Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 ( Gyðingurinn Bruno Kreisky, kanslari Austurríkis, þungorður í garð Israelsríkis: Siðferðilegur grundvöllur ísraels er brostínn Hernaðarstefna Begins er raunverulegur fasismi ■ Bruno Kreisky, sem verið hefur kanslari Austurríkis í tólf ár, er ein- hver vitrasti þjóðarleiðtogi Vestur- landa; maður sem heimurinn hlustar og tekur mark á þegar hann kveður sér hljóðs á vettvangi þjóðanna. Stóryrði Kreiskys í garð stjómar Menachem Begin í ísrael nú að undan- fömu og samúð með Palestínumönn- um, sem m.a. birtist í viðræðufundi hans með Arafat, leiðtoga PLO, hefur vakið mikla athygli. Ekki síst fyrir þá sök að sjálfur er Kreisky gyðingur og fjölskyldu hans var útrýmt af böðlum Hitlers í Síðari heimsstyrjöldinni. Hér er birt brot út athyglisverðu viðtali við Kreisky sem Terry Colemen tók og birtist nýverið í stórblaðinu The Guardian. Þess skal getið að viðtaiið var tekið áður en fréttist af hinum villimannlegu fjölamorðum í búðum Palestínumanna í Líbanon. Taliðberstaðfundihansog Arafats. „Já“, segir Kreisky „ég get leyft mér að hitta hann. Ég er orðinn aldraður. Ég er gyðingur og andstæðingur zion- isma. Ég trúi ekki á þessa þjóðemis- stefnu. Eg get hitt Arafat að máli þótt Ted Heath eða Mitterand geti það ekki. Þeir yrðu strax sakaðir um gyð- ingahatur. Gyðingar sjá gyðingahatara í hverju homi. En enginn getur sakað mig um neitt slíkt. Nánustu ættingjar mínir féllu fyrirböðlum Hitlers. Þeim varútrýmt. Ég er ekki trúaður maður, en hef þó aldrei fallið frá trúnni. Ég er það sem kallað er ei-viti í trúarlegum efnum. Ég fellst á tilveru fsraels sem lausn á stjómmálavanda, sem afleiðingu verka Hitler. En í hreinskilni sagt: Án Hitlers og Mussólfnis og gyðingahaturs þeirra væri ísrael nú lftilsmegandi samfélag. Það væri ekki ríki. Það var sektar- kennd í garð gyðinga sem skóp f sraels- ríki, og þetta hef ég sagt vinum mínum í ísrael." En er þessi sektarkennd eins sterk og fyrr? „Nei“, svarar Kreisky, „það er það sem ég er að segja þeim. Þið hafíð eyðilagt þann siðferðilega gmndvöll sem tilvera Israelsríkis hvíldi á með hemaðarstefnu ykkur.“ Hver er afstaða kanslarans til at- burða síðustu vikna í Líbanon? „Þeir em skelfilegir. fsraelsrfki hefurendan- ■ Menachem Begin forsætisráð- herra ísraels. „Hvernig getur shkurmaðurkom- ist til valda?“ spyr Kreisky. ■ BrunoKreisky kanslari Austur- 'ríkis: ísraelsmenn vilja ekki setjasat á friðarstól og semja við Palestín- umenn. Þetta er fasistísk afstaða. iega verið svipt því siðferðilega áliti sem það hafði. Hvers vegna? Já, hvernig getur ríki sem margir af bestu sonum og dætmm Evrópu og heimsins byggðu upp tapað siðferðilegu áliti sínu?“ Er það vegna Menachem Begin? „Já, það er vegna Begin. Hvemig getur slíkur maður komist til valda? Ég skal segja þér hvers vegna. ísraels- ríki nútímans er ekki sama ríkið og það var fyrir 30 ámm. Það var upphaf- lega stofnað af flóttafólki frá Rúss- landi, Póilandi, Þýskalandi, ítah'u, Suður-Afríku, Bretlandi. Síðangerð- ist það að óvináttan milli ísraels og Arabaríkja hrakti gyðinga í Arabal- öndum til ísraels. Nú erþað meirihluti Marokkó-gyðinga, gyðinga frá Arabe- heiminum. Þeir em hinn nýi meiri- hluti. Þetta fólk hafði aldrei kynnst lýð- ræði. Það er fullt samúðar með þeirri hálf-fasistfsku stjómarstefnu sem Beg- in og Sharon vamamálaráðherra reka. Ég er svartsýnismaður. Þú breytir ekki eðli fólks. Það hugsar um stríð, og mun ætíð kjósa til forystu menn sem em hemaðarsinnar.“ En ef í sraelsríki heldur áfram hem- aðarstefnu sinni, hlýtur þá ekki til þess að draga að það muni biða ósigur vegna yfirburðafjölda araba? „Jú, á endanum mun það bfða ósig- ur. Áþvíerenginn vafi. Það ersann- færingmín. Þegarmennemkomnirút í hengilínuna verður ekki aftur snúið. Þeir fóm með stríði á hendur Líbanon. Þeir geta hrakið forystumenn Palestín- uaraba burt. En einhvers staðar mun forystusveitin verða endurskipulögð. Og þá verður ísrael að hefja stríð á ný, og svo aftur og aftur.“ Kanslarinn veik á ný að Begin, for- sxtisráðherra ísraels. „Hálf-fasisti er sá maður sem trúir á leiðir sem em ólýðræðislegar, sem trúir á styrj aldir og á kynþáttaaðskiln- að. Palestínumenn í ísrael em aðskil- inn kynþáttur. Þeir hafa nánast engin réttindi, hvorki efnahagslegné stjóm- málaleg og yfir þeim drottnar fsraels- her. Nú em ísraelsmenn í stríði. Það er það eina sem þeir geta gert. Þeir vilja ekki setjast á fríðarstól og semja við Palestínumenn. Þetta er fasistísk afstaða, ég hika ekki við að kalla hana því nafni. Þetta er raunverolegur fas- ismi; fasismi er ekki aðeins Hitler gegn gyðingum; fasismi er ofbeldisverkn- aður.“ í loftíð á ný? ■ Svo virðist sem Sir Freddie Laker kunni innan skamms að snúa á nýjan leik til sinna fyrri starfa:' leigu - og ferðaflugs yfir Atlantsála. Sem kunn- ugt er beið rekstur hans á þvf sviði skipbrot f fyrravetur og fyrirtæki hans varð gjaldþrota. Hann hefur síðan setið með skuldasúpu upp á 270 mill- jónir enskra punda eða nærri 7 mill- jarða íslenskra króna. Nú kann að vera birta til því við- ræður Sir Freddie við forsvarsmann Pan American flugfélagsins um sam- starf við að koma hinu nýja fyrirtæki á legg hafa, að sögn kunnugra, gengið vel. Pan Am á raunar sjálft við miklar fjárhagsáhyggjur að stíða og grfðar- lega samkeppni. Vandinn hefur leitt til samdráttar, og í sfðustu viku var til- kynnt um uppsagnir 5000 starfsmanna. En þrátt fyrir erfiðleikana telja men að Pan Am eigi möguleika að styrkja stöðu sína og samvinna við Laker er í því sambandi helsti kosturinn. í Bandaríkjunum er Laker álitinn hetja. Men líta svo á að það hefi verið honum og fyrirtæki hans að þakka að Banda- ríkjamenn gátu ferðast til Evrópu fyrir nokkur hundmð dali. „Gjaldþrot má líkja við syndajátn- ingu“ sagði einn af forsvarsmönnum Pan Am. „Þegarhún hefur veriðgerð, er hægt að hefjast handa á nýjan leik.“ Pan Am trúir semsé að Sir Freddir Lakergetienngertþaðgott. Þaðætti ekki að verða erfitt að útvega flugieyfi - ef fjármagn verður fyrir hendi og líklegt tekst að skrapa því saman. Með öðmm orðum: Ef marka má bjaitsýnisorð frá Pan Am þá er þess að vænta að sá mikli kraftaverkamaður f viðskiptum Sir Freddie Laker verði kominn í loftið áður en á löngu Ifður. I Sir Freddie Laker. Stofhar hann flugfélag á ný? Franski menningarmálaráðherrann stóryrtur: „Bandarísk lágmenning hertekur hugi fólks" En hvað hefur Evrópumenning að hjóða í staðinn? ■ Um þessa helgi koma mennta- og menningarmálaráðherrar Efnahagsbandalagsríkjanna saman til fundar í Napólí og Caprí. Fundurinn er haidinn að ósk Jack Lang menningarmálaráðherra Frakklands sem þar mun kynna hugmyndir sínar um baráttu gegn því sem hann kallar „andlega og efnahagslega heimsvaldastefnu Bandaríkjanna á sviði menningar og lista í Evrópu", og hefur þó einkum í huga umsvif Bandaríkjamanna í kvikmyndum, sjónvarpi og myndböndum. Bandarískar kvikmyndir og sjónvarpsefni ráða um 60-90 prósent af markaðnum í Evrópu, Japan og víða í þriðja heiminum. Lang vill stemma stigu við þessari yfirdrottnun með sameiginlegu átaki og samstarfi Evrópuríkja. Einkum treystir hann á bandalag við Þjóðverja í því efni. Ekkert bendir þó til að sú leið verði greiðfær: Franskt sjónvarp sýnir að meðaltali 170 bandarískar myndir, 31 franska, 64 þýskar og 73 frá öðrum Evrópulöndum. Bandaríkjamenn eyða á hinn bóginn 97 prósent af sinni dagskrá í eigin framleiðslu. f mótmælaskyni við þessi hlutföll neitaði Lang að sækja bandarfkska kvikmydahátíðina í Deauville fyrr á árinu. Að líkindum munu evrópsku menningarmálaráðherramir á fundinum um helgina biðja Lang að gera nánari grein fyrir stóryrðum sínum á ráðstefnu UNESCO um menningarmál 27. júlí s.l. Þar lýsti hann strfði á hendur bandarískri „lágmenningu“ sem „hertekur ekki lönd, heldur hugi fólks.“ Þau ummæli hlutu góðar undirtektir fulltrúa þriðja heimsins. En ekki hafa allir brugðist svo vel við. Helsta vinstriblað Frakka Le Nouvel Observateur birti álit 22 franskra og erlendra rithöfunda og menntamanna á ræðunni; aðeins tíu tóku undir orð Lang. Og ekki hefur hann heldur fengið mikið hrós fyrir ferð sína til Kúbu um sama leyti og ráðstefnan í Mexíkó var haldin. Þar hrósaði hann menningarmálastefnu Kastrós, og virtist ekki hafa áhyggjur af því að skáldið Armandi Valladares situr enn inni eftir 21 ár, fyrir það eitt að hafa sjálfstæðar skoðanir á menningarmálum og stjómmálum. Breska vikuritið Economist, sem um þetta mál fjallar, telur að Lang hafi þó gert rétt í því að vekja athygli á yfirburðum Bandaríkjamanna í kvikmyndaheiminum í Evrópu. Hann hafi á hinn bóginn ekki áttað sig á hvert hið raunverulega vandamál er: skortur Evrópu á menningarefni sem geti keppt við hið bandaríska. Lang á í erfiðleikum með að samræma menningarmálastefnu franskra sósíalista við vemleika alþýðlegs smekks. Eins og leikarinn Yves Montand, kunnur vinstrimaður og sigursæll listamaður, sagði: „Það er enginn sem þvingar Frakka til að horfa á Dallas. Við skulum berjast við Bandaríkjamenn með góðum skáldverkum og vel gerðum kvikmyndum. Berjumst við þá á vettvangi mennta og lista, án lýðskmms - ef við getum." Montand hefur á réttu að standa. Þetta er hið raunvemlega verkefiii Evrópubúa f menningarbaráttunni við Bandaríkin. (Eftir The Economist). ■ Franslri tnennmgarmálanðherr- ann: Lang.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.