Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
mmn
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvœmdastjóri: Gfsli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelóslustjóri: Siguröur Brynjólfsson
Ritstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tfmans: Atli
Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Eirfkur St.
Eirfksson, Friörlk Indrlöason, Heiöur Helgadóttlr, Slguröur Helgason (fþróttlr), Jónas
Guömundsson, Krlstfn Leifsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elfn
Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Kristfn
Þorbjamardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Sföumúla 1S, Reykjavfk. Sfmi: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og
86392.
Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuöi: kr. 130.00.
Setnlng: Taeknidelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf.
Þögn ekki tekin gild
■ Begin forsætisráðherra ísraels hefur nú látið undan
kröfunni um að fram fari hlutlaus rannsókn á
fjöldamorðunum í flóttamannabúðunum í Vestur-Beirút.
Hann og Sharon landvarnarráðherra hafa þráast við að
rannsóknin fari fram og skýlt sér á bak við ónafngreinda
hægri menn sem frömdu ógnarverkin, og segja
ísraelsmenn hvergi hafa nærri komið og ekki vitað um
hvað fram fór í flóttamannabúðunum. Þessi afsökun er
ekki tekin gild einfaldlega vegna þess að ísraelski herinn
hertók borgarahlutann eftir að skæruliðar Palestínu-
manna voru fluttir á brott.
Þeir sem hernema svæði, land eða borg, bera ábyrgð á
svæðinu og íbúum þess á meðan hernámið varir. Þeim
ber að vernda íbúa þess og framfylgja þeim herlögum sem
þeir sjálfir setja. Það er staðreynd sem ekki verður á móti
mælt að ísraelski herinn hleypti morðsveitunum inn í
búðirnar og veitti íbúum hernámssvæðisins ekki þá vernd
sem þeim bar. Hægt er að deila endalaust um hvort
ísraelskir hermenn, hershöfðingjar eða stjórnmálamenn
hafi vitað hvað fram fór í Chatil^ og Sabra. En þeirra er
ábyrgðin þótt fjöldamorðingjarnir komi úr röðum Líbana
sem játa kristna trú að nafninu til.
Líbanon er hart leikið eftir margra ára borgarastyrjöld
og innrásir erlendra herja. Palestínumenn eru langt frá
því að vera saklausir af þeirri ógnaröld sem þar hefur
geisað. Þeir hafa sest að í landinu og ástundað hejnað við
íbúa þess og notað það sem bækistöð til árása á ísrael og
yfirleitt farið sínu fram án tillits til líbanskra borgara, eða
réttinda þeirra í eigin landi. Til þess voru þeir studdir af
öflugum öfgamönnum og auðugum ríkisstjórnum. Það er
kaldhæðnislegt að landlaus þjóð, sem ásaicar aðra um að
leggja undir sig land hennar, skuli gera sig seka um slíkt
athæfi.
Það eiga margir í Líbanon um sárt að binda vegna
hernaðar í þeirra eigin landi. Þar er margt hrakningsfólk
sem rekið hefur verið frá heimilum sínum og borgum og
margir hafa misst ástvini í átökum margs kyns afla sem
verið hafa viðvarandi í rúm sex ár. En að hefna harma
sinna á fólki sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér og
búið var að heita griðum, eru grimmdarverk sem ekkí er
hægt að réttlæta, og ekki líklegt til að leysa nein þau
vandamál sem að líbönsku þjóðinni steðja.
ísraelsmenn hafa mátt þola innrásir öflugra nágranna-
ríkja og viðbjóðsleg hermdarverk skæruliða. Þeir hafa
rekið allt árásarlið af höndum sér til þessa og hefnt
hermdarverka. Þeir hafa átt vísa samúð og stuðning
vestrænna þjóða til að viðhalda ríki sínu og vernda það.
Án þess stuðnings er vafasamt að ísrael væri enn á
landakortinu. Að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem
það er nú.
Ef rétt er að ísraelsmenn hafi vitað hvað fram fór í
flóttamannabúðunum þegar fjöldamorðin áttu sér stað er
það ótrúleg pólitísk flónska að láta voðaverkin
viðgangast, að siðferðinu slepptu. Hernaðarsigrar vega
lítið upp á móti þeim álitshnekki sem ísraelar hafa beðið
vegna þessara atburða. Þeir vita það sjálfir. Heima fyrir
hefur verið efnt til mikilla mótmælafunda og ljóst er að
mikill meirihluti þjóðarinnar er felmtri og harmi sleginn.
Það er niðurlægjandi fyrir gyðinga að ríkisstjórn þeirra
og her skuli vera bendlaður við fjöldamorð á varnarlausu
fólki í flóttamannabúðum. Saga þeirra sjálfra leyfir ekki
slíkan blett.
Það er engin Jausn á vanda Palestínumanna að myrða
þá. Og framtíð ísraels getur ekki byggst á því að fara með
hernaði á hendur nágrannaþjóðum, þótt þeir hafi sjálfir
Íiurft að verja hendur sínar. Og það verða ráðamenn í
srael að skilja, að samúð og stuðningur vestrænna þjóða
á sér takmörk. Glæpaverk verða ekki réttlætt með öðrum
glæpaverkum, og ofsótt þjóð réttlætir ekki tilveru sína
með því að ofsækja aðra.
Það er siðferðileg skylda ísraelsmanna að láta fara fram
óháða rannsókn á fjöldamorðunum og leiða hina seku
fram í dagsljósið.
OÓ
9
á vettvangi dagsins
gróóur og garóar
Um hrossaeign
íslendinga
eftir Gfsla Kristjánsson
■ „Ég fæ ekki betur séð en að landi
okkar og þjóð væri til velfarnaðar stefnt
með því að rýra hrossastofninn hið
fyrsta um svo sem 25% , en þá þarf að
finna markað fyrir kjötið. Með því að
slátra á einu ári svo sem 13.000 hrossum
yrði til kjöt sem nemur 2.300 tonnum að
minnsta kosti“.
■ í fyrri grein minni um hrossaeign
íslendinga, er birtist í Tímanum þann
15. sept s.l., færði ég á vettvang þær
tölur, sem skýrslur Forðagæslunnar gáfu
til kynna í árslok 1981, samkvæmt
talningu og færslu forðagæslumanna um
allt land.
Pær tölur tjáðu, að í þorpum,
kaupstöðum og höfuðborginni, hafi þá
"verið 8.400 hross, í sveitum 44.600 hross
og því á landinu öllu 53 þúsund hross
samtals. Af þessum hópi voru um 14.700
gripir yngri en fjögurra ára, eða 10.500
tryppi og 4.200 folöld. Yfirgnæfandi
meiri hluti ungviðisins er að sjálfsögðu
í sveitunum og þá einkum þar sem
hrossaeign og stóðhross eru ríkjandi.
Þess gat ég í lok máls míns, að hvort
sem hrossahópurinn er 53 eða 55 þúsund
sé hann allt of stór, að ekki sé talað um
ef hann í reynd er um 60 þúsund eins og
orðrómur vill vera láta.
Skal nú að þessu efni vikið nánar.
Sporthrossin
Skýrslurnar segja, að í bæjum og
kaupstöðum séu um 8.400 hross, þar af
um 7.500 eldri en fjögurra vetra. Skil á
milli sveita og kaupstaða eru óljós í
þessum efnum því að til sumra
kaupstaðanna teljast nokkrar eða marg-
ar bújarðir þar sem hrossaeign er
vafalaust að nokkru á sviði sport-
mennsku.
Um hrossaeign og sportmennsku er
ekkert nema gott að segja. Það er
heilbrigt hlutverk æskunnar að hafa
samskipti við skepnur, yfirleitt, og þá
ekki síst við hestamennsku, það er
þroskandi íþrótt á vissu sviði ekkert
síður en ýmsum öðrum.
Um aldir var hesturinn aðal sam-
göngutækið hér á landi scm klyfjahestur
og reiðhestur. Klyfjahesturinn - og
síðan vagnhesturinn - er skráður á
spjöld sögunnar og eftir að Ijósmyndun
kom til skjala komu myndirnar til
viðbótar svo að sá þáttur er þekktur þótt
yngsta kynslóðin þekki þau atriði ekki í
reynd.
Reiðhesturinn var ferðatæki manns-
ins þegar leiðin lá milli bæja, milli
byggða eða um landið þvert og
endilangt. Um allar aldir hafa hópreiðir,
skemmtifarir og langferðir, verið stund-
aðar, og í öllum tilvikum treyst á hæfni,
fjör og þol hestanna.
Sportmennska og hestamennska hef-
ur um allar aldir Islands byggða verið
íþrótt og dægrastytting. A okkar tímum
eru íþróttir á þessu sviði jafn eðlilegar
og sjálfsagðar og fyrrum, og til viðhalds
stofnstærð hrossa til þessara hlutverka
þarf auðvitað hóp ungviðis. En hve
stóran? - Það er segin saga, að ekki eru
allir sporthestar réttnefndir gæðingar
með tilliti til vilja, gangvissu og þols, en
þeir geta verið sporthestar þrátt fyrir
það, enda þurfa þeir að þjóna fólki frá
barnsaldri til æruverðra öldunga. Því
má vel vera að fjöldi sporthesta, eldri
en fjögurra vetra, sé ekki bara 7.500
heldur svo sem 10.000 samtals. Fag-
menn á svið sportmennskunnar telja, að
sporthestarnir þjóni hlutverkum á aldr-
inum fjögurra til fimmtán ára, eða svo
sem 11 ár að meðaltali. Hæfilegt árlegt
viðhald 10 þúsund hrossa muni þá vera
900 ungviði til ásetings, en það segir 4 x
900 ungviði (folöld og tryppi) til viðhalds
þeim stofni. Séu sporthrossin 12 þúsund
þarf auðvitað að sama skapi meira til
viðhalds.
Nú er það auðvitað, að nokkru stærri
hóp en hér um ræðir, þarf til þess að
fullnægja óskum allra, ungra og
gamalla, til þess að allir fái hesta við
hæfi. Svo skulum við gera ráð fyrir
vanhöldum af ýmsu tagi, þau eru alltaf
einhver þótt fullyrða megi að íslenski
hesturinn sé hraustur og heilsufar hans
í besta lagi almennt talið.
Slys henda hér og þar og svo verður
til - þrátt fyrri vel rekna kynbótastarf-
semi - nokkur hópur ungviðis, sem
kemur í úrkast og dæmist lítt eða ekki
hæfur til að þjóna sportmennskunni.
Þrátt fyrir vel reknar kynbótastöðvar,
vel heppnaðar tamningar, víðfeðma
Útflutningur hrossa
Víst var útflutningur íslenskra hrossa all
umfangsmikill það tímabil, sem þau
voru notuð til dráttar í breskum
kolanámum. En gott var að það notagildi
þvarr.
Útflutningur íslenska hestsins á
síðari árum, eða að lokinni heimsstyrj-
öldinni 1940-1945, hefur einvörðungu
miðast við sportmennsku innan hópa
nokkurra þjóða, sem litið hafa íslenska
hestinn hýru auga til þeirra þarfa og
sumir hafa lagt stund á ræktun hans í
sama skyni.
Um skeið nam útflutningur mörgum
öldudal og enginn veit hvort við erum
þar í botni - líklegt að svo sé, en enginn
veit hve víður og breiður botninn verður.
Sá spádómur, að senn verði eftirspurn
eftir kynbótafolum til viðhalds auðkenn-
um og einkennum íslenska hestsins á
erlendri grund, er hugsanlegur, en mjög
ólíklegt að hann rætist, nema ef vera
skyldi í óverulegum mæli, svo að sá
þáttur verði aldrei nema veikur liður í
hrossabúskap okkar og í þjóðarbúskapn-
um svo visið atriði, að fram hjá því
ýlustrái er víst óhætt að horfa.
Túlkun á framsýni erlendra áhuga-
manna á þessu sviði, getur reynst
glapsýni, því miður, en túlkun á reynslu
starfsemi hrossaræktarfélaganna og
ráðunautaþjónustu, má víst gera ráð
fyrir svo miklum afföllum, að allt að
1500 folöld þurfi að setja á vetur árlega
til viðhalds umræddum stofni til
sportmennsku.
Ef við segjum að reiðhestahópurinn
sé 10-12 þúsund í landinu ætti að vera
hæfilegt til viðhalds honum að hafa í eldi
4 x 1500 = 6000 ungviði (tryppi og
folöld) og þessi stofn samtals mundi þá
telja um 16-18 þúsund höfuð á fóðrum
árlega, miðað við eðlileg afföll.
Þau viðhorf sýnast ríkjandi um þessar
mundir, að við notum ekki hross til
bústarfa svo að reiðhestarækt og
reiðmennska eru þau einu viðhorf
hestamennsku, sem við blasa í nánustu
framtíð.
Ég vil engu spá um vöxt og viðgang
þessa þáttar hér um komandi ár.
Mér skilst að hnignun sé fjarri lagi á
þessu sviði, en tæplega held ég að
hrossum fjölgi í þágu sportmennsku í
bæjunum fram yfir það sem nú er. Hún
er í tísku og tískan er jafnan tímabundin.
hundruðum árlega til nefndra nota í
ýmsum löndum, að nokkru sem leikföng
bama og unglinga en þó aðallega sem
reiðhestar þar sem fjör og sérleg
ganghæfni var metið til tekna í fyrstu
röð. Þetta gerðist á því skeiði er
efnahagsleg velgengni ríkti meðal
Evrópuþjóða og stofnun félagsskapar
um íslenskan hest, ræktun hans og
nýtingu á sviði sportmennskunnar, varð
dagskrármál vissra hópa og eiginlega
tískufyrirbæri.
Um það blandast engum hugur, er til
þekkja, að þeir neistar og glóðir, sem á
umræddu tímabili lifnuðu hingað og
þangað í Evrópu, nærðust ríkulega fyrir
atbeina og eldlegan áhuga þáverandi
hrossaræktarráðunautar okkar, sem á
því skeiði lagði fram þekkingu sína og
atorku til framdráttar þessum máium.
En tískan er jafnan tímabundin. Nú er
stöðnun orðin á þessu sviði, sem gleggst
má ráða af því, að árið 1980 voru aðeins
um 250 hross flutt úr landi, árið 1981 um
250 og á fyrri helmingi þessa árs aðeins
64 hross. Hér erum við á ferð niður í
Hrossakjötsframleiðsla Menning og ómenning
frá tímabilinu milli styrjaldanna frá
1918-1940 ætla ég að sé miklu raunhæfari
grundvöllur að undirstöðum um
sannspár í þessum efnum. Á því tímabili
var hér og þar efnt til nýrra ættstofna og
kynja meðal grannþjóðanna og því
spáð, að í fastar rásir væri mótuð hin
nýju viðhorf hrossaræktar. En hlutirnir
snerust á annan veg. Nýtt blóð þurfti
aðeins í örlitlum mæli til þess að
viðhalda stofnum og festa eftirsótt
auðkenniætta hverju sinni.Hér er ekki
um hrakspá að ræða þótt sagt sé, að
útflutningur íslenskra kynbótahesta í
framtíðinni, til þess að treysta tilveru og
öll sérkenni íslenskra hrossa meðal
annarra þjóða, reynist óverulegur,
jafnvel hverfandi. Það eru ummæli,
byggð á forsendum fyrri tíma reynslu.
Sagan endurtekur sig.
Það er eðlilegt að líta á hlutina í ljósi
reynslunnar.
Og svo geta víst allir orðið sammála
um, að íslenskir hestar verða ekki
orkugjafar til bústarfa erlendis þó að
aðrar orkulindir þrjóti þar, eða teljist of
dýru verði keyptar.
Spyrja má næst í hvaða tilgangi við
höfum nú svo sem 53 þúsund hross þegar
sannanlega þarf ekki til nota nema svo
sem 16 þúsund og í hæsta lagi 18 þúsund
í þágu sportmennskunnar og viðhalds
hennar.
Núverandi hrossastofn þarf til
næringar svo sem 66 milljónir fóðurein-
inga um árið og ungviðið þar að auki til
vaxtar svo að ársþörfin er í kring um 70
milljónir F.E. Auðvitað er vetrarfóðrið
aðeins hluti þessa magns meðan á
húsvist stendur, en yfirgnæfandi meiri
hluti ársfóðursins er sóttur á beitilandið
bæði vetur og sumar. Sumt af þeirri beit
er vel fengin og til engar landsrýrðar,
annarsstaðar stefnir stóðbeit til umtals-
verðs öngþveitis í landgæðum, jafnvel
landspjalla ef ekki ördeyðu.
Með þau viðhorf í huga er eðlilegt að
spurt sé hvaða tilgangi það þjóni að hafa
hópa hrossa snöltrandi á hagleysum
tímum saman, þegar ekki er einu sinni
þörf fyrir hrossakjöt í hákarlabeitu, til
kjötvinnslu er það lítt eftirsótt, að
minnsta kosti hérlendis og þótt nú hafi
opnast smuga um stund til innflutnings
í Frakklandi, eru það smámunir, sem
þar virðast létta á birgðamagni því, sem
hér hefur safnast og sýnist að aukast
muni með þeirri stofnstærð, sem nú
ríkir.
Eins og horfir breytist þá gróður
landsins í hrossakjöt og húðir, er auka á
þann vanda, sem á öðrum framleiðslu-
sviðum blasir við.
Ekki er óeðlilegt þótt spurt sé hvort
frekari og víðari viðskipti muni unnt að
móta í Frakklandi og þá má einnig
spyrja hvort til séu þeir aðiljar, sem færir
séu um að rjúfa þá múra, sem
Belgíubúar hafa hlaðið um sig til að
takmarka eða hindra innflutning
hrossakjöts, en kunnugt er að þeir og
svo Frakkar eru öðrum fúsari til að neyta
hrossakjöts.
Ég fæ ekki betur séð en að landi okkar
og þjóð væri til velfarnaðar stefnt með
því að rýra hrossastofninn hið fyrsta um
svo sem 25%, en þá þarf að finna
markað fyrir kjötið. Með því að slátra
á einu ári svo sem 13.000 hrossum yrði
til kjöt sem nemur 2.300 tonum að
minnsta kosti. Á markaði milljónaþjóða
er það ekki stór skammtur og bara lítill
miðað við þann skerf, ser umræddar
þjóðir gleyptu við þegar Danir breyttu
um og tóku vélarnar í þjónustu
landbúnaðarins og förguðu hrossunum,
sem fyrr var aflgjafi bænda. Þá voru
engin takmörk fyrir lyst Frakka og Belga
á kjöti af bikkjum og jálkum, semfargað
var og fóru beina leið á markaðinn hjá
þessum þjóðum.
Fyrir löngu var um það rætt að rækta
hér reiðhestakyn og dráttarhross.
Síðamefnda viðhorftð er eðlilega úr
sögunni og hæpið að það viðhorf opnist
aftur. En hvað um holdahross?? Á það
heyri ég enga minnast, en ekki er
ósennilegt að með sannri ræktun
stóðsins til kjötframleiðslu mætti auka
fallþunga og gæði neyslukjöts, t.d. með
betri fóðrun á vaxtarskeiði og með úrvali
í kynbótastarfi.
Ef á annað borð yrði um að ræða
nýtingu og not afurðanna í þessu skyni,
mundi ræktun og nýting stofnsins verða
starfrækt að öðmm leiðum en nú gerast
þegar stóðinu er ætlað að bjarga sér að
verulegu leyti án aðhlynningar í blíðu
og stírðu eins og nú viðgengst of víða -
allt of víða, segja sumir.
Er hægt að tala um menningu og/eða
ómenningu í þeim efnum, er hér að
lúta?? - Því ekki það??
í samskiptum við búféð verður
mannúð skilyrðislaust að teljast til
menningarviðhorfa. Stundum getur það
orkað tvímælis hvort samskiptin við
útigangshrossin tjá mannúð og miskunn-
semi af hálfu eigenda og umhverfis. Til
menningar telst ótvírætt þegar vit og vilji
sameinast til þess að efla kosti gripanna
og sýnd er alúð við eflingu stofnsins,
kosti hans og meðferð til bóta í þjónustu
hlutverkanna. Kynbótastörf, ráðunauta-
;þjónusta, tamnigar og fleira er þjóna
skal tilganginum, telst vafalaust til
menningarmála.
„Hraksmán hrossabænda" var yfir-
skrift á grein, sem birtist í Tímanum
þann 10. febrúar á ár. Þar var farið
ómjúkum orðum um hátterni hrossa-
bænda og sé það sannmælt allt, er það
stendur, er þessi grein búfjárbúskapar
íslendinga á villigötum, enda arðurinn
„minni en enginn" stendur þar.
Eg hef ekki heyrt um né lesið nein
andmæli eða önnur ummæli gagnvart
því máli, er það var túlkað og var þó
sumt til lítils vegsauka þeim, sem eiga
stóð og stunda hestamensku af líku tagi.
Sumt af því, er þar var dregið fram í
túlkun höfundarins, má vel vera að séu
sannmæli, svo sem að því fari fjarri að
allir eigi hús yfir hópinn. Sé svo varða
þau efni við lög, svo sem kunnugt er.
Þar var áreiðanlega líka slegið á
falskar nótur svo sem tölu hrossa á vetur
sett og sérstaklega um fjölda folalda í
sumarhögum til viðbótar stofninum.
Það getur ekki staðist að þau hafi
nokkurt sumar verið 20 þúsund, það
væri rúmlega folald á hverja einustu
hryssu í landinu eins og þær voru við
talningu í árslok 1981. Það getur alls
ekki staðist. 50% frjósemi eða 10.000
fölöld mundi vissulega sanni nær. Þar
með er ekki sagt að allt annað í nefndri
grein sé svo fjarri sanni sem þetta atriði.
Frá tilgreindu landsvæði voru önnur
tíðindi færð á vettvang. En þá var um
leið höggvið nærri vanrækslu höfundar
og annarra aðilja, sem vita um vanhöld
af völdum horfellis án þess að tjá
löggæslunni staðreyndir í þeim efnum.
Þeir, sem horfa á eða vita um
staðreyndir af því tagi, hilma yfir lögbrot
á sviði dýravemdunar að minnsta kosti
og spuming þá hvort þeir gerast
samsekir eða ekki. Frammistaða af því
tagi hefur stundum verið stimpluð sem
meðsekt við athæfin.
Á mína vegu hafa stöku sinnum borist
kærur um lagabrot af líku tagi, sem í
ljósi lögfræðinnar mundu verið hafa
stimpluð til meðsektar ef ekki hefðu
verið tekin til viðeigandi meðferðar og
úrbóta. Hér skal þeim ámælum ekki
hnekkt, sem í nefndri grein em túlkuð,
en sé þar ekki málum hallað þarf margt
að laga á sviði hrossaræktar og
hestamennsku. Og þegar öllu er til skila
haldið er það öruggt, að arðsemi
hrossaræktarinnar reynist vænlegri verði
stofninn rýrður stórlega á komandi ámm
og sannri ræktun sinnt í miklu fyllri mæli
en nú gerist á breiðum vettvangi. Og að
lokum skal fullyrt, að á þeim svæðum
sunnanlands, sem hrossamergðin er
mest, mundi gæði tandsins betur
varðveitt í framtíðinni með notkun og
nýtingu af öðm tagi, en það er mál útaf
fyrir sig, sem túlka mætti undir allt
annarri yfirskrift en þeirri, sem
hestamennsku, stóðeign og hrossarækt.
■m
m
■ Túnfífill. Fallcgur, blöðin æt, úr blómunum má brugga!
Grasöl og fífilvín!
■ Flestir hafa heyrt um
hvannarótarbrennivín og eini-
berjabrennivín (genever, gin
o.fl.) Rót og ber aðallega til
bragðbætis. Vallhumalsblóm
látin í brennivín í lækninga-
skyni, sár þvegin úr leginum
o.s.frv. Víkjum að grasaöli.
Það hefur sennilega verið
lengi þekkt hér, en fremur
fágætt samt. Margir hafa
heyrt nefnda Þóranni grasa-
konu, þ.e. Þórunni Gísladótt-
ur, sem lengi bjó í Kálfafells-
koti í Fljótshverfi, en síðar á
Austurlandi og síðast í
Reykjavík. Varð 92 ára. í
tímaritinu Hlín 1961 birtir
Jóhanna Jónsdóttir frá Seyðis-
firði m.a. uppskrift Þórunnar
af grasaöli. Jóhanna hefur
orðið:
„Þórunn kenndi líka þeim
sem vildu, eða nenntu, að búa
til grasaöl. í það var haft
hrútaberjalyng, aðalbláberja-
lyng, ljónslöpp, maríustakk-
ur, velantsurt (garðabrúða)?,
jakobsfífill, helluhnoðri, lit-
unarmosi, álftakólfur. Allar
voru jurtirnar þvegnar vel og
soðnar, sem svarar 20 mínút-
um, síaðar og látið í mikið af
púðursykri, látið svo kólna,
hellt á flöskur, eða í eikar-
kúta. Þetta er látið gerjast í
10-14 daga, er þá ágætt öl,
freyðandi, bragðgott, hress-
andi og nærandi. - Við
höfðum það með mat og við
þorsta. Ég átti góðan eikarkút
með réttum útbúnaði, krana
og sponsi, því ég hafði áður
alltaf bruggað heimilisöl
(hvítöl) úr malti og humlum,
sem alltaf fluttist í verslanir
og var mikið notað á Seyðis-
firði áður fyrr.“
Ekki er getið um magn eða
hlutföll tegunda og fleiri
grasaölsuppskriftir munu
vera til.
Jóhanna kynntist Þórunni
á Seyðisfirði árið 1916. Þór-
unn stundaði mikið grasasuðu
og smyrslatilbúning. Var
lengi ljósmóðir og vön með-
ferð lyfja.
Vín úr fífilblómum.
Allir þekkja túnfífil, enda
er hann ein hin fegursta jurt í
blómi og blöð hans góð í
salat. Hægt að brugga létt vín
úr blómunum, enda eru þau
hunangsrík. Læt hér fylgja
sænska uppskrift fífilvíns:
Þegar búið er að tína blómin
(fífilkörfumar) eru stönglar
og grænu reifablöðin neðan á
tekin burt. Blómin gulu eru
látin í kmkku og hellt á
sjóðandi vatni. Síðan er ílát-
inu (kmkkunni) lokað oginni-
haldið látið trekkja í sólar-
hring. Þá er síað. Talið að
3 kg. hreinsaðra fífilblóma
þurfi í 10 1 víns. Er þá hellt
á 7 1 af hinu sjóðandi vatni,
sem fyrr var nefnt. Síaðri
saftinni er hellt í glerflösku
eða annað ílát, ásamt 3 1
vatns í 2 kg af sykri,ef gera
skal „rhinskvín“, en 3 kg
sykurs til „heitvíngerðar“.
Ger og næringarsölt (t.d.
ein teskeið af ammoníum-
karbónati) sett í. Gerjun
o.s.frv. á venjulegan hátt.
Hægt er að nota saman
fífilblóm og rabarbara við
víngerðina, jafnmikið af
hvom.
Ingólfur Davíðsson
skrifar