Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 1
Haustferðalag um Landmannalaugar — bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 30. sept.1982 222. tbl. - 66. árg. erlent yfirlit: ___ Ótti vid Japani Sjó- stangar- veidi bls. 10 The Thing — bls. 19 Svefn- leysi — bls. 12 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í Tungnaárdeilunni: ÚRSUT ÞESSA MALS OKKUR MJÖG í HAG - segir Sigurður Óskarsson, formaður Verkamannafélagsins Rangæings „Þetta eru góðir samningar og ég tel að úrslit þessa máls séu okkur verkamönnum mjög í hag,“ sagði Sigurður Óskarsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Rangæings í samtali við Tímann eftir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar á vinnu- deUunni á Tungnaársvæðinu hafði verið lögð fram. Vinnuveitendur greiddu strax atkvæði um tillöguna og bíða atkvæðin innsigluð hjá ríkissátta- semjara eftir því að úrslit atkvæða- greiðsiunnar meðal verkamanna og iðnaðarmanna, sem fram fer uppi við Sultartanga í dag, liggja fyrir. Það var um hálf sjö í gærmorgun að ríkissáttasemjari, Guðlaugur Þor- valdsson lagði miðlunartillöguna fram, en sáttafundur hafði þá staðið síðan mánudagskvöld. „Þetta var formleg sáttatillaga sem mjög sjaldan er lögð fram og ég hefði því ekki lagt þessa tillögu fram nema með því að hafa náið samband við báða aðila og þeim var því vel kunnugt um innihaldið," sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari. Guðlaugur sagði að hann myndi senda mann upp að Sultartanga til að vera viðstaddan atkvæðagreiðsluna og talningu atkvæða. Úrslit í atkvæða- greiðslunni ættu að liggja fyrir ekki síðar en klukkan 14 í dag og þá verður umslagið með atkvæðum vinnuveit- enda opnað. Er ríkissáttasemjari lagði miðlunartillöguna fram bar ekki mikið í milli deiluaðila og aðeins átti eftir að leysa tvö stór deilumál. Afturvirkni samningsins, sem nú verður væntan- lega gerður og verkfæragjald til iðnaðarmanna. Atkvæðagreiðslan við Sultartanga hefst eftir að innihald miðlunartillög- unnar hefur verið kynnt, en síðan munu verkamenn, málmiðnaðarmenn, trésmiðir og rafvirkjar greiða atkvæði, hver starfshópur fyrir sig. - ESE ■ Eru þeir að fara til vinnu, eða koma þeir beint í bæinn aftur? Verkamenn og iðnaðarmenn á Tungnaársvæðinu eru hér að leggja á stað inn að Sultartanga til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu þá er sáttasemjari lagði fram í vinnudeilu þeirra í gær. Tímamynd Róbert. Tillögur Stjórnarskrárnefndar: ALMNGIFAUN STJORN A RÍKISENDURSKODUN — og sjálfstæöi ríkissaksóknara aukið ■ Meðal þeirra breytinga, sem aðhald Alþingis með framkvæmda- Halldór Ásgrímsson flutti fyrir stjórnarskrárnefnd mun leggja til, valdinu. nokkru ítarlegt frumvarp til laga um er að fela Alþingi stjórn ríkisendur- Á sama hátt gerir nefndin ráð fyrir, ríkisendurskoðun og var þar gert ráð skoðunar, sem nú heyrir undir fjár- að þingnefndum verði falið meira fyrir, að ríkisendurskoðun yrði lögð málaráðuneytið. eftirlit með stjórnarathöfnum og undir Alþingi. Stjórnarskrárnefnd Þetta er gert til að treysta eftirlit og framkvæmd laga. hefur talið rétt að fallast á þessa breytingu. Þá mun stjórnarskrárnefnd Ieggja til að tekið verði í stjórnarskrána ákvæði um embætti ríkissakadómara í þeim tilgangi að auka sjálfstæði þess. Kás.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.