Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 52
15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR44
FIMMTUDAGUR
20.00 Seinfeld STÖÐ 2 EXTRA
SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN
OMEGA
Dagskrá allan sólarhringinn.
SJÓNVARP NORÐURLANDS
20.00 Rules of Engagement
SKJÁREINN
20.50 Las Vegas STÖÐ 2
22.00 A History of Violence
STÖÐ 2 BÍÓ
22.25 Bílfélagar (Carpoolers)
SJÓNVARPIÐ
STÖÐ 2
18.15 Fréttir og Að norðan Endurtekið á
klst. fresti til kl. 12.15 daginn eftir.
N4 Sjónvarp Norðurlands
Digital Ísland rás 15
15.50 Kiljan (e)
16.35 Leiðarljós
17.20 Táknmálsfréttir
17.30 Bella, Boris og Berta (2:3) (e)
17.55 Stundin okkar (e)
18.25 Skyndiréttir Nigellu (5:13) (e)
19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.20 Eli Stone (4:13) Bandarísk þátta-
röð. Lögfræðingurinn Eli Stone í San Franc-
isco verður fyrir ofskynjunum og túlkar þær
sem skilaboð frá æðri máttarvöldum. Að-
alhlutverk: Jonny Lee Miller, Victor Garber,
Natasha Henstridge og Loretta Devine.
21.05 Lögin í Söngvakeppninni (1:4)
Flutt verða lögin tvö sem komust áfram í
Söngvakeppni Sjónvarpsins.
21.15 Nynne (11:13) (Nynne) Dönsk
gamanþáttaröð frá 2005. Aðalhlutverk:
Mille Dinesen og Mette Storm.
22.00 Tíufréttir
22.25 Bílfélagar (4:13) (Carpool-
ers) Bandarísk gamanþáttaröð um félaga
sem eru samferða í vinnuna, úr úthverfi og
inn í borg og skrafa saman um lífið og til-
veruna á leiðinni. Aðalhlutverk: Faith Ford,
Fred Goss, T.J. Miller, Jerry O’Connell, Allison
Munn, Jerry Minor og Tim Peper.
22.50 Albúm (Album) (1:5) (e)
23.50 Kastljós (e)
00.30 Lögin í Söngvakeppninni (1:4)
00.40 Dagskrárlok
08.00 The Pink Panther
10.00 Búi og Símon
12.00 Days of Thunder
14.00 The Pink Panther
16.00 Búi og Símon
18.00 Days of Thunder
20.00 Break a Leg
22.00 A History of Violence Tom Stall
verður valdur af hræðilegum glæp en telst
hetja fyrir vikið. Það mun hafa mikil áhrif á
líf hans og fjölskyldu.
00.00 Country of My Skull
02.00 The Woodsman
04.00 A History of Violence
06.00 Elizabethtown
07.00 Barcelona - Atl. Madrid Útsend-
ing frá leik í spænska bikarnum.
15.20 Barcelona - Atl. Madrid Útsend-
ing frá leik í spænska bikarnum.
17.00 Southend - Chelsea Útsending frá
leik í ensku bikarkeppninni.
18.40 PGA Tour 2009 Sýnt frá hápunkt-
um PGA mótaraðarinnar í golfi.
19.35 Inside the PGA Tour 2009
Skyggnst á bakvið tjöldin í PGA mótaröðinni
og árið skoðað í bak og fyrir.
20.00 Atvinnumennirnir okkar - Logi
Geirsson Þáttaröð þar sem skyggnst verður
inn í líf fremstu atvinnumanna þjóðarinnar.
20.35 Utan vallar með Vodafone Um-
ræðuþáttur þar sem íþróttafréttamenn Stöðv-
ar 2 Sport fá til sín góða gesti.
21.25 NFL deildin Hver umferð í NFL
deildinni skoðuð í bak og fyrir. Þeir Rich
Eisen og Deion Sanders skoða allar viður-
eignirnar og spá í spilin.
21.55 NBA tilþrif Í þessum mögnuðu
þáttum sem slógu í gegn á árum áður verða
sýnd öll bestu tilþrif vikunnar í NBA körfu-
boltanum.
22.25 Atvinnumennirnir okkar - Logi
Geirsson
23.00 Utan vallar með Vodafone
07.00 Man. Utd. - Wigan Útsending frá
leik í ensku úrvalsdeildinni.
15.40 Wigan - Tottenham Útsending frá
leik í ensku úrvalsdeildinni.
17.20 Man. Utd. - Wigan Útsending frá
leik í ensku úrvalsdeildinni.
19.00 Premier League Review Allir leik-
ir umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni skoð-
aðir. Öll mörkin og öll bestu tilþrifin á einum
stað.
20.00 Premier League World Nýr þátt-
ur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá
ýmsum óvæntum hliðum.
20.30 Goals of the Season 2006 Öll
glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvals-
deildarinnar frá upphafi til dagsins í dag.
21.30 4 4 2 Heimir Karlsson og Guðni
Bergsson fara yfir hverja umferð í ensku úr-
valsdeildinni ásamt valinkunnum sérfræð-
ingum.
22.40 Coca Cola mörkin Allir leikirnir,
öll mörkin og allt það umdeildasta skoðað í
þessu magnaða markaþætti.
23.10 Everton - Hull Útsending frá leik í
ensku úrvalsdeildinni.
06.00 Óstöðvandi tónlist
08.00 Rachael Ray (e)
08.45 Vörutorg
09.45 Óstöðvandi tónlist
17.25 Vörutorg
18.25 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem
Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar
gómsæta rétti.
19.10 Are You Smarter Than a 5th
Grader? (21:27) Bráðskemmtilegur spurn-
ingaþáttur fyrir alla fjölskylduna. Spurning-
arnar eru teknar eru úr skólabókum grunn-
skólabarna en þær geta vafist fyrir þeim full-
orðnu. (e)
20.00 Rules of Engagement (3:13)
Bandarísk gamansería um vinahóp sem
samanstendur af hjónum, trúlofuðu pari
og kvensömum piparsveini. Jeff heldur að
hann getir bjargað málunum þegar Au-
drey á í deilum við nágranna en gerir bara
illt verra.
20.30 The Office (1:19) Bandarísk gam-
ansería sem hlaut Emmy-verðlaunin 2006
sem besta gamanserían. Röð óphappa fær
Michael til að trúa að álög hvíli á skrifstof-
unni og ákveður að gera eitthvað í málinu.
21.00 Flashpoint (1:13) Spennandi þátta-
röð um sérsveit lögreglunnar sem er kölluð
út þegar hættan er mest.
21.50 Law & Order (15:24) Bandarísk-
ur sakamálaþáttur um störf rannsóknar-
lögreglumanna og saksóknara í New York.
Íhaldssamur útvarpsmaður er skotinn til
bana og grunur fellur á ekkju hans og konu
sem segist hafa verið ástkona eiginkon-
unnar.
22.40 Jay Leno Spjallþáttur á léttum
nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til
sín góða gesti og slær á létta strengi.
23.30 Britain’s Next Top Model (1:10)
(e)
00.20 Vörutorg
01.20 Óstöðvandi tónlist
07.00 Barnatími Stöðvar 2 Kalli litli kan-
ína og vinir, Refurinn Pablo, Gulla og græn-
jaxlarnir, Lalli og Ofurhundurinn Krypto.
08.15 Oprah
08.55 Í fínu formi
09.10 Bold and the Beautiful
09.30 La Fea Más Bella (231:300)
10.25 The Celebrity Apprentice (13:13)
12.00 Project Runway (10:15)
12.45 Neighbours
13.10 Forboðin fegurð (99:114)
14.00 Forboðin fegurð (100:114)
14.50 Ally McBeal (4:24)
15.35 Sabrina - Unglingsnornin
15.58 Háheimar
16.23 Smá skrítnir foreldrar
16.43 Hlaupin
16.58 Doddi litli og Eyrnastór
17.08 Bold and the Beautiful
17.33 Neighbours
17.58 Friends
18.23 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.47 Íþróttir
18.54 Ísland í dag
19.10 Markaðurinn með Birni Inga
19.45 The Simpsons (10:23) Hómer
sýnir Flander hvernig eigi að lifa lífinu með
því að bjóða honum til Las Vegas.
20.10 Atvinnumennirnir okkar
20.50 Las Vegas (17:19) Enn fylgjumst
við með lífi og störfum öryggisvarða í Mont-
ecito-spilavítinu þar sem freistingarnar eru
margar fyrir spilafíkla, glæpahyski, fjárglæfra-
menn og aðrar veikgeðja sálir.
21.35 Prison Break (14:22) Fjórða serían
af þessum vinsælasta spennuþætti Stöðvar 2.
Til þess að sanna sakleysi sitt og leita hefnda
þurfa bræðurnir að uppræta Fyrirtækið, dul-
arfulla stofnun sem er ábyrg fyrir því að þeir
eru hafðir fyrir rangri sök.
22.25 Live and Let Die Roger Moore í
fyrsta sinn í hlutverki James Bonds. Nokkrir
útsendarar bresku leyniþjónustunnar láta lífið
á dularfullan hátt og Bond er fenginn til að
rannsaka málið.
00.25 Cold Blood 4
01.35 Mad Men (4:13)
02.20 Code Breakers
03.45 Saved!
05.15 Fréttir og Ísland í dag
Breytingar á dagskrá Stöðvar 2 eru nú teknar að líta dagsins
ljós. Menn þar á bæ færa nú þætti sem voru utan kjörtíma
inn á kvölddagskrá. Þannig fer Markaður Björns Inga og
Mannamál Sigmundar Ernis inn á dagskrá þegar eftir
fréttir. Dagskrárstjórnin vill nýta fjárfestingu í mannalaun-
um og innlendu dagskrárefni betur og telur sér trú um að
spjallþættir þessir eigi sjens meðal kjörhópsins, áskrif-
enda Stöðvar 2. Í þessum ráðstöfunum er litið fram hjá
reynslunni. Dagskrárstjórar hafa í tuttugu og tvö ár gert
slíkar tilraunir en meðal eigenda stöðvarinnar var alla tíð
landlægur áhugi á fréttum af fjármálum. Raunin var aftur
sú að áskrifendur höfðu ekki áhuga á slíkum fréttum.
Stöð 2 hefur markvisst byggt sig upp sem hreina
afþreyingu. Markaðsfréttir eru ekki skemmtun
nema örfáum. Björn Ingi Hrafnsson er því að
takast á við vonlaust verkefni. Áhorf á þátt
hans verður langt innan þeirra marka sem
dagskrárstjórn Stöðvar 2 getur sætt sig við á þessum tíma,
jafnvel þótt þátturinn sé í opinni dagskrá. Því fær ekkert
breytt jafnvel þótt Björn Ingi komi fram í sundbol og
breyti þættinum í skemmtiþátt um efnahagsmál. Ofan
í kaupið er þjóðin öll komin með ógeð á peningum
og efnahagsmálum. Hver verður þá árangur tilraun-
arinnar? RÚV og Skjánum er gefið sóknarfæri sem
þeir eiga ekki skilið. Leiðarinn inn í kvöldið sendir
massann af áhorfendum annað og þaðan víkja þeir
ekki. Dagskráin á Markaðs-kvöldunum verður ónýt fyrir
Stöðina og með nýjum mælingum mun þátturinn
bíða afhroð strax frá fyrsta degi. Hvort Mannamál
Sigmundar Ernis á einhvern sjens er aftur
spurning og fer fyrst og fremst eftir
efnisvali og tóni. Hann gæti komist af.
Markaður Björns Inga er á dagskrá í
kvöld kl. 19.10.
VIÐ TÆKIÐ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON UM VIÐSKIPTAÞÆTTI
Fréttir sem fólk vill ekki heyra
> Steve Carell
„Mér finnst fátt eins gott eins og að
hlæja vel og lengi.“
Carell leikur skrifstofustjórann
Michael Scott í gamanþáttun-
um The Office en í kvöld byrj-
ar ný þáttaröð á Skjáeinum.
▼
▼
▼
▼