Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 10
10 bergmál SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 ■ Bergmálslesendur kannast við það að Bergmál er stundum vettvangur kvartana og barlóms. Blaðamenn, þar á meðal ég, hafa á stundum fengið útrás fyrir skapvonsku sína, pirring, og vonbrigði, eða þegar betur hefur látið hafa þeir reynt að láta í ljós skoðun á einhverju málefni, og þegar best hefur látið, reynt að koma ákveðnum boðskap á framfæri. Það hefur hinsvegar ekki farið mikið fyrir húrrahrópunum í Bergmálinu, og skal nú gjörð bragarbót þar á, og hrópað eitt allsherjarhúrra fyrir stórhugja íslenskum tónlistarmönn- um sem ráðist hafa í það stórvirki - þrekvirki - að stofna nýja íslenska sinfóníuhljómsveit, sem má að vísu ekki kalla sinfóníuhljómsveit, heldur „ís- lensku hljómsveitina", en stofnun henn- ar var gerð heyrinkunniig á fundi með fréttamönnum sl. þriðjudag. Guðmundur Emilsson, hugmyndasmiðurinn á bak við hljómsveitina Hugmyndasmiðurinn á bak við stofn- un þessarar hljómsveitar, er Guðmund- ur Emilsson, en hann verður stjórnandi hljómsveitarinnar á þeim átta tónleikum sem hljómsveitin planar nú í vetur. Guðmundur hefur um nokkurra ára skeið verið við tónlistar- og hljómsveit- arstjórnarnám í Bandaríkjunum en er nú kominn heim og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í starfsvali sínu, nefnilega að stofna nýja hljómsveit, sem ■ Eflaust getur þessi mynd sem prýðir forsíðu kynningarbæklings íslensku hljómsveitarínnar talist táknræn - fuglinn er lítill, en hann er framsækinn og ætlar sér hátt flug - það sama má örugglega segja um Íslensku hljómsveitina. Bergmál að þessu sinni ddd reiði, ékki barlómur, ddd pirringur, heldur: Lofgjörð til Islensku hljómsveitarinnar skipuð verður vel menntuðu og áhuga- sömu ungu tónlistarfólki. Það fer ekki hjá því að maður fyllist aðdáun þegar svona stórvirki er ákveð- ið, að því er virðist, að vandlega athuguðu máli, og eftir mikla undirbún- ings- og skipulagsvinnu. Guðmundur er síður en svo einn um þessa framkvæmd, þótt hann sé hugmyndasmiðurinn á bak við framkvæmdina, því hann hefur með sér í undirbúningsstjórn íslensku hljóm- sveitarinnar þaulreynda skipuleggjend- ur og hámenntaða músíkanta, en auk Guðmundar eru í stjórninni Sigurður I. Snorrason, dr. Ingjaldur Hannibalsson, Þorkell Jóelsson, Hafsteinn Guðmunds- son, Ásgeir Sigurgestsson, Sesselja Halldórsdóttir og dr. Þorsteinn Hannes- son. Sækja ekki um ríkisstyrk Það sem ég á við, þegar ég segi að ég fyllist aðdáun, er sú aðdáun á þeim stórhug og djörfung sem býr að baki svona ákvörðun. Hljómsveitin hyggst ekki sækja um ríkisstyrk, sem vekur óneitanlega athygli, þegar hugsað er til þess að Sinfóníuhljómsveit íslands er rekin með bullandi tapi þrátt fyrir ríkisstyrkinn. Auðvitað ætla aðstand- endur þessarar hljómsveitar, íslensku hljómsveitarinnar, ekki að byrja mjög stórt, því það verður ekki um það að ræða, að neinn starfi í þessari hljómsveit í fullu.starfi, heldur einungis í hluta- starfi. Er ætlunin að halda eina tónleika í mánuði, og æfa sem svarar einum degi í viku, fyrir hverja tónleika, þannig að það verða 4 til 5 vinnudagar á bak við hverja tónleika, sem er fyllilega sam- bærilegt við það sem gerist hjá Sinfóníuhljómsveitinni, sem æfir jú yfirleitt fimm daga vikunnar, fyrir sína vikulegu tónleika. Fjármálaleg bjartsýni? Það vakriar þó óneitanlega sú spurn- ing hvort það geti verið raunhæf framkvæmd fjárhagslega séð, stofnun svona hljómsveitar, sem á að vera af stærðargráðunni 20 til 40 hljóðfæra- leikarar, allt eftir verkefnavali hverju sinni. Undirbúningsstjórnin virðist síður en svo svartsýn, og stefnir að því að tryggja sér 50% þess fjármagns sem hljómsveitin kemur til með að þarfnast með sölu á áskriftar- eða styrktarfé- lagamiðum, og hyggst hún selja 475 áskriftarskírteini, sem undirritaðri þykir fullmikið miðað við að Gamla bíó tekur aðeins 500 manns í sæti, þannig að ef öll áskriftarskírteinin seljast, þá verða ekki seldir nema 25 miðar í lausasölu á hverjum tónleikum. Með því að hafa alltaf sama áheyrendahópinn, eða svo til, getur verið viss hætta á stöðnun, sérstaklega þegar ekki er um fleiri áheyrendur að ræða en í þessu tilviki. Hvað um það - þetta er eflaust ein af þeim ráðstöfunum sem stjórnin grípur til, til þess að tryggja það að fjárhagsleg áföll, vegna þess að ekki sé uppselt á ákveðna tónleika verði ekki eitt af því sem hljómsveitin og aðstandendur hennar þurfa að óttast. 25% fjárins hyggst hljómsveitin síðan afla með sölu á flutningsrétti tónlistar sinnar og síðustu 25 prósentin eiga að koma frá sérstökum stuðningsmönnum og fyrir- tækjum. Hér skal ekki fullyrt hvort þetta er fjármálaleg bjartsýni eður ei, en hins vegar vona ég að svo sé ekki. Nóg um árnaðaróskirnar íslenska hljómsveitin hefur gefið út veglegan kynningarbækling, þar sem undirbúningsstjórnin, markmið hljóm- sveitarinnar og verkefnaval vetrarins er kynnt. í upphafi bæklingsins eru kveðjur frá nokkrum þjóðkunnum listamönn- um, þar sem hljómsveitinni er árnað heilla. Má þar nefna stutt ávarp frá forseta Bandalags íslenskra listamanna, Þorkeli Sigurbjörnssyni, en hann segir orðrétt: „íslenska hljómsveitin fæðist ung inn í gamlan heim, þar sem helstu tíðindi önnur eru kal í túnum, klakbrest- ur á miðum, og einhverjar vomur á mannskapnum. Þess vegna fylgja henni úr hlaði heils hugar óskir um þroska og langlífi." Sjálfsagt veitir íslensku hljómsveit- inni ekki af öllum árnaðaróskunum, en húnþarfeinnig fleira - hún þarf stuðning almennings, til þess að hún geti látið verða að raunveruleika það sem hún hyggst gera. Það er því ekki úr vegi að vitna lítillega í ávarp undirbúnings- stjórnarinnar, en það er einnig í áðurnefndum kynningarbæklingi: „Ástæða er til að benda á að undirbúningsstjórn íslensku hljómsveit- arinnar tók þegar í upphafi þá stefnu að láta reyna á skilning og áhuga almenn- ings beint, fremur en að leita til opinberra aðila um fjárstuðning. Við- brögð tónlistarunnenda í upphafi munu því skera úr um hvort áform þessi verða að veruleika." Nýstárleg prógrömm Ef marka má það sem undirbúnings- stjórnin sagði á fundinum, þegar hún kynnti áætlanir sínar, þá verður upp- röðun á prógrömmum hljómsveitar- innar mjög nýstárleg. Ætla ég því að renna lauslega í gegnum dagskrá þessara átta tónleika, og þá ætti að vera ljóst hvað ég á við með nýstárleg: Fyrstu tónleikar vetrarins verða 30. október, og þá verður þema kvöldsins „Austurríki - Höfuðból tónlistarinnar". Það liggur í þemanu sjálfu hvert viðfangsefni kvölds- ins verður - nefnilega verk sem tengjast Austurríki, og kannski verður einna sérstakast við þessa dagskrá flutningur á verki Páls Pampichler Pálssonar, sem þrátt fyrir langa veru sína á íslandi, er jú Austurríkismaður. Verk hans Di- vertimento frá árinu 1965 verður flutt á þessum tónleikum. Aðrir tónleikar hljómsveitarinnar verða 27. nóvember, og verður þema dagsins að þessu sinni: „Haydn sækir London heim“. í ár minnist tónlistar- heimurinn þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu Franz Josephs Haydns. Meðal efnis á þessum tónleikum eru Tilbrigði um stef eftir Haydn, en íslenska hljómsveitin gengst fyrir því að nokkur íslensk tónskáld semji tilbrigði við eitt þekktasta stef Haydns. 3. tónleikarnir eru undir yfirskriftinni „Hátíðarsöngv- ar“ og þeir 4. nefnast „Tónlistin - Þjónn listanna“. Það vekur athygli á 4. tónleikunum að ekki verður einungis flutt tónlist á þeim, heldur verður Sigurður Skúlason, leikari með fram- sögn við Melodrama-ballöður Schu- manns, Schuberts og Liszts, og kvik- mýndin Napoléon, með tónlist Arthurs Honeggers verður síðasti dagskrárliður kvöldsins, eða öllu heldur valdir kaflar úr henni, og mun íslenska hljómsveitin leika tónlist Honeggers við, en Hon- egger samdi tónlistina við myndina 1927. 5. tónleikamir eru helgaðir minningu þýska gyðingsins og leikhús- tónskáldsins Kurt Weill og er yfirskrift þeirra „Meistari Kurt Weill“. Þeirsjöttu bera yfirskriftina „Tónskáldin ungu“ og er vel við hæfi að sólóisti kvöldsins verði Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikarinn ungi, en Sigrún er aðeins 15 ára gömul. Sérstakir blásturstónleikar verða hinir sjöundu, og er þema þeirra „Blásið gegnum tíðina“ og hinir síðustu á þessum vetri bera ekki óvirðulegri yfirskrift en „Konur“. Verða þeir tónleikar helgaðir konum og tónverkin ýmist samin af konum, leikin af konum eða fjalla um konur. Málefnið stórmerkilegt Auðvitað er þessi upptalning engan veginn tæmandi eða nógu upplýslandi, en hins vegar ætti hún að gefa þeim sem einhvern áhuga kynnu að hafa á þessu málefni nógu grófar hugmyndir um prógramm vetrarins hjá íslensku hljóm- sveitinni, til þess að þeir sem á annað borð hafa áhuga fari sjálfir á stúfana og. afli sér frekari upplýsinga. Ég valdi að gera stofnun íslensku hljómsveitarinnar og verkefnaval henn- ar að umræðuefni mínu í þetta skiptið, vegna þess að mér finnst málefnið vera stórmerkilegt og þess verðugt að um það sé fjallað. Sú hugsun sem að baki býr - að gefa ungu og hæfileikaríku tónlistar- fólki tækifæri til þess að taka þátt í æfingum og tónleikahaldi, er einnig góðra gjalda verð - og sjálfsagt er það mjög nauðsynlegt að ungt fólk sem kýs að snúa aftur heim til íslands að loknu löngu tónlistarnámi erlendis, geti fengið eitthvað að gera við sitt hæfi, þó það sé ekki nema hlutastarf. Kertaljós í myrkrinu Sinfónían getur ekki tekið við öllu þessu fólki, og þó það verði sjálfsagt hlutskipti flestra þeirra tónlistarmanna sem snúa heim frá námi, að fara út í tónlistarkennslu, þá er starf í svona hljómsveit, þó það sé aðeins hlutastarf, sjálfsagt eins og kertaljós í myrkrinu fyrir listamennina. Það er því ekki óeðlilegt að enda þessa lofgjörð til íslensku hljómsveitarinnar á lítilli sögu sem Guðmundur Emilsson, stjórnandi hljómsveitarinnar sagði fréttamönnum á kynningarfundinum sl. þriðjudag: „Við fengum hina fjölmörgu umsækj- endur til þess að prufuspila fyrir okkur nú í septemberbyrjun, og til marks um áhuga þann og vilja sem tónlistarmenn- irnir sýndu þá skal ég segja ykkur af einum mjög færum hljóðfæraleikara sem býr úti á landi og sótti um. Hann prufuspilaði fyrir okkur, og gerði það auðvitað afbragðsvel. Svo sagði hann við okkur: Gerið þið það, að ráða mig. Ég skal sjálfur borga ferðimar fram og til baka á æfingamar einu sinni í viku, og á tónleikana. Bara ef ég fæ að spila með ykkur.“ Auðvitað réðum við þennan mann, og það þarf kannski ekki að geta þess að kaupið sem hann fær hjá okkur nægir ekki til þess að greiða ferðir hans!“ Agnes Bragadóttir, blaðamaður, skrifar -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.