Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 6____________ stuttar fréttir Kór Trésmíðafélagsins syngur hér við minnismerki í Lahti. Álafoss- og Trésmiða- kómum vel tekið í Flnnlandi ■ Tónlistarmót norrænnar al- þýðu (Arbetets ton i Norden) var haldið í Pori í Finnlandi í júlí í sumar. Komu þar fram um 6.000 manns. Tveir íslenskir kórar tóku þátt í mótinu: Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur undir stjórn Guðjóns B. Jónssonar og Kór starfsmanna- félags Álafoss undir stjórn Páls Helgasonar. I kórunum eru alls um 90 manns en þátttakendur í Finn- landsferðinni voru um tvöfalt fleiri eða um 180 manns. Báðir kórarnir fcngu lofsamlega dóma. Um Samkór Trésmiöafélagsins sagöi finnskur tónlistargagnrýnandi m.a. í blaða- dómi, að kórinn sé vel agaður og sérstaklega skemmtilegur í fram- komu. Þá vakti sérstaka athygli að Alafosskórnum var fagnað með dynjandi lófataki að loknum söng í Polikirkju, cn lófatak í finnskum kirkjum tilheyrir algjörri undan- tekningu. Mótið var haldið á vegum Nor- ræna Alþýðutónlistarsambandsins, sem eru samtök tónlistarmanna og áhugasöngvara á öllum Norðurlönd- um. Af íslands hálfu er Tónlistar- samband alþýðu aðili að þessum samtökum og tóku íslensku kórarnir þátt í mótinufyrir milligönguþess. Samkór Trésmíðafélags Reykja- víkur heimsótti einnig alþýði kórinn í bænum Lahti og hélt þar eina tónleika sameiginlega með þeim kór. Álafosskórinn heimsótti vinabæ Mos fellssveitar Loimaa og hélt þar tórtleika við góðar undirtektir. Að sögn Finnlandsfara tókst tón- listarmót þctta í alla staði vel. Ríkti mikil stemmning í Pori mcðan á mótinu stóð. Fólk í litríkum bún- ingum setti svip á bæjarlífið og allsstaðar var sungið. í athugun er að næsta tónlistarmót alþýðu verði haldið á íslandi eftir 4—5 ár. HEI Álafosskórinn söng m.a. í Porikirkju. „Það besta í Iffinu er gjarnan ókeypis” Borgarnes: Formannaráðstefna og almcnn ráðstefna um neytendamál á vegum Neytendasamtakanna verður haldin í Borgarnesi dagana 1. og 2. október. Kosið verður í umræðuhópa, scm m.a. fjalla um eftirtalin atriði: Helstu verkefni og markmið Neyt- endasamtakanna, þar sem stjórn- andi verður Jónas Bjarnason. Ncyt- endur og fjölmiðlar, stjórnani i Anna Bjarnason. Neytendalöggjöf og'neytendavernd, stjórnandi Jón Magnússon og verð og gæðakann- anir, stjórnandi Jóhannes Gunnars- son. Á almennri ráðstefnu daginn eftir verður rætt um: Vísitöluna, verð- lag, matvælaeftirlit og framboð. Frummælendur verða: Guðmundur Sigurðsson og Árni Árnason, sem ræða um það hvernig vöruverð myndast og hvaða leiðir eru til að lækka það. Jónas Bjarnason og Jóhannes Siggeirsson ræða um vísi- ■ „Sparnaður er betri en ónauð- synleg eyðsla. Það besta í lífinu er gjarnan ókeypis", segir m.a. í nýlegum smábæklingi sem gefinn hefur verð út af Neytendasamtök- unum. En þar er mönnum einnig m.a. bent á hvaða gagn getur verið að félagsaðild í Neytendasamtökum. tölukerfið og áhrif þcss á stöðu kaupenda og seljenda. Og Jón Óttar Ragnarsson og Þórhallur Halldórs- son ræða um matvælaeftirlit, verð- lagningu og framboð. Almennar umræður verða um hvern þátt að loknum framsöguræðum. -HEI I Skilnaður frumsýndur á sunnudag: SVHHÐ (MHUUNNI - ÁHORFENDUR f KRING ■ Leikritið Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson verður frumsýnt í Iðnó á sunnudagskvöld. Sem kunnugt er, átti frumsýningin að fara fram fyrir nokkru, en vegna veikinda eins leikarans, reyndist það ekki unnt. Skilnaður er fimmta verk Kjartans sem set er á svið í Iðnó. Saumastofan var það fyrsta og síðan hafa þau komið hvert af öðru, Blessað barnalán, Ofvitinn og Jói, sem reyndar verður sýndur áfram í vetur. „Þau eiga það sameiginlegt leikritin hans Kjartans, að öll hafa þau notið gífurlegra vinsælda. Það segir líka sína sögu, að frá því að saumastofan var sýnd, hefur alltaf verið verk eftir hann í gangi, og nú eru þau tvö,“ sagði Stefán Baldursson, leikhússtjóri í Iðnó, á blaðamannafundi sem haldinn var vegna frumsýningarinnar. Sviðið á miðju gólfi Kjartan leikstýrir Skilnaði sjálfur, leiktjöld eru eftir Steinþór Sigurðsson, tónlist og leikhljóð gerði Áskell Másson. Leikarar eru sex: Guðrún Ásmunds- dóttir, Jón Hjartarson, Valgerður Dan, Aðalsteinn Bergdal, Sigrún Edda Björnsdóttir og Soffía Jakobsdóttir. Lýsingu annast Daniel Williamson. Uppsetning á Skilnaði er nýstárleg, a.m.k. hvað Iðnó viðkemur. Sviðið er á miðju gólfi og áhorfendur sitja allt í kring. „Leikritið er skrifað frá upphafi með þessa sviðsetningu í huga. Enda fór ég strax að ráðfæra mig við leiktjaldasmið- inn, og allan tímann sem ég hef verið með leikritið í smíðum hefur samstarf mitt við hann verið mjög náið,“ sagði Kjartan Ragnarsson á blaðamannafund- inum. „Auðvitað hefur það viss vandkvæði í för með sér að setja leikritið upp á miðju gólfi. Það gerir til dæmis meiri kröfur til leikaranna heldur en venjulegt svið. Möguleikar leiktjaldanna minnka, en í staðinn höfum við lagt mikið í tónlist og leikhljóð. Hljóð koma alls staðar að úr salnum og það gefur sýningunni vissa fyllingu," sagði Kjartan. Maðurinn fer frá henni Kjartan vildi sem minnst segja þegar hann var spurður um efni leikritsins. Þó sagðist hann byggja það innan frá í kring um konu, sem óvænt stendur frammi fyrir því á miðjum aldri, að eiginmaður hennar fer frá henni. „Ég fjalla um líf hennar næstu mánuði á eftir og reyni að gera það eins hlutlaust og mér er unnt. Ég reyni að láta áhorfandanum það eftir að mynda sér skoðun á því sem fram fer,“ sagði Kjartan. „Mér virðist að í samfélaginu, sé ríkjandi sú þjóðsaga, að fólk lendi aldrei í neinum átökum, að lífið sé tóm leiðindi. í leikritinu er ekki tekið þannig á hlutunum." Það kom fram í máli leikhússtjór- anna, Þorsteins Gunnarssonar og Stef- áns Baldurssonar, að leikhúsið tæki vissa fjárhagslega áhættu með þessari nýju sviðsetningu. Hún gerir það að verkum, að svalimar, sem rúma 55 áhorfendur, verða ekki notaðar vegna þess að þær eru ekki í sjónlínu við sviðið. Ekki mun þó vera sérstökum vand- kvæðum bundið, að flytja áhorfenda- bekki og annað sem flytja þarf, þegar önnur leikrit eru sýnd í Iðnó. -Sjó. Vidurkenningar fyrír frábæran namsarangur ítölvufræðum ■ Nýlega afhenti dr. Jón Þór Þórhalls- son, formaður Skýrslutæknifélags ís- lands, nokkrum skólanemendum, sem náð hafa frábærum námsárangri á sviði tölvunarfræða, gagnavinnslu og skyldra greina, viðurkenningu félagsins. Viður- kenningin er í formi skjals og valinnar bókar um tölvufræðiefni. Stjórn Skýrslutæknifélagsins ákvað á síðastliðnu vori að veita viðurkenningar af þessu tagi. Falast var eftir tilnefn- ingum frá skólastjórum þeirra skóla, sem vitað var að hefðu tölvu- og gagnavinnslugreinarákennsluskrásinni. Að fengnum tilnefningum skólanna ákvað stjórn félagsins síðan að veita að þessu sinni átta nemendum viðurkenn- ingu. Þessir nemendur eru: Bjarki Karlsson, Verzlunarskóla ís- lands, Bjarni Kristjánsson, Mennta- skólanum við Sund, Friðrik Skúlason, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Hannes Rúnar Jónsson, Háskóla ís- lands, Hjörleifur Kristinsson, Iðnskól- anum í Reykjavík, Ólafur Jóhann Ólafsson, Menntaskólanum í Reykja- vík, Sveinn Baldursson, Fjölbrauta - skólanum Breiðholti og Vilhjálmur Þorsteinsson, Tölvuskólanum. Tilgangur Skýrslutæknifélagsins, með því að veita þessar viðurkenningar, er m.a. sá að vekja athygli nemenda, skólayfirvalda og annarra á þessum námsgreinum, sem stutt er síðan að fóru að sjást á kennsluskrám íslenskra skóla. ■ Frá vinstri til hægri Sigurjón Pétursson varaform. félagsins, Hannes R. Jonsson Háskóla íslands, Bjarki Karlsson Verzlunarskóla íslands, Hjörleifur Kristinsson Iðnskólanum í Reykjavík, Bjarni Kristjánsson Menntaskólanum við Sund, Sveinn Baldursson Fjölbrautaskólanum ■ Breiðholti, Friðrik Skúlason Menntaskólanum við Hamrahiíð, Vilhjálmur Þorsteinsson Tölvuskólanum og Jón Þór Þórhallsson formaður Skýrslutæknifélags Islands. ■ Kristín (Guðrún Ás- mundsdóttir) ásamt þeim hjónum Oddi og Baddí (Aðalsteini Berg- dal og Valgerði Dan) í átakaatriði úr Skilnaði, nýjasta leikriti Kjartans Ragnarssonar, sem frumsýnt verður á sunnudagskvöld í Iðnó. Takid fram bragðlaukana: Fyrsta sæl- kerakvöld vetrarins ■ Fyrsta sælkerakvöld vetrarins hjá Hótel Loftleiðum verður í blómasal í kvöld. Sælkerakvöld þessi hafa verið haldin undanfarin ár og hefur að hverju sinni verið fenginn valinkunnur matmaður eða -kona til að sjá um matseðil kvöldsins og hefur þessi nýbreytni mælst mjög vel fyrir meðal gesta. Að þessu sinni er það Jnas Kristjánsson, ritstjóri sem verður gestgjafi kvöldsins, en það var einmitt Jónas sem reið á vaðið og valdi matseðilinn fyrir fyrsta sælkera- kvöldið á sínum tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.