Fréttablaðið - 15.01.2009, Side 4
4 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
IÐNAÐUR Sveitarstjórnarmenn
telja að hægt verði að koma á fót
þjónustumiðstöð fyrir leitarfyr-
irtæki á Drekasvæðinu með litl-
um tilkostnaði í Vopnafirði og á
Langanesi. Þó er ljóst að kostnað-
ur getur skipt hundruðum millj-
óna króna. Þetta kemur fram í
skýrslu sem kynnt var í gær.
Talið er fýsilegt að byggja upp
þjónustu á svæðinu meðan á olíu-
leit stendur eða í átta til tíu ár. Í
upphafi er stefnt að því að mann-
virkin á staðnum verði nýtt, það
er hafnarsvæðið, flugvellir og
önnur aðstaða, en í framtíðinni
komi til frekari uppbyggingar
í Gunnólfsvík ef til olíuvinnslu
kemur.
Í skýrslunni kemur fram að
setja þarf 300 milljónir króna í
flugskýli og þyrluaðstöðu á Egils-
staðaflugvelli verði hann notaður.
Verði Þórshafnarflugvöllur hins
vegar betrumbættur fyrir far-
þegaflug kosti það þrjá milljarða
króna. Verði flugvöllur byggður
á Langanesi geti það kostað 4-8
milljarða.
Koma þarf upp þjónustuaðstöðu
við höfn, annaðhvort á Vopna-
firði eða á Þórshöfn. Á Vopna-
firði myndi kostnaðurinn verða
um 150-900 milljónir eftir stærð
en á Þórshöfn 650-1.300 milljónir.
Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri
í Vopnafirði, sér fyrir sér að reisa
þurfi skemmu með útisvæði undir
borstangir, sement og íblöndun-
arefni auk þess sem fyrirtækin
þurfi eldsneyti og kost og aðrar
birgðir fyrir mannskapinn.
Hann segir að komi til olíu-
vinnslu geti í framtíðinni þurft að
reisa stórskipahöfn í Finnafirði
við Gunnólfsvík. „Þar er aðstaða
til að byggja upp stórskipahöfn og
landsvæði til að byggja upp gríð-
arlega stóra þjónustumiðstöð. Olía
yrði þá flutt þangað í leiðslum eða
skipum,“ segir hann.
Gert er ráð fyrir 167 hektara
iðnaðarlóð við Gunnólfsvík á aðal-
skipulagi fyrir Langanesbyggð
en svæðið hefur verið á náttúru-
minjaskrá frá 1975 vegna sjald-
gæfra plantna og jarðmyndana.
Í skýrslunni segir að athugan-
ir bendi til að hvorki sjaldgæf-
ar plöntur né jarðmyndanir sé að
finna á mögulegu uppbyggingar-
svæði þó að þær séu við Gunn-
ólfsvíkurfjall.
Sveitarstjórnarmenn á Norð-
urlandi eystra vonast til að tugir
starfa geti skapast vegna olíu-
leitar á Drekasvæðinu. Þorsteinn
segir að óbeint skapist líka alls
kyns þjónustuverkefni í kingum
þessa starfsemi.
Leyfi vegna olíuleitar á Dreka-
svæðinu á Jan Mayen-hryggnum
verða auglýst í næstu viku.
ghs@frettabladid.is
Ódýrt að koma upp
þjónustu við olíuleit
Sveitarstjórnarmenn telja að þjónustu við olíuleitarfyrirtæki megi koma upp á
Norðurlandi eystra fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Komi til olíuvinnslu
gæti þurft að reisa stórskipahöfn í Finnavík, nálægt náttúruminjum.
20–70%
afsláttur
RISA-
ÚTSALA
ELLING
SEN
Reykjavík, Fiskislóð 1
Opið mánudag–föstudag 10–18
laugardag 10-16
Akureyri, Tryggvabraut 1–3
Opið mánudag–föstudag 8–18
laugardag 10-16
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
15°
4°
1°
1°
4°
3°
3°
0°
1°
3°
19°
7°
-5°
16°
-6°
5°
11°
0°Á MORGUNN
Norðaustan strekkingur á
Vestfjörðum annars mun
hægari.
LAUGARDAGUR
5-10 m/s.
1
-1
-1
2
2
8
5
5
1
1
-2
5
6
5
10
10
14
20
6
5
12
23
15
-1
MIKIL ÚRKOMA
SUÐAUSTAN TIL
Núna með morgnin-
um slær fyrir stormi
með ströndum sunn-
an og suðaustan til
og jafnvel á annesjum
eystra. Annars verður
vindur skaplegri. Mikil
úrkoma fylgir lægð-
inni sem er að verki,
einkum suðaustan og
austan til og má búast
við snjókomu eða
slyddu með morgnin-
um en síðan rigningu.
31
-2 -2
-1
3
3
-1
2
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
Eiðisvík
Gunnólfsvíkurfjall
Finnafjörður
Þórshöfn
Vopnafjörður
Vopnafjörður
Bakkafjörður
Fontur
Langanes
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ FYRIR OLÍULEIT
Stefnt er að því að nota
sem mest aðstöðu sem
fyrir er á Vopnafirði og
Þórshöfn en í framtíð-
inni gæti þurft að reisa
stórskipahöfn í Finnafirði.
Í grennd við Gunnólfs-
víkurfjall eru sjaldgæfar
náttúruminjar. Talið er að
þær séu ekki á fyrirhug-
uðu iðnaðarsvæði.
LÖGREGLUMÁL Rúmlega fimmtug-
ur íslenskur maður var handtek-
inn í gær, grunaður um íkveikju í
tveggja hæða húsi við Tryggvagötu
10 í hádeginu í gær. Engan sakaði
í eldinum en húsið er mjög mikið
skemmt.
Lárus Magnússon, sem rekur
veitingastaðinn Krua Thai, segir
brennuvarginn vera fyrrverandi
eiginmann starfsmanns staðarins.
Tilkynning barst um eldinn
laust eftir klukkan 13.00 í gær og
komu þrír slökkvibílar auk sjúkra-
bíla á staðinn. Slökkvistarf gekk
greiðlega og ekki breiddist eldur í
nálæg timburhús líkt og óttast var.
Skömmu síðar handtók lögregla
mann í nágrenninu, grunaðan um
íkveikjuna. Að sögn rannsóknar-
deildar lögreglunnar hafði hann
ekki verið yfirheyrður í gærkvöldi
vegna annarlegs ástands.
Lárus leigði íbúð á annarri
hæð Tryggvagötu 10 fyrir starfs-
fólk staðarins auk tveggja ann-
arra, alls sex manns. Hann segir
brennuvarginn fyrrverandi eig-
inmann konu sem vinnur á staðn-
um. Sá hafi áreitt konuna að undan-
förnu og gert tilraun til að kveikja í
húsinu í fyrrakvöld. Hann hafi svo
komið aftur í hádeginu í gær, bank-
að á dyrnar og eftir að hafa hrint
til hliðar stúlku sem kom til dyra
hafi hann sprautað bensíni á dag-
blöð sem hann hafði meðferðis og
kveikt í.
Í samliggjandi húsi við Norður-
stíg er verkstæði þar sem gamlir
bílar eru gerðir upp. Þar urðu einn-
ig töluverðar skemmdir. - kg
Segir fyrrverandi eiginmann starfsmanns Krua Thai hafa kveikt í við Tryggvagötu:
Húsið mjög mikið skemmt
ELDSVOÐI Húsið á horni Tryggvagötu
og Norðurstígs er mikið skemmt eftir
eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍRAK, AP „Hann sagði Obama vera
staðráðinn í að kalla herinn heim,
en brotthvarfið verði framkvæmt
af fullri ábyrgð,“ hafði Ali al-
Daggagh, talsmaður Íraksstjórn-
ar, eftir Joe Biden,
verðandi varafor-
seta Bandaríkj-
anna, að loknum
viðræðum hans og
Nouri al-Malikis,
forsætisráðherra
Íraks.
Írakar voru
ánægðir með að
fá staðfestingu
frá Biden á því, að
herinn verði ekki kallaður fyrir-
varalítið heim heldur verði brott-
flutningurinn vandlega undirbú-
inn.
Bandarískir fjölmiðlar skýrðu
einnig frá því í gær að Obama ætli
sér, strax á fyrstu dögum valda-
tíðar sinnar, að gefa fyrirmæli um
lokun Guantanamo-fangabúðanna
á Kúbu og leggja niður hina sér-
stöku dómstóla, sem fjallað hafa
um mál sumra fanganna þar. - gb
Joe Biden í Írak:
Vanda sig við
brottflutning
JOE BIDEN
SIMBABVE, AP Tveggja ára dreng,
Nigel Mutemagau, var í gær
sleppt úr fangelsi í Simbabve
eftir að dómari úrskurðaði að
ekki væri ástæða til að halda
honum.
Drengurinn var fangelsað-
ur ásamt foreldrum sínum fyrir
nokkrum vikum en foreldrarnir
eru sakaðir um að undirbúa til-
raun um að steypa forseta lands-
ins, Robert Mugabe, af stóli.
Stjórnarandstaðan sakar yfirvöld
um að sýna foreldrum Nigels og
jafnvel drengnum sjálfum harð-
ræði. Lögreglan og ákæruvald-
ið hafna slíkum ásökunum. Nigel
dvelur nú hjá skyldfólki sínu. - ovd
Hættulegur forseta landsins:
Fangelsaður
tveggja ára
LÖGGÆSLUMÁL Tæplega 30 nýnem-
ar hófu nám á fyrstu önn grunn-
námsdeildar í Lögregluskóla rík-
isins 13. janúar. Námið á önninni
tekur um fjóra mánuði. Í sept-
ember 2009 fara nemendurn-
ir svo í fjögurra mánaða starfs-
þjálfun í lögreglunni. Að henni
lokinni, í janúarbyrjun 2010,
hefst síðan þriðja önnin. Henni
lýkur með útskrift í apríl 2010.
Af þessum 29 nýnemum hafa
fjórtán starfað sem afleysinga-
menn í lögreglunni, allt frá fjór-
um mánuðum til rúmlega tveggja
ára. Átta konur eru í hópi nýnem-
anna eða 27,6 prósent. - jss
Lögregluskóli ríkisins:
Tæplega þrjátíu
nýir nemendur
DÓMSTÓLAR Benjamín Þ. Þor-
grímsson hefur verið ákærður
aftur fyrir að ráðast á karlmann
á bílastæði við Hafnarvogina við
Hafnarfjarðarhöfn. Þetta er í
annað skipti sem ákært er í máli
Benjamíns vegna árásarinnar á
manninn. Ágallar voru á máls-
meðferð þegar ákært var í fyrra
skiptið því þá voru gefnar út tvær
ákærur.
Málið var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær. Benja-
mín er ákærður fyrir að hafa
sparkað í manninn, tekið hann
hálstaki og þrýsti honum niður til
jarðar. Þar sparkaði hann nokkr-
um sinnum í höfuð mannsins þar
sem hann lá. Árásin var tekin upp
á myndband og sýnd í fréttaskýr-
ingaþættinum Kompási á Stöð 2.
Þá var Benjamín jafnframt
ákærður fyrir að ráðast á 35 ára
gamlan karlmann 3. júlí í fyrra
og kýla hann í andlit og í hægri
vanga þar sem maðurinn stóð við
barinn á Nordica-hótelinu. - jss
ÚR KOMPÁSI Árás Benjamíns í Hafnar-
firði var sýnd í þættinum Kompás.
Benjamín og Kompásmálið:
Aftur ákærður
vegna árásar
EIGNARNÁM
Tjaldstæði á 17,6 milljónir
Eigendum jarðarinnar Egilsstaða
II/Kollstaða hafa verið úrskurðaðar
17,6 milljónir króna í bætur frá Fljóts-
dalshéraði í bætur vegna eignarnáms
sveitarfélagsins á 4,2 hekturum úr
landi jarðarinnar við Lagarfljót undir
tjaldstæði.
GENGIÐ 14.01.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
204,8749
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,89 126,49
183,22 184,12
166,65 167,59
22,364 22,494
17,73 17,834
15,241 15,331
1,4052 1,4134
190,22 191,36
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR