Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.09.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Hiiftlíli Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjórl: Gfsli Slgurðsson. Auglýalngastjórl: Stelngrlmur Gfslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelóslustjórl: Slguróur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atlf Magnússon. Blaóamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrfkur St. Elrfksson, Frtórlk Indrlðason, Helður Helgadóttlr, Slgurður Helgason (fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Leifsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. LJósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tœknidelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Þjóðartekjur á mann minnka um 5% á árinu ■ Þjóðhagsstofnun hefur nú kynnt nýja spá um líklega afkomu þjóðarbúsins á þessu ári. Þar er staðfest hversu verulega þjóðartekjur hafa dregist saman vegna utanaðkomandi áhrifa, fyrst og fremst verulegs samdráttar í sjávarafla. Miðað við afla íslendinga fyrstu átta mánuði ársins hefur heildaraflinn minnkað um hvorki meira né minna en 30%. Ef miðað er við fast verðlag er samdráttur í verðmæti sjávarafurða um 16%. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að þessi samdráttur í framleiðslu sjávarafurða muni leiða til þess að þjóðarframleiðslan dragist saman um 3,5% á árinu. Þar sem viðskiptakjörin verða sennilega um 2% lakari en í fyrra munu þjóðartekjurnar minnka meira en nemur samdrætti þjóðarframleiðslunnar eða um 4%. Þjóðartekjur á mann munu hins vegar minnka enn meira eða um 5% samkvæmt þessum spám. En minnkandi þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur er ekki eina stóra vandamálið, sem steðjar að þjóðarbúinu.Viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er talinn verða óhagstæður um 10,5% á árinu, og er það enn lakari útkoma en spáð var fyrr í sumar. Þetta eru þau alvarlegu vandamál, sem stjórnvöld hafa verið að takast á við síðustu mánuðina. Það þýðir lítið fyrir stjórnarandstæðinga að halda því fram, að þetta séu léttvægir erfiðleikar. Staðreyndin er allt önnur, ekki síst vegna þess að þjóðfélagið hefur undanfarin ár og áratugi miðað allt við sífellt aukna þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur. Skyndileg vending í afla, sem nú leiðir til minnkandi þjóðarframleiðslu í fyrsta sinn um langt árabil, hefur því gífurleg áhrif um allt þjóðfélagið. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum reynt eftir föngum að dreifa þeim áhrifum þannig, að byrðarnar komi sem jafnast og réttlátlegast niður. Fram kemur í skýrslu Þjóðhagsstofnunar að frá því í marsmánuði á þessu ári hefur skráð atvinnuleysi verið svipað því sem verið hefur á þessum tíma undanfarin ár. Það hefur sem sagt þrátt fyrir snarminnkandi þjóðarframleiðslu tekist að halda uppi fullri atvinnu í landinu. Það er ekki svo lítið afrek, og aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðast að sjálfsögðu við að reyna að halda fullri atvinnu í landinu áfram. Það er mun mikilvægara en önnur markmið í efnahags- málum, jafnvel baráttan gegn verðbólgunni. Leiftur- sóknarmenn telja að vísu í lagi að sækja svo hratt gegn verðbólgunni að atvinnuleysi fylgi í kjölfarið, en íslendingar hafa hafnað þeirri stefnu meo eftirminni- legum hætti og í málefnasamningi núverandi ríkis- stjórnar er full atvinna eitt meginmarkmiðið. Þjóðhagsstofnun segir í þessari nýjustu skýrslu sinni, að útlit sé fyrir að kaupmáttur taxtakaups verði að meðaltali á árinu svipaður og í fyrra. Áætlað sé að ráðstöfunartekjur á mann aukist um 51% á árinu sem þýði að kaupmáttur ráðstöfunartekna miðað við verðlag einkaneyslu geti dregist saman um rösklega 1% á mann á árinu. Þessi spá er að vísu óviss, en engu að síður hlýtur það að vekja athygli ef kaupmáttur ráðstöfunartekna minnkar aðeins um 1% á mann á sama tíma og þjóðartekjurnar minnka um 5% á mann. -ESJ. Að loknu syndaflóði Igarnorkustyrjaldar B ANDARÍSKIR BÓKAÚTGEFENDUR ERU BJART- SÝNIR VEGNA ÚTGÁFUNNAR NÚ í HAUST ÞRÁTT FYRIR SAMDRÁTT í ÚTGÁFU OG SÖLU BÓKA VESTRA AÐ UNDANFÖRNU. Ástæðan er fyrst og fremst sú, hversu mikið af nýjum bókum eftir þekkta og virta rithöfunda eru væntanlegar. „Á þessu hausti er nánast hver einasta stórskytta með nýja bók. Það ætti að auka mjög söluna í bókaverslununum", segir forstjóri Crown Publishers, eins af stærri bókaforlögunum vestra. Síðastliðið ár hefur bókaútgáfan í Bandaríkjunum dregist saman; færri nýjar bækur hafa komið út en undanfarin ár og salan hefur verið minni en áður. En bókaútgefendur segja það gömul sannindi, að þegar harðnar á dalnum efnahagslega þá aukist ásókn í góðar bækur. Og þeir segja, að í haust komi út fleiri nýjar bækur eftir góða rithöfunda en í langan tíma. H, TELJA STÆRSTU FORLÖGIN AÐ SÉU HELSTU VERKIN SEM ÞAU GEFA ÚT Á ÞESSU HAUSTI? Elisabeth N. Sifton hjá Viking Press benti á eftirfarandi skáldsögur: „Second Heaven“ eftir Judith Guest, sem áður samdi ma. „Ordinary People“, en sú bók varð að Óskarsverðlaunamynd í fyrra. Þriðju skáldsöguna í fimm skáldsagna ritröð eftir Lawrence Durrell. Þessi nefnist „Constance in Love, or Solitary Practices“. Og skáldsöguna „In the City of Fear“ eftir Ward Just. Sú gerist í Washington, „borg óttans“. Robert A. Gottlieb hjá Knopf nefndi fyrst bókina „The Path to Power“ eftir Robert A. Caro, en þar fjallar hann um leið Lyndon Johnsons til valda og áhrifa í stjórnmálum Bandaríkjanna. Einnig „Freud and Man’s Soul“ eftir Bruno Bettelheim, og svo nýjar skáidsögur eftir William Wharton (A Midnight Clear), Anne Rice (Cry to Heaven), Laurie Colwin (Family Happiness) og John Updike (Bech Is Back). Hjá Random House taldi Jason Epstein nýjustu bók James Micheners (Space) mjög góða skáldsögu, en þar er fjallað um geimrannsóknir Bandaríkjamanna. Einnig kvaðst hann gera sér góðar vonir um nýja æfisögu skáldsins Robert Lowells eftir Ian Hamilton og bók eftir Robert Scheer sem heitir ,,-With Enough Shovels: Reagan, Bush and Nuclear War“, þar sem fjallað er um þá í stjóm Reagans forseta, sem trúa því að ekki sé aðeins hægt að lifa af kjarnorkustyrjöld heldur sigra í slíkri helför. Patricia Soliman hjá Simon & Schuster taldi að ýmsir höfundar, sem nú væru að fá sína fyrstu skáldsögu útgefna, myndu fá góðar viðtökur. En af þekktum höfundum nefndi hún nýja bók eftir Graham Greene. Sú nefnist „Monsignor Quixote“ og er nútímaleg endursögn á hinni sígildu sögu Cervantes. Nýtt smásagnasafn eftir Margaret Atwood er einnig væntanlegt (Dancing Girls), en auk þess er S&S með bækur metsöluhöfunda, svo sem Harold Robbins. „Spellbinder" heitir nýjasta bókin hans og fjallar um ungan prest, sem gerir prédikun guðsorðsins að stórbissness. Fordæmin fyrir því eru víst mörg þar vestra. Hjá forlaginu Farrer, Strauss & Giroux er Bernard Malamud rósin í hnappagatinu. Nýja skáldsagan hans, sem , kemur út í haust, heitir „God’s Grace“ og segir frá Nóa framtíðarinnar eftir syndaflóð kjarnorkustyrjaldar. Af öðrum bókum þessa forlags má nefna endurminningar frá tímum Weimarlýðveldisins í Þýskalandi eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Elias Canetti, nýja æfisögu Mozarts eftir Wolfgang Hildesheimer og skáldsöguna „1943“ eftir Albert Moravia um Ítalíu á fasistatímanum. IVÍlKILL FJÖLDI SKÁLDSAGNA KEMUR ÚT í HAUST í BANDARÍKJUNUM BÆÐI EFTIR INN- LENDA OG ERLENDA HÖFUNDA. Nokkrar þeirra hafa þegar verið nefndar. Til viðbótar má m.a. nefna nýja sögu eftir Alan Sillitoe. Sú heitir „Her Victory“ og fjallar um ástir fólks á miðjumn aldri. Joyce Carol Oates sendir frá sér„A Bloodsmoor Romance“, og glæpasögudrottningin P.D. James „The Skull Beneath the Skin". Irwin Shaw er með nýja sögu, „Acceptable Losses”, og Kurt Vonnegut sömuleiðis: „Dead Eye Dick“. Steve Tesich, sem hingað til hefur skrifað leikrit og kvikmyndahandrit, sendir nú frá sér fyrstu skáldsögu sína, „Summer Crossing", og metsöluhöfundar þrillera eruu með nýjar bækur, svo sem Helen Maclnnes (Cloak of Darkness), sem sendir frá sér tuttugustu skáldsögu sína, Sidney Sheldon (Master of the Game), Irving Wallace (The Almighty), Len Deighton (Goodbye, Mickey Mouse), og Clive Egleton (The Russian Enigma). Arthur C. Clarke hefur ritað enn eina vísindaskáldsöguna. Þessi mun ekki síst vekja athygli vegna þess að hún er hugsuð sem framhald „2001“ - en Clarke skrifaði handritið að þeirri kvikmynd. Sagan nefnist „2010: Odyssey Two“. Af skáldsögum höfunda frá öðrum löndum en Bandaríkjunum má nefna „Chronicle of a Death Foretold" eftir Gabriel Garcia Márqucz (hún kemur út á íslandi fyrir jólin) um manndráp í suðuramerísku þorpi, „The Loser“ eftir George Konrad um líf menntamanns í Ungverjalandi, og „What a Beautiful Sunday!" eftir Jorge Seraprún, spænskan rithöfund sem vann bókmenntaverðlaunin Prix Formentor. M ARGAR BÆKUR KOMA ÚT UM NÚVERANDI OG FYRRVERANDI FORSETA BANDARIKJANNA. Þar af eru tvær bækur eftir fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Richard M. Nixon heldur áfram að skrifa. Nú kemur bókin „Leaders: Profiles and Reminiscences of Man Who Have Shaped the Modern World“. Jimmy Carter sendir frá sér endurminningar sínar, sem nefnast „Keeping Faith: Memoirs of a President”. Einn helsti samstarfsmaður Carters í Hvíta húsinu, Hamilton Jordan, segir frá lokaári Carterstjómarinn- ar í „Crisis: The Last Year of the Carter Presidency“ Mikill áhugi virðist nú vera á forsetatíð Harry Tmmans, því ekki færri en þrjár bækur um það efni em væntanlegar í, haust. Robert Donovan skrfar „Tumultuous Years: The Presidency of Harry S. Tmman, 1949-1953“, Robert H. Ferrell „Harry S. Tmman and the Modern American Presidency" og loks ritar Ken Kechler endurminningamar „Working with Tmman“. Jafnvel Reagan fær eina bók um sig. Hún heitir einfaldlega „Reagan" og er eftir blaðamann í Washington, Lou Cannon. Kjarnorkuvopnamálin em enn mjög ofarlega á baugi og fjöldi bóka um þau málefni koma út í haust. George F. Kennan sendir frá sér „The Nuclear Delusion: Soviet-Amer- ican Relations in the Atomic Age“, þar sem hann leggur m.a. fram tillögur um afvopnun á kjarnorkusviðinu. I bókinni „Stop Nuclear War“ eftir David P. Barash og Judith Eve Lipton em veittar gagnlegar upplýsingar um skipulag mótmælaaðgerða gegn kjarnorkuvopnum, en Robert Jay Lifton og Richard Falk draga fram pólitískar og siðferðilegar röksemdirgegn kjarnorkuvopnum í „Indefensible Weapons“. Margar bækur eru fyrst og fremst með upplýsingar um kjarnorkuvopn og afleiðingar þeirra, en aðrar draga einkum fram rökin gegn núverandi ástandi þeirra mála. Ein bók er þó varnarrit fyrir notkun kjarnorku sem orkugjafa. Sú er eftir Samuel McCracken og heitir „The War Against the Atom“. Nokkrar athyglisverðar endurminn- INGABÆKUR ERU Á HAUSTLISTA BANDARÍSKU FORLAGANNA. Leonard Bernstein rifjar þannig upp ýmis atriði í lífi sínu í „Findings” og William Styron sömuleiðis í „This Quiet Dust“. Blaðamaðurinn þekktir Harrison E. Salisbury segir frá ferðum sínum um allan heim í „Journey for Our Times“. Og Sir Laurence Olivier rekur æfi sína í „Confessions of an Actor“. Þá kemur nú út fyrsta heilstæða æfisagan um Norman Mailer. Sú nefnist einfaldlega „Mailer” og er eftir Hilary Mills. Joan Givner hefur ritað æfisögu Katherine Anne Porter, og „Ava“ er æfisaga Ava Gardner eftir Roland Falmini. Nokkrar æfisögur um stjórnmálamenn eru væntanlegar, m.a. um Marshall, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anwar Sadat, fyrrum forseta Egyptalands. Einnig ný bók um Donovan, sem stofnaði OSS - fyrirrennari bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Sú heitir „Donovan: The Last hero“ og er eftir Anthony Cave Brown. „The Thirties: An American Decade“ er sögð athyglisverð lýsing á menningaratburðum í Bandaríkjunum á fjórða áratug aldarinnar. „The Forties" er hins vegar safn ritgerða og ritdóma eftir Edmund Wilson frá fimmta áratugnum. Bókmenntaskýringar eftir Vladimir Nbokov birtast í bókinni „Lectures on Don Quixote", og útgáfu á bréfum franska rithöfundarins Gustave Flaubert er haldið áfram. Nýja bókin nær yfir árin 1857-1880. _ g§j Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.