Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 4
Hafréttarsáttmálirm undirritaður 10. desember nk.:
SEXTIU RIKI ÞURFA AÐ GER-
AST AÐILAR AÐ SÁTTMÁLANUM
til þess að hann teljist fullgildur
■ Nýr hafrétlarsáttmáli verður umlir-
ritaður 10. dcseniber næstkomandi á
Jamaica. Til |>ess að sáttmáli þessi teljist
fullgildur þurfa a.m.k. 60 ríki aö gerast
aðilar að honum, en hingað til hafa vel
vfir 150 ríki tekiö þátt í störfum
hafréttarráðstefnanna. Vitað er að
Bandaríkjamenn munu ekki undirrita
sáttmálann, en bcðið er eftir afstöðu
Breta, l'jóðverja og I’rakka.
Guðmundur Eiríksson, þjóðréttar-
fræðingur og nýkomim heim frá
framhaldslundi á vcgum alþjóða
hafréttarráðstefnunnar, þa r sem cnda'nr
lega var gengiö frá orðalag1 hafréttarsátt-
málans sem lagöur verður fram til
undirritunar á Jamaica. Sagði Guð-
mundur að á fundinum hefðu tillögur
orðalagsnefndar hafréttarráðstefnunnar
verið samþykktar, en þó hefðu um 2500
minni háttar orðalagsbreytingar verið
gerðar, auk þess sem gengið var frá
lokasamþykktum hafréttarra'ðstefn-
unnat.
Guðmundur sagði að enn væri ekki
Ijóst um aðild ríkja að hafréttarsáttmál-
anum, en þó hefði verið talað um að um
uþb. eitthundrað ríki myndu undirrita
sáttmálann á Jamaica. Vitað væri um að
Bandaríkjamenn myndu ekki undirrita
sáttmálann, en það myndu Sovétmenn
hins vegar gera og trúlega Japanir
einnig. Óvíst væri um afstöðu allra
Efnahagsbandalagsríkjanna, en þó
myndu írland og Danmörk líklega
undirrita sáttmálann.
Afstaða Bretlands, Frakklands og
Þýskalands í þessu máli mun að öilum
líkundum liggja fyrir einhvern tíma í
nóvember, en kjósi þessar þjóðir að
undirrita samningin ekki, þá þýðir það
í raun og veru að öll þau fyrirtæki sem
hingað til hafa unnið að vinnslu auðæfa
á úthafinu, að japönskum fyrirtækjum
undanskildum, eru óbundin af sáttmál-
anum, verði hann samþykktur.
- ESE
■ Hafin er lagning uppbyggðs vegar inn Auðkúluheiöi. Á þessari mynd er horft til norðurs. Til vinstri sér á Friðmundarvatn eystra, en til hægri til Blöndudals.
Myndir Birgir Jónsson, Orkustofnun.
Undirbúningsframkvæmdir fyrir Blönduvirkjun ganga vel:
Unnið við borun
400 metra skáholu
— niður eftir væntanlegri þrýstigangaleiö
■ „Orkustofnun hefur unnið þarna að
borunum í allt sumar og er nú að vinna
við borun síðustu holunnar 400 m.
skáholu niður eftir væntanlegri þrýsti-
gangaleið. En aðaliega er það vegagcrð
sem unnið er að eins og er. Meiningin
er að halda vegagerðinni áfram svo lengi
sem fjármagn leyfir“, sagði Sigurður
Eymundsson, rafveitustjóri á Blönduósi
er Tíminn leitaði lijá honum frétta af
framkvæmdum við væntalega Blöndu-
virkjun að undanfórnu.
1 sum.ir sagði Sig iiður hafa verið
unnið við vegalagninu inn Blöndudal,
kominn sé : nýr vegur frá Syðri-Löngu-
mýri og inn undir Gunnlaugsstaði. En
eftir sé að leggja smá spotta frá
Gunnlaugsstöðum og inn að virkjana-
svæðinu, svo og brú yfir Gilsá, sem fram-
kvæmdir eru hafnar við. Aðspurður
kvað Sigurður þennan nýja veg koma til
með að bæta mjög samgöngurnar hjá
mönnum í vestanverðum Blöndudal.
„Einnig er hafin vegagerð uppi á
heiðinni, þ.e. kaflanum milli væntanlegs
stöðvarhúss og lónsstæðanna þarna
innfrá. Já, þetta cr upphækkaöur vegur
og verður í rauninni hluti af Kjalavegi
sem þarf að færa til og verður
uppbyggður fyrir þungaflutninga. Það
sama má segja um veginn í Blöndudaln-
um. að hann verður einnig hluti af
Kjalvegi". sagði Siguröur.
Jafnframt kvað hann unnið að
nokkurskonar „skaðabótavegi“, þ.e.
endurbætur á vegi frá Hrafnabjörgum í
Svínadal og upp á Kjalaveg, sem
virkjunin hefði tekið að sér að gera í
stað óhagræðis sem skapast annarsstað-
ar, m.a. fyrri gangnamenn.
Þá kvað Sigurður hafnar framkvæmdir
við jarðvinnu til undirbúnings væntan-
legrar ga.ngnagerðarnæsta vor.Um er að
ræða flutning á 23.000 rúmmetrum af
jarðvegi og klöpp, sem þarf að sprengja.
- En nú er vetur framundan. Fer það
ekki að hafa áhrif á framkvæmdir?
„Eins og er er allt í lagi. En slæmt
veður gctur auðvitað skollið á hvenær
sem er þegar þessi tími er kominn.
Vegagerðin uppi á heiðinni myndi þá
sennilega stöðvast að einhverju leyti. En
meiningin er að reyna að Ijúka
vegagerðinni í Blöndudalnum og inn að
virkjanasvæðinu."
Að lokum spuröum við Sigurð hvort
virkjunin væri enp eirts mikið hitamál
þar nyðra eins og frægt er orðið. „Ég
held varla. Það heyrist heldur lítið orðið
talað um hana núorðið. Umræðan
minnkar þegar endanleg ákvörðun hefur
verið tekin, hvort sem menn eru svo
ánægðir með þetta eða ekki“, sagði
Sigurður, rafveitustjóri.
- HEI
■ Unnið er af krafti við jarðvinnu við munna væntanlegra aðkomuganga
Blönduvirkjunar. Er bæði verið að fjarlægja laus yfirborðslög svo og að sprengja
rás í bergið. Verktaki er Sveinbjörn Kunólfsson úr Reykjavík, en tilboð hans var
töluvert undir kostnaðaráætlun bönnuða.
■ Borun 400 metra skáholu niður eftir væntanlegri þrýstigangaleið við inntak
virkjunarinnar stendur yfir. Reisa þurfti sérstakt bormastur fyrir skáborun þessa til
hliðar við upprunalega bormastrið, og sést það til hægri á myndinni. Tekinn er
samfelldur borkjarni úr berginu alla leiðina.
Einokun aflétt
á Akranesi:
Hörpu-
útgáfan
opnar
bóka-
verslun
■ Á föstudag opnar Hörpuútgáfan á
Akranesi nýja bókaverslun, Bóka-
skemmu Hörpuútgáfunnar, að Stekkjar-
holti 8-10. Þar með bætist við þriðja
bókaverslunin á Akranesi, en til þessa
hafa tvær verslanir Bókaverslunar
Andrésar Níelssonar þjónað bæjarbúum
dyggilega.
Að sögn Braga Þórðarsonar, forstjóra
Hörpuútgáfunnar, má rekja stofnun
þessarar verslunar að verulegu leyti til
breytingar, sem varð á bóksölukerfinu
fyrir síðustu jól. Búið er að losa um þá
einokun, sem bókaverslanir höfðu, í
öllum stærri byggðalögum landsins.
Með þessari breytingu svo og í ljósi þess,
að geysileg fólksfjölgun hefur orðið á
Akranesi undanfarin ár, telur Bragi að
grundvöllur hafi skapast fyrir þriðju
bókaverslunina.
í hioni nýju verslun, sem er til húsa á
sama stað og skrifstófur og lager
fyrirtækisins, verða allar bækur útgáf-
unnar til sölu. Auk þess verður boðið
upp á alla þá þjónustu, sem almennar
bókaverslanir veita. Þá verður boðið
upp á hljómplötur og nótur.
Stóra marihuana-
sendingin:
Rann-
sóknin
hvorki
gengur
né rekur
■ Rannsóknin á stóra fíkniefnamálinu,
sem snýst um tæplega tvö hundruð kílóa
sendingu af marihuana, sem fannst í
New York í vor og var stíluð á
Eimskipafélag íslands h/f, hvorki
gengur né rekur.
Að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns
fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík, er
málið enn í rannsókn. Sagði hann að
ránnsakaðar hefðu verið ýmsar sögu-1
sagnir sem gengið hefðu, en engin þeirra I
hefði leitt til þess að málið upplýstist eða
fengi á sig skýrari mynd.
Eins og kunnugt er var sendingin frá
Jamaica. Lögreglan hér hefur samstarf
við lögregluna þar og í New York við
rannsókn málsins. _ Sió