Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 leigupennar í útlöndum ■ Eins og Stebbi forðum Stál seldi ég mína sál fyrir eina grautarskál. Þetta gerðist í fyrrasumar, upphaf þeirrar verslunar var hálfgerð tilviljun en endalokin hefjast nú í haust í formi framhaldsþátta í íslenska sjónvarpinu. Ég var beðinn um að leika einhverja aukapersónu, starfskraftur frá íslensku ríkisfjölmiðlunum var staddur í stofunni heima til að ræða við konuna mína um það hvemig það væri að vera íslenskur námsmaður með börn og búa í Kaupmannahöfn, þjóðin vildi vita. Þegar undirritaðs tíðindalitla fés birtist í gættinni er eins og lúðrasveitin Svanur hefji blástur í höfði starfskraftsins, það erbentámig ogsagt: Þúertmaðurinn! Eins og sniðinn fyrir hlutverk í sjónvarpsmynd sem Danir og íslending- ar ætluðu að gera í sameiningu, þeas. Danir ætluðu að fjármagna og framleiða en íslendingar ætluðu að taka að sér þá vanþakklátu iðju að horfa á pródúktið. Aldrei hafði ég átt mér þann draum að verða leikari þannig að hugmyndin útaf fyrir sig hljómaði ekki sem neitt gylliboð, hinsvegar fylgdi sögunni að mér myndi borgað í þcim beinharða gjaldmiðli sem mig vantaði til kaupa á kuldaskóm handa ungviðinu, þannig að það loðna svar sem ég gaf með nafni og heimilisfangi var ekki neikvætt. Hví voru hans sorgirnar, þungar sem blý? Hér var um að ræða rúmlega tvítugan pilt sem orðið hafði fyrir ægilegri sorg í Kaupmannahöfn, líf hans var í rúst. Hann skreið gugginn rauðeygður fölur og sjúskaður um bakgarða og skuggaleg húsasund meðan sólin skein og fuglarnir sungu allt í kring. Hann var dottinn út út skóla og vinnu, bjó hvergi, þreif sig hvorki né hirti og forðaðist allt sem lífsanda dró. Hann hét Kjartan og var eins og Job í Gamla testamentinu sem holdsveikur lá og grét fjölskyldu sína burtkallaða og eignir brunnar, hann var jafn samviskubitinn og aðalpersónan í „Glæpur og refsins" en var jafn samviskubitinn og aðalpersónan í „Glæpur og refsing" en sá hafði myrt tvær konur, og sorgir hans voru jafnþungar þrautum Werthers unga, sem leið svo af ástarsorg að hann fyrirfór sér að lokum. Hvað olli sorg Kjartans? Sú spurning er hclsta spennumóment seríunnar. Við fáum að vita að þetta var ósköp venjulegur ungur íslendingur sem verið hafði á leið til framhaldsnáms í verkfræði. Hann hafði skilið eftir bráðhuggulega kærustu á íslandi, sem ætlaði að koma á eftir honum síðar (hvað hún og gerir svikalaust og er aðalpersóna verksins; er að leita að Kjartani), einnig kemur fram að hann átti foreldra og systkini á íslandi sem virtust hafa látið sér annt um hann. They’re gonna put me in the movies They’re gonna make a big star out of me They’re gonna make a film ’bout a man who’s sad and loncly An all I gotta do is: Act naturally! (Lennon & McCartney) Meira vissi ég ekki, þetta gerðist haustið ’80 og veturinn leið. Framanaf hugsaði ég stundum um þetta. Helst hefði ég viljað sjá mig í einhverju Clint Eastwood hlutverki, kannski átti að filma Njálu og hafa mig kappann Kára, ég er nú Kárason, en líklegra þótti að í því tilfelli yrði ég settur að baki Kára: Björn á Mörk. Svo gleymdist þetta smám saman, annað sýsl var uppá teningnum. Þar til allt í einu er hringt í mig snemma vors ’81 og konurödd tilkynnir á dönsku að ef ég heiti Einar þetta og hitt þá sé ég íslenskur leikari búsettur í Kaupmanna- höfn og brenni af þrá eftir að fá hlutverk í einum grænum og hvínandi hvelli. Frúin var svo sjálfsörugg og óðamála að ég ætlaði aldrei að geta leiðrétt þennan misskilning, þegar það að lokum heppnaðist sljákkaði aðeins í henni ákafina en hún sagði þó að nú væri of seint að fara að gera einhverjar breytingar: leika skyldi ég! Mér tókst með naumindum að kría út umhugsun- arfrest með því að heimta að fá að sjá handritið að stykkinu áður en ég svaraði, hugsaði með mér að það myndi Clint líka hafa gert. Handritið lá í póstkassanum næsta dag. Og annan eins þvætting hef ég aldrei lesið. Til að eyðileggja nú ekki fyrir neinum spennuna sem engin er held ég í stórum dráttum kjafti um atburðar- rásina, en karakterinn sem ég átti að leika svo ólánlegur og halló að hann nálgaðist það að vera hrein perla. En í stórborginni gerist eitthvað hræðilegt og hann verður að lífsviljalaus- um ræfli. í lok næstsíðasta þáttar upplýsist leyndardómurinn, undir mjög örlaga- þrungnum kringumstæðum játar hann hálfkjökrandi fyrir ungu stúlkunni hvað ylli sorg þeirra sáru: Skömmu efti að hann kom út fær hann send námslán eins og aðrir stúdentar. Hann ákveður þá að vera glúrinn og ávaxta sitt pund, leggja peningana í bissnes og græða, ásamt einhverjum fjárglæframanni leggur hann tíuþúsund krónur í að setja upp keiluspilslókal, en er svikinn og sér ekki meira af þeim aurum. Þarmeð var líf unga mannsins tilgangi rúið. Fleira kindarlegt Handritið var samið af Dönum og þó fátt sé nema gott um þá ágætu þjóð að segja er því ekki að neita að þeim hættir stundum mörgum til smásálarskapar þegar um peninga er að ræða. Samt held ég að þeir væru fáir af þessari þjóð sem fengjust til að skilja það sem heimsendi fyrir ungan mann að tapa tíu þúsund krónum af svo kjánalegu tilefni. En höfundum verksins virtist í öllu falli finnast það rökrétt. Fleira var það í þessu samhengi sem virkaði hálf kindarlega. Þegar sagan hefst er liðið ár síðan Kjartan þessi hvarf einsog jörðin hafi gleypt hann. Ungur og efnilegur íslenskur námsmaður týnist í borginni af engu sjáanlegu tilefni. Einhverjir myndu ætla að það væri mönnum áhyggjuefni. Hann hættir að hafa samband við fjölskyldu sína og kærustu, hverfur úr skólanum, svarar ekki bréfum, fer úr bústað sínum án þess að taka dótið sitt og sést ekki meir, vinir hans vita ekkert um hann, ekki heldur sendiráðið eða sendiráðspresturinn, eitt- hvað hræðilegt gæti hafa gerst. Þannig líður heilt ár, en öllum virðist vera sama. ■ Hann hvarf nefnilega sporlaust í fyrra og er kannski dauður! Einar Kárason skrifar frá Kaupmannahöfn Stúlkan fer vel að merkja ekki utan í þeim tilgangi að leita að honum, heldur til að fylgja gamalli konu á sjúkrahús, en úrþví hún er nú á ferðinni á annað borð biðja foreldrar Kjartans hana um að svipast um eftir syninum, - hann hvarf nefnilega sporlaust í fyrra og er kannski dauður; ef þú fréttir eitthvað nánar væri gaman að fá að vita um það! Einsog sniðið á mig! Ég átti semsagt að leika þennan jólasvein. Þetta var aukahlutverk þó um hálfgerða aðalpersónu væri að ræða, þessu má líkja við einhenta manninn í sjónvarpsþáttunum „Flóttamaðurinn" sem sýndir voru í sjónvarpinu heima fyrir nokkrum árum, allt snerist um þennan einhenta mann þó hann sæist ekki nema einu sinni eða tvisvar. En þarsem þessi vesæla persóna sem ég var einsog sniðinn til að leika sást svona lítið reiknaði ég út að væntanlegur hæfileikaskortur minn á leiklistarsviðinu komi að sama skapi lítið að sök. Samt dró ég við mig ákvörðunina um að ganga inní hlutverkið þartil ég var búinn að spyrjast fyrir um hvað ég fengi í kaup. Mér var svarað að ég fengi ríflega borgun, og þegar danskir fjölmiðlamenn tala um að borgun sé rífleg, þá er hún það, einsog átti eftir að koma í ljós. Svoleiðis að ég sendi bréfleiðis jákvætt svar við þessu atvinnutilboði, ásamt lítilli og hógværlega orðaðri nótu: án þess að ég vildi skifta mér af eða fetta fingur útí annarra störf gæti ég ekki orða bundist um að mér virtist að þessi persóna og hennar ferill myndi ekki rísa undir sérlega spennandi dramatík. Svo liðu dægrin. Rúmir tveir mánuðir og frá dansk/íslenska hollívúddkompa- níinu heyrist ekki neitt. Ég var einhvernveginn búinn að reikna það út að þeim hafi sárnað svo nótan að þeir vilji ekkert meira við þennan hrokagikk sem hana sendi að sælda. Það er líka um annað að hugsa, þeas.: við fjölskyldan ákváðum sumarferð til ættlandsins bláa, keyptum farseðla og pökkuðum niðrí töskur, áttum að leggja í hann að morgni þjóðhátíðardagsins 17. júní. En um kvöldið þann 16. er hringt í mig og sama danska konuröddin segir mér hratt og óðamála að núna sé allt tilbúið fyrir upptökur og ég eigi að fara að mæta. En við vorum að fara og því stóð ekki til að breyta, hefði ég vitað þetta fyrr hefðum við frestað förinni eða flýtt, en héðanaf... Hún fæst loksins til að skilja þetta og segir að það verði þá bara að geyma þar til síðar upptökur á þeim senum þar sem ég á að sjást. Aðspurð hversvegna ekki sé þá ráðinn annar maður í minn stað svarar hún að það komi ekki til mála. Hvað var ég nú búinn að þvæla mér inní? Niðurstaðan er sú að ég skilji eftir í þeirra höndum mynd af mér, sem ég skildi ekki alveg hvað átti að gera við, og ég fæ mjög stíf fyrirmæli um að láta alls ekki klippa mig og helst átti ég að haga lífi mínu þannig næstu vikumar að ég yrði nógu rónalegur og sjúskaður fyrir hlutverkið. Að koma til þeirra myndinni kostaði upphringingar snúninga og vesen frammeftir nóttu. Daginn eftir sat ég hálf vansvefta í Boeing þotu Flugleiða á leið til fyrirheitna landsins og gafst þá tóm til að hugleiða málin. Hvað var ég að þvæla mér inní? Nánar um það í næstu grein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.