Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEDD
H
Skemmuvegi 20 - Kopavogi
Simar (91)7-75-51 & 7-80-30
Varahlutir
Mikið ún/al
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
V
labriel
HÖGGDEYFAR
QJvarahlutir
Armiíla 2-1
Simi 36510
■■■
SísPpEaiÍiiöi
■ Hann er kallaður Vatna-Brandur og
sumir segja hann mesta slóða á Islandi.
En það er allt í góðu, enda maðurinn
löngu þjóðkunnur fvrir baráttu sína
gegn vötnunum miklu undir jöklunum
stóru í þágu vegagerðar á íslandi.
Brandur Stefánsson, fyrrverandi vega-
verkstjóri hjá Vegagerðinni er nú
hættur að berjast gegn jökulánum og
leggja vegarslóða, en situr þess í stað á
friðarstóli í hcimabyggð sinni Vík í
Mýrdal. Flestar ef ekki allar árnar sem
Brandur hefur háð hildi við undanfarna
áratugi eru nú brúaðar og sjálfur segist
Brandur bara dútla heimavið...
- Ég hætti fyrir rúmum fimm árum
hjá Vegagerðinni, enda orðinn of gamall
í árum talið, en þá hafði ég starfað við
vegagerðina í 35 ár, segir Brandur í
samtali við Tímann.
-Áður en Brandur Stefánsson hóf
störf hjá Vegagerð ríkisins, annaðist
hann m.a. áætlunarferðir á milli Víkur
og Reykjavíkur í samvinnu við Steindór
Einarsson, „bílakóng“ eins og Brandur
nefnir hann.
Sólarhringsferð til
Reykjavíkur
-Ég kom með fyrsta bílinn til Víkur
árið 1937. Þetta var ekta gamli Ford,
Vatna-Brandur Stefánsson, ásamt vegaeftirlitsmanninum Þórði Búasyni hjá Rafmagnsveitum ríkisins.
Tímamynd Sigurjón Valdimarsson
„OPNUN HRINGVEGARINS
STORKOSTlfGT ÆVINTYR
— segir Vatna- Brandur Stefánsson, fyrrverandi vegaverkstjóri í Vík
pallbíll og ég flutti hann sjóleiðis með
Skaftfellingi, sem þá var í ferðum á milli
Reykjavíkur og Víkur í Mýrdal. Fyrsta
árið sem ég hafði bílinn gat ég nú ckki
kcyrt mikið út fyrir plássið, en ég komst
þó 15 kílómetra vcstur fyrir Vík, en þar
stöðvaði Hafursá í Mýrdal mig. í
austuráttina komst ég svo enn skemur
eða aðeins fimm kílómetra. Þá tók við
Kerlingardalsá í Hvammshreppi og
sagði hingað og ckki lengra. Ég fékk
þennan bíl mcst til að aka varningi frá
sjó til verslana, en áður hafði allur
varningurveriðflutturmeð hestvögnum.
Síðar cftir að ég lærði betur á árnar tók
ég upp fastar áætlunarferðir á milli
Víkur og Reykjavíkur í samráði við
Stcindór Einarsson. Við höfðum þann
háttinn á að ég ók fólkinu vestur aö
Markarfljóti, en þaðan varð að fara á
hestum yfir Markarfljót, Ála, Áföll og
Þverá, um 15 kílómetra leið, en þar tók
Steindór við og ók fólkinu til
Rcykjavíkur, segir Brandur, en þetta
var árið 1928 og tók ferðin milli Víkur
og Reykjavíkur í þá tíð nærri heilan
sólarhring.
Það var svo síðar að Brandur fékk
viðurnefnið Vatna-Brandur, sem festst
hefur við hann.
- Ég fékk þetta viðurnefni vegna
baráttunnar við vatnsföllin, segir
Brandur.
- Ég fór fljótlega að fikra mig út í
árnar og það var svo árið 1928 að ég
komst fyrst á bílnum aila leið að
Markarfljóti sem var stór áfangi í þá tíð.
I austurátt komst ég svo lengi vel ekki
lengra en í Skaftártunguna, að
Tungufljóti og Eldvötnum. En þetta
hafðist svo allt á endanum og það var
ekki svo mörgum árum síðar sem ég
komst alla leið í Skaftafell og enn austar
með vörubíl og veghefil.
Sem fyrr segir eru þær orðnar nokkrar
slóðirnar sem Brandur Stefánsson hefur
lagt um ævina, en hann hefur þó aldrei
ofmetnast af þeirri gáfu sinni að geta lagt
vegi betur en flestir aðrir og kunnugir
segja að Brandur Itafi aldrei orðið það
mikill að hann hafi ekki haft efni á að
þiggja ráð frá heimamönnum á þeim
stöðum sem hann hefur lagt vegina á.
- Já ég hef kappkostað að halda góðu
sambandi við fólkið sem þekkir landið
og ég tel það líka frumskilyrði að það sé
haft mcð í ráðum, segir Brandur.
Nokkru áður en rætt var við Brand hafði
hann hlaupið í skarðið í eina viku við
gerð vegar sem liggja á með svokallaðri
Suðurlínu frá Sigöldu að Prestbakka á
Síðu.
- Þetta verður góður vcgur, fær öllum
þungum bílum og um fjörutíu kílómetra
langur, en það er blóðugt að hann skuli
engum koma að gagni í framtíðinni
nema þá Rafmagnsveitum ríkisins, segir
Brandur. Greint var frá þessari
vegagerð í Tímanum í gær og eins og
þar kemur fram verða engar brýr á
veginum og ástæðan fyrir því að hann er
lagður í stað þess að Fjallabaksleið sé
endurbætt rnun vera sú að raflínan má
ekki sjást frá „túristaveginum“Fjalla-
baksleið af náttúruverndarsjónarmið-
um.
- Þetta er sorglegt dæmi um að lítil
sem engin samráð hafa verið höfð við
þá sem þekkja til staðhátta, segir
Brandur og bendir á að honum hefði
aldrei dottið í hug að hugsa einu sinni
um svona vegaframkvæmd án þess að
tala við þá menn sem fara þarna um
mörgum sinnum á ári, bæði í göngur og
annað.
peningum sem hægt er að ausa í allt það
sem fólki dettur í hug, segir Brandur og
það er greinilegt að honum sárnar öll
óráðsía varðandi vegaframkvæmdir.
- Við eigum skilið að hafa góða vegi
héma á Suður- og Suð-Austurlandi þar
sem að engar höfum við hafnirnar, en
ég held því miður að við verðum aldrei
það ríkir að við höfum efni á að hafa
tvo vegi hvor; við hliðina á öðrum og
það báða ónýta, segir Brandur.
Við biðjum Vatna-Brand að lokum
að rifja það upp sem honum er
minnisstæðast frá baráttunni við vötnin
og óblítt landslag:
„Eigum skilið góða vegi“
- En það er eins og að nóg sé til að
- Það er ekki þægilegt að líkja þessum
tímum saman. Við viljum alltaf meira
og okkur þykir aldrei nóg að gert. En
þeir stórbrotnustu atburðir sem ég hef
tvíinælalaust upplifað hér eru brúar-
framkvæmdirnar við Múlakvísl og
Eldvatn og svo náttúrulega opnun
hringvegarins. Ég átti satt að segja aldrei
von á því að það væri hægt að brúa árnar
á Skeiðarðársandi sökum jökulhlaup-
anna, en það hefur gerst og er að mínu
viti ótrúlegur áfangi í vegagerð á íslandi.
- ESE
dropar
Fiskar varla
fyrir kælivatni
■ Staða útgerðarinnar í land-
inu hefur nokkuð verið til
umræðu síðustu vikurnar.
Útgerðarmenn kvarta og
kveina og telja engan grund-
völl fyrir áframhaldandi út-
gerð vegna aflabrests, og
heimta aðgerðir frá stjóm-
völdum. Þegar þær svo koma
telja þeir þær ekki fullnægj-
andi.
En þó erfiðlega gangi að
gera út þá gerast söguraar ekki
raunalegri en þessi frá Siglu-
firði sem sagt er frá i nýjasta
Degi. Þar er m.a. gerður út
einn bátur sem rær með
þorskanet. Hefur aflinn und-
anfaríð veríð svo tregur að það
er álitamál hvort hann haFi
fiskað fyrir kælivatninu. Svo
eru menn að kvarta annars
staðar!
morgunbænarinnar í Ríkisút-
varpinu í gærmorgun. Prestur-
inn gerði umferðina að umtals-
efni og minnti á bænina. í
lokin bað hann ökumenn að
fara með stutta bæn þegar þeir
settust undir stýrí - og spenna
svo öryggisbeltin rækilega eftir
bænina!
SPENNIÐ
BELTIN!
Margir urðu hissa í lok
Fleiri gáfu
■ í Dropum í gær var sagt frá
því að erfiðlega hefði gengið
fyrir Strengjasveit Tónlistar-
skólans í Reykjavík að aura
saman fyrir ferðinni á alþjóð-
legu strengjasveitakeppnina i
Bclgrad í Júgóslavíu. Var þess
getið að það eina áþreifanlega
sem hafist hefði upp úr
krafsinu hefði veríð 20 þús. kr.
styrkur frá Reykjavíkurborg.
Nú hefur komið í Ijós að
Garðbæingar eru engir eftir-
bátar granna sinna í norðrí, og
ákváðu fyrir stuttu að styrkja
þá Garðbæinga sem þátt taka
í ferðinni um 5 þús. kr., en það
eru einmitt Fimm úr strengja-
sveitinni sem eru búsettir þar.
FIMMTUDAGUR 30. SEPT. 1982
fréttir
Dagsbrún boðar
samúðarverkfall
■ „Þetta snertir erlend
leiguskip sem skipafélögin
hafa verið með í leigu og
kynnu að taka á leigu til
þess að mæta verkfalli
undirmanna á farskipum,
þ.e. að skipafélögunum
verði ekki gefinn mögu-
leiki á að brjóta niður
verkfall undirmanna á far-
skipum á þann hátt“, sagði
Halldór Björnsson hjá
Dagsbrún. En trúnaðarráð
Dagsbrúnar hefur nú boð-
að til samúðarverkfalls
með sjómönnum - að
þeirra ósk - frá 7.
október n.k.
Að undanförnu sagði
Halldór að skipafélögin
hafi verið með 5 erlend
leiguskip í förum - með
erlendum áhöfnum - en
með verkfallsboðuninni
verða þau að sitja við sama
borð og íslensku skipin,
þ.e. að þau fá losun en
ekki lestun í höfn í Reykja-
vík. Halldór áleit að sjó-
menn hefðu æskt hins
sama af Verkalýðsfélaginu
Hlíf í Hafnarfirði. - HEI
Miðar hægt
■ Sáttafundur með
undirmönnum á farskipum
stóð enn seint í gærkvöldi.
Ekki átti sáttasemjari þó
von á að sérstakra tíðinda
væri að vænta af þeim
fundi.
Blaðburðarbörn
óskast
Tímann
vantar
fólk til
blaðburðar
í eftirtalin
hverfi:
I.W
Bólstaðarhlíð
frá 1-39
Grunn Skjólin
Árbær Austurbrún
Hábær
Vorsabær
Sími: 86300I
Krummi ...
...las í Mogga að hani, sem
réðst á dreng í Kópavogi hafi
„af einhverjum ástæðum verið
með spora á fótum.“ Krammi
hefur sannfrétt að þetta hafi
verið monthani og af einhverj-
um ástæðum með kamb á haus
að auki...!
ittftr
■i- -