Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvsmdastjórl: Gfsll Slgurðsson. Auglýslngaatjórl: Stelngrfmur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjórl: Slgurður Brynjólfsson nitstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Olafsson. Fróttastjórl: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrlkur St. Elrlksson, Frlðrlk Indrlðason, Heiður Helgadóttir, Slgurður Helgason (Iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristln Leifsdóttlr, Skafti Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnason. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorsteinsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngaslmi: 18300. Kvóldslmar: 86387 og 86392. Verö I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Askritt á mánuðl: kr. 130.00. Setning: Tœknldelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Segja þeir allir hallelúja og amen? ■ í frægri bók er sagt frá hversdagslegum manni sem komst í sviðsljós samtíðar sinnar fyrir að vera stórglæpamaður. Því kunni hann svo vel að þegar hann var sýknaður harmaði hann það hlutskipti sitt að hafa misst glæpinn, og orðinn réttur og sléttur múgmaður á ný. Um skeið hefur einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins baðað sig í frægðarljóma fyrir að vera og vera ekki stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og aldrei skein fjölmiðla- sólin skærar á hann, en þegar hann tilkynnti að hann væri hættur öllum stuðningi eftir að sett voru bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir efnahagsöngþveiti. Forystumenn stjórnarandstöðunnar gripu guð í fótinn, tóku fagnandi við týnda sauðnum og lýstu yfir að hjörð þeirra væri nú orðinn svo stór og öflug að hún hefði öll ráð þings og stjórnar í hendi sér. Þeir lýstu yfir að ríkistjórnin hefði ekki þingmeirihluta á bak við sig, þótt meirihluti þingmanna fylgi henni að málum og engin leið sé að koma auga á annan þingmeirihluta. Þeir tala digurbarkalega og láta sem ekkert sé sjálfsagðara en að minnihluti felli meirihluta, og hafa það eitt að leiðarljósi í pólitískri stefnu sinni að neyta allra bolabragða til að koma ríkisstjórninni frá, en eru þögulir sem gröfin um önnur markmið sín. í sigurvímu sinni virðast formenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks og formenn þingflokka þeirra ekki hafa gætt þess, að vera kynni að þeir hafi ekki einir öll ráð í hendi sér þótt voldugir séu og að sjálfstæðar skoðanir kynnu að bærast í brjósti einhverra flokksmanna þeirra. í blaðaviðtali í gær segir Árni Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokksins, er það var borið undir hann hvort hann myndi fella bráðabirgðalögin er þau koma til atkvæðagreiðslu á Alþingi.“ Alþýðuflokkurinn er ekki, frekar en aðrir stjórnmálaflokkar, flokkur þar sem allir segja hallelúja og amen við öllu.“ Að öðru leyti gaf hann engin skýr svör um hvort hann myndi haga atkvæði sínu á þann veg að lögin nái samþykki eða ekki. Ellert B. Schram ritstjóri DV og fyrrum alþingismaður, hefur í tvígang varað flokksbræður sína alvarlega við að fella bráðabirgðalögin. Hann skrifar í blað sitt í gær:“ Er það lítt skiljanleg afstaða ef stjórnarandstaðan hyggst koma höggi á stjórnina með því að fella bráðabirgðalögin- að fella þær aðgerðir sem þeir flokkar hafa áður beitt sér fyrir og munu eflaust gera þegar þar að kemur. Og það loksins þegar Alþýðubandalagið hefur gengið í björgin. „Og síðar:“ Stjórnarandstaðan á ekki að gefa stjórninni færi á því að gera sig samseka um það upplausnar- og öngþveitisástand sem skapast ef bráðabirgðalögin verða félld.“ Þingflokkur Alþýðuflokks situr nú maraþonfundi til að finna leiðir úr þeim ógöngum sem flokksbroddarnir eru komnir í með kokhreysti sinni og yfirlýsingagleði. Það er ekki nóg að fella lög og fella stjórn. Þeir sem það gera verða einnig að marka eigin stefnu um hvað taka á viðr Varnaðarorð Ellerts sýna einnig að það er engan veginn einhugur meðal sjálfstæðismanna, sem fylgja Geir og Co. að málum, um að það sé neitt takmark í sjálfu sér að fella lög um nauðsynlégar efnahagsráðstafanir og ríkisstjórnina. Með því athæfi verði eingöngu komið á upplausnar- og öngþveitisástandi. Þeir aðilar sem gera sig seka um slíkt munu sjálfir súpa af því seyðið. Þegar nú fagnaðarmóðurinn rennur af mönnum yfir heimt týnda sauðsins fara þeir kannski að sjá að hann er ekki það búsílag er þeir hugðu. Og þingmaðurinn sem hélt sig hafa öll ráð þings og ríkisstjórnar í hendi sér er að missa glæpinn úr greipunum. Það er ekkert höfuðmál hvort nuverandi ríkisstjórn situr nokkrum mánuðum lengur eða skemur. En það er mikið mál hvort stjórnarandstaðan leggst á eitt um að koma í veg fyrir að nauðsynlegar efnahagsráðstafanir nái fram að ganga. Ef hún gerir það, mun hún bera ábyrgð á því upplausnar og öngþveitisástandi sem þá mun óhjákvæmilega skapast. -OÓ * Imargra augum er doris ekki aðeins RITHÖFUNDUR HELDUR ÁTRÚNAÐARGOÐ. Pegar bækur hennar tóku að birtast á sjötta áratugnum litu margir á hana sem ungan, reiðan og róttækan kvenrithöfund. Róttækar stjórnmálaskoðanir og hörð gagnrýni á stöðu konunnar í þjóðfélaginu virtust einkenna bækur hennar. Hún var talin til þeirra „ungu, reiðu manna“, sem settu mikinn svip á enskar bókmenntir á sjötta áratugnum og jafnvel fram á þann sjöunda, bæði skáldsagnagerð og leikritun. Nú síðustu árin, þegar t.d. kvenfrelsisbaráttan hefur rutt sér mun frekar til rúms en þegar fyrstu bækur Doris Lessing voru gefnar út, hafa bækur hennar öðlast miklar vinsældir til dæmis í ýmsum Evrópulöndum, þar sem þær seldust frekar dræmlega áður. Gott dæmi um þetta er „The Golden Notebook“, sem fyrst var gefin út árið 1962. Þessi bók, sem af mörgum er talin eins konar kvenfrelsisbiblía í dag, hefur tiltölulega nýlega orðið metsölubók í Evrópu. En á sama tíma og róttækar bækur Doris Lessing öðlast auknar vinsældir hafa nýjustu skáldsögur hennar komið aðdáendum, eða átrúendunum, á óvart svo þeir vita vart hvað þeir eiga að halda. í stað þess að rita pólitískar bækur er hún farin að semja skáldsögur, sem gerast úti í himingeimnum; vísindaskáldsögur. Hvað hefur eiginlega breyst? Doris lessing veitir sjaldan viðtöl en BREYTTI ÞÓ ÚT AF ÞEIRRI VENJU FYRIR NOKKRU. Hún gaf breskum blaðamanni leyfi til að spjalla við sig, og ■ Doris Lessing í garði sínum í London. FRÁ RÓTTÆKNI TIL DULSPEKI — punktar um Doris Lessing og breytt viðhorf hennar sagðist aðeins hafa gert það til þess að útrýma alls konar misskilningi, sem hún hefði orðið vör við varðandi vísindaskáldsögur sínar. Viðtal þetta er hið forvitnilegasta, og verður hér gripið ofan í það á stöku stað. En fyrst aðeins nokkur orð um bækur hennar. Fyrsta vísindaskáldsaga Doris Lessing birtist árið 1979. Sú hét Shikasta og gerist í heimsveldi úti í geimnum sem Canopus nefnist. Síðan hafa komið út þrjár sögur til viðbótar sem allar gerast í Canopus, og hún lauk í sumar við þá fímmtu, sém væntanleg er í vetur. Þessi fimmta Canopus-saga nefnist „The Sentimental Agents“. Doris Lessing hefur orðið fyrir þremur meiriháttar hugmyndafræðilegum áhrifum á lífsleiðinni - til þessa -, og þessi áhrif hafa á hverjum tíma sett mjög svip sinn á bækur hennar. Hún fæddist á Englandi, en árið 1924 fluttist fjölskyldan til Ródesíu, sem þá var bresk nýlenda og þarólst Doris upp. Ýmsar bækur hennar hafa einmitt gerst í suðurhluta Afríku. Hún dvaldi mestan hluta á búgarði föður síns og menntaði sig að miklu leyti sjálf. Átján ára að aldri hóf hún einkaritarastörf í Salisbury, og ári síðar giftist hún fyrsta sinni, ungum embættismanni í bresku nýlendustjórn- inni. Þau eignuðust tvö börn í hjónabandi, sem stóð í fjögur ár. Hún var hluti af hvíta forrréttindahópnum í landinu, en smátt og smátt fannst henni kynþáttamisréttið og stjórnmála- kúgunin óþolandi. Og nú varð hún fyrir fyrstu hugmyndafræði- legu áhrifunum, sem settu mikinn svip á líf hennar og ritstörf; kommúnismanum. „Þegar ég varð pólitísk varð ég um leið kommúnistísk“, segir hún, „vegna þess að kommúnistarnir voru þeir einu, sem ég kynntist sem börðust gegn kynþáttamisréttinu". Og í hópi þeirra hitti hún Gottfried Lessing, þýskan pólitískan flóttamann, og þau giftust árið 1945 og eignuðust einn son. Hjónaband þeirra entist þó ekki lengur en hið fyrra. Árið 1949 skildu þau og Doris hélt til Englands. En kommúnistísk hugmyndafræði hafði áhrif á ritstörf hennar mun lengur, eða frá 1944 til 1956 - árs uppreisnarinnar í Ungverjalandi og leyniræðunnar um Stalin. Þegar kommúnisminn vék til hliðar tók róttæk sálarfræði, sem öðrum fremur er kennd við R.d. Laing við og var ríkur þáttur í hugsanagangi hennar þar til hún kynntist indverskri dulspeki - svokallaðri Sufi heimspeki - sem er viðhorfsleg undirstaða þeirra fimm vísindaskáldsagna - Canopusbókanna - sem hún hefur sent frá sér síðan 1979. Róttæka sálarfræðin (þar sem er m.a. trúað að geðklofi (schizophrenia) sé aðeins heilbrigð viðbrögð við geðveikum heimi, og öðru af svipuðu tagi, fullnægði henni ekki til lengdar frekar en kommúnism- inn. Spurningin er hvort Sufidulspekin reynist henni endingarbetri. Lessing kynntist þessari speki fyrst árið 1964 er hún lás bók eins helsta kennimannsins á þessu sviði. Sá heitir Idries Shah og bókin „The Sufis". Þessi bók gjörbreytti viðhorfum Doris Lessing - og hafði úrslitaáhrif á síðari bækur hennar. I VIÐTALINU TALDI DORIS LESSING AÐ MARGIR HEFÐU LESIÐ ÚR BÓKUM HENNAR ANNAÐ EN HÚN HAFI ÆTLAST TIL. Gagnrýnendur hafi sett á hana stimpla, og svo ætlast til þess að hún hagaði sér í samræmi við þá afmörkun. Hún hafi vcrið kölluð afrískur rithöfundur, kommúnistískur rithöfundur, kvenfrelsisrithöfundur, sál- fræðilegur rithöfundur og nú vísindasagnahöfundur. Hún segist þannig eiga erfitt með að sætta sig við ásakanir um að hún hafi horfið frá áhugamálum kvenfrelsisbaráttunnar einfaldlega vegna þess, að hún hafi aldrei ritað bækur sínar meðvitað frá þeim sjónarhóli, sem róttækar kvenfrelsiskonur hafi talið, heldur hafi þetta fólk eignað sér hana í leit að hetju. „Það sem femínistamir krefjast af mér er nokkuð, sem þeir hafa ekki kynnt sér vegna þess að það tilheyrir trúarbrögðum. Þeir vilja láta mig vitna. Það sem þær vilja að ég segi er: „Já, systur, ég stend við hlið ykkar í baráttunni fram til þeirrar gullnu dagrenningar þegar allir vondu karlmennimir verða úr sögunni". Þær vilja í raun og vem að fólk gefi slíkar alltof einfaldaðar yfirlýsingar um karla og konur. Mér þykir miður að hafa komist að þeirri niðurstöðu.“ En hvað með pólitíkina? Hefur hún yfirgefið hana fyrir dulspekilegar vangaveltur um óravíddir himingeimsins? Hún neitar því, og telur að Sufiheimspekin sé frekar eins konar framhald fyrri viðhorfa hennar. Hún geri sér fulla grein fyrir því, að almennt sé litið svo á, að hún, sem hafi verið ákaflega virk pólitískt séð mestallt líf sitt, hafi nú sökkt sér ofan í dulspeki.. „En í fyrsta lagi hef ég ekki verið pólitískt virk mestan hluta lífs míns. Allt frá því eg flutti til Englands hef ég einbeitt mér að ritstörfunum. Og nám mitt í Sufi heimspeki tilheyrir svo sannarlega þessum heimi - markmið þess er að vera „í þessum heimi en ekki af honum“ eins og það heitir á máli Sufi.“ Eins og áður segir hafa vísindaskáld- SÖGUR DORIS LESSING FENGID MISJAFNAR MÓT- TÖKUR. Margir hafa ekki áttað sig fullkomlega á því hvernig þeir eigi að taka þessum bókum. Aðrir eru mjög neikvæðir gagnvart þeim. Einn gagnrýnandinn, John Leonard hjá New York Times, skrifaði t.d. þegar fyrsta bókin af þessu tagi - Shikasta - kom út: „Mér finnst satt að segja eins og að ég, og skynsemin, hafi misst vin í þoku dulspekilegra vangaveltna." Canopus, sögusvið þessara fimm vísindaskáldsagna, er víðáttumikið heimsveldi í geimnum. Þar stjórna skynsamir en ástríðulausir valdamenn veröldinni í samræmi við mikla áætlun um velferð allra. Þeir þurfa að hafa veruleg afskipti af hálfgerðri vandræðaplánetu, Shikasta, sem reyndar líkist að ýmsu leyti jörðinni. Persónurnar eru fyrst og fremst tákn fyrir ólík öfl en ekki raunverulegir einstaklingar. Og hver saga um sig er óháð hinum þótt þær gerist í sömu veröld. Doris Lessing segir, að í þessum bókum hennar sýni hún veröld, þar sem örlög pláneta, að ekki sé talað um einstaklinga, skipti litlu máli; þau séu aðeins lítill þáttur í þróun alheimsins. Þegar slík viðhorf til lífs einstaklinganna er borið saman við fyrri bækur hennar, þar sem hörð lífsbaráttan skipti svo sannarlega miklu máli, er kannski auðvelt að skilja vonbrigði aðdáenda fyrri bóka hennar. Það er nefnilega síður en svo, að fólk telji líf sitt - eða plánetunnar - smávægilegt aukaatriði. Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.