Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
5
Ráöast þurfti í dýrar framkvæmdir vid nýja
einangrun hitaveitugeymanna í Öskjuhlið:
VIÐGERÐflRKOSTN-
AÐUR 2 MILUONIR
■ „Menn vissu bara ekki betur þegar
gengið var frá þessum þökum á sínum
tíma, en víst hefur þetta ekki reynst að
öllu leyti eins vel og við hefðum óskað.
Það ber þó að hafa í huga að geymarnir
eru um 15 ára gamlir, svo þetta er ekki
svo mjög slæm ending,“ sagði Jóhannes
Zöega, hitaveitustjóri er hann var
spurður hvort mistökum væri um að
kenna að ráðast þurfti í dýrar fram-
kvæmdir við nýja einangrun á hitaveitu-
geymunum við Öskjuhlíð í sumar.
Jóhannes sagði þama um að ræða nýja
þakklæðningu á geymunum - blikk-
klæðningu - sem orðin var lek og tréverk
fúið. „Það sýndi sig að ekki var hægt að
nota þessa klæðningu á svo litlum
þakhalla. þannig að hún var endurnýjuð
á sama hátt og gengið var frá geymunum
uppi í Grafarholti." Auk þess 'sagði
Jóhannes hafa verið gert við klæðningu
annars geymisins, sem bilaði í fárviðri
fyrir nokkrunt árunt. Kostnað við þessar
framkvæmdir allar kvað hann vera um
2 miiljónir króna.
- HEI
»g|| 7rT~
phíiu
■ Hitaveitustjóri kvað viðgerðirnar ekki í beinu sambandi við betri hitanýtingu á vatninu, heldur fyrst og fremst til að verjast
hugsanlegu tjóni, þar sem klæðningunni eins og hún var hefði vart verið treystandi í miklu hvassviðri, eins og alltaf má búast
við hjá okkur. Tímamynd Róbert.
Glitaugu í miklu úrvali.
Nýkomnir efripartar á Land/Rover hurðir
Vinnuljós
Snúningsljós
Vörubílaljós
LJÓSUM
Autobianchi A 112
Fíat 127
V.W. 1300-1303
V.W. Golf
V.W. Passat
Póstsendum
Erum fluttir í Síðumúla 8
BILHLUTIR H/F Sími
3 83 65.
Nýir bílar — Notaðir bílar
Leitid
upplýsinga
m
ÞU KEMUR -
OG SEMUR
BÍLASALAN BUK s/f
SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVfK
S(MI: 86477
Áttrædur
maður varð
fyrir
strætisvagni
■ Áttræður maður slasaðist alvar-
lega þegar hann varð fyrir strætisvagni
vestariega í Hafnarstræti í Reykjavík
laust fyrir klukkan 11 í gærmorgun.
Maðurinn var á gangi frá Steindórs-
pianinu suður yfir Hafnarstrætið og
ienti hann á hægra framhorni strætis-
vagnsins, sem var að koma af
Vesturgötunni. Hentist hann í götuna
við höggið og er jafnvel talið að hann
hafi höfuðkúpubrotnað. Hann mun
þó ekki í lífshættu.
Mjög fullkominn sjúkrabíll, scm
nýlega var tekinn í notkun, sótti
manninn á slysstað. Með sjúkrabíln-
um voru læknir og hjúkrunarkona og
að sögn lögreglunnar í Reykjavík korn
það sér mjög vel, því eftir slysið varð
gamli maðurinn órólegur og þurfti að
fá róandi sprautu.
- Sjó.
Eldur í
gamalli
veiðarfæra-
geymslu
■ Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt
að skúr neðan við Starhaga í Reykjavík
laust eftir klukkan 16 í gær.
Þar hafði eldur brotist út í drasli,
gömlum veiðarfærum og öðru slíku.
Þegar komið var á vettvang, var
eldurinn í þann mund að festa sig í
gömlum bragga. sem er sambyggður
skúrnum. Slökkviliðinu tókst að koma í
veg fyrir að eldurinn breiddist út í
bragganum, en hins vegar skemmdist
skúrinn nokkuð ntikið.
Eldsupptök eru ókunn.
- Sjó.
Tvær hlöður í sveit brenna með
stuttu millibili:
Lögboðin trygging
ekki á þeim húsum
sem brunnu
„Bændurnir stæðu uppi bóta-
lausir ef þeir hefðu ekki keypt
sér frjálsa brunatryggingu á
þeim tíma sem hún var frjáls”
■ „Tvisvar sinnum á skömmum tíma
hefur komið frant að engin lögboðin
trygging er á útihúsum í sveitum sem
hafa brunnið. í fyrra skiptiö var það á
bænum Hcllnaholtum í Hrunamanna-
hreppi og í það síöara á Efra Ási í
Hjaltadal. Ef ekki hefði veriö fyrir
fyrirhyggju bændanna, stæðu þeir nú
uppi bótalausir.“ .
Þetta sagði Héðinn Emilsson, deildar-
stjóri hjá Samvinnutryggingum í samtali
við Tímann. Sagði hann ennfremur, að
tveggja ára gö.mul lög um bruna-
tryggingu allra húsa samkvæmt bruna-
bótamati væru ekki næstum alls staðar
komin í framkvæmd. Sérstaklega ætti
það við í sveitum landsins.
„Bændurnir sem hér um ræðir höfðu
báðir keypt sér frjálsa brunatryggingu á
þeim tíma meðan frjálst var að kaupa
tryggingu hjá þeim sem haná bjóða. Sú
trygging er auðvitað bótaskyld, sam-
kvæmt því mati sem forystumenn bænda
gera á fóðri og útihúsum. Það er
nefnilega eitt að setja lög og annað að
fara eftir þeim," sagði Héðinn.
Héðinn sagði, að öll framkvæmd laga
um brunatryggingu húsa væri mjög
mislukkuð. Fólk treysti í mörgum
tilfellum á kerfið, sem síðan brygðist
þegar á reyndi.
- Sjó.
BilaleiganAS
CAR RENTAL
29090
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsimi: 82063
Auglýsið í Tímanum
Westinghouse
hitavatnsdunkar
Höfum fyrirliggjandi Westinghouse
hitavatnsdunka í 4 stæróum:
TR 221 20 gallon - 80 lítrar
TL 522 52 gallon - 200 lítrar
TL 622 66 gallon - 250 lítrar
TL 822 82 gallon - 300 lítrar
Vandlátir velja Westinghouse
KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ
vió veitum allar nánari upplýsingar.
Kaupfélögin um allt land
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900