Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.09.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 13 Iþróttir Umsjón: Sigurdur Helgason ÍBV tapadi 0:3 í Póllandi ■ Vestmannaeyingar féllu út í fyrstu umferð í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Þeir léku síðari leik sinn gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. Fyrri leiknum lauk með eins marks sigri Pólverjanna, en í gær tókst þeim að skora þrjú mörk hjá Páli Pálmasyni og komast í 2. umferð með markatöluna 4-0. Takmarkaðar fréttir hafa borist af þessum leik hingað til lands, vegna tregðu á símasambandi milli Póllands og annarra landa. sh. og góð markvarsla undirstaða sigurs KR gegn Þrótti nema eitt mark á fyrstu 20 mínútum leiksins. Þar kom til að auk góðs varnarleiks og góðrar markvörslu KR— inga, þá voru helstu sóknarmenn Þróttar óheppnir í skotum sínum, einkum þó Páll Ólafsson. Á kafla í síðari hálfleiknum virtist sem Þróttararnir ætluðu að draga verulega úr muninum, en þeim tókst ekki að fylgja því eftir. Þeir tóku Anders Dahl Nielsen úr umferð í síðari hálfleiknum og svo virtist sem það ætlaði að bera árangur, en svo fór að lokum að það nægði ekki. KR-liðið býr greinilega yfir sterkari liðsheild. Úrslit leiksins urðu 10 marka KR-sigur 23-13. Gísli Felix Bjarnason var besti leikamaðurinn á vellinum í Laugardals- höll í gærkvöldi. Hann varði eins og berserkur og til dæmis tókst Þrótti ekki að skora hjá honum í upphafi leiks fyrr en hann var óvígur og gat ekki varist. Þá var Anders Dahl góður, einkum í fyrri hálfleiknum, en hann var tekinn úr umferð í þeim síðari. Þá sýndi Gunnar Gíslason mjög góðan leik í síðari hálfleiknum. Þá má nefna þátt Friðriks Þorbjömssonar í varnarleiknum. Þar er ekkert gefið eftir. í liði Þróttar er erfitt að tilgreina nokkurn sem skar sig úr í leiknum. Páll og Guðmundur léku á köflum vel og þá stendur Ólafur H. Jónsson alltaf fyrir sínu. Sigurður Ragnarsson markvörður varði einnig á köflum ágætlega. Mörkin: KR: Alfreð Gíslason 6, Gunnar Gíslason 5, Anders Dahl 3 (2), Haukur Ottesen 3, Haukur Geirmunds- son og Friðrik 2 hvor og Stefán Halldórsson 1. Þróttur: Guðmundur Sveinsson 3, Páll Ólafsson, Magnús Margeirsson, Jens Jensson, Konráð Jónsson allir með 2 mörk og Lárus Lárusson og Lárus Karl Ingason eitt mark hvor. Leikinn dæmdu Rögnvaldur Erlings- son og Guðmundur Kolbeinsson og virkuðu þeir hreint ekki nógu sann- færandi. / sh. ■ Líklega hafa Þróttarar komist niður á jörðina í gærkvöldi er þeir léku við KR í 1. deildinni í handbolta. Þeim hafði vegnað mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum og því höfðu menn ástæðu til að ætla að þeir myndu veita liði KR verðuga mótspyrnu. En svo fór ekki, því KR-ingar tóku leikinn í sínar hendur þegar í upphafi og náðu 6 marka forystu fyrir leikhlé. Aðall KR-liðsins í leiknum í gær- kvöldi var frábær vamarleikur, sem sést af því, að þeir fengu aðeins á sig 13 mörk í leiknum og þar af aðeins fimtn í fyrri hálfleik. En það var ekki nóg með að vörnin léki vel, heldur varði Gísli Felix Bjarnason frábærlega í markinu og þar á meðal öll vítaköst sem Þróttarar fengu í leiknum. Þróttarar skoruðu fyrsta mark leiks- ins, en KR-ingar jöfnuðu og komust í 6-1. Þá drógu Þróttarar úr muninum, en í hálfleik var staðan 11:5. Og það vekur athygli, að Þróttarar skyldu ekki skora ■ Hér hefur Þróttari sloppið gegnum KR-vömina í leiknum í gærkvöldi. Nokkur úrslit í Evrópu- leikjum ■ Margir lelkir voru háðir í Evrópu- mótunum í knattspyrnu í gxrkvöldi. Einna mesta athygli vakti sigur Celtic á hollensku meisturunum Ajax, en liðin léku í Hoílandi í gær. Þar sigraði Celtic 2-1. Sænska liðið Nörrköping sigraði Southampton saman- lagt, er liðin gerðu markalaust jafntefli í Svíþjóð. Liðin gerðu einnig jafntefli í Southampton, en Svíamir sigruðu á að hafa skorað fleiri mörk á útivelli. Ipswich Town sigraði Roma frá Ítalíu 3-1, en í fyrri leiknum á Ítalíu sigruðu Rómverjarnir 3-0 og komast því áfram. Arsenal tapaði fyrir Spartak frá Moskvu. Liðin léku á Highbury, heimavelli Arsenal og sigmðu Rússamir 5-2. Þá léku Valencia frá Spáni og Manchester United á Spáni. Spánverjarnir sigruðu 2-1, en fyrrí leiknum lauk með marklausu jafntefli á Old Trafford og því er Manchester United úr leik í UEFA keppninni. Slask Wrocklaw frá Póllandi heimsótti Moskvu og lék þar gegn Dynamo. Pól- verjarnir sigruðu með einu marki, 1-0 og koinust í 2. umferð og slógu þar með út Sovétmennina. Það er sárabót fyrir ensku liðin, að bæði Englandsmeistararnir og bikarmeistararnir komust í 2. umferðina, en öll liðin sem þátt tóku í UEFA-keppninni er fallin úr keppni. Það er enskum knattspymuáhangendum áreiðanlega vonbrígðavaldur, því enskum félögum hefur oft gengið mjög vel í Evrópumótunum. Þá er athyglisvert að Celtic skuli sigra Ajax og hugasanlega veit það á bjartari tíma hjá skoskum knatt- spymumönnum á alþjóðavettvangi, en þeir hafa lengi veríð að reyna að skapa sér þar nafn að nýju. FRABÆR VARNARLEIKUR Stjarnan stóð í Víkingsliðinu ■ Stjarnan kom á óvart með því að veita íslandsmeisturum Víkings harða mótspyrnu í leik liðanna í 1. deildinni í handknattleik á Selfossi í gærkvöldi. Það gerðu þeir, enda þótt Gunnar Einarsson léki ekki með vegna meiðsla. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda. Víkingar höfðu forystu lengst af og í hálfleik höfðu þeir þriggja marka forystu 11-8. En Stjörnumenn mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu á 8. mínútu 13-13. En Víkingarnir reyndust vera slerkari á lokasprettinum og sigraðu með 20 mörkum gegn 19. Það var greinilegt að hvatningahróp áhorfenda höfðu jákvæð áhrif á Stjörnu- menn, en þeir voru flestir á þeirra bandi á Selfossi í gær. En það nægði þeim ekki í þetta sinn. Talsverð harka var í leiknum, enda yfirleitt lítill munur á liðunum og því gengið hart fram til að tryggja sigur. Brynjar Kvaran Stjörnumarkmaður sýndi stjörnuleik á Selfossi í gær. Hann varði hreint frábærlega og var lang- bestur Stjörnumanna ásamt Eyjólfi Bragasyni, sem var drýgstur við marka- skorunina. Ellert stóð í markinu í fyrri hálfleik hjá Víkingi og Kristján leysti hann af hólmi í þeim síðari. Af útispilurum var Þorbergur bestur, enda þótt hann væri lengst af í strangri gæslu. Þá var Viggó góður, en varnarmenn Stjörnunnar komu vel út á móti honum. Mörkin: Víkingur: Þorbergur 7, Viggó 4, Steinar Birgisson, Guðmundur Guðmundsson 2 hvor og Ólafur Jónsson og Páll Björgvinsson eitt mark hvor. Stjarnan: Eyjólfur Bragason 10 (4), Gunnlaugur Jónsson og Guðmundur Óskarsson 3 hvor og Ólafur Lárusson, Magnús Teitsson og Guðmundur Þórðarson eitt mark hver. Leikinn dæmdu Óli Ólsen og Gunn- laugur Hjálmarsson. Kjartan Björnssun Self./sh | ■ „Áhorfendur voru farnir að klappa fyrir því sem Víkingar gerðu er líða tók að lokum leiksins hér í San Sebastian," sagði Þór Símon Ragnarsson formaður knattspyrnudeildar Víkings í samtali við Tímann eftir leik Víkings og Real Sociedad sem háður var í San Sebastian í gærkvöldi. „Víkingsliðið barðist mjög vel og er leið að lokum leiksins virtist það hafa meira úthald heldur en spænska liðið.“ Víkingar skoruðu fyrsta mark leiksins á.3. mínútu og var Jóhann Þorvarðarson þar á ferð. Einni mínútu síðar jöfnuðu Spánverjarnir og seint í fyrri hálfleiknum bættu þeir við öðru marki. Staðan í hálfleik var því 2-1 fyrir Real Sociedad. Spánverjarnir bættu við sínu þriðja marki snemma í síðari hálfleiknum, en ■ Jóhann Þorvarðarson skoraði fyrra mark Víkings á Spáni. Hann og félagar hans stóðu sig með mikilli prýði í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Þeir voru til sóma Víkingar stóðu sig frábærlega gegn Real Sociedad. Töpuðu 3:2 fyrir spænsku meisturunum Víkingar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn er 15 mínúturvoru til leiksloka. Þá átti Aðalsteinn Aðalsteinsson fast skot að marki Real, sem Arconada hélt ekki og missti knöttinn frá sér og þar kom Sverrir Herbertsson og skoraði. Stuttu síðar átti Jóharin Þorvarðarson svo dauðafæri, en skaut rétt yfir þverslána. Þannig lauk leiknum með sigri Real Sociedad 3 mörk gegn tveimur, sem er frábær frammistaða hjá Víkingum. „Við getum verið mjög stoltir af liðinu," sagði Þór Símon og dómaratríóið sagði að þetta væri besta lið sem það hefði séð frá íslandi. Ögmundur markvörður var sá maður sem mest mæddi á og stóð hann sig frábærlega. Spánverjarnir komust nokkrum sinnum einir inn fyrir, en Ögmundur varði af mikill prýði. Þá stóð Jóhann Þorvarðarson sig vel, en það er erfitt að ncfna nöfn. „Það börðust allir mjög vel og það er sómi af þessu liði!“ sagði Þór Símon að lokum og undir það geta áreiðanlega allir íslenskir knatt- spyrnuunnendur tekið. Til hamingju Víkingar! s(|

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.