Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 17 ■ Bjami Thorarensen orti fagnaðarljóð þegar hann frétti af „vísindaafreki" Finns Magnússonar ■ Finnur prófessor Magnússon var talinn Iserðastur ísiendinga á f.h. 19.aldar og sannarlega mesti virðingarmaður þeirra í Höfn. Finnur Magnús- son var frægasti fornfræðingur Norðurlanda á fyrri hluta 19. aldar en hugvit hans var á stundum agalaust og ótamið: ■ J.G. Forchhammer deilir með Finni Magnnssyni ábyrgðinni á mislestri Rnnamó-klappanna. Það hindraði þó ekki lærdóms- og virðingarframa hans; hann varð prófessor og síðar rektor Hafnarháskóla. ÖUaíírrfit WV: Oð Settð <E>i)VinUcl«t €•11**»' . Köjngtig From.síilling af de gamle Nord- boers Digt^nger og Meninger om Verdens, Gudernes, Aandernes og Menneskenes Tilblivelse, Natur og Skjæbne udíorlig Snrftmcnlignmg, snavel með Natu- rens store Bog. som med Grtrkcrs, Perscrs, Inders og flere gamle Folks mythiske Systemcr og Trocsmcninger meil indblantiede Jiislorískr- Undersögelscr over den garaíe Yerdens ntærkvíerdigste Nationers Iíerkorast o§ ældste ForTjindelser &e. *ved Jfintt í«.ignuðctt. Profcssor og McOlijttjicr Ycd Kongellge Gí.tssirae-Aretiir. Et Prisskrift, krouet af det Kongeljge Dauske Yideuskabers-Selskab. Förste Bind. BjötJfnfjatm* Forlagt af den 6’yldendalske Bogliandliug. Trykt Isos Directeur Jens ITostrup Schuítz, Ko«svlíg o« UBirer»ltet*-Bogtrjrkker. 1824* V H/- le jLAINuíJ ■ Fyrsta bindi Eddalceren í útgáfii Finns Magnússonar kom út 1924 og hlaut góðar viðtökur og jók hróður hans sem lærdómsmanns. Skýringar Finns á „rúnaristunum” í Rúnamó þóttu fyrst visindaafrek síðar mesta hneykslið í sögu norrænnar fornfræði ■ Finnur Magnússon prófessor og etazráð í Kaupmannahöfn (1781-1847) var um þriggja áratuga skeið sá maður sem þótti verja heiður íslands og sóma á sviði vísinda og bókmennta. Hann var um tíma frægasti fornfræðingur Norður- landa og einn mesti virðingarmaður í Danmörku; á málverki af krýningu Kristjáns konungs VIII. í Friðriksborg 1840 sjáum við hann standa að baki konungs og halda á konungalöguniim og krýningarsmyrslunum. Örlögin hafa þó hagað því svo til að nú á dögum er nafn Finns Magnússonar fremur tengt næsta skoplegri skýringar- villu en lærdómsafrekum. Villulestur Finns, skýringar hans á „rúnaristunum" í Rúnamó á Bleking í Svíþjóð, er einhver nafntogaðasti atburður í ann- álum norrænnar fornfræði og líkast til mesta niðurlæging sem nokkur íslenskur fræðimaður hefur orðið fyrir. Áður en sú saga verður rakin skulum við stikla á helstu æviatriðum Finns. Af miklum menningar- ættum kominn Að Finni Magnússyni stóðu tvær helstu menningarættir á íslandi á 18. öld. Faðir hans Magnús Ólafsson, síðar lögmaður, var bróðir Eggerts skálds Ólafssonar. Móðir hans Ragnheiður Finnsdóttir var systir Hannesar biskups og dóttir Finns Jónssonar biskups. Hjá Hannesi nam Finnur skólalærdóm, en þegar biskup féll frá tók Geir Vídalín við og hjá honum lauk Finnur stúdents- prófi árið 1797 aðeins 16 ára að aldri. Þá um haustið sigldi hann til háskóla- náms í Kaupmannahöfn. Finnur átti erfitt með að gera upp við sig hvað hann vildi leggja fyrir sig og dútlaði við eitt og annað í Höfn fremur en að taka ákveðna stefnu í námi í i háskólanum. Hann var m.a. styrkþegi við Árnasafn, fékkst við skáldskap og þýðingar, gaf út Ijóðabók, en heilsuleysi og féleysi leiddi til þess að hann snéri aftur til íslands árið 1801. Finnur hóf að starfa fyrir Geir biskup Vídalín, og fékkst einnig við ljóðagerð og þýðingar. Hann samdi á þessum árum ritgerð um Ossían-kvæðin og reyndi að styrkja sannindi þeirra með samanburði við norrænar heimildir. Saga Ossían- kvæðabálksins var rakin í síðasta Helgar-Tíma og er engu við það að bæta. En tilraunir Finns til að tengja Ossían við norrænar sögur og kvæði sýnir glöggt þá annmarka sem síðar gerðu einlægt vart við sig í ritum hans. „Honum hættir til að láta laðast að hinu fjarstæða og ævintýralega, hann er auðtrúa á hið ósennilega og öfgakennda, og hlítir fremur gagnslitlum sönnunum en að sleppa þeirri trú“ eins og og Jón Helgason prófessor hefur komist að orði. Aftur til Hafnar Finnur gerðist fulltrúi landfógeta í Reykjavík (en dóttir hans varð síðar eiginkona Finns) og málfærslumaður við landsyfirréttinn. Jafnframt sinnti hann margvíslegum ritstörfum og skrifaði m.a. fréttaritið Minnisverð tíðindi. Hann var líka að grúska í norrænum fornfræðum um þetta ieyti. Þegar Jörundur hundadagakóngur tók völd á fslandi 1809 lenti Finnur í útistöðum við hann og var settur í varðhald um skeið. Árið 1811 erfði Finnur frændkonu sína og ákvað þá að ráðast til utanfarar. Hann fór fyrst til Skotlands og hitti þar lærdómsmenn að máli, og síðan til Hafnar. Finnur var ákveðinn í að snúa sér að alefli að rannsókn fornra íslenskra bókmennta, en um þessar mundir var áhugi á fornum fræðum almennari og meiri með Dönum en fyrr. Finnur hlaut góðar viðtökur og með því hann var glæsimenni í framgöngu, brennandi af áhuga, hugmyndaríkur og tölugur og átti hægt með að hrífa menn með ræðu sinni tókst honum að afla sér stuðnings til rannsókna og ritstarfa. Lærdómsferill Þegar Friðrik konungur VI. var krýndur árið 1815 orti Finnur drápu eina mikla sem prentuð var með rúnum, íslenski textinn, ásamt danskri og latneskri þýðingu. Ári seinna hlaut hann prófessorsnafnbót við Hafnarháskóla; kannski voru það ritlaun konungs. Árið 1816 hóf hann að flytja reglulega fyrirlestra við háskólann um fornar norrænar bókmenntir og goðafræði og gaf þá síðar út á bókum. Smám saman jókst upphefð Finns í dönsku menntalífi. Hann var skipaður í fornleifanefndina sem hafði það hlut- verk að halda til haga dönskum fom- minjum (og þar með íslenskum). Hann tók sæti í Árnanefnd 1822, og 1823 varð hann aðstoðarmaður við leyndarskjala- safnið. Þegar Grímur Thorkelín féll fra árið 1828 hlaut hann embætti leyndarskjala- varðar konungs. Um leið varð hann ritari Árnanefndar. Á þessum árum gaf Finnur út íslensk fornrit með ýtarlegum skýringum, og birti fjölda ritgerða um fornfræði, goðafræði og ekki síst rúnafræði. Höfuðrit hans um rúnafræði frá 1841 geymir m.a. hina frægu Rúnamó-skýr- ingu sem er aðalefni þessarar saman- tektar. Rúnaristur Haraldar hildi- tannar? Þeir sem lesið hafa Fomaldarsögur Norðurlanda muna eftir Brávallar- bardaga í „Sögubroti af fomkonung- um.“ Þar greinir frá orrustu Haraldai hilditannar Danakonungs og Hrings konungs í Svíþjóð, en báðir mættu til leiks á Brávelli á Bleking (nú í Svíþjóð) með óvígan her. Segir að orusta hafi orðið svo mikil og snörp að engin hafl þvílík verið á Norðurlöndum. í sagnaritum Saxa hins danska er einnig greint frá Brávallarbardaga. A Bleking er, segir hann, ás og yfir hann klapparstígur alsettur letri. Þessa stafi lét Haraldur konungur hildtönn höggva á klettinn til minningar um föður sinn. Valdimar konungur Knútsson (d. 1182) sendi menn þangað til að rannsaka rúnirnar, en þær voru þá svo óglöggvar og slitnar að ekki urðu ráðnar, og hurfu þeir aftur við svo búið. Klöpp sú eða kleif sem Saxi á við er alkunn; staðurinn er kenndur við stafina og kallaður Rúnamór (Runamo). Ein- hverjir fornfræðingar á 17. og 18. öld reyndu að hnýsast í rúnirnar, en urðu einskins vísari, og þeirrar skoðunar varð meira að segja vart að þetta mundu engar rúnir vera, heldur sprungur eða rispur af náttúrunnar völdum. En aðrir töldu þetta íráleitt og skírskotuðu til Saxa. Rúnamór kannaður Árið 1832 þegar danski fræðimaður- inn P.E. Muller var að búa Danmerkur- sögu Saxa til prentunar að nýju sneri hann sér til danska vísindafélagsins með þeirri málaleitun að félagið léti kanna Rúnamó og skera úr hvort hönd hefði verið þar að verki eða náttúran ein. Félagið féllst á að gangast fyrir slíkri rannsókn og tilnefndi þrjá menn, einn teiknara og tvó fræðimenn: Finn Magnússon sem vera átti fulltrúi rúnaþekkingar og J.G. Forchhammer sem vera átti fulltrúi jarðfræðinnar. Þess ir menn skoðuðu Rúnamó í miðjum júlí 1833. Jarðfræðingur fararinnar taldi víst að mannaverk væri á letrinu og þóttist meira að segja geta sagt til um hverjar rispurnar væru gerðar af mönnum og hverjar ekki. Eftir forsögn hans voru síðan dregnar tvær myndir, önnur þar sem öll strik voru jafnskýr, hin þar sem þau strik sem Forchhammer eignaði mönnum voru skýrð sérstaklega upp. Forchhammer lét þess síðar getið að hann þekkti ekki hót til rúna svo að engin slík þekking hefði getað villt sig. Var síðan haldið aftur til Kaupmanna- hafnar með þetta úrvinnsluefni. Finnur ræður rúnirnar Nú var komið til kasta Finns. Hann lá yfir teikningunum í heila tíu mánuði án þess að verða neins vísari, ekki eitt orð var skiljanlegt. Þá bar svo við 22. maí 1834 að honum datt í hug að bera við að lesa aftur á bak, frá hægri til vinstri, og undir eins blasti við honum orðið hildikinn. Nú þegar lykillinn var fundinn las hann fyrirhafnarlítið á skammri stundu alla ristuna. Letrið reyndist að miklu leyti bandrúnir þar sem margir stafir voru dregnir saman í einn, og útkoman varð stuðlaður kveðskapur, fornyrðislag. Finnur sagði svo frá sjálfur að sig brysti orð til að skýra hve mjög honum brá í brún er honum barst lausn gátunnar svo skyndilega upp í hendur: Hildikinn ríki nam, Garður inn hjó. Óli eið gaf, vígi Óðinn rúnar. Hringur fái fall á mold. Álf(ar), ástagoð. Óla (fjái). Óðinn og Frey(r) og ása kyn fari, fari fjándum vorum, unni Haraldi ærinn sigur. Að ætlun Finns var Hildikinn annað nafn á Haraldi hilditönn, Garður er liðsmaður hans eins og segir í sögunni, en Óli er sami og Áli hinn frækni úr liði Hrings. Saxi hafði að því leyti farið með rangt mál, að auðsætt var að rúnirnar voru ekki grðar til minningar um föður Haralds, heldur hafði maður úr liði Haraldar höggvið þær þegar herinn var á leið í Brávallarbardaga sjálfan; rúnahöfundur ákallargoðin að fulltingja Haraldi í orustunni og mælir svo um að goð og álfar skuli fjandmönnunum gröm og Hringur konungur, fyrirliði óvina- hersins, skuli falla. Vísindaafrek Viku eftir að Finnur hafði gert uppgötvun sína lagði hann hana fyrir fund vísindafélagsins. Þetta var hátind- urinn á lífsbraut hans og heldur en ekki tyllidagur í sögu vísindanna. Rúnarista sem til þessa hafði verið öllum hulin, jafnvel talin ólesandi þegar á 12. öld, hafði nú, nálega sjö öldum síðar, hlotið að lúka upp leyndardómum sínum fyrir samstarf tveggja lærdómsgreina og fyrir snilld og skapskyggni rýnandans. Og það kom í ljós að hún hljóðaði ekki um einhverja markleysu, heldur var hún nátengd einni ógnarlegustu orustu sem •frá er sagt í fomsögum. Engir fögnuðu meir en íslendingar, enda fá hjá þeim tækifærin til að miklast gagnvart öðrum þjóðum. Bjarni skáld Thorarensen tókst á loft þegar tíðindin spurðust út til íslands og ávarpaði Finn fornvin sinn í ljóðum: Haraldur frægi hilditönn sigri og fjörvi frá felldist Brávöllum á. Nú yfir höfin saga sönn flaug að minn Finnur þar frægur sigrari var. Rúna stóð þar á hellum her lærða sem firrti fjöld frægðum um marga öld. Að hönum aleinn Finnur fer og huUn-hjálminn frá hvörri sleit rúnu þá. HeUi sé þér, Mímir Magnússon, rúnir sem Ragnahropts réðir með vizku opt Föðurlands ástin, frægð og von, lánist þér langa tíð lukkan og gleðin blíð. Efasemdir vakna Þegar Finnur hafði lagt niðurstöðu sína fyrir vísindafélagið tók hann til óspilltra málanna að semja bók um Rúnamóristuna og dró þar inn marg- víslegan fróðleik um rúnir yfirleitt. En jafnframt tóku efasemdir að grafa um sig í hugskotum einstakra manna. Frægur sænskur vísindamaður, J.J. Berzelius, kom á sjálfan staðinn, skoðaði rúnimar og taldi fráleitt að þar væru nein mannaverk. Hann benti á að undarlegt væri að stafirnir, sem vera áttu, náðu allir um stíginn þveran, hvort heldur hann breikkaði eða mjókkaði, og voru því miög misháir, sumir hálfur annar þumlungur, sumir hálf alin. Þá var annað að þess voru ekki víðar dæmi að rúnir væru ristar á flatar klappir, og þessi klöpp meira að segja sérstaklega illa fallin til að höggva á hana letur. Loks taldi Berzelius með öllu ósennilegt að her Haraldar konungs hefði verið á sveimium þessarslóðir, úti í óbyggðum. Finnur Magnússon hafði veður af þessum mótbámm og segir sagan að honum hafi ekki verið allskostar rótt, en hann hafi ekki haft þrek til að snúa við, heldur tekið þann kostinn að þagga niður hjá sér allar efasemdir og láta skeika að sköpuðu. Forchammer styrkti hann líka í trúnni með því að standa ennþá fast á því að sumar rispumar hlytu að vera gerðar af mannahöndum. Síðla árs 1841 var rannsókn Finns fullger og er heljarmikil bók, 742 bls. og kopar- stungur að auki, enda er þar ekki fjallað um Rúnamóristuna eina, heldur komið miklu víðar við. Rispurnar reynast náttúru- verk Áratug eftir vísindasigur Finns kom áfallið, fullnaðarsönnun þess að risp- urnar á Rúnamó eru verk náttúrunnar einnar og að þar hefur engin mannshönd komið nærri. Höfundur var unpur danskur forn- minjafræðingur, J.J.Worsaae að nafni. Hann benti á að hver maður með heilbrigða skynsemi sem sæi staðinn hlyti að sjá að engar líkur væm til að neitt væri letrað á Rúnamó og síst af öllu samfellt kvæði. Ennfremur sýndi hann fram á að teikningin sem Finnur hafði farið eftir var mjög ólík sjálfum rispunum á klettinum, en skýring Finns studdist að öllu leyti við teikninguna og hlaut þá að vera tóm endileysa. Ósigur og niðurlæging Vísindafélagið kom saman til fundar í lok nóvember 1844, til að ræða Rúnamómálið í Ijósi hinna nýju upp- lýsinga. Forchhammer og Finnur reyndu að bera hönd fyrir höfuð sér, en vörn Finns var svo lin að auðfundið var að hann hafði enga trú lengur á málstað sinn. Sagan segir að jafnskjótt og hann var sestur hafi Madvig, hinn mikli málfræð- ingur Dana, kvatt sér hljóðs og lýst yfir því að hann hefði aldrei trúað á skýringu Finns, enda hlyti hann að telja hana tóma fjarstæðu og vitleysu, „en Absur- ditet og Umulighed.“ Ósigur Finns var fullkominn. Báðum hafði skjátlast hrapallega, honum og Forchhammer. Jón Helgason prófessor telur að eigi að fara að meta ávirðingar þeirra mundi Forchhammer vera sá sem meiri ábyrgðina bæri, því að hefði hann undir eins skilið hverskyns var, hefði Finnur aldrei leiðst í freistni. En samt var Finnur sá sem verri fékk útreiðina. Han hafði ekki aðeins gert sjálfan sig hlægilegan, heldur einnig fræðigrein sína og vísindafélagið, og enn í dag er áfall hans haft í minnum. Hvernig gat þetta gerst? Öllum sem til Finns Magnússonar þekktu ber saman um að Finnur hafi verið frábær heiðursmaður sem ekki mátti vamm sitt vita, og marga tók sárt til hans að verða að láta þennan skell bitna á honum. „Aldrei hefur nokkur maður látið sér til hugar koma að hann hafi sett saman skýringar sínar gegn betri vitund" segir Jón Helgason prófessor. Eina skýringin sem þá er handbær er að hrakfall Finns hafi stafað af þeim veikleika hans að hafa aldrei vanist á að hafa hemil á hugsmíðum sínum; að hann hafði meira af lærdómi en dómgreind, meira af bókviti en brjóstviti, og að markalínan milli þess sem gat verið og hins sem ekki náði neinni átt, var honum einlægt óskýr. Einn yngri samtðar- manna hans komst svo að orði um hann að það sem væri einfalt og blátt áfram væri honum ávallt síst að skapi. Þessvegna var honum gjarnt að láta leiðast út í hugaróra sem hvergi eiga sér stoð, og helst til mikill hluti þess er hann hefur gert hefur ekki orðið að neinu liði. Elju hafði hann nóga og lærdóm ærinn, en það var augljóst þegar hann eltist að næsta kynslóð heimtaði ransóknarað- ferðir strangari, undirstöður traustari og taumhald fastara. Finnur lést í Kaupamannahöfn árið 1847. Þótt hin miklu ritverk sem hann lét eftir sig hafi fæst gildi nú á dögum verður hann jafnan talinn með merkustu lærdómsmönnum íslendinga á þeim tíma sem hann var uppi. - GM Stuðst við: Sögu íslendinga VIII. bindi eftir Þorkel Jóhannesson og Ritgerðar- korn og ræðustúfa eftir Jón Helgason. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.