Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 lega þá fjölbreyttu möguleika, sem tölvumar hafa uppá að bjóða að því er varðar gerð myndmynsturs. Af hverju ekki að nota tölvu til að búa til ævintýrakvikmynd um baráttu ólíkra vídeóprógramma um völdin í tölvu- heimi? Lisberger og framleiðandi Tron, Don Kushner, hófu undirbúning slíkrar myndar þegar árið 1976, eða löngu áður en vídeóleikir urðu að því æði sem nú er. Þeir sömdu lýsingu á myndinni þrjátíu og sex sinnum áður en þeir voru ánægðir og endurrituðu kvikmynda- handritið átján sinnum. Síðan teiknuðu þeir upp alla myndina skot fyrir skot (en þá aðferð hafa ýmsir góðir leikstjórar Á síðustu árum hafa ýmsir kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gert tilraunir með tölvunotkun við kvik- myndagerð. Sérstaklega hefur þetta komið til álita við gerð ýmissa geimkvikmynda. Nú hefur hins vegar Walt Disney fyrirtækið tekið skrefið til fulls og gert kvikmynd, sem ekki aðeins gerist inni í risastórri tölvu, heldur er leikmynd og allt umhverfi, og mikill hluti atburðarásarinnar, búin til af tölvu! ■ Kvikmynd þessi heitir „Tron“ eftir ' tölvuprógrammi að vídeóleik og fjallar einmitt um baráttu upp á lff og dauða milli ólíkra slíkra prógramma. Myndin hefur þegar vakið mikla athygli og spá því margir, að sú tækni, sem notuð hefur verið við gerð myndarinnar, muni í vaxandi mæli auðvelda gerð leikmynda í vissum tegundum kvikmynda og spara verulegan kostnað. Bylting Framtíðarkvikmyndir svo sem „Stjörnustríð" og allt það, sem í kjölfar þeirrar myndar hefur fylgt, fólu í sér umtalsvert stökk fram á við í tækni- brellum, en aðferðirnar sjálfar voru þó í sjálfu sér svipaðar og áður hafði tíðkast. Kvikmyndagerðarmennirnir notuðu áfram líkön og smækkaðar útgáfur af þeim hlutum, sem mynda átti, málaðan bakgrunn og annað í þeim dúr. „Tron“ er algjör bylting að því leyti, að við gerð hennar voru engin líkön eða smækkaðar myndir eða málaðir bak- grunnar notaðir, heldur voru hlutirnir allir búnir til í tölvu. Myndirnar, sem tölvan bjó til, voru kallaðar fram á sérstökum vídeóskermum sem hafa 4000 láréttar og 6000 lóðréttar línur (venjulegt sjónvarpstæki hefur aðeins 525 slíkar línur á hvorn veginn). Þessar línur mynda þéttriðið net. Á hverjum stað, þar sem línur mætast, er stöðu- punktur. Þeir eru 24 milljónir talsins. Talvan gefur hverjum stöðupunkti tvö ólík tölugildi; annað gefur til kynna birtu, hitt lit. Það gefur svo nokkra ■ Persónur í ólíkum vídeóprógrömmum berjast í Tron. ■ David Varner leikur einn af andstæðingum Flynn og Tron í kvikmyndinni, sem gerist í vcröld tölvunnar. Ævintýrakvikmyndin TRON sem gerist inni í risatölvu! Mlkill hluti þess, sem gerist í kvikmyndinni, er búið tíl í tölvu og myndað af vídeóskermi hugmynd um hversu flókið verk tölvan vinnur, að hver einstök mynd á skerminum er byggð á um 48 milljónum afmarkaðra upplýsinga. Og það á við um tiltölulega „venjulega“ mynd; við flóknari atriði kvikmyndarinnar er fjöldi þeirra upplýsinga, sem tölvan þarf að taka tillit til, mun meiri. Að sjálfsögðu býr tölvan ekki til öll atriði hvers myndskeiðs fyrir sig í einu. Þvert á móti þarf að taka hvert einstakt atrif.i mörgum sinnum á sömu filmuna til þess að ná ölium atriðunum með. Og það sem gerði málið enn flóknara er, að í fjölmörgum atriðum myndarinnar þurfti síðan að sameina þær myndir, sem þannig voru teknar af litríkum ljósasýn- ingum tölvunnar, myndum af leikurun- um. Það var mikið verk að fella þessar myndir saman svo að eðlilegt yrði á hvíta tjaldinu. En hverjum datt í hug að gera þessa kvikmynd? Fékk hugmyndina 1976 Sá, sem heiðurinn á af því, fieitir Steven • Lisberger. Hann er leAstjóri „Tom“, en það er fyrsta leikna kvikmyndin í fullri lengd sem hann gerir. Hann var því ekki ráðinn til verksins vegna leikstjómarreynslu sinn- ar heldur af því að hann hafði frumlega hugmynd - og fylgdi síðan hugmyndinni þegar Walt Disney-fyrirtækið ákvað að fjármagna myndina. Lisberger segir, að hugmyndin hafi vaknað þegar hann fór að kynna sér ýmsa vídeóleiki fyrir nokkram ámm. Nú orðið em slíkir leikir algengir bæði í heimahúsum og á skemmtistöðum. Lisberger hafði einnig kynnt sér sérstak- notað svo sem Hitchcock og Spielberg), tóku saman greinargerð um hvernig tæknibrellurnar yrðu unnar og leituðu síðan eftir fjársterkum aðila til að fjármagna myndina. Disney fyrirtækið varð strax til í tuskið, og keypti réttinn að Tron sumarið 1980, eftir að gerðar höfðu verið nokkrar tilraunir með hvemig hugmyndir Lisbergers og Kushners litu út á filmu. Barátta góðs og ills Söguþráðurinn í Tron er tiltölulega einfaldur. Sagan gerist innan í risastórri tölvu, sem auðhringurinn ENCOM á. í þessum tölvuheimi búa tölvuprógröm, sem taka á sig útlitseinkenni höfunda sinna. Þegar Flynn (leikinn af Jeff Bridges), sem er tölvusérfræðingur og sigursæli videóleikjakeppandi, reynir að koma í veg fyrir að ENCOM steli prógrömmum að leikjum, sem hann hefur búið til, er honum sjálfum varpað inn í þennan sérkennilega tölvuheim. Og þar er hann neyddur til að keppa í vídeóleikjum, sem einvaldurinn í tölvu- heimi þessum - Master Control Program - hefur gert að eins konar einvígjum á milli ólíkra tölvuprógramma. Flynn gerir bandalag við Tron (leikínn af Brace Boxleitner), sem er öflugastur allra í vídeóleikjaheiminum, og saman leggja þeir til atlögu gegn MCP í þeim tilgangi að fella prógram þetta frá völdum í tölvuheiminum. Söguþráðurinn er þannig í tiltölulega hefðbundnum stíl ævintýramynda. En sjálf gerð myndarinnar táknar hins vegar tímamót í þróun tæknibrellna kvik- myndanna. ■ Jeff Bridges sem Flynn, snillingur í vídeóieikjum, sem lendir í siGrum leik með öðrum hætti en hann ætlaðist til í Tron. - ESJ. ■ Steven Lisberger sést hér ásamt Jeff Bridges, aðalleikaranum í Tron.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.