Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 56

Fréttablaðið - 15.01.2009, Page 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Í dag er fimmtudagurinn 15. janúar, 15. dagur ársins. 10.54 13.37 16.21 11.00 13.22 15.45 Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvern- ig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. ÉG uppgötvaði líka að ég hef nán- ast alist upp við að sama fólkið sitji í stjórnsætum þjóðmálanna. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur setið við stjórnvölinn næstum því síðan ég man eftir mér, yfirleitt með Fram- sókn við fótskör, og Steingrímur J. hefur rifist í andstöðunni frá því ég var lítil. Einhverjir sem setið hafa á ráðherrastóli hafa fylgt fjöl- skylduhefð og fetað í fótspor feðra sinna. NÚ eru uppi ráðagerðir um hrók eringar á embættum ráð- herra og þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvernig það verði gert og hvað muni ráða hver velst í hvað. Hvort sérþekking eða mennt- un fólks á ákveðnu sviði verði til hliðsjónar eða hvort horft verði til þess hvernig fólk hefur stað- ið sig fram að þessu og hvort álit almennings á störfum viðkomandi hafi eitthvað að segja. Eitthvert ráðuneytið er kannski þægilegri innivinna en annað. NÚ þegar atvinnuöryggi í land- inu heyrir nánast sögunni til og þúsundir manna lifa í óvissu mán- aðamóta á milli, velti ég því líka fyrir mér hvaða starfsstétt búi við mesta atvinnuöryggið í dag. Hverj- ir geti setið rólegir við sín störf hver mánaðamótin eftir önnur, sama hvað á dynur. EINU sinni heyrði ég grínast með að þingmennska væri þægileg inni- vinna, svo lengi sem viðkomandi léti ekki hanka sig á klaufalegum ummælum eða póstsendingum. En ég er farin að halda að ráðherra- embættið sé enn betra, það virðist ekkert geta orðið til þess að ráð- herra missi vinnuna. Hann getur leitt hjá sér gagnrýni á störf sín, sett fram glannalegar yfirlýsing- ar á alþjóðavettvangi í nafni þjóð- arinnar, ráðskast með ríkissjóð, ferðast á kostnað skattgreiðenda, ráðið vini og frændur í embætti og yfirleitt gert það sem honum sýn- ist á kjörtímabilinu. Eftir næstu kosningar getur sá hinn sami jafn auðveldlega sest í næsta ráðherra- stól. Um atvinnuör- yggi starfsstétta

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.