Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 31
SUNNTJDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 31 ■ Concorde-þotan hefur reynst með afbrigðum óhagkvæm en Frakkar halda áfram smíði hennar af þjóðernisástæðum. meðlimur arabiskrar sendinefndar) var sérstaklega boðinn til Elysée-hallar til Mitterand og tvívegis hefur Arafat átt viðræður við aðalritara franska utanrík- isráðuneytisins í Beirút. Þá hefur Cheysson utanríkisráðherra látið ljós- mynda sig ásamt Arafat. Þegar hann var staddur á Havana lét Lang menningarmálaráðherra í ljós samúð með „kúbönsku tilrauninni“ og í Mexico sneiddi hann að menningarleg- um yfirtroðslum Bandaríkjamanna og hvatti til andstöðu gegn þeim, bæði í listum og vísindum. Þótt herskipafloti Frakka (að atóm- kafbátum frátöldum) sé ekki stærri en 189 þúsund tonn og hafi því ekki meira burðarmagn en olíuflutningaskip, þá hindrar það ekki að Frakkar líta á sig sem mikið sjóveldi. Það hafa þeir samt ekki verið frá því fyrir orrustuna við Trafalgar 1805. Staurblint vamarkerfi Frakkar eiga þrjá atómkafbáta, sem stöðugt eru á ferðinni á Norður-Atlants- hafi og 18 meðaldrægar eldflaugar með kjarnaoddum og þetta hrekkur til þess að telja íbúunum trú um að Frakkar séu óháðir Bandaríkjunum í varnarmálum og að Sovétmenn muni hræðast þá nægilega til þess að þeir hugsi ekki til árásar. Gott dæmi um sífellda sjálfsblekkingu Frakka er það hlutverk sem þeir gegna í varnarkerfi Vesturlanda. Þótt Frakkar séu nú aðeins stjórnmálalega, en ekki hernaðarlega tengdir vesturveldunum, verður landið samt að reiða sig á bandamennina í varnarmálum. Opin- berlega er þó þvertekið fyrir að nokkurt samband sé við lýði. Frakkar vísa þeirri staðreynd á bug að án njósnagervihnatta og fjarskiptakerfis Nato, væri franska vamarkerfið „staurblint,“ eins og viður- kennt er í þingskýrslu nokkurri. Frakkar lýstu yfir megnri vandlætingu vegna þess skeytingarleysis sem t.d. V-Þjóðverjar sýndu er herlögin voru sett á í Póllandi. Þeir létu líka sjálfir ekkert tækifæri ónotað til þess að mótmæla hástöfum og lýsa yfir hluttekningu sinni. „Ég mun ekki sökkva minningunni um itburðina í Afghanistan og Póllandi í orðafroðu,“ sagði Mitterand og lýsti ábyrgð á hendur Sovétríkjunum. Ekki liðu þó nema sex vikur frá því herlögin voru sett, þar til Frakkar gerðu mikinn samning við Sovétríkin um kaup á jarðgasi. „Það væri heimska að berja höfðinu við steininn vegna þess sem liðið er og bæta frönsku skakkafalli við það pólska, - það er að segja skorti á jarðgasi,“ sagði Maurauy, forsætisráð- herra. Ef trúa má orðum Mitterand þá er það ekki nema eitt sem á skortir til þess að mikilleikur Frakka sé fullkominn: „Ég vildi óska þess að traust og samstaða þjóðarinnar væri slíkt, og þá einkum þeirra sem stunda undirstöðuatvinnu- greinar og framleiðslu, að hún lyfti Frakklandi til fyrri stöðu og mikilleiks í heiminum.“ Ósýnilegir kraftar Og forsetinn lætur sér ekki til hugar koma að þetta eigi ekki eftir aö verða, - ósýnilegir kraftar sjá til þess: „Hvarvetna, alls staðar eru stórar fylkingar sona byltingarinnar, sem óþreytandi eru að berjast fyrir mikilleik Frakklands." París hyggst eyða 140 ■ Hersýningin á Place de la Concorde þann 14. júli sl. að líta á hið talaða orð sem jafngilt framkvæmdinni. Ekki finnst annað land þar sem meira er um yfirborðslega áætlanagerð og þar sem pólitíkusarnir týna sjálfum sér gjörsamlega í orðalepp- unum. Á endanum vill svo fara að það verði aukaatriði hvort hinar skynsam- legu ráðagerðir verði nokkru sinni að veruleika. Orð og athafnir Þetta atriði, hve illa gengur að samræma orðin og athafnirnar, oft vegna sundurþykkju, líta menn á í París sem sönnun þess hve andlegt fjör Frakka sé mikið. Komi fyrir að efi læðist að einhverjum um sanngildi þessarar sjálfs- myndar Frakkanna, þá er slíkt óðara bætt upp með þeirri vissu að jafnvel þó það sem franskt er standi skör lægra, þá sé það þó snjallara og betra. Ekki verður því neitað að í Frakk- landi eru nú tvær milljónir atvinnuleys- ingja og fyrirsögn „Le Figaro" fyrir nokkru var ekki uppörvandi: „Frakk- land er gjaldþrota". Á þessu ári hefur frankinn þegar verið felldur tvisvar og þriðja gengisfellingin sýnist óhjákvæmi- leg. En hvað er þetta á við sannan mikilleika? í ljósi þessa má skilja ýmis digurmæli franskra stjórnmálamanna. „Okkurfell- ur engan veginn að láta meðhöndla okkur eins og vinnuhjú af Ameríkön- um,“ sagði efnahagsmálarðherra jafnað- armanna, Jacques Delors, fyrir nokkru. í þeim árekstrum sem átt hafa sér stað á milli Evrópumanna og Bandaríkja- manna að undanförnu vegna efnahags- stefnu var Claude Cheysson, utanríkis- ráðherra, ómyrkur í máli og sagði að nú mundu leiðir Frakka og Bandaríkja- manna skilja: „Við tölum ekki lengur um sömu hluti,“ sagði hann. Gegn mótmælum stjórnvalda í Washington sendu Frakkar vinstri mönnum í Nigaragua vopn sem þeir höfðu beðið um. Þetta voru að vísu aðeins nokkur tonn, en það nægði til þess að sýna fram á sjálfstæði Frakka. Sem þriðja stórveldið, næst hinum tveimur „geysistóru", telja Frakkar sér skylt að láta að sér kveða í þriðja heiminum sem framfarasinnað afl. Fulltrúi einn frá PLO, (sem var mátti skilja það sem þegjandi mótmæli, þegar franski menningarmálaráðherr- ann Jack Lang lét hvergi sjá sig við bandarísku kvikmyndavikuna sem hald- in var í Deauville. Með því vildi hann leggja áherslu á þá skoðun sína að franskar stjörnur ættu að sitja í fyrirrúmi fyrir þeim bandarísku. Hofróður fransks menningarlífs halda því fram að á menningarsviðinu geti ekkert sem er á heimsmælikvarða komið fram í Bandaríkjunum. Að áliti Fried- rich Engels hafði Frakkland líka verið nafli menningarinnar öldum saman og „París sú borg þar sem allir þræðir evrópskrar sögu tengdust og hvaðan þeir straumar bárust með vissu millibili sem skóku heim allan.“ Rousseau og Montesquieu, Voltaire og Proust, Baudelaire og Sartre eru Frökkum óbifanleg sönnun þess að þeir og engir aðrir séu höfundamir að frelsishugsjónum mannsins. Kyndilberar byltingarinnar Þessi sjálfsskilningur mótar flesta menntamenn í Frakklandi og þar á meðal þá sem em vinstri sinnaðir og líta á sig sem réttboma kyndilbera hugsjóna frönsku byltingarinnar og fædda and- stæðinga alls afturhalds og fasistaafla. Ekki er þó hörgull á brotalömunum í þessum málflutningi og veruleikinn er ekki alveg líkur loftsýnunum. Frakkar hafa hátt um rétt undirokaðra þjóða til sjálfstæðis, en samt flytur ekkert land annað miðað við höfðatölu út meira af vígvélum til harðstjóra arr.c— landa, hvort sem þeir em vinstri e^u ,.ægri sinnaðir. Franskir menntamenn senda frá sér brennandi mótmælaályktanir vegna illr- ar meðferðar fanga í öðrum löndum. Hins vegar líta þeir fram hjá ömurlegu ástandi í eigin fangelsum, sem sannar- lega em ekki til fyrirmyndar hjá Mitterand fremur en fyrirrennurum hans. Krafan um sérstöðu á menningarsvið- inu, glamrið um andlega yfirburði og pólitískan og hemaðarlegan styrk, - ekkert af þessu er í neinu skynsamlegu hlutfalli við raunvemleikann. Hins vegar á þetta að miða að ákveðnu markmiði sem er það að efla trú Frakka á eigin milkilleik, en þessi trú hefur átt erfitt uppdráttar vegna hrakfara þeirra á vígvöllunum, illrar útreiðar í nýlendu- málum og innbyrðis sundurþykkju. Frökkum verður þessi leikur auð- veldari vegna þess sérfranska hæfileika Forsetinn á flotasýningunni í Toulon. milljörðum franka á næstu fimm ámm , til styrktar rafeindaiðnaðinum. Það er í samræmi við það álit Mitterands áð „hinn raunvemlegi auður" Frakka sé vísindin. „Á því sviði verðum við að skara fram úr,“ segir hann, líkt og það megi gerast með stjórnarákvörðun. Þegar raunvemleikinn er eitthvað óþægilegur er þegar gripið til sjálfs- blekkingarinnar. Þannig er Concorde þotan, hraðfleygasta farþegaflugvél heims, alfrönsk í augum almennings, þótt hún hafi verið smíðuð í samvinnu við Englendinga. Samgönguráðherr- ann, sem er úr flokki kommúnista, hefur nú veitt feikna fjárhæðir til þess að halda þessu óhagkvæma fyrirtæki áfram við lýði sem gleypti í sig 150 milljónirfranka í beinum styrkjum 1981. ' Franska hraðlestin „TGV“ (train á grande vitesse) á að verða hin hrað- skreiðasta í heimi. Hvorki japanskar, þýskar né breskar hraðlestir munu geta fylgt henni eftir. Hvaða vestur-Evrópu- búi varð fyrstur upp í himingeiminn? Vitanlega Frakki, - þótt hann væri aðeins gestur í rússnesku geimfari. Vitanlega skelfast Frakkar síst efna- hagslega yfirburði Þjóðverja og Japana. Varla líður svo dagur að ekki séu birtt samanburðarskýrslur um efnahagsafre.. þessara þjóða, og þótt niðurstöðurnar þar séu aðeins hver önnur statistik, em þær nógu sárar fyrir Frakka samt. Frakkar álíta að hvorki Japanir né Þjóðverjar kunni að neyta efnahags- legra aflsmuna sinna í stjórnmálalegum tilgangi. Japanir og Þjóðverjar kunna ekki að hrífast af fegurð árangurs síns en einblína stöðugt á að ná jafnvægi á milli tilkostnaðar og afraksturs. Þetta þykir í meira lagi óljóðrænn hugsunar- háttur í París. Mitterand sýndi þetta í verki snemma í sumar þegar þjóðarleiðtogar hittust í Versölum til þess að ræða efnahagsmál. Fundurinn kostaði Frakka 80 milljónir franka vegna undirbúnings og endumýj- unarvinnu á húsakynnum og að með- reiknuðum flugeldunum. Viku síðar var frankinn felldur. Hinn margumræddi valkostur sem Frakkar þykjast geta teflt fram gegn kapitalisma og kommúnisma er því að líkindum aðeins glansbóla, sem einn góðan veðurdag hlýtur að eyðast og hverfa eins og Concordeþotan. Halli í utanríkisviðskiptum og verðbólga, minnkandi rauntekjur og þar með minni frítími, allt veldur þetta því að Frakkar eru farnir að verða á báðum áttum og óánægjuraddir eru teknar að heyrast. Þegar Mitterand brunaði eftir Champs- Elysées þann 14. júlí var pípt á hann. „Fáránlegt uppátæki," sagði Jean Prop- eren, einn leiðtogi jafnaðarmanna. „Við yndi og gleði sem Guð í Frans.“ Frakkar em fúsir til að hlusta á hólsyrði Mitterands um eigin mikilleik, líkt og þeir áður hlýddu á heitstrenging- ar de Gaulle og annarra um sama efni. En til þessa hafa þeir þó krafist þess að eitthvað af dýrðinni fengi að drjúpa niður til þeirra sem mæðast í hinum daglegu önnum svo þeir geti lifað „við yndi og gleði, sem Guð í Frans,“ eins og Heinrich Heine orðaði það í „Reisebilder.“ Því þótt heimspekingar haldi áfram að lesa örlög mannkynsins í stjörnunum, þá má minnast þess sem Friedrich Sieburg sagði um byltingarárin í Frakk- landi „að þrátt fyrir allan hamaganginn mundu háir sem lágir halda áfram að lifa sínu daglega lífi.“ Fyrr eða síðar munu valdhafarnir verða að spyrja sig að því hvernig megi láta mikilleik Frakklands verða meira en orðin tóm, hvemig megi láta verkin tala. Hin margrómaða sending 800 hermanna til Beirút sýnir vissulega takmarkaða aflsmuni. Nú er það svo að ekki má senda atvinnuhermenn eða þá sem era að gegna herskyldu út fyrir landsteinana á friðartímum, nema þeir gefi sig frjásvilj- ugir fram. En franska hermenn má þegar finna í fjórum Afríkuríkjum, í friðargæslusveitum S.Þ. og í Líbanon voru þeir 1300. Franska varnarmálaráðuneytið leggur því nú mikla áherslu á að ýta undir að menn í herþjónustu gefi sig fram til sjálfboðaliðaþjónustu. Sú gamla krafa að leysa upp Útlendingahersveitina mun því að líkindum ekki eiga upp á pallborðið á næstunni. (Þýtt -AM) t ■i 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.