Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 6
6 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
SKATTAMÁL „Nú um áramót varð
almenn skattalækkun,“ segir
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hag-
fræðingur hjá Þjóðmálastofnun
við Háskóla Íslands. Samkvæmt
útreikningum hans sem birtust í
tímaritinu Vísbendingu lækkar
skattbyrði þeirra sem hafa mánað-
arlegar tekjur undir 575.000 krón-
um vegna hækkunar persónuaf-
sláttar.
Skattleysismörkin hækkuðu um
tæplega 19.000 krónur nú um ára-
mót og eru nú 118.182 krónur. Á
sama tíma hækkuðu tekjuskattur
og útsvar að meðaltali um tæplega
1,5 prósentustig.
„Fram að 2007 hafði skattpró-
sentan lækkað svolítið, en per-
sónuafslátturinn dróst aftur úr
launaþróun, þannig að skattbyrði
hækkaði hjá flestum,“ segir Arn-
aldur.
„Eftir árslok 2006 er þessu snúið
við. Í stað þess að lækka skattpró-
sentuna, eins og átti að gera er
persónuafsláttur hækkaður og
hann látinn fylgja verðbólguþró-
un. Frá því hefur skattbyrðin ekki
aukist vegna rýrnunar persónuaf-
sláttar.“
Aðspurður hvaða áhrif þetta
hefði á Gini-stuðulinn, sem metur
jöfnuð í skiptingu tekna í samfé-
laginu, segir Arnaldur erfitt að
meta það vegna aukins atvinnu-
leysis og efnahagsþrenginga.
„Þetta ætti að hafa tekjujafnandi
áhrif,“ segir hann. Erfitt sé hins
vegar að meta það vegna óvissu
um tekjuþróunina.
„Þessi breyting veldur því að
skattarnir lækka mest hjá stærst-
um hluta Íslendinga sem líklega
koma verst út úr efnahagsþreng-
ingunum,“ segir hann.
Hins vegar gæti það verið var-
hugavert að fara í almenna skatta-
lækkun, líkt og nú er gert, þegar
fjárlagahallinn sé jafnmikill og
gert er ráð fyrir. „Hugsanlega
gæti verið skynsamlegra að fara
í skattahækkanir til að minnka
fjárlagahallann á þessu ári.“ Slík-
ar skattahækkanir þurfi ekki að
vera almenn tekjuskattshækkun,
heldur sé einnig hægt að líta til
hækkana annarra skatta eða upp-
töku hátekjuskatta.
svanborg@frettabladid.is
Rafræn skil
á staðgreiðslu,
sjá skattur.is
Staðgreiðsla
2009
Skatthlutfall staðgreiðslu er 37,2%
Skatthlutfall í staðgreiðslu 2009 er 37,2%, þ.e.
tekjuskattur 24,1% + meðaltalsútsvar 13,1%.
Skatthlutfall barna
þ. e. þeirra sem fædd eru 1994 eða síðar, er 6% af
tekjum umfram frítekjumark.
Persónuafsláttur á mánuði
er 42.205 kr.
Persónuafsláttur ársins 2009 er 506.466 kr.
eða 42.205 kr. á mánuði.
Sjómannaafsláttur
Sjómannaafsláttur er 987 kr. á dag.
Frítekjumark barna er 100.745 kr.
Börn sem fædd eru 1994 og síðar og ná því ekki 16
ára aldri á árinu 2009 greiða 6% skatt án persónu-
afsláttar af tekjum sínum umfram 100.745 kr.
Frádráttur vegna greiddra iðgjalda í
lífeyrissjóð er 4% af launum og allt að
4% viðbótarfrádráttur
Frádráttur vegna skylduiðgjalds í lífeyrissjóð er 4%
af heildartekjum og til viðbótar má færa frádrátt
vegna iðgjalds í séreignarlífeyrissjóð allt að 4% af
heildartekjum.
Tryggingagjald er 5,34%
Af launum sjómanna á fiskiskipum greiðast til
við bót ar 0,65% í iðgjald vegna slysa trygg ing ar
eða samtals 5,99%.
Skattar lækka með
breyttri skattastefnu
Veruleg breyting varð á skattastefnu eftir 2006 þegar hætt var við að lækka bara
skattprósentuna og hækka persónuafslátt. Vegna hækkunar persónuafsláttar
lækkaði skattbyrði nú um áramót hjá þeim sem hafa tekjur undir 575 þúsund.
ARNALDUR S. KRISTJÁNSSON Segir ekki
rétt að tala um skattahækkun, þrátt fyrir
hækkun tekjuskatts. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
0
-3.000
-6.000
-9.000
6.000
9.000
12.000
15.000
3.000
BREYTINGAR Á MÁNAÐARLEGUM
SKATTGREIÐSLUM 2008 TIL 2009
120100 150 200 300 400 500 600 800 1.000 1.500
13.141
6.037
3.195
354
-1.067
-2.488
-3.909
-5.329
-6.040-6.466
-257
Tekjur í þúsund krónum
Br
ey
tin
g
á
m
án
að
ar
le
gr
i s
ka
ttg
re
ið
sl
u
í k
r.
LETTLAND, AP Stjórnin og stjórnar-
andstaðan í Lettlandi skiptust á
ásökunum út af harkalegum mót-
mælum, sem brutust út í fyrra-
kvöld í höfuðborginni Ríga. Meira
en fjörutíu manns hlutu misalvar-
leg meiðsl í átökunum, sem voru þau
verstu síðan landið sagði skilið við
Sovétríkin árið 1991.
Ofbeldi braust út í kjölfar frið-
samlegra mótmæla í miðborginni,
þar sem ríkisstjórnin var sökuð um
að bera ábyrgð á efnahagskreppu
landsins. Um tíu þúsund mótmæl-
endur kröfðust þess að þingið yrði
leyst upp.
Flestir mótmælendur héldu heim
á leið að fundi loknum, en um hundr-
að manns urðu eftir og reyndu að
ryðjast inn í þinghúsið í Ríga.
Óeirðalögregla hélt þeim frá hús-
inu, og beitti bæði táragasi og kylf-
um. Mannsöfnuðurinn grýtti bæði
múrsteinum og klakabrotum í lög-
regluna og skemmdi þrjár lögreglu-
bifreiðar. Einnig voru rúður brotnar
og áfengi stolið úr áfengisverslun.
Ivars Godmanis forsætisráðherra
segir að skipuleggjendur mótmæl-
anna beri ábyrgð á óeirðunum,
vegna þess að ákveðið hafi verið að
halda mótmælafundinn þrátt fyrir
vaxandi spennu út af efnahags-
kreppu landsins.
Aigars Stokenbergs, þingmað-
ur stjórnarandstöðunnar, var einn
helsti skipuleggjandi mótmælanna.
Hann segir aftur á móti stjórnina
bera ábyrgðina vegna þess að ekki
hafi verið gerðar nægar öryggisráð-
stafanir. - gb
Tíu þúsund manns mótmæla stjórnvöldum í höfuðborg Lettlands:
Tugir manna særðir eftir átök
MANNFJÖLDI Í MIÐBORGINNI Þúsundir
manna mótmæltu í miðborg Ríga í
fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmt-
án mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir
tilraun til að nauðga sextán ára stúlku. Honum var
einnig gert að greiða henni 400 þúsund krónur í
miskabætur.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl 2008,
reynt að hafa samræði eða önnur kynferðismök við
stúlkuna sem þá var sextán ára. Hún var gestkom-
andi á heimili hans. Honum var gefið að sök að hafa
lagst við hlið hennar þar sem hún lá sofandi í her-
bergi dóttur hans og reynt að gyrða niður buxur
hennar. Er stúlkan vaknaði tók hann fyrir vit henn-
ar og hótaði að meiða hana hefði hún ekki hljótt. Lét
maðurinn ekki af athæfi sínu fyrr en sambýliskona
hans kom inn í herbergið og réðst á hann.
Í dómsniðurstöðu segir að stúlkan hafi verið
trúverðug í frásögn sinni af atburðinum. Athæfi
mannsins beri skýr merki um að fyrir honum hafi
vakað að beita hana kynferðislegu ofbeldi. Tilvilj-
un hafi ráðið því að honum tókst ekki ætlunarverk
sitt. Fyrir liggi að stúlkan hafi áttt erfitt uppdráttar
eftir árásina.
Maðurinn á brotaferil að baki og hefur hlotið all-
nokkra refsidóma. - jss
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Maður fékk fangelsisdóm fyrir að
reyna að nauðga sextán ára stúlku í fyrravor.
Karlmaður dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot:
Sambýliskonan hindraði að
unglingsstúlku væri nauðgað
Ert þú á vanskilaskrá?
Já 12,7%
Nei 87,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú að ráðamönnum stafi
hætta af mótmælendum?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, TF-GNÁ, sótti á þriðjudags-
kvöldið veikan sjómann um borð í
íslenskt fiskiskip sem statt var um
50 sjómílur norður af Horni.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunn-
ar barst beiðni um aðstoð laust
fyrir klukkan 17 og um klukku-
stund síðar fór þyrlan frá Reykja-
víkurflugvelli. Aðstæður á svæð-
inu voru ágætar, vindhraði um
13 metrar á sekúndu og ölduhæð
2 til 3 metrar. Ferðin gekk vel og
klukkan 20.41 var skipverjinn
kominn um borð í þyrluna sem
hálftíma síðar lenti á Reykjavík-
urflugvelli þar sem sjúkrabifreið
beið mannsins. - ovd
Útkall Landhelgisgæslunnar:
Þyrla sótti veik-
an sjómann
KJÖRKASSINN