Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 ■ Svefninn er okkur ÖU- um nauðsynlegur, þá hvfl- umst við og endurnýjum þrekið fyrir næsta dag. Margir eiga bágt með svefn, og leita hvers kyns ráða til að bæta úr því. Við háttatíma kemur þá oft upp í hugann: - Skyldi ég nú verða andvaka? Hvað fæ ég nú margra tíma svefn fyrir vinnuna í fyrramálið? Síðan er farið að velta sér og bylta, og að lokum er ef til vill gripið til þess ráðs, þegar langt er liðið á nótt, að taka inn svefnpillu, sem er svo jafnvel enn grassér- andi í líkamanum þegar farið er á kreik að morgni. „Líkamsklukkanu Margir vísindamenn hafa rannsakaö eðli svefnsins og hvernig bregðast skuli við svefnleysi. Einn þeirra vísinda- manna er dr. Elliot D. Weitzman við taugadeildina á Montefiore sjúkrahús- inu í New York. Hann var við nám í læknaháskóla Chicago, þegar einn af kennurum hans, Nathaniel Kleitman, uppgötvaði sérstakar augnhreyfingar í svefni (REM) í sambandi við drauma, og hvernig nætursvefninn skiptist í kafla eftir því hve svefninn er djúpur. Þá kom fram í rannsóknum, að líkami hvers manns hefur eiginlega sína sérstöku „líkamsklukku", og það er ■ Hinn svefnlausi byltir sér í rúminu, og ætlar að velja sér pillu úr safninu á náttborðinu, - en dr. Weitzman varar alvarlega við svefnpillunum. næsta kvöld, og þá lætur svefninn venjulega ekki á sér standa. Blm: Hemig er að fá sér smádúr á daginn? W: Fyrir þá sem fara mjög snemma upp á morgnana, getur verið gott að fá sér smádúr eftir hádegið, en alls ekki nema stutta stund. Sumir sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin, og vakna kannski til þess að fara að hátta. Svo eru þeir alveg undrandi yfir því að þeir verða andvaka. Blm. Breytast svefnvenjur með aldrin- um? W: Vissulega. Nýfædd börn sofa allt að 16 klukkutíma á sólarhring, og flestir foreldrar vita að unglingar sofa sérstak- lega fast, a.m.k. átta til níu klukkutíma í striklotu. Etir 55 ára aldur minnkar svefnþörfin um 10-15%, en fólk á þeim aldri og þeir eldri bæta sér það oft upp með smádúr á daginn. Blm: Hver er minnsti svefn, sem fullorðinn maöur kemst af með? W: Það er ekki gott að gefa fasta almenna áætlun um svefntíma, því fólk er svo misjafnt. Sumir komast af með 4-5 klt. svefn á nóttu en aðrir þurfa 7-8 tíma svefn og er það miklu algengara. Ég hef einhvers staðar lesið að sumir staðhæfi að þeir sofi aldrei, - en það held ég að geti ekki staðist. Fólkið sefur án þess að gera sér grein fyrir því, eða frásögn þess er hreinlega röng. Weitzman segir: „Varið ykkur á svefnpillunum.“ Blm: Hvað tekur það venjulega langan tima að falla í svefn? W: Tíminn fá því þú slekkur ljósið og þar til þú sofnar er venjulega ekki lengri en 15 mínútur, og oftast minni, svo sem 6-8 mínútur. Algengt er að þessi tími sé talinn miklu lengri, en mælingar okkar sýna annað. Við höfum spurt fólk, sem Hvað veldur svefnleysi? — áhyggjur, kvídi eða „líkamsklukkan”? ■í svefnrannsóknadeildinni er verið að undirbúa sjúkling fyrir mælingar á svefni. T.v. er dr. Weitzman en tæknimaðurinn er að festa mælitæki við höfúð sjúklingsins. misjafnt hvað fólk þarfnast mikils svefns til að hvilast. Blaðamaður frá bandarísku tímariti bar upp nokkrar spumingar um svefn og Weitzman gaf honum eftirfarandi svör: Blm. Hvemig starfar þessi „líkams- klukka“? W: Það er ekki svo gott að útskýra í fáum orðum, en í heilanum fer fram starfsemi, sem líkist pendúl í klukku, og þær sveiflur stjórna þörf líkamans fyrir ' svefn. Eftir þessari klukku er sólarhring- urinn nær 25 tímum en 24. Líkamshitinn er góður mælikvarði. Á sólarhringnum breytist hiti líkamans nokkuð, í sumum tilvikum allt að þremur gráðum. Lægstur er hitinn um miðja nótt er við sofum værast. Hjá flestum fer líkamshitinn aðeins lækkandi eftir klukkan 10 að kvöldi. Um það leyti eða aðeins seinna virðist vera besti tíminn til að ganga til svefns. Það er þó viss hópur fólks, sem ekki hentar þessi svefntími og vakir fram eftir og finnur ekki fyrir syfju, en sofnar fyrst um miðja nótt. Þetta getur verið þeirra eðlilegi tími til að ganga til hvílu, því að „líkamsklukka" þeirra gengur öðruvísi. Þetta finnst sumum óeðlilegt, og reyna því að fara að sofa fyrir miðnætti, eins og annað heimilisfólk, - en auðvitað gengur það ekki. Þeir, sem hafa rekið sig á þetta vandamál, ættu því að reyna að haga svefntíma sínum eftir því, sem best á við hvern og einn. „Svefnkúrinn“ - svefn- tíminn færður til um 3 tíma á dag Blm: Hvað er hægt að gera fyrir þá svefnlausu? W: Það er margt, en fyrst þarf að rannsaka sjúklinginn vel og lífshætti hans. Því svefnleysi er út af fyrir sig ekki sjúkdómur, heldur merki þess að eitthvað er úr lagi líkamlega eða andlega hjá þeim sem er illa haldinn af svefnleysi. Einn kúrinn hjá okkur er þannig, að sjúklingur er látinn fara í rúmið þremur klukkutímum síðar en hann er vanur, og síðan eisvefntíminn færður aftur um 3 klukkutíma á hverjum sólarhring í heila viku. Þá hefur háttatíminn færst frá því að vera fyrstu nóttina um kl.4 að morgni og þar næsti svefntími á þá að byrja um 7 leytið að morgni. Þannig færist tíminn til, þar til háttatíminn er kl. 11.30 að kvöldi (23.30). Þá er sjúklingurinn látinn reyna að halda sig við þann tíma, eftir því sem hægt er, þetta gefst oft mjög vel, ef áhugi er hjá viðkomandi sjúklingi til að fara eftir ábendingum rannsóknarfólksins. Andvaka stöku sinnum er ekki svo hættuleg, og vanalega er hægt að rekja rætur hennar til einhverra atburða liðins dags, eða kvíða fyrir morgundeginum. Þegar fólk gerir sér grein fyrir ástæðunni gengur oft betur að vinna bug á andvökunni. Blm: Getur verið að við sé að etja aðrar og þrálátari ástæður fyrir svefn- leysi? W: Það geta verið um sálfræðilegar truflanir að ræða, þunglyndi, eða sjúklegar geðsveiflur, og þá ráðleggjum við sjúklingnum að leita til sálfræðings til að losna við óttatilfinningu eða einhverja áráttu sem leitar á hugann. Við í svefnrannsóknardeildinni fáum stundum þetta svar: „Ég á við svefnvandamál að stríða - og því er ég hér, en ekki geðræn vandamál". Blm: Er bægt að. koma í veg fyrir svcfnleysi? W: Ekki er það nú alveg, en hægt er að fara eftir vissum reglum, sem hjálpa mikið til að halda svefninum í lagi. Við köllum þær „svefnheilbrigðisreglur". Með því að halda þær reglur eykur þú möguleikana á góðum nætursvefni. Tvær góðar reglur Fyrsta reglan er að fara í rúmið á sama tíma á kvöldin. Fyrir fullorðna er góður háttatími milli kl. 11 og 12 á kvöldin. Föst regla hjálpar til að halda líkams- klukkunni í réttum skorðum. Önnur reglan er að liggja ekki í rúminu á morgnana. Auðvitað hefur það ekki svo mikið að segja, að liggja nokkrar mínútur í rúminu eftir að vekjaraklukkan hringir, en það er hættulegt fyrir svefnlausa að hanga í rúminu að morgni, jafnvel þó þeir séu þá að reyna að bæta sér upp svefnlitla nótt. Margar heimavinnandi húsmæður falla fyrir þessu. Betra er að drífa sig á fætur á venjulegum tíma, og reyna svo að koma sér á venjulegum tíma í rúmið hér hefur verið í rannsókn, hvað langan tíma það hafi tekið að sofna. „Að minnsta kosti klukkutíma", er stundum svarið, en við sjáum á línuriti og mælingum, að viðkomandi hefur sofnað á 5-10 mín. Sumir af þessum sjúklingum vakna eftir 6-7 klt. og segjast þá alls ekkert hafa sofið. Bbn: Hvað er þá svarið við svefnleys- inu? W: Reynandi er að árétta við sjálfan sig, að það sé ekki stórhættulegt þótt einnar nætur svefn fari forgörðum, því að áhyggjumar yfir að geta ekki sofnað bægja svefninum frá. Betra er að taka sér bók, eða jafnvel taka í prjónana sína, eða fara fram úr og fá sér eitt- hvað heitt að drekka, svo sem heita mjólk eða súkkulaðidrykk (ekki kaffi), - en ekki byrja á að taka svefnpillur. Á það legg ég mikla áherslu. Það á ekki að taka svefnpillur, nema sérstaklega standi á. Þær gera illt eitt, ef þar em teknar að staðaldri, einkum barbitúr- pillur og Doriden. Blm: Hver er mikilvægasta - ósvaraða - spumingin um svefn? W: Hún er - hvers vegna sofum við? Enginn hefur enn útskýrt það vísinda- lega hver er hinn eiginlegi tilgangur svefnsins. Endurnýjun? Eða hvíld? Vissulega hvílist líkaminn, en heilinn hvílist ekki, það sjáum við á línuritinu. Starfsemi heilans er stundum meiri í svefninum en þegar við emm glaðvak- andi. En við emm hress eftir góðan nætursvefn. Allt fer eftir vissum reglum í gangi jarðar og himintugla, og okkur farnast best ef við getum haldið „líkamsklukk- unni“ okkar í jafnvægi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.