Fréttablaðið - 15.01.2009, Síða 54
46 15. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
KREPPAN
LÁRÉTT 2. niður, 6. skóli, 8. skordýr,
9. spendýr, 11. skammstöfun, 12.
sýna elliglöp, 14. niðurlægja, 16. hola,
17. tilvist, 18. bók, 20. skammstöfun,
21. gerviefni.
LÓÐRÉTT 1. fyrirhöfn, 3. tveir eins, 4.
land í S.-Evrópu, 5. net, 7. fíflalæti, 10.
angan, 13. matjurt, 15. veiði, 16. hluti
verkfæris, 19. golf áhald.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ofan, 6. ma, 8. fló, 9. api,
11. bt, 12. kalka, 14. smána, 16. op,
17. líf, 18. rit, 20. al, 21. flís.
LÓÐRÉTT: 1. ómak, 3. ff, 4. albanía,
5. nót, 7. apaspil, 10. ilm, 13. kál, 15.
afli, 16. orf, 19. tí.
„Ef ég hefði vitað að ég væri
ábyrgðarmaður fyrir auðjöfra
landsins hefði ég nú sníkt far
með einkaþotunum í eitt, tvö
skipti. Ég segi nú bara: Eins gott
að maður átti ekki neitt.“
Böðvar Reynisson, Böddi í Dalton.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur.
2 101 dagur.
3 Úkraínu.
„Þetta verður bara fjölskyldan,
félagarnir úr landsliðinu og svo
fólk sem er búið að vera gott við
mig í gegnum tíðina,“ segir Logi
Geirsson, landsliðsmaður í hand-
bolta og leikmaður þýska liðsins
Lemgo. Hann er búinn að leigja
lúxussalinn í Smárabíói undir
frumsýningu á fyrsta þættin-
um af Atvinnumennirnir okkar í
kvöld, en Logi er einnmitt stjarn-
an í þeim þætti.
Auðunn Blöndal, stjórnandi
þáttanna, var ánægður með fram-
tak leikmannsins. „Hann er örugg-
lega sá eini sem verður á landinu
þegar þættirnir eru sýndir þannig
að hann hefur ákveðið forskot.
Sem hann nýtir sér að sjálfsögðu,“
segir Auðunn sem sjálfur verður
gestur Loga í kvöld og hlakkar
mikið til að horfa á þáttinn í lúx-
usleðri Smárabíós. Auðunn blæs
sjálfur til frumsýningarveislu
síðar um kvöldið og þangað munu
íslensku landsliðsmennirnir mæta
ásamt útvöldum og fagna þessum
tímamótum.
Logi segist ekki vera búinn
að sjá þáttinn í heild sinni. Bara
smá klippur. Honum líst þó vel á
það sem hann hefur séð. „Þetta
er svona „inside story“. Hvernig
daglegt líf er hjá atvinnumanni og
svo er þetta smá innsýn í einkalíf-
ið.“ Logi dáist að allri þeirri vinnu
sem aðstandendur þáttanna hafa
innt af hendi. „Þessi hugmynd hjá
þeim er frábær og þeir eru búnir
að leggja allt í sölurnar.“ Upptök-
ur á þættinum byrjuðu löngu fyrir
hina mögnuðu silfurför á Ólymp-
íuleikana í Peking og þættirnir
fylgja þeim sögulega viðburði vel
eftir. Áhorfendur fá því að skyggn-
ast að tjaldabaki þegar „strákarn-
ir okkar“ unnu sinn fræknasta
sigur.
Þrátt fyrir að Logi sé yfirleitt
pollrólegur fyrir stórleiki á borð
við úrslitaleikinn í Peking þá seg-
ist hann vera drullustressaður
fyrir sýningu þáttarins enda verði
öll fjölskylda hans í salnum. „Ég
er rosalega smeykur en líka alveg
rosalega spenntur, þetta verður í
fyrsta skipti sem ég sé mig á hvíta
tjaldinu. Einhvern tímann verður
allt fyrst.“ freyrgigja@frettabladid.is
LOGI GEIRSSON: STRESSAÐRI FYRIR FRUMSÝNINGU EN ÚRSLITALEIK
Leigir lúxussalinn í Smára-
bíói til að horfa á sjálfan sig
LÚXUS-LOGI Handknattleikskappinn Logi Geirsson býður vinum og vandamönnum
í lúxussal Smárabíós í kvöld. Þar verður fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð Auðuns Blöndal,
Atvinnumennirnir okkar, sýndur og Logi er stjarna þáttarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Listamaðurinn Ómar Örn Hauksson, fyrr-
um liðsmaður Quarashi, er önnum kafinn
um þessar mundir við hönnun kynningar-
veggspjalda fyrir erlendar kvikmyndir. Á
meðal þeirra er nýjasta mynd Roberts Engl-
und, The Night of the Sinner, en Englund er
þekktastur sem Freddy Krueger í hryllings-
myndunum Nightmare on Elm Street.
Ómar Örn er gamall aðdáandi myndanna
og tók verkefninu því fagnandi þegar það
kom á borð til hans. „Fyrir svona „nölla“
eins og mig er það kúl að vera að vinna fyrir
mynd sem Robert Englund leikur í,“ segir
Ómar.
Annað veggspjald sem Ómar er með á
teikniborðinu er fyrir spennumyndina Pig-
hunt þar sem Les Claypool úr hljómsveitinni
Primus er á meðal leikara.
Ómar þarf að skila báðum þessum vegg-
spjöldum af sér fyrir mánaðamótin til kvik-
myndafyrirtækis í Los Angeles, því mynd-
irnar verða kynntar á markaði í Berlín í
febrúar. Hann þarf því að hafa hraðar hend-
ur. „Þetta er smá maus. Það er tíu klukku-
stunda mismunur hérna og ég er svolít-
ið á undan þeim. Við höfum verið að skjóta
„e-mailum“ á milli okkar,“ segir hann og
játar að ætli hann að ná enn lengra í þessum
bransa þyrfti hann helst að búa í Bandaríkj-
unum. „Það væri betra því þá væri ekki eins
mikið vesen að sjá myndirnar.“
Fyrir þessi nýju verkefni gat hann til að
mynda eingöngu stuðst við ljósmyndir og
stikl ur því hann hefur ekki enn fengið kvik-
myndirnar sjálfar í hendurnar.
Ómar hefur áður hannað veggspjöld fyrir
myndir á borð við Mýrina og Börn, auk þess
sem hann á heiðurinn af litríku veggspjaldi
nýrrar heimildarmyndar Friðriks Þórs, Sól-
skinsdrengurinn. - fb
Hannar veggspjald fyrir Freddy Krueger
Enska Idol-stjarnan Will Young
er væntanleg til Íslands á næstu
dögum. Hann hyggst feta í fót-
spor landa síns, James Morrison,
og gera hér myndband. Að sögn
Sæmundar Norðfjörð hjá Repu-
blika, sem hefur veg og vanda að
komu Young, er ætlunin að finna
snjó fyrir poppstjörnuna. „Ef það
verður snjólaust í Reykjavík þá
förum við út á land, jafnvel norð-
ur,“ segir Sæmundur. Hann upp-
lýsir þó að enn geti eitthvað út
af brugðið, meiri líkur en minni
séu þó á því að af myndbandsgerð
Young verði á Íslandi.
Young sigraði breska Pop Idolið
fyrir sex árum. Hann sló umsvifa-
laust í gegn en fyrsta smáskífa
hans setti met á breska smáskífu-
listanum, aldrei áður hafði frum-
raun tónlistarmanns selst svona
hratt. Smáskífan seldist í tæplega
hálfri milljón eintaka á fyrsta
degi og yfir milljón voru rifin út
úr plötubúðum Bretlands á einni
helgi. Young fylgdi þeirri vel-
gengni eftir með plötunni From
Now On og uppskar í kjölfarið Brit-
verðlaun sem besti nýliðinn.
Fjórða plata Young, Let it Go,
kom út þann 29.september. Hún
fékk frábæra dóma hjá breska
blaðinu The Observer sem líkti
henni við plötu George Michael,
Older. Sala plötunnar hefur einn-
ig gengið vel en hún komst hæst í
annað sætið á breska plötulistan-
um, seldist í yfir 300 þúsund ein-
tökum. - fgg
Young gerir myndband á Íslandi
Í FÓTSPOR MORRISON Breski tónlistarmaðurinn Will Young leitar að íslenskum snjó
fyrir myndband sitt sem tekið verður upp á næstu dögum. NORDICPHOTOS/GETTY
Örlygi Smára, höfundi This is your
life, var einum boðið að senda lag
inn í Eurovisionforvalið í ár. Hann
hefur nú samið lagið og fær flunku-
nýjan kvennakvintett, Elektru, til að
flytja það á síðasta undanúrslita-
kvöldinu 31. janúar.
Lagið heitir „Got no
love“. Fyrir Elektru
fara Hara-systurn-
ar, þær Rakel og
Hildur Magn-
úsardætur. Syst-
urnar komust fyrst
á stjörnukortið í
X-factor sjónvarps-
þáttunum, en þar
töpuðu þær fyrir
Jógvani. Nú geta
þær hugsanlega
komið fram hefndum því sama
kvöld og þær syngja keppir Færey-
ingurinn söngelski með lagi eftir
Hallgrím Óskarsson.
Ritstjórarnir Eiríkur Jónsson hjá Séð
og heyrt og Reynir Traustason
hjá DV eru að byrja með útvarps-
þátt á Sögu og ætla að láta laun
þau sem þeir fá hjá
Arnþrúði Karlsdóttur
útvarpsstjóra renna
til góðgerðarmála.
Þeir voru reyndar
saman með þátt
á Talstöðinni
sálugu en þá
talaði Eiríkur
jafnan á þeim
nótum að Reynir væri í þættinum
ígildi „svertingjans hjá Jay Leno“
og var þá að vísa til Kevin Eubanks
hljómsveitarstjóra.
Sjálfur Bubbi Morthens, sem
einmitt er að hefja feril sinn í
útvarpi um þessar mundir
á Rás 2 með Færibandi
sínu, gefur lítið fyrir
þetta brölt þeirra Eiríks
og Reynis. Bubbi er
með Facebook eins og
flestir landsmenn aðrir
og segir þar þá ekki
traustsins verða og
nú vilji þeir skúra
„mannorð sitt“.
- drg, jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
ÓMAR ÖRN HAUKSSON Ómar hefur í nógu að snúast
við hönnun erlendra kynningarveggspjalda sem hann
þarf að klára fyrir mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í línu.
NLP er öugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
13. - 15.feb. og 20. - 22.feb. 2009.
www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992
Kári Eyþórsson MPNLP
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í línu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er ertt að höndla gagnrýni?
© cKari.com