Tíminn - 26.09.1982, Qupperneq 27

Tíminn - 26.09.1982, Qupperneq 27
SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 27 Umsjón: Friðrik Indriðason og Eiríkur S. Eiríksson Misjafnt SATT-kvöld ■ KOS var traust að vanda. ■ Inn á sviðið á efstu hæð Klúbbsins ganga fjórir menn, með dagblöð vafinn um höfuðið og fest með þykkum límböndum. Þeir taka að fikta við nokkur hljóðfæri, hver með sínu lagi, hávaðinn sker í eyrun. Hér er kominn hljómsveitin Kvalasveitin á SATT- kvöldinu s.l. miðvikudag. Sjaldan hefur hljómsveit borið annan með meiri rentum enKvalasveitia þ.e. algjör kvöl var að hlusta á þá. Fjórir bavíanar hefði sennilega gert betur á hljóðfærin en svokölluð Kvalasveit sem vægt til orða tekið á eftir um hálft ár í „bílskúrnum“ til að geta komið saman lagi miðað við frammistöðuna á SATT-kvöldinu. Þrjár hljómsveitir komu fram á þessu SATT-kvöldi, fyrir utan ofangreinda voru það sveitirnar KOS og Jonee Jonee. KOS kom skemmtilega á óvart á Melarokkinu fyrr í sumar með geysilega skemmtilegum leik og hið sama var upp á teningnum í Klúbbnum. Tónlist KOS er nokkuð fjölbreytt og liggur að mestu leyti í léttu millirokki en þó eiga þeir félagar til að taka traust reggae-lög og voru tvö slík á prógrammi þeirra í Klúbbnum. Þeir félagar virðast ekki hafa mikið fyrir því að koma frá sér léttum og skemmtilegum lögum, trommarinn afslappaður og öflugur og gítarleikarinn þrumugóður en sveitina skipa þeir Þröstur Þórisson, Jón Björgvinsson og Þröstur Þorbjörnsson. Jonee Jonee kynntu nýútkoma plötu sína og voru að mörgu leyti skemmtileg- asta sveit kvöldsins. Tónlist Jonee Jonee er á mjög svipuðu línum og tónlist Purrks Pillnikk en nokkuð fábreyttari og ekki eins hröð þótt þeir strákar eigi það til að hafa „keyrsluna“ í hærri kantinum. Mjög fámennt var á SATT-kvöldinu og því lítil stemming sem skapaðist en nokkuð var um leiðinda frammíköll drukkinna áheyrenda,sérstaklega eins en heldur dofnuðu lætin í honum er Þorvar söngvari Jonee Jonee spurði hvort þessi bjáni færi ekki að „deyja“. - FRI ■ Kvalasveitin bar nafn með rentum. Tímamynd FRI ■ Jonee Jonee kynntu efni af nýrri plötu. Þorleifur rekinn úr Egó: „Hef segja ■ „Ég hef ekkert að segja um þetta mál“ sagði Bubbi Morthens söngvari og prímusmótar hljómsveitarinnar Egó f samtali við Nútímann er við spurðum hann um þær breytingar sem orðnar eru á Egó en Þorleifur mun hafa verið rekinn úr hljómsveitinni skömmu áður en upptökur hófust á ekkert aað um málið” nýtti plötu þeirra Egó-manna í gengið inn í sveitina. Hljóðrita. Bubbi sagði ennfremur að upptök- Rúnar Erlingsson bassaleikari úr urnar í Hljóðrita stæðu í um tíu daga Bodies og fyrrum Utangarðsmaður en síðan mundi Egó fara f túr um vinnur nú að gerð plötunnar í stað landið og sennilega yrði Rúnar með í Þorleifs en Bubbi sagði að Rúnar væri þeirri för. „session“ maður á plötunni hjá þeim Ekki tókst að ná í Þorleif vegna og ekki um það að ræða að hann hefði þessa mál. _ FRI Auglýsingasími TÍMANS er 18-300 Loftpressur frá 50-3000 mín. lítra mmwwmmAm Smiðjuvegi 30 — Simi 76444. liuifenqan mat og léttist! Leiðir til megrunar geta verið ákaflega lystugar. í bók- inni „Léttir og ljúffengir réttir" er 3ja vikna megrunar- kúr eða matseðill. Þar er lýst lystugri leið til megrunar,-girnilegir og næringaríkir réttir. Fjöldi litprentaðra mynda. BÁRA MAGNÚSDÓTTIR hefur þýtt og staðfært efni bókarinnar. Hún hefur áralanga reynslu í umfjöllun um heilsu- og megrunarfæði fyrir fólk á öllum aldri. LOFTPRESSUR SETBERG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.