Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 38
15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
MARTIN LUTHER KING FÆDD-
IST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1929 Í
ATLANTA Í GEORGÍU.
„Sá sem á ekkert sem
hann er tilbúinn að
deyja fyrir á heldur ekk-
ert til að lifa fyrir.“
King sem var ötull bar-
áttumaður fyrir réttind-
um svartra í Bandaríkjun-
um var ráðinn af dögum
4. apríl 1968 í Memphis í
Tennessee.
„Mér finnst ég batna sem persóna með
hverju árinu sem líður. Maður verður
heilsteyptari og þroskaðri og lærir af
mistökunum,“ segir Einar Páll Tamimi
lögfræðingur, sem er fertugur í dag.
Afmælið mun Einar Páll upplifa í kyrr-
þey en hann hyggst hins vegar gera sér
dagamun með nánustu fjölskyldu og
vinum á föstudaginn. „Þá held ég upp
á fjörutíu ára og eins dags afmælið
mitt,“ segir hann íhugull. „Samkvæmt
tölfræði um lífslíkur þá er ég akkúrat
hálfnaður á þeirri leið þannig nú er til-
efni til að gera sér dagamun.“
Spurður um hvað stendur upp úr
verður Einar Páll hugsi. „Þótt þessi 40
ár hafi liðið hratt virðist þetta nokkuð
langur tími þegar litið er til þess sem
gerst hefur. Að hafa eignast tvö stór-
kostleg börn stendur náttúrlega upp
úr, þótt auðvitað sé engin ástæða til að
útiloka að þau geti orðið fleiri í fram-
tíðinni hjá manni á besta aldri,“ segir
hann og hlær. „Síðan hefur mér gefist
tækifæri til að búa víða í heiminum en
fyrir utan Ísland þá hef ég búið í Finn-
landi, Bandaríkjunum, Japan og Belgíu,
en hef auk þess heimsótt fjölmörg lönd
í flestum heimsálfum.“ Ástæður tíðra
flutninga hafa að sögn Einars Páls bæði
tengst námi og störfum.
Þrátt fyrir viðburðaríka ævi hefur
Einar Páll ekki verið gefinn fyrir að
setja sér aldurstengd markmið. „Ég vil
frekar grípa þau tækifæri sem gefast.
Ef menn einblína of mikið á markmið
sem sett eru löngu áður en þau eiga að
nást þá eru þeir kannski að loka augun-
um fyrir öðrum og skemmtilegri tæki-
færum sem kunna að opnast á leiðinni.
Ég hef því frekar viljað vera opinn
fyrir því sem lífið hefur upp á að bjóða
á hverjum tíma þó svo ég hafi sett mér
ýmis markmið til skemmri tíma,“ við-
urkennir hann og nefnir nýjasta við-
fangsefnið. „Markmið þessa árs er að
bæta maraþontímann og hlaupa Lauga-
veginn.“
Einar Páll hefur gaman af íþróttum
og er að eigin sögn ofstækisfullur knatt-
spyrnuaðdáandi. „Á það sérstaklega við
þegar kemur að Manchester United og
hef ég til dæmis ferðast um höf og lönd
til að sjá liðið keppa. Fyrst við vorum
að tala um hluti sem standa upp úr þá
má ekki sleppa úrslitaleiknum í meist-
aradeildinni í Moskvu í fyrra þar sem
mitt lið vann Chelsea. Það var ótrú-
legt!“ Nýtt áhugamál frá því í haust er
formennska í Meistararáðsráði kvenna
í fótbolta í Stjörnunni. „Þar höfum við
sett markið hátt og ætlum að reyna að
gera lið að meisturum innan fárra ára,“
segir hann kappsamur.
Einar Páll situr sjaldnast auðum
höndum og þessa dagana vinnur hann
að doktorsritgerð auk þess að vera sjálf-
stætt starfandi lögmaður og stunda-
kennari við Háskólann í Reykjavík.
„Fram að byrjun október var allt í mjög
góðu jafnvægi en síðan breyttist ýmis-
legt og doktorsritgerðin hefur mátt sitja
á hakanum. En svo skemmtilega vill til
að fyrstu kennslustundina mína í HR í
tvö ár ber upp á afmælisdaginn minn.
Því má segja að ég haldi upp á afmælið
með því að kenna alþjóðlega fjármagns-
markaði, sem menn velta reyndar fyrir
sér hvort að séu til lengur,“ segir hann
kíminn og bætir við að umræður verði
eflaust mjög líflegar í tímunum í vetur.
hrefna@frettabladid.is
EINAR PÁLL TAMIMI LÖGFRÆÐINGUR: ER FERTUGUR Í DAG
Augun opin fyrir tækifærum
Byrgið var íslenskt meðferðarheim-
ili sem starfa átti á kristilegum grunni
og var ætlað fyrir heimilislausa vímu-
efnafíkla, spilafíkla og fólk með ýmiss
konar persónuleikaraskanir. Meðferðin
átti að hjálpa fólki að öðlast betra líf.
Byrgið stóð einnig fyrir forvarnarstarf-
semi og ráðgjöf fyrir fíkla.
Forstöðumaður Byrgisins var Guð-
mundur Jónsson en hann vék tíma-
bundið úr starfi í desember 2006 eftir
sýningu fréttaskýringarþáttarins Komp-
áss 17. desember sama ár, en þar var
sagt frá rannsókn á málefnum Byrg-
isins á vegum þáttarins sem stað-
ið hafði yfir í þrjá mánuði. Kom þar í
ljós ýmiss konar misferli í tengslum
við skjólstæðinga Byrgisins og fjármál
meðferðarheimilisins.
Byrginu var loks lokað 15. janúar
árið 2007 eftir að Ríkisendurskoðun
birti niðurstöður úttektar sinnar. Út-
tektin leiddi í ljós að bókhald Byrgisins
væri í ólagi og að ríkissaksóknara bæri
að taka málið til umfjöllunar. Ekki var
gerð nægjanleg grein fyrir fjölmörg-
um útgjöldum Byrgisins auk þess sem
fjármunir þess voru notaðir af starfs-
mönnum til einkaneyslu. Sama dag og
Byrginu var lokað kærði önnur kona
Guðmund Jónsson fyrir kynferðislega
misbeitingu. Fleiri kærur komu síðar.
ÞETTA GERÐIST: 15. JANÚAR 2007
Byrginu í Grímsnesi lokað
BATNAR MEÐ ALDRINUM
Einar Páll Tamimi telur sig
hafa þroskast og batnað
með aldrinum og hlakkar
til að takast á við næstu
fjörutíu árin.
timamot@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Lovísa Anna Árnadóttir
frá Húnakoti, Þykkvabæ,
verður jarðsungin frá Þykkvabæjarkirkju, Þykkvabæ,
laugardaginn 17. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minn-
ast hennar er bent á minningarsjóð Þykkvabæjarkirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Óskarsson Guðmunda Sigurðardóttir
Gísli Garðar Óskarsson Sigrún Ósk Bjarnadóttir
Katrín Óskarsdóttir Gunnar Alexandersson
Margrét Auður Óskarsdóttir Pétur Kúld
Elsku mamma okkar, tengdamamma og
amma,
Ólöf Erla Kristinsdóttir
lést föstudaginn 9. janúar. Útför hennar fer fram frá
Neskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 15.00. Blóm og
kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Líknardeild LSH, Kópavogi,
s. 543 1159.
Laufey Erla Jóhannesdóttir Hannes Sigurðsson
Arndís Birna Jóhannesdóttir Guðmundur Þ. Guðmundsson
Kristinn Örn Jóhannesson Svanbjörg H. Einarsdóttir
Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir Pétur Davíðsson
og barnabörnin.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður
og afa,
Björgvin Jósteinsson
kennara
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar L-4,
Landspítala, Landakoti.
Guðrún Steingrímsdóttir
Dóra Björgvinsdóttir
Ingi Steinn Björgvinsson Vera Buus Nielsen
Dagný Björgvinsdóttir Jóhann S. Bogason
Bryndís Björgvinsdóttir Brjánn Ingason
og barnabörn
Amma mín, móðir okkar og tengdamóðir,
Sigrún Sigtryggsdóttir
áður til heimilis að Byggðavegi 84,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
16. janúar kl. 10.30.
Sigrún Einarsdóttir Eggert Pálsson
Þórunn Bergþórsdóttir
Stefán F. Bergþórsson
Anna Sigríður Tebbetts David Tebbetts
Hildur Bergþórsdóttir Magnús H. Ólafsson
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Harald M. Isaksen
rafvirkjameistari, Blásölum 13, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn
16. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hjartaheill.
Ingibjörg Þorgrímsdóttir
Guðbjörg Conner
Hagerup Isaksen Guðríður Helga
Benediktsdóttir
Guðríður H. Haraldsdóttir Steinþór Haraldsson
Þorgrímur Isaksen Kristín Erla Gústafsdóttir
Margrét Haraldsdóttir Ágúst H. Sigurðsson
Harald H. Isaksen Kolbrún A. Sigurðardóttir
afabörn og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Elín Sæmundsdóttir
Borgarholtsbraut 62, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10.
janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Grímur Guðmundsson
Jón Elvar Sigríður Markúsdóttir
Guðmundur Grímsson Hrafnhildur Proppé
Finnur Grímsson Þórunn Hafsteinsdóttir
Elín Grímsdóttir Jón Bjarni Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar elskulegi eiginmaður, faðir,
sonur, bróðir og mágur,
Sverrir Heiðar Júlíusson
Túngötu 6, Hvanneyri,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn
12. janúar sl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 21. janúar kl. 14.00.
Emma Heiðrún Birgisdóttir
Álfheiður Sverrisdóttir
Birgir Þór Sverrisson
Anna Soffía Sverrisdóttir
Ragnheiður Júlíusdóttir Pétur Ólafsson