Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 2 Barbie vildi heldur Ray og Omar Sharif sat eftir med sárt ennid ■ Margar konur hefur löngum dreymt um ad ciga stefnumót meö Omari Sharif. Það mun því hafa komið hinu eftirsótta kvcnnagulli á óvart, þegar hann bað Ijóshxrða, óþekkta fyrirsætu um stefnumót, að hún sagði ákvcðið: Nei takk! Viku síðar tók hún þveröfugt í stefnumótsbeiðni, sem búktalarinn Ray Aian bar fram. Aðeins ári síðar voru þau gift. Sá, sem kynntu þau Barbie og Ray, var enginn annar en brúða Rays, ■ Ray Alan er orðinn 46 ára, cn kona hans Barbie er 20 árum yngri. I'essi aldursmunur hefur þó cngin áhrif á hjónaband þeirra segja þau. Og Barbic hefur komið manni sínum upp á nýtt áhugamál. Hann er nú sjúkur í að leika sér að leikfangalestum, eftir að hún gaf honum þá fyrstu í jólagjöf, fyrstu jólin.seiu þau voru saman. Síðustu 20 árin hafa þeir Karl lávarður og Ray Alan verið óaðskiljanlegir. sjálfur Karl lávarður, en hann fékk það hlutvcrk að mýkja Barbie upp fyrir sjónvarpsupptöku, en í þeim þætti ætlaði Ray að kenna gerð brúða úr hönskum eða sokkum og Barbie hafði fengið það hlutvcrk að vera honum til aðstoðar. Vel fór á með lávarðinum og Barbie og skal ósagt látið, hvort Ray átti þar nokkurn þátt í! Ray hafði vaðið fyrir neðan sig. Svo er mál með vexti, að þættir hans eru sendir beint út. Hann gerir þvi alltaf vídeómyndir af þeim, sem hann getur skoðað síðar til að gera sér grein fyrir hvernig til hafði tekist og hvort eitthvað mætti betur fara. Þessa tilteknu upptöku hefur hann víst oft skoðað síðar og hyggst hann halda henni til haga „til eilífðar." Barbie, sem er tónmenntakennari að mennt, liefur nú tekið upp samstarf við mann sinn í sjónvarpsþáttum þeim, sem hann annast reglulega í Brctlandi og hefur notið mikilla vinsælda fyrir. En sem fyrr er reyndar aðalpersónan í þáttunum hinn drykkfelldi Karl lávarður, brúðan, scm hefur verið tryggur fylginautur Rays í 20 ár. Löngum var ég læknir minn, lög- fræöingur, prestur, má segja um Alan Minter: ■ í keppninni í Las heimsmcistaratitilinn. ■ Kráin hans Alans í Crawley er í mjög gömlu húsi, og reynt er að halda öllu í gamla stílnum, þótt endurnýjun hafl átt sér stað. HNEFALEIKAMEISTARI VEIT1NGAMAÐUR 0G SJÓNVARPSMAÐUR ■ Það má segja að hann Alan Minter í Crawley í Sussex i Knglandi kunni ýinislegt fyrir sér. I fyrsta lagi lærði hann imirverk hjá pabba sínuin, sem var mcistari í þeirri iðn, í öðru lagi var liann boxari - og varð nicira að segja heimsmeistari i millivigt um stuttan tíma - svo er hann nú orðinn kráareigandi og auk þess bæði sjónvarps og útvarpsmaöur. Boxáhuginn vaknaði hjá Alan þegar hann var 12 ára gamall, þá átti hans bekkur að keppa í fótbolta, en vegna ofsarigningar var keppnin færð í íþróttasalinn og þar fengu strákarnir boxhanska lánaða, og þeim var kennd undirstaða við að æfa hnefa - leika. Alan segist svo frá: „Ég fann iim leið og ég hafði gcngið frá hönskunum á höndunum, að þetta átti við mig. Þetta var íþrótt fyrir mig og ég gekk í hnefalcikaklúbb í mínum heimabæ og fór strax að æfa. Pabbi sagði að hncfaleikar væru ágætir, en fyrst og fremst yrði ég að læra einhverja iðn til að vinna fyrir mér, og hann tók mig sem lærling í múrverkið.“ Hncfaleikarnir tóku hug Alans allan og hann geröist atvinnumaður í þeirri íþrótt - og var þar í 17 ár. Hápunktur- inn á íþróttaferli hans var, þegar hann vann heimsmeist- aratitilinn í millivigt í Las Vegas í mars 1980. Þá varhann giftur Lorruinc, scm var dóttir umboðsmanns Alans. Hún var á frcmsta bekk þegar Alan maður hennar, vann Vito Antuofcrmo og titilinn um leið, og mikil var gleðin - bæði hjá Alan í hringnum og Lorraine, sem hló og grét í sæti sínu. Þcgur heim kom vildi bæjarstjórinn í Crawley aka með heimsmeistarann í sigur- ferð um bæinn, - og það var hápunkturinn á mínum ferii sem íþróttamaður, sagði Alan. Fólkið veifaði fánum, lúöra- isveit lék og allir hrópuöu húrra. „Það var nú meiri hátíðin“, sagði hnefaleika- kappinn. „En það var hræðilegt kvöld og mesti ósigur á íþró:taferli mínum“, segir Alan Mintcr, ■ Alan og Lorrainc nýilutt í nýja húsið, sem hann múraði allt sjálfur. Þau sitja þama í nýja rauða plusssófasettinu undir stærðarmálverkum, sem þau létu mála af sér áður en þau fluttu í húsið. Ross litli, tveggja ára sonur þeirra, var kominn í rúmið. „þegar ég keppti við Ameríku- manninn Marvin Hagler á Wembley. í stuttu máli þá burstaði þessi krúnurakaði Ameríkani mig svo, að dómarinn stöðvaði lcikinn í þriðju lotu, því ég var svo særður í andliti og sá ekki út úr augunum fyrir blóðflóði. - Og þar fór titillinn, í september 1980.“ Kappinn lét ekki hugfallast en sneri sér að því að reka krána, sem hann hafði fest kaup á í heimabæ sínum. Hann vann sjálfur sem vínþjónn (þó hann kynni varla að taka tappa úr flösku) og tengdapabbinn var barþjónn til að byrja með. Allir hjálpuðust að. Nú blómstrar fyrirtækið og kunn- áttufólk er farið að hugsa um viðskiptavinina, en eigandinn sjálfur lætur þó sjá sig þar, og er mjög vinsæll. Það nýjasta hjá Alan er að hann hefur komið mikið fram í sjónvarpi og útvarpi, bæði sem kynnir og í viðtalsþáttum um íþróttir og fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.