Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER1982 ■ Magnús Guðmundsson söngvari Þeys. „Sálvaxtarhátíð” Þeysara til andlegrar upplyftingar landsmanna ■ Hvað er það sem er í regnfrakka innanhúss, rekur upp gól og hoppar upp og niður? Lesendum skal látið eftir að svara „spurningu dagsins" hér að ofan, en það sem fer hér á eftir er helgað hljómleikum Þeys á „sálvaxtarhátíðinni" í Félags- stofnun stúdenta sl. miðvikudag. Samkvæmt þeim ummælum og blaðadómum sem mér hafa borist á erlenda grund sl. tvö ár í fjarveru minni frá ættjörðinni, hafa Þeysarar verið Þeyr: Tvöföld skilaboð ■ Vegna frásagnar í blöðum s.l. helgi (þar á meðal Nútímanum) um nasistasvipinn á hljómsveitinni ÞEY hélt hljómsveitin blaðamanna- fund til að skýra málið. Á þeim fundi kom fram að þeir félagar í ÞEY: telja sig síður en svo vera merkisbera nasismans á einn eða annan hátt heldur þvert á móti var framkoma þeirra hugsuð sem ádeila á allt það sem þessi stefna og fasisminn standa fyrir og þykir Þeysurum miður ef það hefur misskil- ist hjá fólki. Textar þeirra laga sem Þeyr flutti í nasistamúnderingunni í l.augar- dalshöllinni á RISAROKKINU eru hörð ádeila á þessar stefnur eins og til dæmis Iagið Rúdolf og vildu Þeysarar meina að hér væru á ferðinni tvöföld skilaboð, annarsveg- ar væri áherslan lög á að „sjokkera“ fólkið með útlitinu fá það til að sýna viðbrögð og hinsvegar væri hart deilt á þctta „útlit“ í textum þeirra félaga. Nýja platan þeirra Þeysara heitir The Fourth Reich og sögðu þeir að hér væri ekki á ferðinni tilvísun til nasismans heldur væri átt við sáikönnuðinn Wilhelm Reich sem Þeysarar hafa mikið pælt í að undanförnu en hann átti um margt merkilega ævi, var rekinn úr Þýskalandi nasismans, flutti til Bandaríkjanna og lenti þar í McCarthy nornaveiðunum á sjötta áratugnum og hefur oft setið í fangelsi fyrir skoðanir sínar. _ FRI Hljómplatan „Kvölda tekur” komin út: ■ Út er komin fyrsta hljómplata Nýja Kompanísins og nefnist hún „Kvölda tekur“. Nýja Kompaníið hefur starfað í rúm tvö ár og markað sér ákveðna sérstöðu með því að leika frumsamið efni og sérstaklega útsett í ríkara mæli en tíðkast hefur í íslenskum jazzi. Útgáfa plötunnar markar þau tímamót í íslenskri jazzsögu að hún er fyrsta hljómplatan með frumsömdu og útsettu efni sem starfandi jazzhljómsveit sendir frá sér. lofaðir og prísaðir upp í hástert og það svo að ég man vart annað eins síðan Bubbi Morthens sló í gegn. Ummæli þessi hafa verið mjög á einn veg, Þeyr er besta hljómsveit í heimi og ekki sakar að árur þeirra munu vera mjög jákvæðar. Nú er ég þeirrar skoðunar eftir heimkomuna, eftir að hafa séð Þey í tvígang og í þriðja skiptið í óklipptu eintaki af „Rokk í Reykjavík" - skyldi Hulda vera dáin?, að Þeyr sé ekki besta hljómsvcit í heimi. Mín skoðun er aftur á móti sú að hljómsveitin sé skrambi góð og vafalítið eins sú allra besta sem skotið hefur upp kollinum á íslensku rokksviði allt frá því í árdaga. Vafalaust hafa þar hinir „jákvæðu straumar" sitt að segja, en höfuðstyrkur Þeys er samt sem áður sá að hljómsveitin er öðruvísi. Þeysarar hafa skapað sér „irnage" og hvar sem þeir fara er mikið um að vera og það er beðið með eftirvæntingu eftir leik þeirra. Áður hefur verið minnst á það hér að Þeyr séu á villigötum hvað sviðsframkomu varðar, en vel kann a vera að það sé vitleysa og stafi af „neikvæðum „og þröngum sjóndeildar- hring undirritaðs...Dæmi hver fyrir sig. Þeyr voru annars ágætir umrædd miðvikudagskvöld. Lög eins og „Rúdolf“ með tilheyrandi kertaljósum og armréttum, og „Killer Boogie“ voru flutt hnökralítil og lokalagið „Life Transmission“ skapaði skemmtilega stemmingu í lokin. Afturganga Þorsteins Magnússonar á vafalítið sinn þátt í léttum leik þetta kvöld, en eitthvað var söngkerfið lasið og holgóma, því lítil orðaskil heyrðust, en það var kannski ekki meiningin. Þá komu „beinagrind- astúlkurnar", eða e.t.v. væri betur við hæfi að nefna þær „beinakerlingarnar", skemmtilega á óvart, en fjarstöddum til upplýsingar má geta að þær dilluðu sér ■ -Ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta er persónuleg plata og það liggur ákveðin hugmynd á bak við öll lögin, en samt er yfir henni ákveðinn léttleiki sem ég er hrifinn af, sagði Þorgeir Ástvaldsson í samtali við Nútímann er hann var spurður um útkomu fyrstu sólóplötu hans, „Á puttanum", sem út kemur í lok þessarar viku. Þorgeir sagði að honum hefði boðist þetta tækifæri að gera plötuna í vor og hefði hann fengið Gunnar Þórðarson til að sjá um útsetningar með sér auk þess sem Gunnar stjórnaði upptökum. 11 lög eru á plötunni og öll eftir Þorgeir sjálfan. Þorgeir sagði lögin mjög ólík að gerð, en sagðist jafnframt vona að ■ Þorgeir Ástvaldsson verðnr „Á puttanum“ á nxstunni ásamt vaimkunnu heiðursfóiki s.s Helgu Möiler sem hér tekur lagið, væntanlega yfir „glasalyftingum“ Þorgeirs. ÞORGEIR „PUTTALINGUR” ÁSTVALDSSON MEÐ PLÖTU ákveðin heildarmynd væri yfir plötunni. Þorgeiri til aðstoðar á þessari nýju plötu eru margir snjallir hljóðfæra - leikarar,auk þess sem söngkonurnar Helga Möller, Diddú, Shady Owens og Ellen Kristjánsdóttir leggja honum lið. - Allt ákaflega ólíkar söngkonur, en allar frábærar, sagði Þorgeir að lokum. - ESE Rökkurmnsikk frá Nýja kompaníinu Platan var tekin upp í marsmánuði s.l. í Hljóðrita og upptökumaður var Baldur Már Arngrímsson. Á plötunni eru átta lög öll eftir meðlimi kompanísins. Á „kvölda tekur" eru m.a. tvö íslensk þjóðlög í jözzuðum útsetningum Jóhanns G. Jóhannssonar píanóleikara Nýja kompanísins. Lögin eru „Kvölda tekur“ og „Grátandi kem ég nú Guð minn til þín“, en Jóhann á auk þess tvö frumsamin lög á plötunni, „Frýgískt frumlag" og „Dögun“. Sveinbjörn I. Baldvinsson, gítarleikari á tvö frum- samin lög á plötunni, „Blúsinn hans Jóns míns“ og „Nóg fyrir þetta kaup“. Tómas R. Einarsson, bassaleikari, og Sigurður Flosason, saxafónleikari eiga síðan hvor sitt, „Stolin stef“ og „G.O.“. Fimmti meðlimurinn í Nýja kompaníinu er síðan Sigurður Valgeirsson trommuleik- ari. Meðlimir Nýja Kompanísins eru allir ágætlega menntaðir í músikk og hafa þeir allir að trommuleikaranum undan- skildum lagt stund á tónlistarnám. Jóhann G. Jóhannsson, hefur stundað ' klassískt tónlistarnám á íslandi, í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Sigurður Flosason, lýkur næsta vor námi í saxófónleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og er nýkominn heim af sumarnámskeiði í bandarískum tónlist- arskóla. Sveinbjörn I. Baldvinsson, hefur numið gítarleik um fimm ára skeið, en Sveinbjörn er m.a. kunnur fyrir ljóð sín, plötuna „Stjörnur í skónum" og þátt sinn á plötu Diabolus in Musica. Tómas Einarsson hefur stundað kontrabassanám í nokkur ár, en hann lék einnig á plötu Diabolus, „Lífið í litum“. Undanfarin 2 ár hefur Nýja Kompaníið leikið á ýmsum stöðum í Reykjavík og nágrenni, sem og á Laugarvatni og á Akureyri. Hljómsveit- in hefur m.a. leikið í menntaskólunum, Djúpinu og Stúdentakjallaranum, haldið tónleika í Norræna húsinu og á Hótel Borg og komið tvisvar fram í sjónvarpi. - ESE í takt við tónlistina í einu lagi í svörtum búningum með ámáluðum beinastrik- um. Skrambi gott, en verst er hvað ég var langt undan. „Sálvaxtarhátíð" Þeysara bauð upp á önnur atriði sem ekki verða nefnd hér, en ég vil ljúka máli mínu með að draga í efa að sjálfsvitund og andlegur vöxtur landsmanna hafi eflst til mikill muna þó að stiginn hafi verið „regndans“ í einu af húsakynnum Melaklepps. Sálarflækj- ur hafa vafalaust heldur ekki magnast og þá er allt í þessu fína. - ESE Tveir þungir molar ■ Hin nýja hljómplata kanadísku þungarokkssveitarinnar Rush er nú komin út. Nefnist platan Signals og var hún gerð lýðnum ljós á miklu laser- og ljósasjóvi á þeim skringilega stað, London Planetar- ium Laserium. Frikki hefur farið á svona stað og segir að græjunum sé „plöggað" í sambandi við laser- og ljósaapparöt á veggjum og í lofti og er platan sé spiluð þá ærist apparötin í takt við tónlistina. Það hlýtur að vera sálvöxtur í lagi. ■ Michael Schenker. ■ Graham Bonnet, nýbakaður söngvari Michael Schenker Group (MSG) er hættur í hljómsveitinni eftir heiftarlegt rifrildi við MS sjálfan. Sagði Bonnet að gamli maðurinn gæti farið í rass og rófu fyrir sér og flaug síðan til Ameríku (ekki þó á eyrunum). Þetta gerðist rétt áður en MSG átti að koma fram á Reading hljómleikahátíðinni og varð Gary Bardens fyrrverandi söngfugl MSG að hlaupa í skarðið og æfa hin ómþýðu lög sveitarinnar með aðeins tveggja tíma fyrirvara. Þóttu viðstöddum raddbönd hans aldrei hafa áður betri verið og talað um glæsilegt „come back“ eins og það heitir á fótboltamáli. Þriðja hljómplata MSG sem átti að koma út 15. október nk. kann að draga dóm af fyrrgreindum atburð- um og m.a. kemur til greina að Barden kveði Bonnet í kútinn og syngi yfir hann á plötunni í orðsins fyllstu merkingu. Gæti þetta seinkað plötunni nokkuð, enda Bonnet hávær með afbrigðum. - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.