Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 9 menn og málefni : ' • • •• -....^ Persónuleg óvild og hatur mega ekki ráða á Alþingi ■ Hörmulegt vaeri til þess að vita, ef alþingismenn létu persónulega óvild og hatur ráða gerðum sínum í örlagaríkustu málum Alþingis. Hvernig bregzt Alþingi við vandanum? ■ Alþingi verður sett á morgun. Sennilega mun þjóðin fylgjast betur með störfum þessa þings en flestra eða allra fyrri þinga. f>ví valda margar ástæður. Hin fyrsta er sú, að efnahagskrepp- an, sem nú ríkir í heiminum, þrengir kosti íslendinga eins og flestra annarra þjóða á margan hátt. Markaðir hafa þrengst fyrir ýmsar útflutningsvörur íslendinga, en verð fallið á öðrum. Loðnuveiðar hafa alveg brugðizt og þorskafli orðið mun minni en fiskifræð- ingar og útgerðarmenn hafa reiknað með. Það er því fyrirsjáanlegt, að þjóðar- tekjur munu dragast saman mjög verulega. Af þessum ástæðum er efnahagsvandinn, sem bíður Alþingis nú meiri en oftast áður. Önnur ástæðan er sú, að Alþingi getur ekki dregið lengur að fjalla um stjórnarskrármálið og nauðsynlegar breytingar á kjördæmaskipuninni og kosningafyrirkomulaginu. Eðlilegt er, að Alþingi fjalli jafnframt um aðrar breytingar á stjórnarskránni, enda hefur það verið undirbúið af stjórnar- skrárnefndinni. Hins vegar hefur enn ekki náðst samkomulag um kjördæmamálið, en það stafar einfaldlega af því, að enginn þingflokkanna hefur enn borið fram ákveðnar tillögur, en endanleg af- greiðsla þess hlýtur að byggjast á því, að þeir nái einhverri samstöðu. Þriðja ástæðan er sú, að stjómarand- staðan hefur stöðvunarvald í neðri deild, þótt ríkisstjórnin styðjist við þingmeirihluta. Stjórnarandstaðan getur notað þetta stöðvunarvald til þess að gera ríkisstjórninni örðugt fyrir á ýmsan hátt. Mjög neikvæð afstaða stjórnarandstöðunnar gæti skapað öngþveiti og stóraukna erfið- leika. Aðhald þjóðarinnar Undir þessum kringumstæðum hlýt- ur mjög að reyna á ábyrgðartilfinningu og þegnskap þingmanna. Það sjónarmið þarf að ráða, að þjóðarhagsmunir séu metnir meira en flokkshagsmunir eða persónuleg óvild við meðferð efnahagsmálanna. Við lausn kjördæmamálsins verður að gæta þess, að hlutur þéttbýlisbúa verði leiðréttur, en þó tekið eðlilegt tillit til sérstöðu þeirra, sem byggja strjálbýlli héruðin. Það getur reynzt örðugra að láta þessi sjónarmið ráða, þegar kosningar eru í nánd, en undir öðmm kringum- stæðum. Menn freistastþá frekar til að stjómast af annarlegum sjónarmiðum. Hér skiptir það áreiðanlega miklu, að alþingismennirnir hafi sem mest aðhald frá þjóðinni. Hún þarf að láta þá finna, að ætlast er til ábyrgra vinnubragða af hendi þeirra. Hún þarf að sýna, svo að ekki verði um villzt, að óábyrg og óheilbrigð vinnubrögð séu ekki leiðin til að vinna traust hennar. Hótunin í þessu sambandi hlýtur að rifjast upp sú furðulega hótun stjórnarand- stöðunnar, að hún muni nota stöðvun- arvald sitt í neðri deild til að fella bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar um efnahagsaðgerðir, enda þótt vitað sé, að þau njóta fylgis meirihluta Alþingis og allt bendir til, að mikill meirihluti þjóðarinnar viðurkenni nauðsyn þéirra, eins og ráða má af afstöðu launþegasamtakanna. Það er líka ekki síður Ijóst forustumönnum stjórnarandstöðunn- ar en öðmm, að fall bráðabirgðalag- anna myndi stórauka verðbólguna og hættuna á atvinnuleysi og gera efna- hagsvandann enn torleysfari. Umrædd hótun stjórnarandstæð- inga byggist þannig ekki á neinum skynsamlegum rökum, enda einfald- lega sprottin af óvild og hatri nokkurra forustumanna Sjálfstæðisflokksins í garð Gunnars Thoroddsen. Alþýðu- flokkurinn hefur dragnast með eins og svo oft áður, enda þótt hann eigi ekki neitt sökótt við Gunnar. Því verður vart trúað fyrr en á reynir, að stjómarandstaðan muni standa við þessa hótun og valda með því stórkostlega auknum vanda í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hörmulegt væri til þess að vita, ef alþingismenn létu persónulega óvild og hatur ráða gerðum sínum í örlagáríkustu málum Alþingis. Kjördæmamálið Við kjördæmabreytinguna, sem gerð var á Alþingi 1959 ríkti samkomu- lag um það milli flokkanna, að eðlilegt væri að verulegur munur yrði á kjósendatölu bak við þingmann í þéttbýli og strjálbýli. Það hlutfall, sem samkomulag varð um 1959, hefur síðan mjög raskazt vegna fólksfjölgunar á Reykjanes- svæðinu. Óhjákvæmilegt er að það verði leiðrétt. Um það eru líka allir flokkamir sammála. Þegjandi samkomulag virð- ist líka hafa náðst um, að við breytingar á kjördæmaskipuninni verði miðað við svipað hlutfall og samkomulag varð um 1959. Miðstjóm Framsóknarflokksins hef- ur lagt til, að þetta verði að vemlegu leyti leyst með breytingu á úthlutun uppbótarþingsæta, en nú falla venju- lega fimm þeirra til kjördæma utan Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis. í raun hljóta þó viðkomandi flokkar þau vegna fylgis, sem þeir hafa fengið í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Um þetta hefur enn ekki náðst samkomulag. Hugmyndir hafa komið fram um það, að fjölgað verði um 7-9 þingsæti, er falli áðumefndum tveim- um kjördæmum í skaut. Sú fjölgun nægir þó ekki, ef ná á sama hlutfalli og 1959, verði úthlutun uppbótarsæta óbreytt. Ef þingsætunum væri fjölgað um 7-9 virðist eðlilegt, að eitt þeirra félli í hlut Norðurlandskjördæmis eystra, en þar hefur orðið mikil fólksfjölgun síðan 1959. Enginn flokkanna hefur enn gert ákveðnar tillögur um lausn þessa máls. Meðal almennings vex þeirri skoðun hins vegar fylgi, að þetta mál beri að leysa með engri eða sem allra minnstri fjölgun þingmarina. Á þennan hnút verður Alþingi nú að höggva með einum eða öðrum hætti. Gjafír eru yður gefnar Síðan loðnuveiðarnar brugðust al- veg og þorskaflinn varð minni en menn vonuðu, hafa sprottið upp ýmsir spekingar og haldið hrókaræður um, að það sé sök Byggðasjóðs fyrst og fremst að fiskiskipastóllinn sé orðinn of stór. Það, sem hér er átt við, eru lánveitingar úr sjóðnum til útgerðar- staða í dreifbýlishéruðunum, á Vest- fjörðum, Austfjörðum og á Norður- landi. Með öðrum orðum er verið að segja, að þessir staðir hafi ekki átt að fá fiskiskip, heldur hefði átt að láta þá verða útundan, þegar togaraflotinn var endurnýjaður eftir að viðreisnar- ; stjórnin var búin að koma honum í rúst. Það er næsta ljóst af þessu, hvar umræddir vitringar myndu byrja á því að framkvæma þá takmörkun fiski- skipastólsins, sem þeir eru að boða, ef þeir fengju að ráða. Það yrði gert vestra, nyrðra og eystra. Það er vissulega kominn tími til þess fyrir fólk á þessum stöðum að gera sér grein fyrir því, hvaða gjafir er hér verið að rétta því og yfir hverju er verið að öfundast. Það er verið að telja það illt verk og óviturlegt að hafa látið það fá atvinnutæki, sem hafa stuðlað að meiri velmegun og uppbyggingu á flestum þessara staða en áður voru dæmi um. Hjá íbúum höfuðborgarinnar og Reykjaneskjördæmis er alið á þeim áróðri, að hér hafi peningar verið teknir frá þeim og fluttir ranglega út í dreifbýlið. Þannig sé byggðastefnan, sem Framsóknarflokkurinn hafi beitt sér fyrir. Því er gleymt, hvaða vandræðum það hefði valdið íbúum Faxaflóa- svæðisins, ef útgerðarstaðir vestra, nyrðra og eystra hefðu meira og minna lagzt niður og fólksflóttinnsuður orðið margfalt rneiri en raun hefur þó orðið á. Reykvíkingar og Reyknesingar þurfa að vara sig á þessum áróðri. Og fólkið í útgerðarstöðunum vestra, nyrðra og eystra þarf að bregðast við í tæka tíð, svo að takmörkun fiskiskipastólsins, ef til kemur, verði ekki fyrst og'fremst látin bitna á því. Flugstöðin Það eru góð tíðindi, að Bandaríkja- þing hefur framlengt fjárveitinguna til byggingar nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli, sem myndi tryggja aukinn aðskilnað hersins og lands- manna. Ný flug’st öð á Keflavíkurvelli er orðin þjóðamauðsyn. Þær atvinnu- greinar, sem nú aukast mest í heiminum, þegar fólki fækkar við iðnað, landbúnað og fiskveiðar, eru samgöngur og ferðaþjónusta. íslend- ingar þurfa að fylgjastmeð í þeirri þróun. Eitt skilyrði þess er bætt ferðaþjónusta á Keflavíkurflugvelli. Þeim áróðri er nú beitt gegn hinni fyrirhuguðu flugstöð, að bygging hennar muni draga úr framkvæmdum í þágu flugþjónustunnar innanlands. Þannig er enn einu sinni reynt að auka ríg milli dreifbýlis og strjálbýlis. Hér er alger misskilningur á ferð- inni. Bygging fyrirhugaðrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli verður íslend- ingum ódýrari, ef við fáum til hennar bandarísku fjárveitinguna, en bygging minni flugstöðvar, sem við kostuðum að öllu leyti sjálfir. íslendingar hefðu minna fé til flugþjónustu innanlands, ef síðari leiðin væri farin, eins og Alþýðubandalagið leggur til. Hitt kann að vera rétt, að einhverjar breytingar megi gera á teikningu að fyrirhugaðri flugstöðvarbyggingu. Það má hins vegar ekki verða til þess að tefja framkvæmdir að neinu ráði. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.