Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 46

Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 46
38 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > SYNGUR Á SUPER BOWL Söng- og leikkonan Jennifer Hud- son ætlar að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir úrslitaleikinn í bandaríska ruðningnum, Super Bowl, 1. febrúar næstkomandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún syngur opinberlega síðan móðir hennar, bróðir og frændi voru myrt í okt- óber. „Við erum tvö frá Þýskalandi sem stönd- um að þessu,“ segir Carl Henrik Deiting arkitekt sem hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin tvö ár, um svokallað- an Leikhússporthóp sem hann stofnsetti fyrir tveimur mánuðum. Leikhússport byggist á spuna þar sem hópar keppa hvorir á móti öðrum á meðan áhorf- endur hafa mikil áhrif á framvind- una. „Í venjulegri leiklist þarf fólk að læra klassísk verk eins og Shake- speare, en í leikhússporti hefur maður frjálsari hendur og getur jafnvel leikið mismunandi hlut- verk í sama verkinu. Við skipt- um okkur í tvo hópa sem keppa hvor á móti öðrum í tíu til fimmt- án mínútur í senn. Oft biðjum við áhorfendur um fimm ólík orð sem við spinnum svo út frá og þá getur senan til dæmis breyst frá því að læknir er á skurðstofu á Íslandi, yfir í að hann er staddur úti í skógi í Afríku. Við gefum áhorfendum einnig nammi og krumpuð blöð áður en við byrjum og ef vel gengur kasta þau namminu inn á sviðið, annars pappírnum,“ útskýr- ir Carl Henrik og segir leikhússportið hina mestu skemmtun. „Hópurinn okkar heitir Impro theatre Reykjavík og þar sem hann samanstend- ur bæði af Íslendingum og útlendingum æfum við á ensku. Við vonumst til að fleiri vilji taka þátt og hvetjum þá sem vilja prófa til að koma á næsta fund sem verður í Alþjóðahúsinu við Laugaveg 37 í kvöld milli klukkan 19 og 22. Fólk þarf ekki að vera með reynslu af leiklist til að taka þátt,“ segir Carl Henrik. - ag Óska eftir fólki í Leikhússport GÓÐUR HÓPUR Carl Henrik vonast eftir fleirum í leikhússporthópinn sem samanstendur meðal annars af fólki frá Þýskalandi, Taívan, Gvate- mala, Frakklandi og Austurríki. Danski tónlistargagnrýnandinn Ivan Rod skrifaði í síðasta hefti tímaritsins Cultures yfirlitsgrein um tónlist Tómasar R. Einarsson- ar og fjallaði einnig sérstaklega um þær plötur hans sem fáanleg- ar eru í Danmörku. „Íslendingurinn Tómas R. Ein- arsson er frumlegt tónskáld og tónlistarmaður sem vekur for- vitni allra tónlistarunnenda, hvaðan sem þeir koma og hvaða tegund tónlistar sem þeir halda mest upp á. Hann er orkustöð, sem getur kveikt ljós í sérhverri móttækilegri peru,“ skrifar Ivan Rod. Bætir hann við að Tómas hafi yfir að ráða ákveðinni mús- íkalskri heyrn sem geri að verk- um að hann eigi heima í flokkn- um Fágæt listsköpunargæfa. Allar plötur hans fá góða dóma en í toppsætinu sitja þó Havana og Romm Tomm Tomm. Tómas fær góða dóma TÓMAS R. EINARSSON Fær góða dóma hjá danska tónlistargagnrýnandanum Ivan Rod. Corey Taylor, forsprakki grímu- rokkaranna í Slipknot, er að und- irbúa sína fyrstu sólóplötu. „Ég finn að ég þarf að gera þessa plötu,“ sagði Taylor í viðtali við Billboard. „Ég er þannig náungi að ef ég get ekki gert hana þá heldur það aftur af mér í öðru sem ég geri.“ Taylor, sem er einnig meðlim- ur hljómsveitarinnar Stone Sour, segir sólóefni sitt vera nokkurs konar blöndu af Foo Fighters og Social Distortion með dálitlum Johnny Cash-áhrifum. Slipknot er að hefja umfangs- mikla tónleikaferð sem lýkur ekki fyrr en í september. Eftir það ætlar Taylor að einbeita sér að sólóplötunni. Undirbýr sólóplötu SLIPKNOT Forsprakki rokksveitarinnar er að undirbúa sína fyrstu sólóplötu. Steinn Ármann Halli Eggert Þorleifs Eftir Gísla Rúnar og Ladda Sviðssetning: Björn G. Björnsson Hljómsveitarstjóri: Hjörtur Howser NÆLDU ÞÉR ÍALLRA SÍÐUSTUMIÐANA! Góðar stundir Eftir tæplega 70 þúsund gesti, 130 sýningar og 25 þúsund selda DVD diska er komið að tveimur síðustu sýningunum. Bravó og Borgarleikhúsið þakka Ladda og félögum fyrir frábært samstarf og óska þeim innilega til hamingju með fordæmalausa velgengni. Miðasala á og í Borgarleikhúsinu Örfáir miðar eftir á báðar sýningar Þriðjudagur 20. janúar - 62 ára afmælissýning Laugardagur 24. janúar - Lokasýning

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.