Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 28
15. JANÚAR 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíllSaltfiskur er
mikilvægur hluti
af matarmenningu
íslensku þjóðarinnar
Tímarnir breytast en saliskurinn frá
Ekta ski, þessi gamli góði með
íslenskum kartöum og smjöri, stendur
alltaf fyrir sínu.
Sérútvatnaði saliskurinn er sérstaklega
hentugur í seiðandi saliskré Fæst um allt land. Hafðu samband!
466 1016
www.ektafiskur.is
Fit-Pilates
Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
Heilsurækt í húsi Hreyfigreiningar, Höf›abakka 9
Mánudaga 06.30-07.30
Mi›vikudaga 06.30-07.30
Föstudaga 06.30-07.30
N‡tt námskei› hefst 3. nóvember. Skráning í síma 511 1575.
Fit-Pilates fljálfar djúpvö›va líkamans, gefur langa fallega vö›va,
sléttan kvi›, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstö›u og aukinn li›leika.
• Skemmtilegar æfingar, styrkjandi og móta flottar línur líkamans
• Enginn hamagangur og læti en virkilega vel teki› á
• Æfingar á boltanum veita flægilegt vö›va og líffæranudd
• Æfingakerfi sem flú heldur áfram a› nota heima hjá flér og heldur flér í formi
• Fit-Pilates leikfimi fyrir flá sem vilja sjá línurnar ver›a flottari
Fit pilates tímar í Hreyfigreiningu.
19. janúar.
Mánudaga 6:15-07:30 12:05-12:55
Miðvikudaga 6:15-07:30 12:05-12:55
Föstudaga 6:15-07:30 12:05-12:55
Flestir tengja nafn Önnu F. Gunn-
arsdóttur við ráðgjafarfyrirtæk-
ið Önnu og útlitið en færri vita að
Anna er gamall landsliðsmaður í
sundi og var í nokkur ár Íslands-
meistari í 200 metra flugsundi.
Anna segist hafa prófað ýmis-
legt sér til heilsueflingar en ein-
hvern veginn alltaf endað aftur í
sundlauginni. Á síðasta ári rakst
hún svo á auglýsingaspjald fyrir
sund ætlað aldurshópnum 25 ára og
eldri í Laugardalslauginni og ákvað
að skrá sig meira upp á grín.
„Ég mætti strax í fyrsta tíma í
október í Laugardalslauginni eftir
að vera búin að keppa á Norður-
landamótinu í Hafnarfirði, þar
sem allt upp í sjötugt fólk keppti.
Íslenska hópnum gekk mjög vel
þarna; við settum Íslandsmet í 4
sinnum 50 skrið og lentum í öðru
sæti. Svo hrepptum við fjórða sæti
í 4 sinnum 50 fjórsundi. Ég lenti
síðan í fimmta sæti í 50 skrið. Í
fleirum greinum keppti ég ekki,
þar sem ég hafði ekki æft þær.
Ég ætla að standa mig betur næst
þegar keppnin verður haldin í Finn-
landi.“ Gamla keppnisskapið var
því að sögn Önnu enn á sínum stað
Hópurinn sem Anna er nú í hitt-
ist í hádeginu þrisvar í viku í inni-
lauginni í Laugardal undir leiðsögn
Brynjólfs Björnssonar. Hann sam-
anstendur af fólki á öllum aldri sem
hefur mismikla getu í sundi. „Við
mætum allt upp í nítján manns og
okkur er skipt niður eftir kunnáttu.
Við sem erum vön syndum saman
á braut, hinir koma til okkar þegar
þeir verða betri. Fólk er oft fljótt að
tileinka sér þetta.“
En skyldi sjósund aldrei hafa
komið til greina? „Nei, bæði finnst
mér kuldinn svo leiðinlegur og eins
er ég ekki að sækjast eftir selshúð-
inni sem myndast á fólki sem stund-
ar sjósund. Þetta fitulag sem þarf
til að þola kuldann finnst mér ekk-
ert sérstaklega flott,“ segir hún og
hlær. - rve
Aftur í keppnismennskuna
Gervigreindarbúnað sem
hermir eftir þekkingu sérfræð-
inga á borð við lækna, mark-
aðssérfræðinga og verkfræð-
inga er verið að taka í notkun
hjá íslensku fyrirtækjunum
Vdeca og IceMedix.
„Hugmyndin að baki búnaðinum er
að búa til rafræna gervigreindar-
sérfræðinga. Með notkun búnað-
arins er hægt að herma eftir þekk-
ingu þeirra sem og láta búnaðinn
læra. Síðan látum við gervigreind-
ina leysa ýmis verkefni, hvort sem
það er að greina veikindi eða fram-
kvæma markaðsrannsókn,“ segir
Þorsteinn Geirsson, verkefna-
stjóri hjá Vdeca ehf. og IceMedix
ehf. Hann veit ekki til að viðlíka
búnaður sé í smíðum annars stað-
ar í heiminum og í því felist mikil
tækifæri.
Vdeca var stofnað árið 2005 og
hefur meðal annars fengið styrk
frá Tækniþróunarsjóði. Þar er lögð
áhersla á að hanna hugbúnað sem
getur sinnt meðal annars mark-
aðsrannsrannsóknum með notkun
gervigreindarinnar. „Þeir mark-
aðsgeirar sem hægt er að nýta bún-
aðinn í eru marbreytilegir,“ segir
Þorsteinn og bendir á að búnaður-
inn hefði getað bent á fyrirsjáanleg
skakkaföll íslenska hagkerfisins.
IceMedix var stofnað fyrir fáein-
um mánuðum þó að undirbúning-
urinn hafi verið alllangur. Þar er
stefnan að búa til búnað sem getur
framlengt þekkingu sérfræðilækna.
„Þessi þekking er mjög eftirsótt,“
segir Þorsteinn og útskýrir hvern-
ig búnaðurinn gæti nýst. „Tökum
sem dæmi almennan heilsugæslu-
lækni úti á landi. Hann býr ekki
yfir sömu þekkingu og sérfræð-
ingur til dæmis í ofnæmislækning-
um. Með því að nota gervigreind-
arbúnað sem býr yfir sambærilegri
þekkingu og ofnæmissérfræðingur
getur hann fljótar komist að niður-
stöðu um hvað amar að sjúklingn-
um. Þannig sparast mikill tími og
peningur,“ segir Þorsteinn en tekur
fram að gervigreindarbúnaðurinn
komi þó aldrei í staðinn fyrir lækn-
inn. Hins vegar megi segja að bún-
aðurinn sé að sumu leyti traustari
en manneskja. „Búnaðinn er hægt
að keyra allan sólarhringinn allt
árið um kring auk þess sem reikni-
hæfileikar búnaðarins gera honum
kleift að koma auga á minnstu
breytur sem bent gætu til ákveð-
innar fylgni milli tiltekinna þátta,“
útskýrir Þorsteinn og bætir við að
búnaðurinn taki „ákvarðanir“ sem
byggi á staðreyndum en ekki til-
finningum.
„Ef einhverjar vísbendingar
eru um að skoða þurfi einstakt mál
betur þá gefur búnaðurinn það til
kynna í formi líkinda. Búnaðurinn
gæti til dæmis gefið til kynna að
níutíu prósenta líkur séu á að niður-
staða sé rétt en til að vera viss þarf
að ræða við lækni,“ segir Þorsteinn
og vill meina að slíkur búnaður gæti
leitt til mikillar kostnaðarlækkun-
ar og tímasparnaðar í heilbrigðis-
kerfinu. „Allt sem þarf að gera sí-
endurtekið á hverjum degi væri
hægt að láta gervigreindarbúnað-
inn um. Þannig gæti sérfræðingur-
inn sinnt öðrum málum á meðan,“
segir Þorsteinn en búnaðurinn er
að hans sögn einkaleyfisverndaður
um allan heim. Fyrir utan allt þetta
segir Þorsteinn að útrásarmögu-
leikar séu nokkrir. „Hægt væri að
veita erlendum aðilum aðgang að
þekkingu innlendra sérfræðinga og
þannig flytja út þekkinguna til fjar-
lægra landa og auka þar með tekjur
þjóðarbúsins.“
Um þessar mundir er verið að
ljúka við framkvæmd fyrsta fasa
verkefnisins IceMedix. Fram undan
er að gera samninga við fleiri sér-
fræðinga og heilbrigðisstofnanir
þannig að auka megi þekkingu bún-
aðarins á sjúkdómsflokkum sem og
forvörnum við þeim. - sg
Framlenging á sérfræðingi
Þorsteinn Geirsson, verkefnastjóri hjá Vdeca ehf. og IceMedix. Fyrirtækin vinna að þróun gervigreindarhugbúnaðar sem getur
þjónað sem sérfræðingur á sviðum lækninga, markaðsfræða og hvaða fræða sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Anna sækir sundnámskeið sem kennt
er í Laugardalslauginni. Hún bendir á
að víðar á höfuðborgarsvæðinu séu
sundnámskeið af ýmsu tagi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON