Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 24
24_____________ erlend hringekja SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 Komin eru fram í dagsljósið sönnunargögn sem sýna fram á að Hirohito Japanskeisari leyfði í eigin persónu að stofnuð yrði sýklahemaðardeild í hinum keisaralega Japansher, sem leiddi til dauða a.m.k. 3000 fanga fyrir og á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Það var Akahata, miðstjórn Japanska kommúnistaflokksins sem nýlega greindi frá efni opinberra skjala sem hún hafði komist yfir, en skjöl þessi staðfesta að Hirohito, sem hefur ríkt frá því árið 1926 hafi gefið lierlækninum Shiro Ishi grænt ljós á að hanna og þróa ódýr sýklavopn, sem gætu orsakað gífurlegt tjón. The Guardian hefur sannreynt að skýrsla Akahata er handteknir af Japönum sem „njósnarar" voru notaðir sem tilraunadýr af japönsku sýklahernaðardeildinni, sem sýkti þá með sýklum far- og drepsótta, kældi niður til þess að rannsaka hve mikinn kulda þeir gátu afborið gerðu uppskurði á þeim án þess að beita dreifi- eða svæfingarlyfjum og lét þá vera án nokkurra varna á þeim svæðum, þar sem ýmiskonar sýklum hafði verið dreift. 1936 var herdeildin, sem raunar var á stærð við heilt herfylki, send til stöðvar suður af Harbin oe þaðan dreifðust hinar ýmsu deildir hennar um Kína, Suð-austur-Asíu, þar með talið Burma og Singapore, en þar er talið mögulegt, að því er fyrrum meðlimir rierdeildarinnar staðhæfa, var í Shanxí í Kína gegndi herskyldu sinni liðsforingi að nafni Shunichi Suzuki (með öllu óskyldur forsætisráðherranum) en Suzuki þessi er nú borgarstjóri Tokyo, og mun hann verða einn þeirra japönsku ráðamanna sem forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher mun hitta í heimsókn sinni til Japan. Það hefur nú verið sannað'áð Hirohito, yfirmanni Hins keisaralega hers og sjóhers, var vel kunnugt um hin ljótu leyndarmál sem sýklahernaðardeildirnar bjuggu yfir. Svo mikil leynd hvíldi yfir störfum þessara deilda að allar skipanir til þeirra bárust beint frá höllinni, og hófust þær á hinu keisaralega ávarpi: „Chin“ (Við) og var lokið aftur með keisaralega innsiglinu. Aðeins örfáir ■ Hirohito Japanskeisari Hirohito Japanskeisari leyfði stofnun sýklahernaðardeildar Utlendingar sem handteknir voru sem „njósnarar” voru notaðir sem tilraunadýr í sýklahernaðartilraunum Japanshers, með þeim afleiðingum að a.m.k. 3000 manns létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni byggð á leyniskjölum japanska ríkisins. Skjöl þessi sýna fram á, svo ekki verður dregið í efa, að keisarinn, sem í næstu viku mun veita frú Thatcher, forsætisráðherra Breta áheyrn samþykkti stofnun sýklahernaðardeildar í Manchuria ári eftir að Japanir tryggðu sér yfirráðarétt yfir nýlendunni, sem var 1932. Það vill segja að Japanir gerðu sér grein fyrir hinni miklu þýðingu sýklahernaðar á vígvellinum átta árum fyrir árásina á Pearl Harbor. Rússar, Kínverjar, Kóreubúar og Mongólar sem voru á þessum árum að breskir fangar hafi verið á meðal tilraunadýranna. f júní sama ár, staðhæfði Bandaríkjamaður við vitnaleiðslur hjá bandarískri þingnefnd, að bandarískir stríðsfangar Japana í Mukden, Manchuria hafi verið notaðir sem tilraunadýr í sýklahernaðartilraunum. Alls skiptust þessar herdeildir niður í 67 einingar og voru þær undir yfirstjórn herdeildar 731 sem hafði yfirumsjón með tæknilegum leiðbeiningum og þjálfun hermannanna. Hafði þessi herdeild aðsetur í Harbin. í einni undirdeildanna, þeirri sem staðsett útvaldir og háttsettir ráðherrar og yfirmenn hersins höfðu aðgang að efni þessara skipana, sem voru skilgreindar sem ríkisleyndarmál, er vörðuðu öryggi ríkisins, og farið með þær sem slíkar. Og það sem ef til vill meira er, þá hafa fyrrum meðlimir herdeildar 731 borið að Takeda prins og fleiri meðlimir keisarafjölskyldunnar hafi komið til Manchuria til þess að kynna sér störf deildarinnar Það er vissulega mjög svo líklegt að keisarinn hafi ekki einungis verið samþykkur starfsemi sýklahernaðardeildarinnar, heldur hafi hann einnig fylgst grannt með hvernig tókst að sýkja fórnarlömbin af farsóttum eins og taugaveiki, kóleru o.fl. Hirohito var á þeim tíma sem hann tók við krúnunni líffræðingur sem vann sérstaklega að rannsóknum á veirum sem orsökuðu snefilsjúkdóma. Hann var því fjarri því að vera vísindalegur viðvaningur, heldur gerði hann sér fullkomlega grein fyrir því hversu miklu hlutverki vísindin gegndu í hernaðarlegum skilningi, eins og reyndar sagnfræðingurinn David Bergamini bendir á í hinni umdeildu bók sinni „Japan’s Imerial Conspiracy". Það hefur í för með sér ákveðna hættu í Japan nútímans, að gefa í skyn að sú ímynd Japanskeisara sem Japanir hafa í dag af keisara sínum - þ.e. að keisarinn sé meinlaus sjávarlíffræðingur, sem hafi helgað sig vísindunum vísindanna vegna - sé ekki með öllu rétt mynd af keisaranum. Höfundur skýrslu miðstjórnar Japanska kommúnistaflokksins, þar sem gerð er grein fyrir hlut Hirohito Japanskeisara í þessu sýklahernaðarprógrammi, hefur orðið fyrir miklu aðkasti hægri afla í Japan, síðan skýrslan var opinber gerð um síðustu helgi (greinin er skrifuð 17. sept. sl.) og nokkrir hafa orðið fil að hóta honum lífláti. Það ■ „Litla stúlkan situr kviknakin á lágum kolli, og henni er haldið af a.m.k. þremur konum. Ein þeirra heldur þéttingsföstu taki yfir um brjöst stúlkunnar, hinar tvxr glenna með valdi sundur læri stúlkunnar, til þess að eiga greiða leið að kynfærum hennar... Sú sem samkvæmt hefð framkvæmir aðgerðina, fer fyrst með stutta bæn... Síðan tekur gamla konan rakvélarblaðið og sker snípinn af. Hefting kynfæranna fylgir í kjölfarið: Gamla konan sker með rakbiaðinu frá toppi til botns innri barmsins og skrapar sðan holdið innan úr ytri barminum... Þá ber konan áburð á kynfxrin og hún tryggir það að ytri barmar kynfæranna gröi saman með því að reka í þá þyma.“ (Vitnað í skýrslu no. 47 í bókinni Femaie Circumcision, Excision and Infibulation, Minority Rights Group.) Þessi lýsing á öfgafyllstu mysþyrmingu kynfæra sem um getur, er frá kynflokknum Djibouti komin. Hún gæti þess vegna verið frá einum sex löndum í Afríku, þar sem framkvæmdar á, sé einhvers staðar á bilinu 20 til 70 milljónir. Það mun aldrei liggja Ijóst fyrir hversu mörg stúlkubörn látast eða hafa látist vegna þessarar aðgerðar, því hefðbundin þögn ríkir yfir þessum aðgerðum. En þegar það komst upp fyrir um tveimur vikum í Kenya að 14 stúlkubörn hefði látist eftir að umskurður var framinn á þeim, og að níu aðrar stúlkur lægju hætt komnar á sjúkrahúsum, þá ákvað forseti landsins, Moi að banna með lögum umskurð kvenna og hann skipaði jafnframt lögreglu landsins að ákæra þá sem þessar aðgerðir framkvæma fyrir morð, ef upp um þá kemst. Yfirmaður heilbrigðismála í Kenya bannaði jafnframt á sama tíma öllu starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar að koma nálægt umskurði kvenna. Afstaða forseta Moi er vægast sagt djarfmannleg, einkum ogsér í lagi, þar sem forveri hans í forsetastól, Jomo Kenyatta hafði hatdið umskurði kvenna í Kenya á lofti, sem tákni um þjóðarandstöðu við hvers konar UMSKURDUR KVENNA „Vegna þess að hann hefnr alltaf verið framkvæmdur” umskurður kvenna, eða Faraóskur umskurður tíðkast almennt enn þann dag í dag. Afbrigði þessarar aðgerðar, en ekki nákvæmlega eins aðgerð eru framkvæmd í einum 30 löndum öðrum í Afríku, Mið-Austurlöndum og Asíu. Talið er að fjöldi þeirra kvenna sem slíkar aðgerðir hafa verið afskipti nýlendustjórna. Ýmislegt bendir til þess að umskurður kvenna í ákveðnum hlutum Kenya, sé á undanhaldi. Augljóslega hefur Moi forseti talið að hann ætti ekki á hættu að fá fram alltof ofsafengna andstöðu ýmissa þjóðflokka, þar sem umskurðurinn er enn rótgróin hefð, en þar í flokki er einmitt hans eigin þjóðflokkur, Kalenjin, svo og stærri þjóðflokkar eins og Kikuyu og Masai. Bannið kann þó að hafa alvarlecar afleiðingar í för með sér, því margir læknar og þjóðfélagsfræðingar óttast að eftir að bannið hefur tekið gildi, þá muni óldungar þjóðflokkanna og konur þær sem framkvæma aðgerðirnar sameinast um að leyna algjörlega dauða stúlkna þeirra sem fara illa út úr aðgerðunum. Aðgerðir þessar eru framkvæmdar við mjög svo bágbomar aðstæður - venjulega em það elstu konur hvers þorps sem framkvæma þær, og nota þær þá hnífa, rakvélablöð, eða í versta falli glerbrot, og þarf vart að orðlengja það að sýkingar og eitranir eru reglan en ekki undantekningin. Blæðingar, blóðeitrun, stífkrampi og taugaáfall em meðal algengustu kvillanna sem koma upp eftir aðgerðirnar. Þegar til lengri tíma er litið, þá koma upp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.