Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 30
% 30 ♦ « f *-K*. Fitff If,ý -44 J i * 4 i * J Í4M fvl8Í)T>T»'< «M vVOAvY í--1''V*. SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 ■ „Meðan við dönsuöum í kring um eldinn gerðist stemmningin stöðugt kynlegri, æðisgengnari og villimanns- legri. Mér varð skyndilega Ijóst hve mjög þetta höfðaði kynferðislega til þátttakendanna. Við sungum og rákum upp skræki, sem minntu á dýrahljóð. Mér leið eins og ég væri ekki í líkamanum lengur. Loks gall við blístur úr flautu og þar með létu allir sig falla til jarðar." Þannig lýsir ung kona frá Munchen, Luisa Francia, sem bæði er þekkt í Þýskalandi sem rithöfundur og kvik- myndagerðarmaður, fyrstu djöfla- dýrkunarmessunni sem hún tók þátt í ásamt hópi annarra kvenna. „Við byggðum ekki á neinni reynslu," segir hún. „Við fengum aðeins leiðbeiningar úr gömlum bókum og munnmælasögn- um, og áttuðum okkur strax á þeim þúsund ára gömlu kröftum sem þama leystust úr læðingi. Þegar þessir gömlu dansar eru stignir særa menn fram þenn- an foma kraft.“ Luisu datt í hug að prófa þetta í svo sem eitt skipti, þegar hún var að vinna að gerð kvikmyndar fyrir sjónvarp um galdraofsóknir í gamla daga. Þegar hún var að leita sér að efni í gömlum heimildum, rakst hún þar á lýsingar á heiðnum helgiathöfnum og afguðadýrk- un. Þar gegndi hringurinn veigamiklu hlutverki sem töfratákn, tunglið og Gyðjan mikla, sem á rætur að rekja til ■ Á þessarri koparstungumynd sem er frá árinu 1650 hefur listamaðurinn Michacl Herr bragðið upp mynd af ýmsu því sem nornirnar á Blockberg höfðust að. Þær brana um loftið á sóflum, heykvíslum og geithöfrum, en ein eflir ægilegan seið í potti, sem sporðdrekar og froskar gjósa upp úr. Geithafarnir og framsettur kviður seiðkonunnar sýna lostasemi athafnarinnar, ásamt ýmsum tiltektum „messugesta“, sem á myndinni sjást. til þess að berjast gegn lögunum sem bönnuðu fóstureyðingar: „Skjálfið sjálfið, - nomirnar em enn á ferð!“ Nornin og gyðjan Bókmenntafræðingurinn Silvia Bovenstein í Frankfurt telur þó að erfitt muni reynast að leiða nornir fyrri alda fram sem upprunalegustu mynd frelsis og baráttuþreks kvenþjóðarinnar. „Það væri vanvirða þegar litið er til hinna ógurlegu þjáninga sem þær konur urðu að líða,“ segir hún. „Hins vegar getur norn arfsagnanna hvatt konur til dáða í andófi vorra daga.“ En þegar konur á árinu 1982 þykjast þess fullvissar að þær búi yfir sérstökum dulrænum hæfileikum og að spádóms- gáfa, spásýnir, andalækningar og fjar- skyggni séu gamlir kvenlegir eiginleikar þá á slíkt sér sína skýringu: Árþús- undum saman hafa konum verið eignaðir þessir eiginleikar. Samband við dularfull öfl hefur frá aldaöðli verið í verkahring kvenna. Vegna frjósemi þeirra og tíðahrings þeirra, sem einmitt fylgdi kvartélaskipt- um, þótti konan standa í sérstöku og dularfullu sambandi við náttúmna. Hún var hinn sjálfsagði milliliður höfuð- skepnanna og mannsins. Sem gyðja var henni kleift að kalla á hið blessaða regn og sem norn gat hún látið haglél tortíma uppskemnni. Nomin í ævintýrunum, sú fláráða með Nornir bregða á leik á tækniöld Ýmsar ungar menntakonur taka nú fjölkynngi fram yfir vísindi þeirra tíma er guðir í mannsmynd voru ekki komnir fram á sjónarsviðið. Samt er Luise síður en svo á kafi í dulfræðum. Hún var ætíð ramrnpólitísk og lét til sín taka í stúdentasamtökum, kvenréttindahreyfingunni og friðar- hreyfingunni. En nú er hún ekki frá því að koma megi þeim málum til leiðar með fjölkynngi, sem ekki tókst undir merkj- um þessara hreyfinga. Það eru fyrirheit um frelsun heimsins sem hún sér stíga sem sýnir upp úr kötlum galdra- kvennanna. Til dæmis telur hún að stöðva megi smíði kjarnavopna með „andlegum kröftum." „Þá kann svo að fara að engin þörf verði á götuóeirðum framar,“ segir hún enn. „Við munum fylkja liði þar sem ætlun er að reisa t.d. kjarnorkuver og tortímingaröflin munu ekki fá hreyft legg né lið.“ Luise hyggst þó skipa sér í sveit með kröfugöngufólki eftir sem áður, þar til þessi sýn verður að veruleika. Nú á dögum hópast fullorðið fólk á fyrirlestra indverskra gúrua og hverslags töfralækna, safnar jurtum við fullt tungl og semur lofsöngva til Gyðjunnar miklu. Alls konar hindurvitni eru grafin upp til þess að nota sem vegvísi í leit að gleymdum spekimálum. Fólk lætur fallast í dásvefn, til þess að leita í undirdjúpum sálar sinnar að svörum sem enginn getur gefið því í vökunni. Steinn í himingeimnum „Ég var gallhörð vinstri-manneskja og efnishyggjutrúar," segir Cilly nokkur Rentmeister, 33ja ára, listasögufræðing- ur og fornleifafræðingur í Berlín. „En nú hef ég ríkan áhuga á málum sem ég ekki svo mikið sem leiddi hugann að hér áður fyrr.“ Cilly hefur lært að komast í dásvefn af kraftaverkalækni frá Filipps- eyjum. Segir hún að í dásvefninum verði henni mögulegt að skynja sig sjálfa sem hluta af alheiminum, hluta af jafnt mönnum, dýrum og plöntum. Dásam- legast leið henni, þegar hún var steinn í heimingeimnum. „Ég þaut um allt eftir einum af hringjum Satúrnusar. Ljósa- dýrðin var ótrúleg. Þetta voru fyrst og fremst skrautlegar myndir, en annars er mér sama hvort þetta var ímyndun eða raunveruleiki. Vinkona Cilly, Tina, er ekki í vafa um það að með því að falla í dásvefn sé hægt að skyggnast inn í framtíðina. „Ég veit ekki hvort svörin fást vegna þess að við löðum þau upp úr djúpum eigin sálar, eða vegna þess að við komumst í samband við æðri vitsmunaverur í umhverfinu." Hún hefur tekið þátt í dásvefnssamkomum með um það bil hundrað konum öðrum í ýmsum borgum Þýskalands og tilgangurinn hefur verið að forvitnast um „dóms- daginn framundan". Hún hefur verið að athuga hvort sýnum kvennanna beri saman og hvort hægt sé að forða sér undan ósköpum dómsdagsins og loks hvernig sá heimur sem þá tekur við muni líta út. Já, fáránlega hljómar þetta. En þeir sem svo ákaft brjóta heilann um hið óþekkta að þeir hætta á að gera sig að athlægi, hlýtur að finnast sem þekkingar- heimur mannanna hafi alveg brugðist. Margir eru þeir líka sem enga trú hafa á vísindamönnunum og vísindalegum aðferðum þeirra. Hafa þeir kannske náð tökum á verðbólgunni? Hafa þeir fundið út hverjar eru orsakir krabbameins? Ráfa þeir ekki sífellt inn í eina blindgötuna á fætur annarri. Trú og skynsemi Franski sagnfræðingurinn Jules Michelet sagði svo árið 1862, nákvæm- lega 80 árum eftir að síðasta nornin var brennd á báli í þýskumælandi löndum um þann tíðaranda sem tíndi saman sprekin í bálköstirin: „Þar var dvínandi trú að togast á við vaxandi skynsemi." í þeim átökum voru það „nornirnar“ sem tróðust undir.“ Nú á dögum er svo að sjá sem dæminu sé alveg snúið við. Nú er það dafnandi tru sem togast á við dvínandi skynsemi. Hin margþvælda rökfræði og hugsana- kerfi hennar sem líta lífið fyrirlitn- ingaraugum hefur þannig vakið upp nýja „fræðigrein" gegn sér sem hafnar þýðingu hennar í samfélaginu og býður töfra í staðinn. Bandaríski rithöfundur- inn Marilyn Ferguson, ræðir um alþjóð- legt samsæri nokkurt sem lætur ekki mikið yfir sér. Á hún þá við að með samsöfnun og leynilegri samblöndun allra krafta megi koma til leiðar breytingu á meðvitund okkar. Enn eru „nornirnar" komnar til sögunnar. Þetta hófst þegar á miðjum áttunda áratugnum. Þegar kvennahreyfingin hafði fengið góðan byr undir vængi tóku áhangendur hennar ýmsir vísvitandi upp sitthvað úr fræðum nornanna. Eitt blað þeirra nefndist „Nornaskraf" og krá þeirra hét „Blocksberg“ (frægur fundar- staður norna í gömlum sögnum). Bókabúðir þeirra hétu „Nornahusið11, „Aradia" (alfræg galdranorn) og „Baba Jaga“ (galdranornarnafn frá Rússlandi). Á Valborgarmessu efndu þær til mótmæla gegn ofbeldi á konum, uppábúnar sem nornir. Kjörorð þeirra var: „Við viljum eignast nóttina sjálfar að nýju!“ Frægt er orðið kjororð það sem 100 þúsund ítalskar konur völdu sér er þær héldu í fylkingu í gegn um Róm, herðakistilinn, er arftaki móður- gyðjunnar miklu í elstu arfsögnum mannkynsins, sem réði lífi og dauða. Ný- ir guðir steyptu henni af stalli, sviptu hana völdum og ráku hana niður í undir- heima. Hún kom þó upp á yfirborðið að nýju í líki nomanna og menn óttuðust hana öldum saman og loks var tekið að brenna hana á bálkesti. Silvia Boven- schen segir: „Hin gömlu tengsl kvenna við náttúruna átti nú að leysa upp að fullu og öllu og sú dulúð sem hvíldi yfir kvenlegum töframætti skyldi upprætt." Útrýming þessara fjölvísu kvenna gerist raunar á því skeiði í sögunni, þegar menn taka að stunda rányrkju á náttúrunni með kerfisbundnum hætti. Þar sem konan var samnefnari nátt- úrunnar þá hlaut hún nú að deila með henniörlögum hennar.segir Bovenchen. í lok miðalda leystist hinn gamli töfraheimur upp, tré.steinar og lindir glötuðu töframætti sínum og dísir, andar og djöflar voru hraktir á flótta. Þeir Galilei, Kepler, Descartes og Newton lögðu grundvöll að nýrri heimsmynd, sem var hrein fífldirfska á þessum tíma. Þeir lýstu alheiminum sem risastóru sigurverki, þar sem ætla varð að hvert eitt lítið tannhjól hlyti að snúast vegna tengsla við annað. En nú á dögum er enn svo komið að endurskoðunar er orðin þörf á heims-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.