Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.01.2009, Qupperneq 42
34 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 15. janúar ➜ Tónleikar 20.00 Fimmtudagsforleikur í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. Fram koma hljómsveitirnar Pontiac Pílatus, Bob og Swords of Chaos. Aðgangur ókeypis. 16 ára aldurstakmark. Gengið inn í kjall- arann Austurstrætismegin. 22.00 Bossa nova night Brasilíska söngkonan Jussanam da Silva verður með tónleika ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni og Erik Qvick á Café Oliver, við Lauga- veg 20a. 22.00 Elín Ey og Pikknikk ásamt hljómsveit spila á Rósenberg, Klapparstíg 25. ➜ Opnanir 17.00 Hrafnkell Sigurðsson opnar sýninguna Uplift í i8 gallery við Klapp- arstíg 33. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Hönnuðurinn Jurgen Bey flytur erindi í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. ➜ Síðustu Forvöð Yfirborðskennd, sýning Baldurs Geirs Bragasonar í Kling og Bang gallerí við Hverfisgötu 42, lýkur á sunnudag. Opið fim.-sun. kl. 14-18. ➜ Myndlist Helga Ástvaldsdóttir sýnir verk á Thor- valdsen Bar við Austurstræti. Opið alla daga frá kl. 11-01. Skaftfell Miðstöð myndlistar á Seyð- isfirði Goddur sýnir verk í sýningarsal Skaftfells. Á vesturveggnum sýnir Hjálmar Níelsson. Opið mið.-fim. kl. 13-17 og föst.-sun. kl. 13-20. Tilbrigði við jökulinn Hrefna Víglunds- dóttir sýnir verk í Reykjavík Art Gallery við Skúlagötu 30. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Kvennagrúppan Trio Nordica hefur um fimmt- án ára skeið haldið saman og spilað margbreytilega tónlist fyrir landann og erlenda áheyrendur, tekið upp hljómplötur og gefið út. Á sunnudaginn koma þær fram á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins í Bústaða- kirkju. Á efnisskránni hjá þeim stöllum eru þrjú verk, sitt úr hverri átt- inni: píanótríó í f-moll eftir Dvor- ák, tríó eftir Henze og píanótríó eftir Taneyev. Er um frumflutn- ing að ræða á tríói Taneyevs hér á landi, en tríóið er afar krefjandi og stórbrotið. Trio Nordica skipa Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellól- eikari og Mona Kontra píanóleik- ari. Taneyev er ekki kunnur hér á landi en hann fæddist 1856 og lést 1915, kominn af tónlistar- fólki, lærði hjá Tchaikovskí og var honum handgenginn, kunnur píanóleikari á sinni tíð og kennari, setti saman stórt fræðilegt verk um kontrapunkt og minna um can- ónuna. Hann var alfræðingur en leit á tónsmíðar sem stærðfræði- legt verkefni. Eftir hann liggja mörg verk af fjölbreytilegu tagi, þeirra á meðal ópera sem sækir texta í Oresteiu Eskilosar. Verk Dvoráks og Henze eru kunnari hér á landi. Tríóið hefur leikið víðs vegar og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Fram undan er fjöldi tónleika, meðal annars á Íslandi, Finnlandi og í Svíþjóð. Tríóið mun vera með tónleika á Listahá- tíð í Reykjavík 2009. Trio Nordica hefur nýlokið upptökum á geisla- disk gefnum út af INTIM Musik, með verkum eftir Elfridu Andrée, en hún var sænskt tónskáld, fædd 1841 og lést 1929. Hún var framar- lega í sveit framakvenna á sinni tíð og naut álits í Svíþjóð en hún starf- aði sem organisti við dómkirkjuna í Gautaborg. Meðal verka hennar má nefna óperuna Friðþjófs sögu, fjórar sinfóníur oog smærri verk meðal annars fyrir tríó sem þær stöllur hafa nú hljóðritað. Tónleikaröð Kammermúsík- klúbbsins er aðgengileg á vefsíðu klúbbsins www.kammer.is, en tón- leikar hans hafa um langt árabil verið í Bústaðakirkju. pbb@frettabladid.is Kvennagrúppa spilar TÓNLIST Trio Nordica: Bryndís, Mona og Auður. Tónlistarhátíðin Við Djúpið er orð- inn árviss viðburður við Djúp. Hún verður haldin á Ísafirði í 7. sinn dagana 18. til 23. júní 2009. Viða- mesta verkefnið á dagskrá hátíðar- innar í ár er stórt samstarfsverk- efni með Ísafold kammersveit og Rás 1 Ríkisútvarpsins. Verkefnið er samkeppni fyrir ný tónskáld. Tilhögun er þessi: 3 til 4 tónskáld fá tækifæri til að skrifa verk sérstaklega fyrir sveitina Ísa- fold sem verður frumflutt á hátíð- inni. Tónskáldin fá tækifæri til að vinna náið með meðlimum Ísafold- ar með sérstaka áherslu á praktíska hluti sem varða framsetningu verks- ins og skrif fyrir einstök hljóðfæri. Danska tónskáldið Bent Sørensen er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiðbeina þessum upprennandi tónskáldum enn frekar við vinnu þeirra. Auk þess mun hann flytja fyrirlestra um eigin verk og kenna á námskeiði á dagskrá hátíðarinnar. Tilgangurinn með þessu skemmti- lega verkefni er að gefa ungum tón- skáldum tækifæri til að vinna mjög náið með hljómsveit, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru þeim sem standa að verkefn- inu, tónlistarhátíðinni, kammersveit- inni og Rás 1 mikil ánægja að bjóða upp á þessa nýjung hér á landi. Nokkur praktísk atriði fyrir þátt- takendur: Þátttakendur skila inn umsóknum fyrir 15. janúar. Þar þurfa ákveðin gögn að fylgja sam- kvæmt reglum keppninnar. Regl- urnar er að finna á heimasvæði keppninnar á heimasíðu tónlistarhá- tíðarinnar: www.viddjupid.is. Hinn 15. febrúar verður tilkynnt hverjir fá að taka þátt og 1. maí verða verk- in að vera tilbúin. Dómnefndina skipa: Daníel Bjarnason, formaður, Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þur- íður Jónsdóttir, tónskáld. Heiðurs- dómari: Bent Sørensen. Þá er bara að draga fram hugmyndir að kamm- erverkum úr skúffunum og sækja um. - pbb Kammerverk vantar í sumar Í kvöld hefst í Hafnarhúsinu við Geirsgötu ný fyrirlestraröð sem Hönnunarmiðstöð Íslands á veg og vanda að. Fyrsta fyr- irlesturinn flytur Jurgen Bey sem er einn af áhugaverð- ustu hönnuðum samtímans og starfar sem gestakennari við Listaháskóla Íslands. Jurgen er hollenskur. Hann er einn af stofnendum hollensku hreyf- ingarinnar Droog Design (1993) sem hafði afgerandi áhrif á sér- stöðu Hollands meðal hönnuða í dag. Fyrirlesturinn er unninn í samstarfi Hönnunarmiðstöðv- ar Íslands, Hönnunar- og arki- tektúrdeildar LHÍ og Listasafns Reykjavíkur. Rætt um hönnun ath. kl. 22.45 Endursýning á RUV á Albúm, fyrsta þættinum í nýrri danskri dramaseríu sem byggir á skáldsögu eftir Benn Q. Holm sem kom út árið 2002. Albúm er eins og safn svipmynda úr sögu þriggja fjöl- skyldna. Það er líkt og flett sé í myndaalbúmi og staldrað við myndir sem okkur langar að skoða. Fjölskyldurnar þrjár þekkjast í rauninni ekkert en þær hafa áhrif á líf hver annarrar á árunum frá 1970 til 2000. DANÍEL BJARNASON Leiðtogi Ísafoldar er formaður dómnefndar um kammerverk. www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL sun. 18/1 uppselt Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 18/1 allra síðustu sýningar Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning fös. 16/1 uppselt lau. 17/1 örfá sæti laus Heiður Joanna Murray-Smith Magnað meistaraverk Frumsýning í Kassanum 24. janúar Kardemommu- bærinn Frumsýning 21. febrúar Miðasala í fullum gangi! „Hvað er svona lagað kallað á tæknimáli? Samþjappað rusl? Bagg- ar. Sorpa framleiðir um það bil 239 bagga á degi hverjum. Það er sam- dráttur úr 350 frá sept- ember 2008. Er þeim þá bætt við urðunarhaug- inn samdægurs? Já, eða strax næsta dag. Drífum í þessu. Baggi númer 1. Þyngd: um það bil 943,5 kíló, jafngildi 1,04 lítið tonn (bandarískt tonn). Mál: 101, 3x100, 9x110 sentimetrar. Ég sé að baggarnir eru reyrðir saman með tíu vírum. Mælieiningin á milli tveggja víra er þá 94,35 kíló.“ Fyrsta sýning galleríis i8 á hru- nárinu er á á rusli, bögguðu rusli. Hrafnkell Sigurðsson myndlist- armaður hefur áður gert spegl- uð myndverk úr fagurlegri áferð ruslahauga sem kalla á áhorfand- ann eins og samansafn af litskrúðugum tómum sæl- gætisbréfum, og nú notar hann umbúðir í skúlpt- úra sem eru baggaður úrgangur. Lyktin venst segir myndlistarmaður- inn í textanum sem vitn- að er til hér að framan sem er samtal hans um verkin á sýningunni sem hann átti við Shaunu Laurel Jones: Lyktin er vond en hún venst. Þetta skilur þú eftir þig, lesandi góður. Hrafnkell hefur á liðnu ári átt góða spretti víða og vekur jafnan athygli, hvort sem hann skreytir símaskrá eða kall- ar til karla í vinnufötum í þéttan dans eins og sjá mátti í verki hans á síðustu listahátíð. Sýningin í galleríi i8 er opin frá 11-17 þriðjudag til föstudags og laugardaga 13-17. Fyrsta sýning i8 HRAFNKELL SIGURÐSSON Myndlistarmaður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.