Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 12
12 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
ORÐNAR TVÍTUGAR Í janúar ár hvert
er haldinn í Japan dagur þeirra, sem
verða sjálfráða á árinu, en það gerist
við tvítugsaldur þar í landi. Þessar
ungu konur skemmtu sér konunglega í
rússíbana í Tókýó í tilefni dagsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði
lagði hald á húðflúrunartæki síð-
astliðinn föstudag en eigandi
þeirra, sem er 24 ára, hafði húð-
flúrað nokkra unglinga undir lög-
aldri án samþykkis foreldranna.
Þar að auki hafði hann ekki til-
skilin leyfi og verður hann tekinn
til yfirheyrslu.
Lögreglan greindi ekki frá því
hversu marga hann hafði húðflúr-
að en foreldrar margra þeirra
voru slegnir yfir afrakstrinum.
Á fréttavef Bæjarins besta á Ísa-
firði segir að hann hafi meðal
annars húðflúrað hakakross á
einn viðskiptavina sinna.
Málfríður Sigrúnardóttir,
sem rak húðflúrunarstofu á Ísa-
firði um nokkurra mánaða skeið
í fyrra, segir að sá sem lögregl-
an hafi stoppað af hafi húðflúr-
að unglinga á aldrinum fjórtán
til sextán ára. Húðflúrarinn hafi
jafnvel gert það ókeypis.
„Ég hætti ekki út af þessu,
þetta er nú hálfgert barnakrot
hjá honum,“ segir hún. „Það er
alveg næg eftirspurnin, það er
ekki þess vegna sem ég hætti með
stofuna.
Svo er ég náttúrlega búin að
læra þetta og er með öll leyfi.“
- jse
Lögreglan á Ísafirði stöðvar ólöglegan húðflúrara:
Foreldrar uggandi
STJÓRNMÁL Grétar Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Félags fasteigna-
sala, segir rök Björgvins G. Sig-
urðssonar viðskiptaráðherra vegna
afnáms skylduaðildar að félaginu
ekki halda.
Frumvarp viðskiptaráðherra
felur meðal annars í sér að fast-
eignasölum verður óskylt að vera í
Félagi fasteignasala og undirgang-
ast siðareglur þess. Ráðherrann
segir umboðsmann Alþingis telja
vafasamt að skylduaðild standist
stjórnarkrá.
Grétar Jónasson bendir á að þótt
álit umboðsmanns hafi legið skýrt
fyrir hafi allir alþingismenn nýlega
samþykkt lög um skylduaðild að
Félagi löggiltra endurskoðenda.
„Þannig heldur það engan veginn
að halda því fram að afnema þurfi
skylduaðild að Félagi fasteignasala
þegar Alþingi hefur þegar tekið
skýra afstöðu til álits umboðs-
manns. Þá hafa virtir lögmenn
og lagaprófessor talið skylduaðild
brýna og ekki leika vafa á að hún
standist gagnvart stjórnarskrá.“
Að sögn Grétars er ranglega full-
yrt í greinargerð með nýja frum-
varpinu að allsherjarnefnd hafi
árinu 2004 ekki talið lengur þörf
fyrir skylduaðild þegar Félag fast-
eignasala hefði eflst nægjanlega.
„Þetta er alls ekki það sem alls-
herjarnefnd sagði.“
Þá segir Grétar að verið sé að
fella niður lagaskyldu á Félag fast-
eignasala um að tilkynna um brot
félagsmanna. „Um 90 prósent af
þeim málum sem alvarlegust hafa
verið hafa einmitt komið upp eftir
ábendingar Félags fasteignasala
auk fjölda smærri mála.“ - gar
Telur engin rök vera fyrir afnámi skylduaðildar:
Segir þingmenn
hafna rökum
GRÉTAR JÓNASSON Rök halda ekki og rangar fullyrðingar eru í frumvarpi viðskipta-
ráðherra segir framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEM
HEILBRIGÐISMÁL Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra
hefur sagt niðurskurð í heil-
brigðiskerfinu nauðsynlegan
vegna efnahagsástandsins. Hann
segir ástandið munu breytast
þegar kreppunni lýkur.
„Það er náttúrlega enginn
vafi á því að þegar rofar til hjá
okkur, og það gerist fljótt ef við
höldum rétt á spilunum, verða
örugglega meiri fjármunir til
heilbrigðismála en nú.“ Hann
svaraði því þó ekki beint hvort
það þýði að niðurskurður sem
hann hefur boðað og hefur verið
mótmælt gangi til baka í betra
ástandi. - kóp
Heilbrigðisráðherra:
Aukið fé þegar
kreppu lýkur
Átján ljóslausir ökumenn
Lögreglan á Selfossi stöðvaði átján
ökumenn á þriðjudagskvöldið þar
sem ljósabúnaður á bílum þeirra
reyndist í ólagi. Ökumönnunum var
gefinn frestur til lagfæringa.
LÖGREGLUFRÉTTIR
MENNING
Prjónakonum synjað
„Í ljósi aðstæðna“ hefur fræðslunefnd
Hafnarfjarðar synjað ósk Jafnréttis-
húss Amals Tamimi í Hafnarfirði um
styrk vegna prjónanámskeiðs fyrir
konur af erlendum uppruna.
Innbrot á Selfossi
Brotist var inn í kaffihús á Selfossi í
fyrrinótt og þaðan stolið 15 þúsund
krónum. Þjófarnir komust undan og
er þeirra leitað.
ATVINNUMÁL Virkjun mannauðs á
Reykjanesi hefur formlega starf-
semi sína í dag en starfsemin er
hugsuð fyrir íbúa á Reykjanesi sem
leita nýrra tækifæra í atvinnu eða
námi.
Virkjun, sem er til húsa í bygg-
ingu 740 á Vallarheiði, er ekki
síður hugsuð sem samkomustað-
ur fólks sem vill breyta því áfalli
sem atvinnuleysi er í ný tækifæri
á atvinnumarkaði með námi, nám-
skeiðum eða mannbætandi tóm-
stundum og menningarstarfsemi.
Að verkefninu standa meðal ann-
arra; sveitarfélög á Reykjanesi,
Vinnumálastofnun, verkalýðsfé-
lög og fyrirtæki, menntastofnanir
eins og Keilir, Fjölbrautaskóli Suð-
urnesja og Miðstöð símenntunar á
Suðurnesjum.
Í tilkynningu frá aðstandendum
segir að áhersla verði lögð á hlýj-
ar móttökur og skipulagða starf-
semi þar sem litið verði á erfiða
stöðu sem tækifæri. Þá er í Virkj-
un vinnuaðstaða fyrir ýmis konar
frumkvöðlastarfsemi og aðstoð við
stofnun sprotafyrirtækja, aðstaða
fyrir námstengd verkefni, fyrir-
lestra, kynningar, persónuleg ráð-
gjöf og tómstundaverkefni, þátttak-
endum að kostnaðarlausu.
Í tilkynningunni segir að verk-
efnið sé nýmæli til að takast á við
atvinnuleysi og megi líta á það sem
tækifæri til sjálfseflingar, mennt-
unar og að gera einstaklinginn hæf-
ari til frekari þátttöku í atvinnulíf-
inu þegar ný tækifæri skapast á
vinnumarkaði. - ovd
Virkjun fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi:
Virkja mannauð á Vallarheiði
SAMTAKA Framkvæmdastjórn Virkjunar
fundar með forystumönnum verkalýðs-
félaganna. MYND/DAGNÝ GÍSLADÓTTIR
Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík
sími 515 5000, www.oddi.is
Það besta frá
convergence
& tech·ed 2008
Yfi r 30 fyrirlestrar með hæfasta fólki Microsoft víðsvegar að úr heiminum
Heimsfrumfl utningur: Miha Kralj fl ytur fyrirlestur sinn „What the *cloud*
is my CIO thinking?“ sem sérsaminn er fyrir Tech· Ed USA (febrúar 2009)
Tony Krijnen frumkynnir Windows 7
Dr. Neil Roodyn fjallar um þróun á Windows Live og Windows Azure
Ráðstefnan er ekki síst áhugaverð fyrir forritara, tæknimenn og þá sem vilja
kynna sér Dynamics viðskiptahugbúnaðar
Ráðstefnan er öllum opin – aðgangur er ÓKEYPIS
Allar nánari upplýsingar og skráning á microsoft.is
Ráðstefna sem sameinar það besta frá Convergence & Tech · Ed 2008
Grand Hótel Reykjavík, 19.–20. janúar, 2009
Convergence & Tech · Ed eru stærstu erlendu ráðstefnur sem Microsoft
heldur ár hvert og fjöldi Íslendinga sækir þær að jafnaði
Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI