Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 12
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 „HANN BJÓ f OSSABÆ” ■ Spumingaleikurinn, rétt einu sinni. Fyrir hálfum mánuði bar Einar Már Jónsson sigurorð af Agli Helgasyni, fyrrverandi blaðamanni, og spreytir sig nú gegn nýjum andstæðingi. Um úrslit í þeirri keppni vísum við neðst á síðuna. Formið er hið sama og alltaf áður. Við spyrjum um eitthvert tiltekið atriði, mann, land, kvikmynd, bók, ártal, atburð etc etc, og gefum fimm vísbendingar. Athugið að aðeins er leyfilegt að skoða eina í einu. Hin fyrsta vonum við að sé flestum erfiðust og hafi lesandi rétt svar þá þegar getur hann sæmt sjálfan sig fimm stigum. Ef ekki, þá fást fjögur stig fyrir aðra vísbendingu, þrjú fyrir þá þriðju, tvö fyrir fjórðu og aðeins eitt fyrir þá síðustu. Þannig er í hæsta lagi unnt að fá 50 stig fyrir keppnina, en því hefur enginn náð, enn sem komið er. Svör leynast vonandi við hlið krossgát- unnar. 1. spnrning Fyrsta vísbending • ■ Onnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending Þessum manni er svo lýst, að hann hafi veríð „bæði mikill og sterkur, manna fríðastur sýn- um og hærður vel, blíður í máli, örlátur, stilltur vel. Hann bjó í Ossabæ. Kona hans var Hildigunnur Starkaðardóttir, og var búið til goðorð svo af giftingu þeirra gæti orðið. Andlátsorð hans voru: „Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yður.“ Hann myrtu Njálssynir og Mörður Valgarðsson, og urðu mikil eftirmál eftir vigið. 2. spnrning Þetta fótboltafélag er hið eina í ensku knattspymunni sem ekki er hlutafélag. Hjá félaginu gerði Bo McKin- ley garðinn frægan hér áður fyrr, og Martin O’Neill. Heimavöllur þess heitir City Ground. Brian Clough gerði Uðið að enskum meistara árið 1978... ...og Evrópumeistara félags- liða árið 1979 og 1980. 3. spnrning Síðustu æviárín gat þessi mað- ur ekki verið án kattaríns Jock. Hann gaf árið 1900 út eina skáldsögu sína, Savrola. Mikið hefur verið rætt og ritað um notkun hans á tvíföram... ...en þó var það áreiðanlega hann sjálfur sem kom hingað til lands árið 1941. Nokkra fyrr hafði hann boðað þjóð sinni „blóð, svita og tár“. 4. spurning Um mann þennan sagði annar frægur maður að hann værí „aðdáunarverð blanda manns, aðgerða og verks...“ Um tíma ritstýrði hann dag- blaðinu Combat. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin ■ bókenntum árið 1957... ...en dó í bflslysi þremur árum síðar. Hann skrifaði þrjár skáldsögur og hafa aUar verið þýddar á íslensku. 5. spurning Á þessum stað fæddist 1741 Guðmundur Magnússon, sá er þýddi Eglu á latínu og gaf út leikrit Terentíusar í útlöndum. Þar er hrísla sú sem Páll Ólafsson orti um í kvæðinu Hríslan og lækurinn. Þar fæddist Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri, og ólst upp. Þar er Atlavflt... ...og víðáttumesti skógur á íslandi. 6. spurning Leikari þessi átti að móður leikkonuna Maureen O’Sulli- van. Hlaut fyrst frægð í sjónvarps- seríunni Pcyton Place. Siðar varð leikarinn blóma- bara og gekk til liðs við Maharishi. Var um tíma gift Frank Sinatra, það er sem sé um konu að ræða... ...og hún lék aðalhlutverk í mynd Polanskis, Rosemary’s Baby. 7. spnrning Þetta ár flaug Hans von Chain fyrstu þotunni. Frans Sillanpáá hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels... ...en Joyce, sem aldrei fékk Nóbel, gaf út Finnegans Wake. Frumsýnd var kvikmyndin Gone witb the wind. Adólf Hitler réðist inn í Tékkóslóvakíu - og síðar PóUand... 8. spurning Leikrit þetta er talið framsýnt árið 1606... ...en löngu seinna skrifaði Jan Kott fræga ritgerð um það og Endatafl Becketts. Það hefur a.m.k. tvívegis verið þýtt á íslensku, af Steingrími Thorsteinsson og Helga Hálf- dánarsyni. í þýðingu hins síðamcfnda var það sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkram áram, Rúrik Har- aldsson fór með aðalhlutverk- ið... ...en leikstjóri var hinn um- deildi Hovhannes I. Pilikian. 9. spurning Eftir þessum manni er haft: „Ég get fundið guð hvenær sem ég vi!.“ Hann skrifaði þá frægu bók, Andlegar æfingar. Sár sem hann hlaut á hné er að Iflúndum áhrifamesta sár kirkjusögunnar, að sárum Krists frátöldum náttúrulega... 1 Hann lagði af hermennsku, en kaUaði sig eftir sem áður hershöfðingja... Vitanlega stofnaði hannjesú- íta-regluna. 10. spurning Hin opinbera þjóðtunga þessa ríkis heitir „sharra“. Höfuðborgin er Ulan Bator, sem mun þýða „Rauða hetj- an“. Það er eitt hið strjábýlasta í heimi, rúmlega milljón ferkfló- metrar en íbúar aðeins liðlega milljón. Á þessum slóðum mun Géngis Kahn vera upprunninn... ...og þar er hin illræmda Góbí-eyðimörk. Tvísýnn leikur ■ Þau sem leiða hesta sína fram til spumingakeppninnar í dag eru Einar Már Jónsson kennari í París og Þuríður Magnúsdóttir, fil. kand. Spumingamar virðast hafa verið með erfiðara móti í dag, því tölur fara ekki upp fyrir 27 stig að þessu sinni, en það var enn Einar sem bar hærri hlut frá borði. Jæja, en kannske þið sláið þeim Þuríði og Einari við heima í eldhúsi, - þið skuluð að minnsta kosti prófa ykkur með aðstoð vina eða einhverra úr fjölskyldunni. Fyrsta spuming: Bæði þekktu þau kempuna á endanum, en Einar þó fyrr. Hann fær 4 stig, en Þuríður 3 stig. önnur spuming: Þuríður reyndist hafa meiri nasasjón af íþróttalífi en Einar og fær tvö stig, en Einar ekkert. Þriðja spurning: Það var ekki fyrr en við fjórðu vísbendingu sem þau fundu út hver þessi mæti maður var. Bæði fá tvö stig. Fjórða spuming: Einar þekkti þegar hver ritstjórinn var og fær fjögur stig, en Þuríður þrjú. Fimmta spurning: Einar er enn á undan og fær fjögur stig, en Þuríður þrjú. Sjötta spuming: Báðum gekk illa að átta sig á leikkonunni. Þuríður fær tvö stig, en Einar ekkert. Sjöunda spuming: Einar reyndist betur að sér í fjórða áratugnum og fær þrjú stig, en Þuríður eitt. Áttunda spurning: Þuríður fjögur stig og Einar tvö. Níunda spuming: Einar þekkti trúarhetjuna við aðra vísbendingu en Þuríður við fjórðu. 4-2 fyrir Einar. Tíunda spurning: Bæði fá fjögur stig og þar með hefur Einar hlotið 27 stig en Þuríður 26. ■ Einar Már Jónsson. ■ Þnríðnr Magnúsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.