Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
33,4%
70,7%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Fréttablaðið er með 112%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft... ... alla daga
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008.
FIMMTUDAGUR
15. janúar 2009 — 14. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Gunnhildur Jónsdóttir starfar sem
stuðningsfulltrúi í Öskjuhlíðar-
skóla og hefur vakið athygli fyrirfallegan klæðaburð Sd
Skórnir sem hún er í á myndinni
fengust á skómarkaði Hanneinhve i
kaupir fötin o
Elskar hvítu kápuna sína
Fatastíll Gunnhildar Jónsdóttur er kvenlegur en rósóttir kjólar, vel sniðnar yfirhafnir og smekklegt skó-
tau er í uppáhaldi. Hún klæðir sig þó eftir tilefni og segist líka halda upp á íslensku lopapeysuna.
TÍSKUVIKAN í Hong Kong stendur nú yfir. Í vikunni mátti
meðal annars sjá prjónafatnað kínverska fatahönnuðarins
Coney Ko sem valdi saman svarta, hvíta, skærgræna og gráa
liti og er útkoman smart og stílhrein.
Gunnhildur tekur sig glæsi-lega út í fallegri kápu sem keypt var í Whistles, sem var eitt sinn í Kringlunni. Skóna fékk hún á útsölumarkaði.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
JÓGA
Ásta Arnardóttir • 862 6098www.this.is/asta • astaarn@mi.iswww.lotusjogasetur.is • Borgartúni 20
MORGUN / HÁDEGI / SÍÐDEGIBYRJENDANÁMSKEIÐ HEFST 22. OKT.
KUNDALINI HEFST 22. OKT.
VEÐRIÐ Í DAG
GUNNHILDUR JÓNSDÓTTIR
Vel sniðnar yfirhafnir
og smekklegt skótau
• tíska
Í MIÐJU BLAÐSINS
®
LÍKAMSRÆKT FYRIR KONUR
ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT ERU 30 MÍNÚTUR!
Brennsla, þol- og styrktarþjálfun sérsniðin fyrir konur. Reglulegar mælingar, persónuleg og góð þjónusta.
Komdu og æfðu í þægilegu og heimilislegu umhverfi.
Komdu í Curves og sjáðu hvernig aðeins 30 mín. geta breytt lífi þínu.
Bæjarlind 12 | 201 Kópavogi | sími 566 6161 | www.cfk.is heilsa og lífsstíllFIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2009HEILSA OG LÍFSSTÍLL
Tækninýjungar,
fræðsla og forvarnir
Sérblað um heilsu og lífsstíl
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
50 milljóna kr. styrkur
HSÍ fékk vænan styrk
frá ríkinu í auka-
fjárlögum vegna
árangurs landsliðs-
ins á Ólympíuleik-
unum.
ÍÞRÓTTIR 42
Viðburðarík ævi
Einar Páll Tamimi lög-
fræðingur er fertugur
í dag.
TÍMAMÓT 30
Ísland sem hindrunarhlaup
„Andstaðan gegn inngöngu
Íslands í ESB er öðrum þræði eins
og eftirdrunur frá fyrri tíð“, skrifar
Þorvaldur Gylfason.
Í DAG 22
Opið til 21
Brák til
Danmerkur
Brynhildur Guð-
jónsdóttir sýnir
einleik sinn í
Kaupmanna-
höfn.
FÓLK 40
FRÉTTASKÝRING Sjávarútvegur
er í forgrunni þegar rætt er um
hugsanlega aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu.
Margir ganga svo
langt að segja
að ekkert annað
skipti máli, komi
til aðildarvið-
ræðna.
Bitbeinið er
hvaða þýðingu
sambandsað-
ild hefði á stöðu
sjávarútvegsmála hér á landi
– hvort mögulegt sé að tryggja
forræði þjóðarinnar yfir fiski-
miðunum eða hvort aðild þýði
afsal auðlindarinnar. Spurningin
ristir djúpt enda er fullyrt að um
fullveldi þjóðarinnar sé að tefla.
Yfirráðin yfir fiskiveiðiauðlind-
inni séu í raun spurning um sjálfs-
ákvörðunarrétt okkar í stærra
samhengi. - shá / sjá síðu 16
Evrópusambandsumræðan:
Sjávarútvegur
er bitbeinið
EFNAHAGSMÁL Aukið markaðsað-
hald, efling hlutabréfamarkaða,
endurskoðun löggjafar um fjár-
málafyrirtæki og hertar regl-
ur eru meðal erfiðra en brýnna
verkefna sem íslensk stjórnvöld
verða að ráðast í. Þetta kemur
fram í grein Jónasar Fr. Jónsson-
ar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í
Fréttablaðinu í dag.
Jónas segir einnig að það verði
að taka afstöðu til þess hvort þörf
sé á þremur viðskiptabönkum í
ríkiseigu, hvernig stefna ríkisins
sem eiganda að fjármálafyrirtækj-
um eigi að vera og hvernig best sé
að dreifa eignarhaldi. Þá kemur
fram í greininni að neyðarlögin
sem sett voru í október í fyrra eigi
rætur að rekja í greinargerð frá
árinu 2006 um viðbúnað stjórn-
valda vegna hugsanlegra erfið-
leika á fjármálamarkaði. Ekkert
varð af lagasetningu á þeim tíma
en stjórnvöld gátu unnið á grunni
þessara hugmynda í október.
- bs/ Sjá síðu 27.
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins:
Aukið aðhald
og hertar reglur
LOGI GEIRSSON
Leigir lúxussal fyrir
frumsýningu
Stressaðri fyrir þáttinn en úrslitaleik
FÓLK 46
16
15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
S
vo lengi sem rætt hefur verið um Evrópusambandið (ESB) og Ísland í sömu andrá hafa tekist á and-stæðar fylkingar. Afstaða þeirra er afdráttarlaus. Bitbeinið er hvaða þýðingu sambandsaðild hefði á stöðu sjávar-útvegsmála hér á landi - hvort mögulegt sé að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskimiðun-um eða hvort aðild þýði afsal auðlindarinnar. Spurningin ristir djúpt enda er fullyrt að um fullveldi þjóðarinnar sé að tefla. Yfirráðin yfir fiskiveiðiauðlindinni séu í raun spurn-ing um sjálfsákvörðunarrétt okkar í stærra samhengi.
Sérstaða Íslands
Í umræðum um Evrópumál er því gjarnan haldið fram að hin sameiginlega sjávarút-vegsstefna ESB standi í veginum fyrir aðild Íslands. Aðkoma okkar sé óhugsandi nema ESB samþykki í samningi við Ísland að fisk-veiðilögsagan verði okkar einkamál hér eftir sem endranær. Grundvallarmunur er á flestu sem viðkemur sjávarútvegi hérlendis saman-borið við aðildarríki ESB og þessi sérstaða okkar í samanburði er ástæða þess að sjávar-útvegurinn er í forgrunni Evrópusambands-umræðunnar.
Vart þarf að fjölyrða um að sjávarútveg-ur er mikilvægasti útflutningsatvinnuveg-ur okkar. Vægi fiskveiða og vinnslu sjáv-arafurða var árið 2005 tæp sjö prósent af landsframleiðslu og hafði þá farið minnk-andi um skeið. Eftir bankahrunið er talið að þetta hlutfall hafi hækkað að nýju í um tíu af hundraði. Þessu er öfugt farið í öllum 27 aðildarríkjum ESB þar sem hlutdeild sjávar-útvegs af landsframleiðslu nær hvergi einu prósenti. Ísland er ein af stærstu fiskveiði-þjóðum heims með heildarafla í kringum 1,5 milljón tonn á ári hverju en stærstu fiskveiði-þjóðir ESB vantar töluvert uppá að ná milljón tonna markinu.
Kjarni sjávarútvegsstefnu ESB felst í nafni hennar. Hún felur það í sér að fiskistofnar teljast sameiginlegar auðlindir sambands-ríkjanna og ákvarðanataka um flest sem við-kemur málaflokknum er í höndum ráðherra-ráðs ESB. Fiskimið aðildarríkjanna liggja saman og sameiginleg nýting stofnanna er því óumflýjanleg með nauðsynlegu reglu-verki. Sérstaða Íslands gagnvart ESB felst að sama skapi í legu landsins. Íslandsmið eru ekki samliggjandi við mið annarra ríkja og margir af helstu fiskistofnunum hér við land eru staðbundnir og nýting þeirra er svo að segja alfarið í höndum Íslendinga.
Rökræða andstæðinga
Eins og gefur að skilja eru það hagsmuna-aðilar í sjávarútvegi sem leiða andófið gegn aðild Íslands að ESB. Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtök fiskvinnslu-stöðva (SF) hafa formlega gefið út afstöðu sína til ESB og sameiginlegu sjávarútvegs-stefnu þess. Eins og áður segir er kjarninn í afstöðu LÍÚ sá að Íslendingar skuli fara með forræði yfir fiskimiðunum, sjái um samninga um skiptingu veiðiréttar úr deilistofnum og tali eigin máli á vettvangi alþjóðastofnana. Eins sé það grundvallaratriði að ekki komi til greina að framselja lagasetningarvald Alþingis til ráðherraráðs ESB og ábyrgðin á málefnum sjávarútvegsins flyttist til fram-kvæmdastjórnar ESB í Brussel. Allar vonir um að Íslendingar myndu stjórna einhverju í sjávarútvegsmálum innan ESB sé tálsýn. Deilistofnar, stofnar sem eru hluta ársins innan íslensku efnahagslögsögunnar en hluta ársins á úthöfunum eða í lögsögum annarra ríkja, skipta Íslendinga miklu máli. Um 30 prósent tekna af íslenskum sjávarafurðum kemur úr deilistofnum sem þegar eru nýtt-ir samkvæmt samningum sem gerðir hafa verið. Útvegsmenn telja hættu á að þessi áunnu réttindi tapist við ESB-aðild. Þeir minna á að samningamenn ESB hafa reynst okkur Íslendingum harðdrægir. Þeir ætl-uðu okkur enga hlutdeild í kolmunnaveiði en kvóti Íslands er nú 16 prósent. Aðeins stend-ur út af að tryggja samninga vegna veiða á úthafskarfa og makríl, sem 100 þúsund tonn veiddust af á síðasta ári. Sem hluti af ESB hefðu íslenskir sjómenn þurft að henda öllum makríl fyrir borð.
Innan fiskveiðistefnu ESB er bannað að landa fiski sem ekki er til aflaheimild fyrir. Því er brottkast innbyggt í kerfið. Hérlendis er brottkast bannað með lögum og orðið sjálft skammaryrði. Útgerðir innan ESB geta skráð skip sín í hvaða landi sem er innan sambands-ins til að tryggja sér þarlendar aflaheimildir. Þetta hefur verið nefnt kvótahopp. Dæmin
sanna að lönd sem eiga ríkra hagsmuna að gæta þurfa að setja upp varnir í lögum og reglugerðum. Það er hins vegar áhöld um hvort það hafi skilað viðunandi árangri. Eins er bent á að fyrirliggur að útlending-ar geta eignast meirihluta í íslenskum fyrir-tækjum, komi til aðildar. Þetta gengur þvert á gildandi lög sem myndu verða merkingar-laus daginn sem skrifað væri undir aðildar-samning. Það sama á við um alla fríverslun-arsamninga sem Íslendigar hafa gert.Síðast en ekki síst er það svo reglan um hlutfallslegan stöðugleika. Í henni felst að hver þjóð fær alltaf sama hlutfall heildar-kvóta á grundvelli veiðireynslu. Haldist hún óbreytt frá því sem nú er fengi íslenska ríkið kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar hér innanlands í heild sinni. Og hér mætast stálin stinn því þar sem þessi regla er ekki hluti af stofnsáttmála ESB þá er hún breyt-ingum undirorpin. LÍÚ segir regluna því enga tryggingu fyrir íslenskan sjávarútveg til framtíðar.
Sambandssinnar
Að sögn þeirra sem aðhyllast Evrópusam-bandsaðild mun engin meiriháttar breyting verða á íslenskum sjávarútvegi við inngöngu. Þar er reglan um hlutfallslegan stöðugleika í forgrunni. Á meðan andstæðingar aðildar segja að ekkert hald sé í reglunni, þar sem henni sé hægt að breyta, segja þeir sem æskja aðildar að afar ólíklegt sé að henni verði breytt. Um hana sé sátt innan ESB. Það liggur fyrir að ákvarðanir um hámarksafla á miðum innan ESB er ákveð-inn af ráðherraráði ESB (sjávarútvegsráð-herrar landanna) og það ætti einnig við um Íslandsmið við inngöngu. Hins vegar má segja að það sé aðeins formbreyting. Undir-búningur yrði sá sami hérlendis. Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar lægju til grundvall-ar með umsögn Alþjóðahafrannsóknaráðs-ins (ICES). Sjávarútvegsráðherra ákveður ekki kvóta á þessum grunni, eins og nú er, heldur gerir tillögu til ráðherraráðsins. Þar sem engin þjóð á hér hagsmuna að gæta er
útilokað annað en eftir ráðgjöf Íslendinga yrði farið.
Bent er á að Íslendingar geti í samning-um fengið undanþágur eða sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg. Þessu hafna andstæð-ingar ESB hins vegar afdráttarlaust. For-dæmi eru vissulega fyrir slíkum lausnum við inngöngu einstakra ríkja í ESB. Hins vegar er deilt um fordæmisgildi þeirra fyrir Ísland og er þá vitnað til þeirrar sérstöðu sem sjáv-arútvegur hér hefur í samanburði við Evr-ópusambandslöndin.
Sjávarútvegur innan ESB„Það er óumdeilt að Evrópusambandinu hefur ekki tekist að ná þeim markmiðum sem sett eru í sjávarútvegsstefnu þess,“ segir í skýrslu starfshóps á vegum þriggja ráðuneyta og hagsmunasamtaka í sjávarút-vegi frá árinu 2004. Hér er vitnað til þess, sem almennt er viðurkennt, að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir ofveiði og er talið að flestir fiskistofnar Evrópusambandsland-anna séu ofveiddir. Ekki er farið að tillög-um fiskifræðinga um kvóta í eintökum teg-undum og ákvarðanataka einkennist frekar af pólitískri sérhagsmunagæslu en ábyrgri umgengni við viðkvæma auðlind.Ákveðið hefur verið að ráðist verði í gagn-gera endurskoðun sjávarútvegsstefnunn-ar sem á að ljúka eigi síðar en 2012. Byggt
verður á tillögum sem líta dagsins ljós síðar á þessu ári í svokallaðri grænbók. Ljóst þykir að viðamiklar breytingar eru væntanlegar; helst hvað varðar brottkast á fiski. Eins og gefur að skilja telja andstæðingar aðildar að endurskoðun sjávarútvegsstefn-unnar á næstu þremur árum sanna að erf-itt eða útilokað sé að hefja aðildarviðræður við ESB; óháð þeim rökum sem þeir nefna til sögunnar að aðild komi ekki til greina. Því hefur jafnfram verið haldið fram að í raun skipti ekkert af þessu máli þar sem mögulegt sé að „taka sjávarútveginn út fyrir sviga“ og hann meðhöndlaður sem sérmál Íslendinga. Þá yrði fiskveiðilögsaga Íslands gerð að sér-stöku stjórnsýslusvæði innan sjávarútvegs-stefnunnar. Með öðrum orðum. Ákvarðanir um nýtingu á fiskveiðiauðlind Íslands, sem er ekki sameiginleg með öðrum, yrðu tekn-ar á Íslandi.
FRÉTTASKÝRING: ESB og sjávarútvegur
1. hluti
FRÉTTASKÝRING
SVAVAR HÁVARÐSSON
svavar@frettabladid.is
Fyrsti hluti af fimmÁ morgun: Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB
Bretland
Írland
Belgía
Þýskaland
Lúxem-
borg
Austurríki
Ítalía
Portúgal
Grikkland
Tékkland
Ungverjaland
Rúmenía
Búlgaría
Slóvakía
Svíþjóð
Finnland
Eistland
Lettland
Litháen
Pólland
Slóvenía
Ísland
HLUTFALL AF HEILDARAFLA ESB-RÍKJA ÁRIÐ 2006 heildarafli 5.632.000 tonn
Danmörk
16,3%
Spánn
13,4%
Bretland
11,5%
Frakkland
10,9%
Holland
8,2%
Aðrir
39,7%
Holland
Spánn
Frakkland
Danmörk
ÍSLAND Í SAMANBURÐI VIÐ ESB 2006
VEIÐAR STÆRSTU FISKVEIÐIÞJÓÐA HEIMS 2005
17
.3
62
9.
39
4
4.
84
6
4.
74
0
4.
38
9
4.1
78
3.
48
1
3.
24
1
2.
59
9
2.
39
3
2.
24
9
1.9
30
1.6
61
1.6
54
Kí
na
Pe
rú
Ba
nd
ar
ík
in
C
hi
le
In
do
ne
sí
a
Ja
pa
n
In
dl
an
d
Rú
ss
la
nd
Ta
íla
nd
N
or
eg
ur
Fi
lip
ps
ey
ja
r
Ví
et
na
m
Ís
la
nd
Su
ðu
r K
ór
ea
Þú
su
nd
to
nn
Kolmunni
Makríll
Síld
Holland
Spánn
Sardína
Kolmunni
Makríll
Bretland
SíldKolmunni
Makríll
Frakkland
Guli túnfiskur
Sardína
Randa-
túnfiskur
Sandsíli
Síld
Tannsíld
Danmörk
Malta
1.661.139 tonn
Ísland
867.844
tonn
Danmörk
Frakkland582.846
tonn
433.235
tonn Holland
615.780
tonn
Bretland
710.897
tonn
Spánn
Evrópusambandið (ESB)
Stofnun (sem EBE) 1957: Rómarsáttmáli undirritaðurStofnun (sem ESB) 1992: Maastricht-samningur undirritaðurAðildarríki: 27
Fólksfjöldi: 500 milljónir
HELSTU NYTJASTOFNAR
Það geisar þorskastríð á Íslandi
Sjávarútvegur er í forgrunni þegar rætt er um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Margir ganga svo langt að segja að
ekkert annað skipti máli, komi til aðildarviðræðna. Andstæðingar fullyrða að sjávarútvegsstefna ESB verði
banabiti íslensks sjávarútvegs. Þeir sem æskja aðildar telja raunhæft að tryggja megi hagsmuni okkar.
Heildarafli
14
0
14
6
15
3
21
1
22
9
26
9
27
9
31
2
43
3
58
3
61
6
71
1
86
8
1.3
48
Þú
su
nd
to
nn
D
an
m
ör
k
Sp
án
n
Br
et
la
nd
Fr
ak
kl
an
d
H
ol
la
nd
Íta
lía
Þý
sk
al
an
d
Sv
íþ
jó
ð
Po
rtú
ga
l
Írl
an
d
Li
th
áe
n
Fi
nn
la
nd
Le
ttl
an
dÍs
la
nd
VIÐSKIPTI „Bankinn vinnur mark-
visst með bæði heimilum og fyrir-
tækjum að því að komast í gegnum
þetta erfiða tímabil. En því miður
er ljóst að í sumum tilvikum er
staða fyrirtækja slík að taka verð-
ur þau yfir,“ segir Finnur Svein-
björnsson, forstjóri Kaupþings.
Blaðið hefur fyrir því heim-
ildir að bankarnir séu þegar við
þröskuld nokkurra fyrirtækja
sem glíma við slæma fjárhags-
stöðu. Nokkur af stærstu bílaum-
boðunum standi tæpt og sé frekar
spurning um daga en vikur hve-
nær bankinn taki við stjórn þeirra
sem verst eru stödd.
Glitnir hefur ekki gengið inn í
rekstur fyrirtækja með beinum
hætti, samkvæmt upplýsingum
frá bankanum.
Fullyrt er úr bankakerfinu að
enn sé lánað og fái fyrirtæki fyrir-
greiðslu hjá bönkum gegn traustu
veði. Minna sé um að lántakend-
ur geti boðið bönkunum veð sem
þeir þiggi. Þá er hermt að á síð-
ari hluta ársins geti færst mjög í
vöxt að bankarnir taki beinan þátt
í rekstri fyrirtækja.
Samkvæmt spá CreditInfo eru
líkur á að 3.527 fyrirtæki verði
ógjaldfær á næstu tólf mánuðum.
Að sögn Finns mun bankinn taka
yfir þau fyrirtæki sem teljast líf-
vænleg en hafa lent í erfiðleikum.
Í yfirtöku bankanna felst að
eignarhlutur núverandi hluthafa
illra staddra fyrirtækja þurrk-
ast út og má reikna með að æðstu
stjórnendum verði skipt út í ein-
hverjum þeirra. Skuldir verða ekki
afskrifaðar. Kapp mun verða lagt
á að halda rekstri fyrirtækja gang-
andi og komið í veg fyrir uppsagn-
ir. Þegar aðstæður batna verða
fyrirtækin seld ýmist í bútum eða
í heilu lagi. Allt verður uppi á borð-
inu í þeim efnum, að sögn Finns.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir það hafa legið lengi
fyrir að þrjátíu prósent fyrirtækja
hér muni lenda í höndum bank-
anna. Hafi SA unnið með bönkun-
um að lausn mála. „Það á ekki að
vera sjálfsagt að stjórnendur fyr-
irtækja fari frá borði. Í ýmsum
tilfellum hefur reksturinn geng-
ið ágætlega þótt skuldastaðan sé
slæm,“ segir Vilhjálmur og bendir
á að hvert tilvik verði metið fyrir
sig. - jab / - ikh
Fyrirtækin á leið í
hendur bankanna
Bankarnir undirbúa yfirtöku á illa stöddum fyrirtækjum. Allt verður uppi á
borðinu, segir forstjóri Kaupþings. Lífvænleg fyrirtæki verða tekin og seld síðar.
VIÐSKIPTI Til stendur að fræðslu- og skemmtisýningar
ásamt veitingarekstri verði í Eden í Hveragerði.
„Þetta verður forngermanskur átrúnaður nor-
rænna manna sem verður sýndur þarna á nútímaleg-
an hátt og í túlkun frábærra íslenskra listamanna,“
segir Guðbrandur Gíslason sem fer fyrir hópnum
Auga Óðins sem sjá mun um reksturinn. Hann segir
samninga á lokastigi og vill lítið segja þar til þeir eru
í höfn. Gangi allt eftir hefst veitingareksturinn um
miðjan næsta mánuð, en sýningarnar 1. maí.
Eden var komin í eigu Sparisjóðsins á Suðurlandi
en enginn rekstur hefur farið þar fram síðan í desem-
berbyrjun. En er við hæfi að heiðni verði kynnt í
Eden? „Að sjálfsögðu verða allar hugmyndir kristinna
manna um upphaf tilverunnar afmáðar svo Eden-
nafnið verður að sjálfsögðu að víkja. Þá verður þetta
Auga Óðins,“ segir Guðbrandur. Aldís Hafsteinsdótt-
ir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist fagna komu
manna Óðins í bæinn. „Þetta er skemmtileg hugmynd
og spennandi ábót á mannlífið hér,“ segir hún. - jse
Eden í Hveragerði verður að Auga Óðins ef samningar nást:
Ásatrúarmenn taka yfir Eden
STORMUR SYÐST Fram að hádegi
má búast við norðaustan stormi við
suður- og suðausturströndina, ann-
ars hægari. Snjókoma, slydda og
síðar rigning sunnan til og austan
annars él, síst á Vestfjörðum.
VEÐUR 4
1 -1
2
5
1
NEÐST VIÐ NORÐURSTÍG Maður var handtekinn í gær grunaður um íkveikju í tveggja hæða húsi á horni Tryggvagötu og Norður-
stígs. Engan sakaði en húsið skemmdist mjög mikið í eldinum. Vitni segir brennuvarginn vera fyrrverandi eiginmann starfsmanns
veitingastaðarins Krua Thai, en nokkrir starfsmenn staðarins leigðu íbúð í húsinu. Sjá síðu 4. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM