Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
7
erlent yfirlit^gj
■ Sigurganga japanska hersins var stöðvuð af Bandaríkjamönnum, en nú leggja þeir undir sig markaði heilla heimshluta.
Óttinn við
Japan vofir
enn yf ir Asíu
■ Árásar - og útþenslustefna Japana,
sem hófst upp úr 1930 og endaði með
uppgjöf fyrir Bandaríkjamönnum 1945,
hefur algjörlega fallið í skugga í sögunni
fyrir kjarnorkusprengjunni sem kastað
var á Hirosima og batt enda á
styrjöldina. Það er ávallt látið svo í veðri
vaka að sú aðgerð sé ein sú ámælisverð-
asta sem fram fór í styrjöldinni í Asíu
og í Kyrrahafi. Það er hamrað á því
jafnt og þétt að sá glæpur megi ekki
gleymast né fórnarlömbin í Hirosima.
Bandaríkjamenn og sérstaklega Tru-
man forseti eru sökudólgar og stríðs-
glæpamenn. Japanir þolendur.
Innrás í Kóreu, Mansjúríu, Kína,
Indó-Kína, Malakkaskaga, eyjar Kyrra-
hafsins og fólskuleg árás á Pearl
Harbour án stríðsyfirlýsingar er allt
grafið og gleymt. Hernaður - og
ofbeldisstefna Japana sem beindist gegn
fjölda þjóða, sem urðu að þola
ólýsanlegar hörmungar, fellur í skugg-
ann af voðaverkinu í Hirosima. Tak-
markalaus yfirgangur og ofbeldi
hernaðarþjóðarinnar varð að engu í
sögunni miðað við þann smánarblett
sem Bandaríkjamenn settu á sjálfa sig
með kjarnorkusprengjunni.
Það heyrist aldrei hósti né stuna frá
meginlandi Asíu eða eyjum suður og
austur af álfunni um að Bandaríkja-
menn hafi frelsað þjóðir undan oki
Japana, sem voru vopnabræður þýsku
nasistanna. Tröllaukin minnismerki eru
reist vítt og breitt um Evrópu um frelsun
Rauða hersins, en Kyrrahafsstyrjöldin á
sér aðeins eitt minnismerki, kjarnorku-
sprengjuna í Hirosima.
En nýlega kom hljóð úr horni um
hernað Japana í Asíu. Nýskrifaðar
kennslubækur í sögu, sem dreift var í
skóla í Japan, vöktu upp andmæli í
Kína, Suður-Kóreu, Tawain og Singap-
ore. Kennslubókarhöfundarnir gerðu
ósköp lítið úr árásarstyrjöldum Japana
gegn þessum þjóðum og mátti lesa út
úr línunum að þetta hefðu verið fremur
vinsamleg samskipti, og allt í lagi með
það.
Mótmælin gegn söguskoðun japönsku
kennslubókahöfundanna hafa vakið
meiri athygli en tilefni gefur til, að
minnsta kosti í fljótu bragði séð. Japani
að nafni Ken Ishii, sem undirritaður
kann engin deili á, skrifaði nýlega grein,
þar sem hann lætur í Ijósi skoðun sína
á málinu frá sjónarhóli Japana. Hann
segir að Japanir dragi enga dul á
hernaðarstefnu sína og útþenslu á
árunum fyrir miðja öldina. Hins vegar
haldi þeir henni ekki á lofti, og það sé
almenn skoðun í Japan að árásir þeirra
á aðrar þjóðir hafi verið röng stefna, og
að engin hætta sé á að hernaðarandinn
verði endurvakinn. Þess sé líka að gæta,
að japanska sé mál þar sem ekki sé
kveðið sterkt að orði, og þótt sagt sé frá
atburðum sem þessum í sögubókum án
þess að fordæma þá eða nota hástemmd
orð, þýðir það engan veginn að dregið
sé úr mikilvægi þeirra.
En ástæðan til að söguskoðuninni er
mótmælt í Asíu er fyrst og fremst, að
áliti greinarhöfundar, að þar ríki
hræðsla við Japani. Sá ótti er fyrir hendi
að Japanir hervæðist að nýju og ógni
sjálfstæði þeirra þjóða sem þeir hafa
áður langt undir sig. Iðnaður Japana og
tæknimenning er slík, að á því sviði
stendur engin þjóð í Asíu þeim á sporði
og ef þeir beittu getu sinni til að
hervæðast væru þeir ógn við alla Asíu.
Þau lönd, sem kynnst hafa hernaðar-
mætti Japana, eru vör um sig gagnvart
þeim og mótmælin gagnvart kennslu-
bókunum er viðvörun um að sonum
sólarinnar sé best að halda sig við sinn
leist, og því verði ekki tekið með
þögninni ef þeir hyggjast fara að
vígbúast á ný.
Náið samband Japans og Banda-
ríkjanna er mörgum Asíuþjóðum einnig
þyrnir í augum, og ef stórveldin beita
sér sameiginlega yrði litlum vörnum við
komið.
Hins er einnig að gæta, að Asíuþjóðir
sjá ofsjónum yfir velgengni Japana.
Iðnaður þeirra stendur traustum fótum
og japanskar vörur flæða yfir alla
markaði. Áhrifanna gætir víða í þeim
löndum. sem urðu fyrir baröinu á
hernaði þeirra fyrr á öldinni. Það cr litið
á Japani sem nokkurs konar galdramcnn
sem allt geta og þaðan koma eftirsótt-
ustu vörurnar. Af sjálfu leiðir að
japönsk áhrif fara vaxandi, þeir cru
fyrirmyndarþjóðin.
í Kína eru kommarnir vel þcss
vitandi, að almenningur lítur upp til
Japana því þaðan koma eftirsóttustu
gæði lífsins, lúxusvarningurinn. Kín-
versk yfirvöld hafa verið hvað harð-
orðust í garð söguskoðunar kennslu-
bókanna, en þeim er farið að verða um
og ó hvað japanskra áhrifa cr fariö
að gæta í Kína. Með þessu vilja
Kínverjar einnig leiða athyglina frá
margháttuðum erfiðleikum sem þeir
eiga við að stríða innanlands. Kínvcrskir
kommúnistar kæra sig ekkcrt um að
innrás og hernám Japana gleymist.
Áhrifavald Japana í efnahagsmálum
Asíu er mikið. Iðnaðar - og verslunar-
fyrirtæki í Taiwan, Singapore, Suður-
Kóreu, Filipseyjum og víðar eiga í
harðri samkcppni við Japani, sent
reyndar hafa gert aðra innrás í þessi lönd
eftir að þeir voru hraktir á brott í
stríðslok. Þeir hafa lagt undir sig
markaðina, bæði vöru - og fjármagns-
markaði.
Það er því ekki óeðlilegt að varað sé
við Japönum, þótt ekki sé nema í því
formi að þeir endursegi söguna sér í hag.
Vegna Hirosima eru Japanir álitnir
fórnarlömb hernaðar - og ekki upphafs-
menn ófriðar og yfirgangs.
Oddur Ólafsson
skrifar
Við opnum
verslanirútiálandi
Viltu vera með?
Á næstu vikum opnar Vöruhúsiö Magasín
útibú í ýmsum kaupstöðum úti á landi
Nú leitum við eftir áhugasömum aðilum sem geta séð um
daglegan rekstur á hverjum stað, og jafnframt gerst
meðeigendur okkar í ört vaxandi verslanakeðju.
Hér er tilvalið tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu sem
vill starfa sjálfstætt við eigið fyrirtæki.
Einnig gæti komið til greina samstarf við starfandi
verslanir sem áhuga hafa á að breikka vöruval sitt og
opna áhugaverða Magasín deild í versluninni.
Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjórar Vöruhússins
Magasín í síma 43677.
Vöruhús - vörulistaverslun
Auðbrekku 44-46, Kópavogi. Sími 4 36 77.
Staða iðnráðgjafa
Laus er staða iðnráðgjafa hjá Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga. Starf iðnráðgjafa er að efla
iðnþróun og hliðstæða atvinnustarfsemi á
Norðurlandi, í samstarfi við atvinnuaðila og
sveitarfélög, og að vera tengiliður við stofnanir
iðnaðarins og Iðnaðarráðuneytið. Æskilegt er að
umsækjandi hafi góða menntun á tækni- eða
verkfræðisviði ellegar á viðskipta- eða rekstrar-
sviði, og eða starfsreynslu á sviði rekstrar.
Upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri
Fjórðungssambands Norðlendinga og Halldór
Árnason, hjá iðnþróunardeild Iðntæknistofnunar
íslands. Umsóknarfrestur er til 17. október n.k.
Umsóknir skulu vera skriflegar. Farið verður með
umsóknir sem trúnaðarmál, ef óskað er.
Fjórðungssamband Norðlendinga
Bændur ath!
Eigum fyrirliggjandi hálfslitin vörubíladekk str.
825x20 og 900x20.
Hentug undir heyvagna.
Verð kr. 1500 pr. stk.
Ath! Birgðir takmarkaðar.
Bandag hljólbarðasólunin,
Dugguvogi 2,
sími 91-84111.
STÁL~ORKA~
sii»(}-(m;viiníkiumm8N()stan
Leigufyrirtæki
Höföar þjónusta okkar til
þín? Veltu því fyrir þér.
Við höfum yfir aö ráða þjónustubifreiö m/öllum bún-
aöi, sem viö getum sent hvert á land sem er ásamt
starfsmönnum. Er fyrirtaekiö þitt yfirhlaðiö verkefn-
um? Hefur þú oröiö aö vísa frá þór verkefnum vegna
mannaleysis?
Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum
þér tímabundna aöstoö. Athugaöu þaö!!