Tíminn - 10.10.1982, Síða 7

Tíminn - 10.10.1982, Síða 7
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 Verið Velkomin. LL JOHANN Skeifan 8. sími 85822 gegn Vilhjálmi í Þýskalandi að þjóð- þingið greip fram fyrir hendumar á honum vegna íhlutunar hans í utanríkis- mál landsins. En Chamberlain full- vissaði hann um að þetta andsnúna almenningsálit væri runnið undan rifjum fávita og svikahrappa og hann skyldi láta það sem vind um eyru þjóta. Þá svaraði Vilhjámur þegar og kvað þá tvo jafnan mundu standa saman: „Þér hvessið penna yðar en ég tungu mína og mitt breiða sverð,“ sagði hann. Án afláts minnti Englendingurinn keisarann á hlutverk og örlög Þýska- lands. „Þegar Þýskaland hefur á annað borð náð sigri,“ skrifaði hann eftir að fyrri styrjöldin braust út,“ og það vitum við það mun gera, þá verður þegar að hefjast handa samkvæmt stjómmála- fræði vísindalegrar snilli. Ágústus réðst í að umbreyta heiminum og Þýskaland verður að gera hið sama. Landið verður að eignast vopn til sóknar og vamar og á öllum sviðum verður það að vera eins vel skipulagt og her. Það mun bera af öllum í listum, vísindum, tækni, iðnaði, verslun, fjármálum og hverju sem er. Það verður kennari, stjórnandi og brautryðjandi heimsbyggðarinnar. Sér- hver maður mun standa árvakur í stöðu sinni og leggja sig fram fyrir hinn heilaga málstað. Þannig mun Þýskaland sigra heiminn með innri mikilleik sínum.“ Chamberlain gerðist þýskur ríkis- borgari árið 1916, - sem sé í miðju fyrra heimsstríðinu. Fyrir predikanir sínar um hið dýrðlega hlutverk Þýskalands hlaut hann járnkrossinn úr hendi keisarans. Nýr frelsari Svo átti þó að fara að það var í Þriðja ríki nasista sem áhrif þessa Englendings urðu mest. Hann var þá dáinn, en hafði séð fyrir stofnun þess. Nasistar tóku upp mærðarrollur hans um örlög og hlutverk Þjóðverja og Þýskalands og ekki síst kynþáttakenningar hans. Hann var hylltur sem einn hinn mesti spámann- anna. Á þessum tíma streymdu bækl- ingar, bækur og greinar út úr nasista- pressunni sem hófu þennan fræðara til skýjanna og hann var kallaður „and- legur faðir hins þjóðemissósíalistiska Þýskalands.“ Rosenberg, sem var hug- myndafræðingur flokksins mun oft hafa látið í Ijós aðdáun sína á þessum enska heimspekingi við Leiðtogann. Hitler hefur líklega heyrt fyrst um Chamber- lain sem ungur maður í Vín, en þar voru rit hans vinsæl meðal afturhaldsafla og gyðingahatara og eflaust hefur hann ■ Eva Wagner, dóttír tónsnillingsins, sem giftist hinum enska eldibrandi frá Portsmouth. ■ „Þér hvessið penna yðar, en ég tungu mina og mitt breiða sverð j“ sagði keisarimi í bréfi til breska heimspekingsins. að Kristur hafi að miklu leyti ekki haft semítablóð í æðum. Hann fullyrti svo blátt áfram: „Hver sá sem segir Krist hafa verið Gyðing er annað hvort heimskingi eða lygari." En hvað var hann þá? Chamberlain segir: Ef til vill Aríi! Hafi hann ekki verið það að ætt að fullu, þá var hann það vegna siðalærdóms síns og trúar- legra viðhorfa, sem eru andstæð efnis- hyggju og stirðnuðum formum Gyðinga- trúarinnar. „Guð hefur sent yður til mín“ Þegar „Hornsteinar 19. aldar“ komu út í Þýskalandi fór hrifningarbylgja um landið og þessi sérkennilegi Englend- ingur varð skjótt á hvers manns vörum. Þrátt fyrir þá miklu mælsku sem bókin bjó yfir og fagran stíl, - en á því sviði sém fleirum var Chamberlain lista- maður, - þá þótti bókin ekki auðveld aflestrar. En yfirstéttimar lögðu bókina sér við brjóst, líkt og þær hefðu einmitt fundið það í henni sem þær vildu trúa. Þegar tíu ár voru liðin frá því er hún kom fyrst út voru komnar af henni átta prentanir og 60 þúsund eintök höfðu selst. Er fyrri heimsstyrjöldin skall á var eintakafjöldinn kominn upp í 100 þúsund eintök. Hún var alls staðar til sölu á stjómaráram nasista og t.d. 1938 mun það hafa verið 24. útgáfa sem verið var að selja. Eintakafjöldi frá upphafi var þá orðinn um 250 þúsund. Sá sem las bókina manna vandlegast var Vilhjálmur II, keisari. Hann bauð Chamberlain til hallar sinnar í Potsdam og þegar við fyrstu sýn tókst með þeim vinátta sem varði til dauða höfundarins 1927. Þeir skiptust á bréfum árum saman. Sum þeirra 43ja bréfa sem Chamberlain ritaði keisaranum vom langar ritgerðir sem stríðsherTann not- aði óspart í þrumuræðum sínum og yfirlýsingum. „Það var Guð sem sendi bók yðar til þýsku þjóðarinar og yður mér persónulega,“ sagði hann í einu bréfa sinna til Chamberlain. Allt lofið og hólið sem finna má í bréfum Chamberlain til keisarans getur valdið mönnum klígju: „Yðar hátign og þegnar yðar hafa verið fæddir í heilögu skríni," skrifaði hann t.d. sem áður er sagt frá. En þessi undirgefni kom þó ekki í veg fyrir áð stöðugt var Chamberlain að gefa þjóðhöfðingjanum mikilláta heilræði. Árið 1908 hafði risið upp slík andstaða lesið einhverjar þeirra greína sem hann ritaði í þýsk blöð í stríðinu. í „Mein Kampf“ kveðst hann harma að boðskap- ur Chamberlains sé lítið kynntur í Weimarlýðveldinu. Chamberlain varð fyrstur manna í Þýskalandi til að sjá að Hitlers biði mikil framtíð, og mikil tækifæri fyrir Þjóð- verj a, ef þeir fylgdu honum. Hitler hafði hitt hann í fyrsta sinn í Bayreuth árið 1923 og þótt Chamberlain væri þá veikur hálf-lamaður og hugstola vegna ósigurs Þýskalands, þá lifnaði hann allur við, þegar hann heyrði þennan unga Austur- ríkismann tala. Yður bíða mikil vcrkefni," skrifaði hann Hitler daginn eftir. „Trú mín á Þýskaland hefur ekki hvikað eitt einasta andartak, þótt víst hafi tímabundnar vonir brugðist. f einu vetfangi hafið þér gjörbreytt sálarástandi mínu. Það sýnir kraft þýsku þjóðarinnar að á örlaga- stundu fæðir hún af sér mann eins og yður. Þann kraft sýnir líka það kraftmagn sem frá yður stafar. Megi Guð blessa yður!“ Þetta var á þeim tíma er Hitler með Chaplinskegg sitt og klaufalega fram- komu var enn álitinn hlægilegur af flestum Þjóðverjum. Hann átti sér fáa fylgjendur um þetta Ieyti. En seiðmagn persónuleika hans hafði undraáhrif á þennan aldraða, veika heimspeking og endurnýjaði trú hans á þá þjóð sem hann hafði kjörið að dveljast með og hefja til skýjanna. Chamberlain gerðist meðlim- ur hins unga flokks nasista og eftir því sem heilsan leyfði för hann nú að rita í þann tætingslega blaðakost sem hann réði yfir. í einni þessara greina, sem birtist árið 1924, lýsti hann því yfir að Hitler, sem þá sat í fangelsi, væri kjörinn af Guði til þess að veita þjóðinni handleiðslu. Örlögin höfðu boðið Vil- hjálmi II að spreyta sig, en hann hafði brugðist. Nú var það Hitler. Á sjötugsafmæli þessa merkilega manns, hinn 5. september .1925, birtist um hann fimm dálka afmælisgrein í blaði nasista „Völkischer Beobachter", þar sem bók hans „Homasteinar 19. aldar“ var nefnd guðspjall nasistaflokksins. Sextán mánuðum síðar var hann borinn til grafar, - hinn 11. janúar 1927. Hann dó með þá von í brjósti að allt það sem hann hafði predikað og spáð ætti eftir að rætast undir handleiðslu þessa nýja Messíasar. Við jarðarförina voru ekki nema tveir nafnkunnir menn. Annar var einn sona Vilhjálms keisara, sem ekki mátti sjálfur stíga fæti á þýska jörð, en hinn var Hitler. Nasistablöðin sögðu að nú hefði þýska þjóðin misst hinn mesta vopnasmiða sinna og að enn sem komið væri hefðu þau vopn sem hann smíðaði ekki verið borin í stríði sem þeim hæfði.“ Ekki mundi hinn aldraða sjúka speking hafa grunað það þá og vart Hitler sjálfan hve þess var skammt að bíða að þessi vopn yrðu öll reynd og með hve hörmulegum afleiðingum. Þýtt - AM HEIMILISIÐNAÐAR- SKÓLINN Laufásvegur 2 - sími 17800 Innritun er hafin á JÓLAFÖNDURNÁMSKEIÐIN, sem hefjast 20. okt. Önnur námskeið í október og nóvember: Knipl 9. okf. Fótvefnaður 11. okt. Vefnaður fyrir börn 19. okt. T uskubrúðugerð 19. okt. Munsturgerð 25. okt. Spjaldvefnaður 1. nóv. Tóvinna 9.nóv. Auk þess minnum við á námskeið í munsturgerð og bótasaum, ætluð fólki utan af landi (dagleg kennsla). Innritun fer fram í HEIMILISIÐNAÐARSKÓLANUM Laufásvegi 2, sími 17800.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.