Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 22
22 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Saga Íslands er haftasaga og hindrana. Danir lögðu á fyrri
tíð ýmsar hömlur á Íslendinga,
neituðu þeim um fríverzlun og
sjálfstæði. Íslendingar lögðu
síðan sjálfir hverjir á aðra ýmis
þrúgandi höft, einkum 1927-1960,
og enn eimir eftir af þeim. Enn
stendur blátt bann við fjárfest-
ingu útlendinga í sjávarútvegi.
Hagsmunahópar standa á bak við
hömlurnar. Andstaðan gegn inn-
göngu Íslands í ESB er öðrum
þræði eins og eftirdrunur frá fyrri
tíð. Andstæðingarnir óttast marg-
ir erlenda samkeppni og vilja fá
að halda áfram að rýja fólk í friði.
Margir helztu andstæðingar aðild-
ar að ESB stóðu einnig gegn inn-
göngunni í EFTA 1970 og aðild-
inni að EES 1994. Andstæðingar
ESB-aðildar líta svo á, að stjórnar-
skráin leyfi ekki inngöngu Íslands
í ESB. Um þetta atriði eru allir
stjórnmálaflokkar á einu máli, og
þá er vert að staldra við. Ég tel,
að stjórnarskráin standi ekki í
vegi fyrir aðild að ESB, samþykkt
Alþingis myndi duga, en rétt væri
samt að bera málið undir bindandi
þjóðaratkvæði.
Þær stjórnarskrárgreinar, sem
skipta máli hér, eru efnislega sam-
hljóða dönsku stjórnarskránni frá
1953. Þar er 3. greinin samhljóða
2. grein hjá okkur: „Alþingi og
forseti Íslands fara saman með
löggjafarvaldið. Forseti og önnur
stjórnarvöld samkvæmt stjórnar-
skrá þessari og öðrum landslög-
um fara með framkvæmdarvaldið.
Dómendur fara með dómsvald-
ið.“ Um þessa grein segir í skýr-
ingum lögfræðinganna Bjargar
Thorarensen, Eiríks Tómassonar
og Kristjáns Andra Stefánsson-
ar að beiðni stjórnarskrárnefndar
2005: „Þess má geta að ákvæði 2.
gr. stjskr. eru almennt talin setja
skorður við því að unnt sé að fram-
selja ríkisvald til erlendra alþjóða-
eða fjölþjóðastofnana enda er ekki
að finna í stjórnarskránni ákvæði
sem veitir heimild til slíks fram-
sals.“ Hér er einkum átt við rit-
gerð Ólafs Jóhannessonar prófess-
ors í Tímariti lögfræðinga 1962 án
frekari skýringar. Þessi stjórn-
arskrárgrein var þó ekki talin
standa í vegi fyrir aðild Íslands
að EES 1994 þrátt fyrir víðtækt
framsal fullveldis.
19. grein dönsku stjórnarskrár-
innar er samhljóða 21. grein hjá
okkur: „Forseti lýðveldisins gerir
samninga við önnur ríki. Þó getur
hann enga slíka samninga gert,
ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða
kvaðir á landi eða landhelgi eða ef
þeir horfa til breytinga á stjórn-
arhögum ríkisins, nema samþykki
Alþingis komi til.“ Með öðrum
orðum: samþykki Alþingis dugir
til slíkrar samningsgerðar. Dönum
þótti þetta ákvæði of rúmt, svo að
þeir bættu við þrengjandi ákvæði
í 20. grein hjá sér, þar sem kveð-
ið er á um aukinn þingmeirihluta
líkt og í Noregi eða þjóðaratkvæði.
Röð greinanna í dönsku stjórnar-
skránni sýnir, að 20. greinin er
hugsuð sem þrenging á heimild-
um 19. greinar, án skírskotun-
ar til 3. greinar. Í þessu felst, að
orðalag 19. greinar um samninga,
sem „hafa í sér fólgið afsal eða
kvaðir á landi eða landhelgi eða ef
þeir horfa til breytinga á stjórn-
arhögum ríkisins“, má túlka svo,
að það taki til aðildar Danmerkur
að ESB. Enda var innganga Dana
í ESB 1972 talin heimil með skír-
skotun til 19. og 20. greinar og
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
1972. Rúm túlkun á rökum Davíðs
Þórs Björgvinssonar prófessors í
riti hans EES-réttur og landsrétt-
ur (2006) samrýmist þessum lög-
skilningi.
21. greinin í stjórnarskrá
Íslands veitir rýmri heimild til
framsals á fullveldi en 19. og 20.
greinar í dönsku stjórnarskránni.
20. greinin í dönsku stjórnar-
skránni þrengir heimildina í 19.
grein, en þó ekki meira en svo, að
Danir gengu í ESB. Enga samsvar-
andi takmörkun á 21. grein er að
finna í okkar stjórnarskrá. Hug-
myndin um, að breyta þurfi stjórn-
arskránni, áður en gengið er inn í
ESB, virðist fela í sér þá skoðun,
að fyrst þurfi að þrengja afsals-
heimildina í 21. grein, en þó ekki
meira en svo, að hægt sé að ganga
í ESB. Orðalag 21. greinar má
skilja sem heimild til framsals á
valdi, úr því að annað er ekki tekið
fram í stjórnarskránni. 21. greinin
rýmkar því 2. grein um þrískipt-
ingu valds. Íslendingar hafa átt
þess kost síðan 1953 að þrengja
afsalsheimildina í 21. grein að
danskri fyrirmynd, en það hefur
ekki verið gert. Erfitt er að sjá, að
þrengjandi ákvæði, sem sumum
finnst vanta í stjórnarskrána, geti
staðið í vegi fyrir aðild að ESB.
Væri þörf á rýmri afsalsheimild,
þyrfti að breyta stjórnarskránni.
En hér snýst málið um að þrengja
heimildina líkt og gert var í Dan-
mörku, og þá þarf ekki að breyta
stjórnarskránni, enda var henni
ekki breytt fyrir EES-samning-
inn 1994. Hitt er annað mál, að
stjórnarskráin þarfnast endur-
skoðunar af öðrum ástæðum. En
saga stjórnarskrárinnar er sund-
urþykkjusaga og illt til þess að
hugsa, að andstæðingar ESB-aðild-
ar misnoti nú stjórnarskrána til að
reyna að koma fram vilja sínum
gegn meirihlutavilja þjóðarinnar.
Meira næst.
Ísland sem hindrunarhlaup
Í DAG | Þarf að breyta
stjórnarskránni?
ÞORVALDUR GYLFASON
Skuldbreyting heimilanna
UMRÆÐAN
Páll Magnússon skrifar um lífskjör al-
mennings
Stjórnvöldum hefur loksins skilist að almenningur lætur ekki lengur bjóða
sér samtryggingu fjármálakerfisins og
fyrirskipuðu breytingar á stjórn nýju rík-
isbankanna. Betra seint en aldrei. Stjórn-
málamennirnir eru samt áfram fastir í gam-
aldags samtryggingarhugarfari þar sem þeir skipuðu
bankaráðin pólitískt en ekki á faglegum grunni.
Því miður bíða okkar erfiðir tímar sem geta leikið
heimili og fyrirtæki grátt. Verðbólga hækkar skuld-
ir í gegnum verðtryggð lán og gengisfall krónunn-
ar veldur hækkun á afborgunum erlendra lána. Við
þetta bætist að tekjur launafólks fara lækkandi. Af
þessu leiðir að margir munu ekki geta staðið við
skuldbindingar. Þess vegna þarf að lækka skuldir
eða greiðslubyrði.
Bjóða þarf upp á greiðsluaðlögun þannig að
afborganir af húsnæðislánum fari ekki upp fyrir
tiltekið hlutfall heildartekna, t.d. 20-30%. Hluti af
skuldunum er þá í skilum en almenningi er jafn-
framt gert kleift að standa undir rekstri heimila
sinna. Sá hluti skuldanna, sem ekki er greitt
af, verði frystur.
Ríkisstjórnin verður að tryggja að bankar
og lífeyrissjóðir veiti svikalaust sömu aðstoð
vegna greiðsluerfiðleika og Íbúðalánasjóð-
ur. Þessum tilmælum hefur ekki verið sinnt
og þarf því væntanlega að hnykkja á því í
lögum. Greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalána-
sjóðs felst í því að lán eru fryst til allt að
þriggja ára, lánstíminn lengdur og vanskil
færð í skuldabréf.
Loks verður að útfæra leið til skuldbreytingar á
almennum húsnæðislánum þegar allar forsendur
liggja fyrir, svo sem hvernig farið er með gjaldeyr-
islán, hvernig efnahagsreikningur nýju bankanna
muni líta út og þar með styrkur þeirra og niður-
staða liggur fyrir um athugun Seðlabankans á áhrif-
um efnahagshrunsins á heimilin. Stjórnvöld verða
að lýsa yfir vilja til að afskrifa hluta af húsnæðis-
lánum þeirra sem verst verða staddir þegar rykið
sest. Annars er hætta á að fjölskyldur missi heimili
sín og aleigu til banka og lífeyrissjóða. Gleymum því
ekki að þessir sömu bankar og lífeyrissjóðir eru eign
fólksins í landinu.
Höfundur er bæjarritari í Kópavogi og
frambjóðandi til formanns Framsóknarflokksins.
PÁLL MAGNÚSSON
Enn þá öflugur?
Háskóli Íslands hefur ákveðið að auka
kennsluskyldu prófessora og minnka
rannsóknarskyldu þeirra. Þessi ráð-
stöfun er gerð í hagræðingarskyni og
á að spara skólanum um 120 milljónir
króna. Í samkeppni við aðra háskóla
hér á landi hefur Háskóli Íslands lagt
áherslu á þá sérstöðu að vera eini
rannsóknaháskólinn hér á landi, það
er í þeim skilningi að starfsmenn
hafa rannsóknarskyldu að gegna. Á
heimasíðu Háskóla Íslands stendur
til dæmis: „Jafnframt er Háskóli
Íslands öflugur rannsóknaháskóli
á alþjóðlega vísu og hafa vís-
indamenn Háskólans hlotið
fjölmargar alþjóðlegar
viðurkenningar fyrir vís-
indastörf sín.“ Vonandi
verður svo áfram.
Afdráttar- og hlutlaust
Vefþjóðviljinn hefur fengið sig full-
saddan af þeirri linkind sem „hópi
öskrandi ungmenna“ er sýnd og
kvartar undan því að fréttamenn kalli
„skemmdarvargana“ aldrei annað
en „mótmælendur“. Í sömu andrá
lýsir hann yfir áhyggjum af þeim sem
virðast halda að „hlutleysisskylda
starfsmanna Ríkisútvarpsins, frétta-
manna, dagskrárgerðarmanna
og allra annarra, sé fallin
niður“. Vefþjóðviljinn
heimtar semsagt hlut-
leysi fréttamanna …
það má bara vera
aðeins meira
afgerandi.
Hver var þá tilgangurinn?
Rætt var við Sigurbjörgu Sigurgeirs-
dóttur í fréttum RÚV í gær þar sem
hún var spurð út í orð sem hún lét
falla á borgarafundi á mánudag
um að hún hafi fengið skilaboð frá
ráðherra um að tala varlega. Ráðherr-
ann reyndist vera Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir. Sigurbjörg og Ingibjörg
eru góðar vinkonur og
sagði Sigurbjörg að
vinátta þeirra stæði
óhögguð eftir þetta. Um
skilaboðin sagði hún:
„Ég hef aldrei litið á þetta
sem hótun, þetta var fyrst
og fremst aðvörun.“ Þá
vaknar spurningin: Til
hvers var Sigurbjörg
þá að segja frá þessu?
bergsteinn@frettabladid.is
G
erjun er fylgifiskur enfahagshrunsins. Umræður hafa
því eðlilega spunnist um stjórnkerfið og stjórnskipan-
ina. Þær eru bæði hollar og nauðsynlegar. Að sönnu er
ekki allt skynsamlegt eða raunhæft sem sagt er. Gild rök
standa eigi að síður til rækilegrar íhugunar um þessi efni.
Í stjórnarráðinu eru tólf ráðuneyti með jafnhárri tölu ráðherra.
Á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá setningu neyðarlaganna
hafa þrír þeirra tekið hitann og þungann í umræðum gagnvart
þjóðinni og einn til viðbótar blandað sér í þær. Það segir ekki að
aðrir hafi verið lausir undan oki hrunsins. Á hinn bóginn er það
vísbending um að skipulagið rími ekki sem best við verkefnin.
Mörg smá ráðuneyti hafa lengi verið augljós stjórnskipulags-
galli. En hann er nú svo blákaldur að ástæða er til að taka á honum.
Allir vita sem til þekkja að með átta ráðuneytum væri fjöldi þeirra
ríflegur. Það segir sína sögu að á sama tíma og ráðherrum var
fjölgað var þjóðhagsstofnun lögð niður. Stjórnarráðið þarf nú að
endurskipuleggja miðað við þær þarfir sem endurreisn fjármála-
kerfisins og hagstjórnarinnar kallar á.
Stjórnskipulagið hefur eftir norrænni hefð byggst á svokallaðri
þingræðisreglu. Hún felur það eitt í sér að framkvæmdavaldið
verður að njóta trausts meirihluta löggjafarvaldsins. Meirihluti
þingsins leggur í raun réttri framkvæmdavaldið undir sig. Ýmsum
finnst á hinn bóginn að alvarleg slagsíða sé komin á þinghlið skipu-
lagsins. Réttara væri að segja að það hallaði á stjórnarandstöðuna
og möguleika hennar til aðhalds og eftirlits. Sú gagnrýni er um
margt réttmæt.
Forseti Alþingis hefur þegar komið ýmsum umbótum til fram-
kvæmda og lýst hugmyndum um frekari breytingar til að styrkja
Alþingi. Það eru eftirtektarverð skref í rétta átt. Reyndar eru þau
eina raunhæfa andsvarið af stjórnvalda hálfu við þessari gagnrýni
enn sem komið er. En allt um það er ástæða til að vega og meta
kosti og galla þingræðisskipulagsins annars vegar og aðskilnaðar
hins vegar án þess að hrapa að niðurstöðum.
Aðskilnaðurinn fæli í sér að framkvæmdavaldið yrði kosið sér-
staklega og fengi umboð sitt beint frá þjóðinni en ekki Alþingi. Af
slíku kerfi leiðir betra jafnvægi milli valdþátta og meiri dreifing
valds. Að því leyti má halda fram að kerfisbreyting af því tagi væri
til þess fallin að byggja upp traust á ný.
Helsti ágallinn er sá að þær aðstæður geta komið upp að stjórn-
kerfið verði ekki eins skilvirkt og æskilegt er talið. Framgangur
mála ræðst þá af samkomulagi milli þings og ríkisstjórnar. Á móti
kemur að í kerfi samsteypustjórna býr langvarandi samningaþóf
í stjórnarráðinu oft og tíðum að baki nýrri löggjöf.
Í aðskildu kerfi færu pólitískir samningar um framgang mála
meir úr lokuðum herbergjum stjórnarráðsins í opnari farveg milli
þings og ríkisstjórnar. Aðskilnaður gæti hugsanlega gert endur-
skipulagningu stjórnarráðsins auðveldari en ella. Fjöldi ráðherra-
stóla er nú svo ríkur þáttur í stuðningi við ríkisstjórn á hverjum
tíma að breytingar að óbreyttu kerfi verða erfiðar.
Hinu mega menn ekki gleyma að kerfisbreytingar upphefja ekki
mannlegan breyskleika. Það er lifandi viðfangsefni hvers tíma að
gefa þeim gildum svigrúm sem mikilvægust eru í mannlegum
samskiptum jafnt í stjórnkerfinu sem annars staðar. En tíminn
sem við lifum er tilefni til umhugsunar um þessi efni.
Alþingi og framkvæmdavaldið:
Á að breyta?
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Uppsprettan, miðstöð og vettvangur
fyrir atvinnulaust fólk opnar föstu-
daginn 16. janúar í safnaðarheimili
Hjallakirkju í Kópavogi og verður
starfrækt virka daga frá kl. 9-12.
Allir velkomnir.
Þeir sem vilja aðstoða við verkefnið með
námskeiðum eða fyrirlestrum eru beðnir
að hafa samband við Guðrúnu Huldu í síma
893-3230 á milli kl. 9-13 eða Eddu í síma
896-1240 eftir kl. 17.
Uppsprettan – sjálfshjálparhópur