég með honum austur 1968. Mamma Gagga hringdi til mín og sagði að þau væru að fara austur. Ég bjó þá á Hvammstanga, en vildi endilega koma með og það var það síðasta sem ég var með honum þar. Það var ein vika. Það var afskaplega skemmtilegt samband á milli bræðranna og gaman að heyra þá ræða saman, til dæmis þegar þeir voru að rifja upp sín strákapör og sögur af Steini afa sínum. Það voru um eitt leyti níu börn á Hala og uppeldið á þeim mjög frjálslegt, svo það var kátt á hjalla. Minnið hjá Steinþóri var svo magnað og vísurnar sem hann fór með og drauga- ■ Helga Jóna Ásbjömsdóttir: „Við gengum um kríuvarpið og Þórbergur sveiflaði stafnum fyrir ofan höfuðið á sér til þess að verjast „hcrmönnunum.“ (Tímamynd Róbert) sögurnar. Einu sinni var hann að rifja upp sögur um útburðarvæl við Lónið og þá sagði Torfi sonur hans sem svo: “Ja, það eru nú alltaf álftir þama í Lóninu.“ „Þarft þú nú að vera að skemma," sagði Steinþór þá. Kona Steinþórs Steinunn var mjög músíkölsk og þeirra hjónaband fallegt. Þau höfðu verið gift í 65-70 ár og virðing þeirra og vinsemd hvors í annars garð mikil. „Steinka mín, blessunin, hvar ertu,“ sagði Steinþór t.d. þegar hann fann hana ekki strax. „Ég man nú ekki eftir að hann hafi verið að tala um það við mig en eitthvað er þó minnst á það í „Sálminum“ að ég hafi verið að segja: „Ætlarðu ekki að skrifa bók um mig?“ eða eitthvað svoleiðis. Hann gerði mér aldrei grein fyrir hvemig bók þetta yrði og ég var á viðkvæmum aldri, 11 eðal2 ára. Ég átti það því til í einhverju kasti að rjúka upp til hans og segja“ Ertu enn þá að skrifa helvítis bókina, Þórbergur?“ Ég sagði „Þórbergur," af því að ég var svo reið. En hann svaraði þá engp, en minntist á að ég mundi kunna að meta þetta þegar ég yrði stærri. Jú, það varð dálítið áfall þegar bókin kom út, því þetta kom í blöðunum og krakkamir voru fljót að átta sig á þessu, því krakkar em svo miskunnarlausir. Þau kölluðu á eftir mér„Lilla-Hegga“og „Mamma Gagga“ og þetta fór ógurlega í taugamar á mér. Þórbergur hafði oft gengið á móti mér þegar ég var að koma úr skólanum og við urðum samferða heim, en eftir þetta þá lét ég sem ég þekkti hann ekki á götu, þvf ég vildi ekki að krakkamir sæju okkur. Eg held að kennarinn okkar í Melaskólanum hafi svo sussað þetta niður að nokkm. Lastu bókina strax? „Nei, ég gerði það ekki. Ég las hana ekki fyrr en ég var orðin nær fullorðin. Þá hló ég svo mikið að ég ætlaði varla að komast í gegn um bókina, - sá sjálfa mig og Biddu vinkonu alveg í anda. Það er mikið talað um hana í bókinni, en hún bjó í íbúðinni beint á móti og þar sem ég átti engin eldri systkini fannst mér hún eiga að vera nokkurs konar systir mín, og við vomm mikið saman. Nei, ég held ekki að þetta hafi haft mjög mikil áhrif á líf mitt, en auðvitað veit ég ekki hvort eitthvað hefði orðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.