Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 •1 *1 li ll “ H '1 Hottston Stewart Chamberlain? BRETINN SEM VAR ÞÝSKARI EN VILHJÁLMUR II OG HITLER Heimspekingurinn frá Portsmouth dó í þeirri von og trú að brátt næðu Þjóðverjar heimsyfirráðum ■ „Yöar hátign og þegnar yöar eru fæddir í heilögu skríni samkvæmt ráðstöfun Guðs...“ ritaði maður einn í Þýskalandi í bréfi til Vilhjálms keisara annars um síðustu aldamót, og það má telja alveg víst að hann meinti þetta af innsta grunni frómrar sannfæringar. Það hefði mátt sannfærast um með því einu að litast um í skrifstofunni hans, en þar héngu gegnt hvor annari myndir af þessum keisara og Jesús Kristi. Bréfrít- arinn gat nefnilega á þann hátt haft þessi tvö mikilmenni fyrír augunum, þegar hann gekk um gólf við vinnu sína og ritaði einhverja þeirra digru doðranta sem eftir hann liggja, því um sína daga var hann talinn einn mesti andi Þjóðverja, - svo hlálegt sem það var. Hlálegt? Jú, þessi maður var nefnilega ekki Þjóðverji, heldur Englendingur af bestu ættum þar í landi. Hann var átrúnaðargoð Vilhjálms II og sem nötrandi gamalmenni benti hann hik- laust á hinn nýja frelsara Þjóðverja, Adolf Hitler, árið 1924. Það var áður en nokkur var farinn að taka mark á þeim manni. Þessi makalausi Englendingur fæddist í Portsmouth árið 1855 og var faðir hans aðmíráll. Meðal náinna frænda hans voru menn í æðstu herforingjastétt Breta og það þótti því sjálfsagt að hann gengi í herinn eða þá undir merki flotans. En heilsa hans var svo lítilfjörleg að þess í stað var hann settur til mennta og nam hann við skóla í Frakklandi og í Genf, þar sem hann talaði fyrst og fremst frönsku. En einhverntíma á því bili er hann var á milli fimmtán og nítján ára aldurs höguðu forlögin því svo til að hann komst í kynni við tvo Þjóðverja og átti það eftir að verða upphafið að meira en lítið nánu sambandi við þá þjóð. Hann gerðist á endanum þýskur ríkisborgari og ritaði hinar mörgu bækur sínar á þýsku, en þær áttu eftir að hafa feikna áhrif á Vilhjálm II og Hitler, auk fjölda minni spámanna. Tengdasonur Wagners Arið 1870, þegar liann var fimmtán ára að aldri, var þessi enski hástéttar- piltur settur undir verndarvæng all óvenjulegs heimiliskennara, Otto Kuntze að nafni. Kuntze þessi var Prússi og það meira en í orði kveðnu, því hann var prússneskari en allt sem prússneskt var. í fjögur ár þuldi hann yfir drengnum langa fyrirlestra um dýrðlega hernaðar- sögu þessa þjóðflokks og sigra hans og útlistaði fyrir honum í leiðinni snilli og stærð ýmissa listamanna og skálda, svo sem Beethovens, Goethes, Schillers og Wagners. Nítján ára gamall var Cham- berlain yfir sig ástfanginn af prússneskri stúlku, Önnu Horst að nafni, sem var tíu árum eldri en hann og yfirspennt á taugum, líkt og hann sjálfur. Eftir þriggja ára nám í Genf, þar sem hann hafði lagt stund á heimspeki, náttúru- sögu, eðlisfræði, efnafræði og læknis- fræði, hélt hann burt þaðan árið 1882. Þá var hann tuttugu og sjö ára gamall. Leiðin lá nú til Bayreuth, þar sem hann komst í kynni við Wagner, sem eftir það varð „sól tífs hans,“ eins og hann orðaði það og Cosimu konu hans. Dáði hann Cosimu svo ákaflega að hann kallaði sig hennar auðmjúkan þræl allt til æviloka. Hann kvæntist Önnu Horst og settist að ásamt henni í Dresden 1885 og bjó þar í fjögur ár. Á því bili varð hann alþýskur í hugsun og talaði og ritaði ekki annað mál en þýsku. Næstu árin bjó hann í Vínarborg en fluttist 1909 til Bayreuth og átti þar heima til dauðadags 1927. Hann skildi við Önnu Horst 1905, en hún var þá orðin sextug, og sjúk manneskja á líkama og þó enn frekar sál. Segir hann skilnaðinn hafa orðið sér svo erfiðan að hann hafi næstum verið genginn af vitinu. Þremur árum síðar kvæntist hann svo dóttur Wagners, Evu, og settujt þau að í grennd við heimili Wagners, Wahnfri- ed. Það gerði Chamberlain til þess að mega vera sem allra næst tengdamóður sinni, hinni virðulegu og viljasterku Cosimu. Ofsafengið andríki Chamberlain var úr máta tilfinn- inganæmur maður og taugabilaður og rak hvert taugaáfallið annað í lífi hans. Iðulega sá hann anda eða djöfla, sem ráku hann áfram til þess að leita inn á sífellt ný svið fræða og þekkingar og skrifa og skrifa án afláts. Ein loftsýn eftir aðra bauð honum að snúa frá líffræði til grasafræði, frá grasafræði til listrann- sókna, frá listrannsóknum til tónlist- arháms, frá tónlistinni til heimspeki, ævisagnalesturs og sagnfræði. Eitt sinn, - það var árið 1896, þegar hann var á leið frá Ítalíu, gerðist einn andinn svo aðgangsharður við hann, að hann var að stíga út úr lestinni í Gardone. Hann tók sér þar hótelherbergi á leigu og lokaði sig inni í átta daga. Hann lagði verkefni sem hann var að vinna að um tónlist til hliðar og skrifaði af hitasóttarkenndum ákafa um líffræðilegt efni, sem nú hafði opinberast honum. Þar með var fundinn sá kjarni sem öll hans síðari verk áttu eftir að snúast um meira og minna: kenningin um gildi kynþáttanna í mannkynssögunni. Hvað sem ávirðingum Chamberlains líður þá bjó hugur hans yfir geysilegri yfirsýn á sviði bókmennta, tónlistar, líffræði, grasafræði, trúarbragðasögu, sagnfræði og stjórnmálasögu. Menn hafa viðurkennt að verk hans búi yfir verulegu og djúptæku andríki og að þau séu sér furðu samkvæm. Hann taldi sem Rit hans um hlutverk Þýskalands kom út í 24 útgáfum, alls 250 þúsund eintökum áður segir að sér væri stjórnað af öndum og margar bækur hans, svo sem um Wagner, Goethe, Kant, kristindóminn og kynþáttinn, hafa verið ritaðar í einhvers konar æðisástandi eða sefjun- arástandi, sem hann sjálfur hefur getað kallað yfir sig. í ævisögu sinni „Lífs- vegir“ (Lebenswege) segir hann lfka að þegar hann var búinn að rita bækur sínar hafi hann varla þekkt þær sem sitt eigið verk, svo langt fóru þær fram úr vonum hans. Menn sem gæddir voru meira andlegu jafnvægi en hann hafa síðar gert kynþáttakenningar hans að engu, svo og mikið af söguskoðun hans. Franskur lærdómsmaður einn í germönskum fræðum, Edmond Vermeil, hefur kallað hugmyndir hans „safn af skrani“. Hins vegar segir Konrad Heiden, sem samdi hið fræga æviágrip um Hitler, þegar hann ræðir um áhrif Chamberlains á kynþáttakenningar nasista: „Hann var einhver furðulegasti snillingurinn í sögu þýskrar hugsunar, náma fróðleiks og djúphygli.“ „Hornsteinar 19. aldar“ Sú bóka Chamberlains sem mesta athyglina hlaut og gerði Vilhjálm II keisara viðutan af hrifningu og varð nasistum mikil stoð er þeir voru að sjóða saman eigin kynþáttakenningar, var „Hornsteinar 19. aldar.“ Þetta var bók sem Chamberlain (auðvitað rekinn áfram af öndum) samdi á 19 mánuðum og var tólf hundruð síður að stærð. Hann byrjaði á henni þann 1. apríl 1897 og lauk við hana þann 31. oktober 1898. Hún kom svo út 1899. Chamberlain leit svo á að meginatriði allrar söguþróunar væri kynþátturinn og á honum byggðist öll menning. Til þess að skilja samtímann, þ.e. 19. öldina, urðu menn fyrst og fremst að átta sig á því hvað þessi samtími hafði erft frá fyrri menningarskeiðum. Þrennt var mest, sagði Chamberlain, - grísk heimspeki og list, rómversk löggjöf og persónuleiki Krists. Þrír voru líka kynstofnarnir, - Gyðingar og Germanir, en þeir voru hinir hreinu kynstofnar, og loks kyn- stofn latneskra þjóða eða Miðjarðar- hafsþjóða, sem Chamberlain kallaði „óskipulegt samansafn manna.“ Það voru hins vegar Germanir sem áttu að erfa jörðina og þá sérstaklega Þjóð- verjar. Þeir höfðu að vísu komið seint fram á sjónarsviðið sem þjóð, eða ekki fyrr en á 13 öld. En þeir höfðu þá þegar áður sannað afburði sína með því að leggja rómverska heimsveldið að velli. „Það er ekki satt sem sagt hefur verið,“ sagði hann „að hið svokallaða miðalda- myrkur hafi skollið yfir af völdum tevtónskra villimanna. Það myrkur var fyrst og fremst að kenna andlegu og siðferðilegu gjaldþroti þess úrættaða lýðs sem rómverska heimsveldið hafði alið sér við brjóst. Án Tevtónanna hefði hins vegar eilíft myrkur skollið yfir heiminn.“ Meðal Tevtónanna taldi Chamberlain Kelta og Slava, þótt mestu skiptu hinir gegnhreinu Tevtónar. Skilgreiningar hans um þetta efni eru þó loðnar og einhvers staðar segir hann að sá sem hegði sér og hugsi sem Tevtóni sé Tevtóni, - hver sem uppruni hans er ■ Hitler um það leyti sem fundum þeirra Chamberlain bar saman. Hitler var þá einskis metinn í Þýskalandi og flestir hlógu að honum. En gamla manninum brást ekki að sjá að hér var nýr „frelsari“ upp kominn. Gyðingar En hvað um Gyðinga, sem áður er minnst á að Chamberlain taldi meðal tveggja hreinna kynþátta í heiminum? Lengsti kaflinn í bók Chamberlains fjallar einmitt um Gyðinga og þar ræðst hann á og fordæmir „heimskulegan uppsteit Gyðingahatara.“ Hann segir Gyðinga ekki „lægri“ kynþátt en Tevtóna, heldur „öðru vísi.“ Þeir eiga sinn mikilleik, að hans sögn og gera sér grein fyrir þeirri heilögu skyldu mann- anna að halda kynstofni sínum hreinum. En þegar hann fer að skilgreina Gyðinga fellur Chamberlain beint niður í gryfju hins grófasta Gyðingahaturs, sem hann fordæmdi í hinu orðinu. Gengur hann svo langt að hann gefur á endanum lítið eftir klámbulli Júlíusar Streicher í blaði því sem hann hélt úti, - „Der Stúrmer," í tíð Hitlers. Enda sóttu nasistar drjúga visku í þetta rit Chamberlain. Ástæða þess að Chamberlain hrapar svo að niðurstöðum er nokkuð augljós. Hann hafði lýst því yfir að persóna Krists væri meðal þriggja háleitustu fyrirbæra í heiminum, en réðst nú í það að sanna að Kristur hefði ekki verið Gyðingur. Þar sem Kristur var frá Galíleu og bar illa fram aramisk kverkhljóð, telur Chamberlain augljóst annars. Ef til vill var hann með þessu að víkja að óþýskum uppruna sjálfs sín. En hvemig svo sem bar að skilja hvað Tevtóni var, þá sagði Chamberlain hann vera „sál menningar vorrar." Hann sagði að mikilvægi hverrar þjóðar sem lifandi afls væri undir því komið hve mikið af ekta Tevtónablóði væri í þegnunum'. Saga hins sanna manns hefst þar og þá fyrst er Tevtóninn greip arfleifð fortíðarinnar sér í hönd og tók að notfæra sér hana af meðfæddri snilli sinni. Hann varð tengdasonur Richard Wagners og þá járnkrossinn úr hendi keisarans .... 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.